Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Page 13
Vafasamt að um-
gangast fólk sem
maður gagnrýnlr
Pauline Kael hefur löngum verið sögð áhrifa-
mesti og umdeildasti kvikmyndagagnrýnandi
Bandaríkjanna á öldinni. Hún hætti að skrifa
reglulega um kvikmyndir í The New Yorker
árið 1991. Kael er 75 ára og þjáist af parkin-
Úr samtali við
kvikmyndagagnrýnandann
PAULINE KAEL, sem segir
m.a.: „Mér finnst ekkert til
sumra leikstjóra koma
persónulega en verk þeirra
snerta mig mjög mikið. Það
er eitt af undrunarefnum
listaheimsins.“
ARNALDUR INDRIÐASON
tók saman
Fólk er tilbúið að hanga í biðröð eftir
Dreggjar dagsins og „Carlito’s Way.“
Dreggjum dagsins en fúlsar við mafíumynd sem hefur uppá miklu meira að bjóða;
Brjálæðislegur
brandari að hampa
Clint Eastwood sem
leikstjóra.
an verið í kynnum við leikstjóra, jafnvel ekki
þá sem ég hef skrifað mjög mikið um.
Er það rétt hjá mér að þú hafir orðið fyr-
ir vonbrigðum með Scorsese?
Hann er orðinn mun snjallari handverks-
maður en fyrstu myndirnar sem hann gerði
og höfðuðu sérstaklega sterkt til mín —
„Mean Streets“ og „Taxi Driver" — báru
með sér að eitthvað nýtt væri á ferðinni.
Hann skoðaði inní sig og heiminn. „GoodFell-
as“ olli mér vonbