Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Síða 11
Er taugaveiki skýr- ingin á Fróðárundrum Eyrbyggjasögu? ilefni skrifa þessara er grein Hafsteins Sæ- mundssonar læknis um þetta efni í Lesbók Morgunblaðsins 19931. Svarið hefir dregist vegna persónulegra ástæðna. Hann ber fram þá skýringu að orsakarinnar Tilgáta hefur birst um að skýring á Fróðárundrum sé af völdum sýkts rúgmjöls, svokallaðrar korndrjólasýki. Klassísk einkenni komdrjólasýki eru bundin við fingur og tær, sem visna og geta grotnað af með geysilegum kvölum. Engfa slíkra sjúkdómseinkenna er getið í frásögn Fróðárundra. Eftir SIGURÐ SAMÚELSSON að Fróðárundrum sé að leita í eiturverkun- um frá sýktu rúgkorni (korndrjólasýki - ergotismus) sem borist hafi með Dyflinnarf- ari hingað til lands árið 1000. Ég birti grein í Lesbók Morgunblaðsins 19852, „Dauði og sóttaifar í fornsögum“. Ein fyrirsögnin í nefndri grein mirini var: „Farsóttir", þar sem ég leyfði mér að benda á taugaveiki sem orsök þessara „unch'a". Hafsteini og mér er ljóst að örugg orsök þessa sjúkdóms á Fróðá verður ekki fund- in, en vangaveltur um orsök verða vonandi til skemmtunar fleirum en okkm- tveim. Skal þá vikið að athugasemdum mínum við skýringu Hafsteins, því að ætlun hans með skrifunum „er að setja fram læknis- fræðilega tilgátu". Sú fyrsta er, að ekki finn ég í frásögn- inni, að skip þetta hafi haft meðferðis neinn kornforða til landsins. Skip kemur frá Dyflinni á írlandi til Rifs á Snæfellsnesi3 sumarið árið 1000. Hafi þeir haft korn með sér hingað til lands hlýtur það að hafa verið af fyrra árs framleiðslu. Talið er að sýking í rúgkorni (korndrjóla- sýki) lifi ekki svo lengi. Ekki er greint frá í sögunni að nein slík „sótt“ hafi breiðst út á öðrum bæjum í nágrenninu né neinir í áhöfninni hafi vérið sjúkir en víðar hlýtur skipshöfnin að hafa dreifst. Onnm' athugasemd mín er að draga má í efa að rúgkornsrækt hafi náð til Irlands eða Norðurlanda á þessum tima eða árið 1000. Korn það sem þá fluttist til Islands var fyrst og fremst bygg sem notað var til matar- og ölgerðar. Um sögu kornsins segir í fræðibók í lyfja- fræði1: „Rúgkorn vai' tiltölulega óþekkt hin- um fornu Rómverjum og það þekktist ekki í Suðvestur-Evrópu fyrr en í byrjun kristni. Það var ekki fyrr en á miðöldum að ritaðar lýsingar bh'tust um ergotamineitranir, þótt mögulegt sé að sjúkdómurinn hafi fundist löngu fyrr.“ Skal nú betur hugað að, hvort sjúkdóms- einkenni „undranna" hæfi betur taugaveiki- sjúklingum eða sjúklingum með korndrjóla- sýki. Að þessu athuguðu tel ég ekki líkur á að rúgkorn hafi borist til landsins með Dyflinn- ar-farinu árið 1000. Frásögn er aðeins um vistarveru einnar persónu skipshafnarinnar, konu sem hét Þórgunna. Að sögn sögunnar „var hon kona mikil vexti, bæði digr ok há ok holdug mjök, svartbrún ok mjóeyg, jörp á hár ok hærð mjök“. Hún vistast á Éróðá. Mér hefir því komið til hugar að sjúkdóm- ur þessi að Fróðá stafi frá sjálfri Þórg- unnu. A þessum tíma (um árið 1000) gengu ýmsar sóttir á svæðinu: Suðureyjum (eyjun- um norðui- af Skotlandi), norðanverðu Skot- landi og Irlandi þar á meðal var tauga- veiki, enda hefir taugaveiki fylgt mannkyn- inu lengst af. í kennslubók í lyflæknisfræði6 segir um smitleiðir taugaveiki: „Það er saur-munn- leiðin með menguðu vatni eða fæðu. Aðalsm- itberar sýkinnar eru þeir einkennalausu með sýkla í saur og sjúklingar annaðhvort meðan á sjúkdómi stendur eða í afturbata." Það er því almennt hreinlæti, sem mestu hefur ráðið um útbreiðslu taugaveiki gegn- um tíðina. Nokkrir taugaveikisjúklinganna verða því krónískir smitberar eftir að þeir hafa náð bata og venjulega eru þaðþeir sem veikin leggst vægt á. Em það konur og eldri kai'lar, sem oft hafa skemmdir í gallblöðru, bólgu og/eða gallsteina. Er þá gallblaðran ákjósanlegur staður íyrir taugaveikibakter- íur til að hreiðra um sig. Er fólk þetta þá heilbrigt að sjá og getur unnið sín störf. Því held ég að Þórgunna hæfi vel í þessa mynd. Hún er stór og feit, en slíkar persón- ur hafa tilhneigingar til gallsteinamyndunar og gallblöðmbólgu með eða án einkenna frekar öðru fólki. Þá er að geta blóðskúrar þeirrar er féll á heyið að Fróðá. Sagnaritarar okkar á Sturlungaöld hafa notað blóðrigningu sem fyrirboða voveiflegra tíðinda t.d. mannslát- anna á Fróðá. Skal og bæta nokkmm dæm- um við: Blóð féll á menn í Arnarfírði fyrir aftöku Hrafns Sveinbjarnarsonar, læknis og bónda, dáinn 1213, fyrir falli Kolbeins Tumasonar í Víðinesbardaga 1208, fyiir Örlygsstaðabardaga 1238, en þar féll Sig- hvatur Sturluson og synir hans, þá fyrir vigi Þorgils skarða 1258. Ég skil þetta sem skýringu blóðrigning- arinnar. Fyrirbærið gæti verið frá eldri tím- um og trúarlegs eðlis. Hitt bendi ég á að sagan segir blóðið hafa þomað á öllu heyinu, nema þeim flekk sem Þórgunna rifjaði, svo og á fótum henn- ar og hrífu, þar var allt vott af „blóði“. Enn snýst allt um Þórgunnu. Hvers vegna? Var hún ef til vill orðin sjúk eða var mótstöðu- afl hennar farið að bila? Hún deyr_ að minnsta kosti skömmu síðar, sem gæti ver- ið af völdum erfiðis við heystörfin. Einnig segir kennslubókin í kaflanum um taugaveiki: „Margir sjúklinganna sýna óvenjulega (abnormal) hegðun eða breytt andlegt ástand, sem ekki er í hlutfalli við, hve þungt sjúkdómurinn leggst á sjúkling- inn. Meðal annarra almennra einkenna er „toxisk" starandi augnaráð, rugl (delerium), raddleysi og lost (coma). Krampai' eru al- gengir hjá börnum.“ Skulum við snúa okkur nánar að tilgát- unni um eiturverkanir korndrjólasýkingar rúgmjöls sem orsök Fróðárundra. í efni þessu eru mörg lyfjafræðileg efni en tvö þeirra ber að nefna: 1) Ergotamin sem notað er við mígren-höfuðverk, 2) Ergo- metrin sem framkallar samdrátt í legi og með eitun'erkunum sem valda fósturláti og 3) Lysergid-sambönd, sem valda geðti'ufl- unum. Sú klassíska mynd eitrunar af sýktu rúgkorni sem mest ber á er verkunin á slétta vöðva í æðaveggjum útlima og sérstaklega í tám og fingrum. Fýlgja þessu þær vítiskv- alir, vegna samdráttar í slagæðum (nær- ingaræðum) útlima, þegai' þær herpast sam- an og blóðrás hindrast. Fingur og tær verða kaldar og fólar, rýrna síðan, blána og verða að lokum svartar og grotna burtu. Þvílíkai' kvalir sem sjúklingar líða, þai'f vart að lýsa. Hvergi í frásögn Fróðárundra er minnst á þessi einkenni. Ergotamin-eitnm vai- á mið- öldum kölluð „heilagur eldur“ vegna kvala sjúklinga í útlimum og einkenna þar. I eitt skipti er minnst á bláma á húð sjúk- lings í Fróðárundrum en það er viðureign sauðamanns við Þóri viðlegg. Samkvæmt fi'ásögninni flýgst Þórir við- leggur á við sauðamanninn sem er samt dauðm- fyrir skömmu. Frá veikindum Þóris viðleggs er ekkert nánar sagt. Sammála er ég Hafsteini að hér geti verið á ferðinni geðtruflanir og bæti við að þær séu meiri háttai' með skyntraflunum, flogum og krömpum. Er þá ekki furða þótt hann yrði „víða orðinn kolblár". Síðan deyr hann eftir allar stimpingarnai’ við sjálfan sig. Þennan „blárna" á Þóri viðlegg vill Hafsteinn setja í samband við drep í útlimum hans. Þai' vii'ðist mér langt til seilst, enda er hvergi minnst á útlimi eða einkenni írá þeim í frá- sögninni. Nærtækai-i skýring á „kolbláma" Þóris virðist vera að hann hafi lent í floga- kasti með krömpum. Hér ber að geta, að margir taugaveiki- sjúklingar hafa smáhúðblæðingar sem teikn um aukna blæðingahneigð. Getur það m.a. verið þáttm' sem væri valdur að „kolbláma" Þóris viðleggs. Þá er atburðarás „undranna" sú að þar sést urðarmáni, afturgöngur koma á kreik, hljóð heyi'ast frá skreiðarhlaðanum, síðar kemur upp úr honum nautsrófa og þá sést selshöfuð í eldstæðinu. Frá bæjardyrum mínum séð er byrjun þessara einkennilegu atburða ofskynjanii' taugaveikissjúklinga, sem í umfjöllun fólks í tímanna rás fá á sig dramatískan og mikinn ævintýi'ablæ sem gerir atvik þessi frásagnai'verðari og þannig eru þau fest á blað. Sagan segii' að karlar og konur hafi togað í rófuna og „hafi skinn- it fylgt ór lófum þeirra“ sem mest tóku á. Tekið skal eftir síðustu málsgrein því að Hafsteinn segh- í gi-ein sinni að það bendi til ergotismussýkingar að húð losni af lófum manna við mikil átök. Nú hafa þessir sjúkl- ingar einmitt mikla blóðþurrð í höndum og fingram, ásamt miklum kvölum við minnstu áreynslu og kulda. Augljóst er að slíkir sjúklingar geta ekki verið til átaka. Hins vegai' er lýsing á rófunni: ...vaxin sem nautsrófa sviðin. Hon var snögg ok selhár“, sem allt getur skýi-t að lófar manna hefðu eitthvað rifnað upp við átökin. Þá bendi ég á að skreiðarhlaðinn mun staðsettur í úthýsi og þar er kalt og því ekki fýsilegur staður til átaka fólki, sem er geysiviðkvæmt fyi-ir kulda, sem á að vera haldið útlimasýki af völdum eiti'unar frá sýktu rúgkorni. Skal nú snúa sér að taugaveikitilgátunni. 1. Þórgunna er aðalmaður sögunnar meðan hún er lífs. Hún virðist dulmögnuð, vel efn- uð, hefir meðferðis mikinn og dýran klæðn- að, rúmfatnað og lokrekkjutjöld (ársali). Hún er stirfin í skapi og lætur ekki undan neinum, samanber viðskipti hennar við Þur- íði húsfreyju. Hún er sterk og stæðileg. Hún var talin á sextugsaldri sem er hár aldur á þeim tíma. Þekktir era leyndir taugaveikismitberai', sem eru hraustir og ganga að almennum störfum. Man ég svo langt að 1935 eða 1936 fannst slíkur smit- beri í Flatey á Skjálfanda eftir leit sem þai- var framkvæmd vegna endurtekinna smá- taugaveikifaraldra í eynni. Eftir að sú per- sóna var læknuð hvarf það „undur“. 2. Þórgunna hafði fyrir dauða sinn lagt mikla áherslu á að brenna skyldi fatnað sinn og rúmfót. Þegar Þóroddur bóndi býr sig til að brenna hann, fær húsfreyja hann með herkjubrögðum til að hætta við það, og fær síðan rúmfót og aðrar eignir Þórgunnu til afnota, en veikist síðan, en batnar þó. Þegai- leitað var til héraðshöfðingjans og vitsmunamannsins Snoira goða, bróður Þuríðar húsfreyju, gaf hann ráð til að brenna skyldi allan rekkjubúnað ok rekkjutjöld Þórgunnu. Eftir það létti sóttinni. Segir svo: „Eftir þat tókust af allar afturgöngur at Fróðá ok reimleikar, en Þuríði batnaði sóttarinnar, svá at hon varð heil.“ Gefur þetta eigi lítinn grun um að eitt- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. JÚNÍ1994 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.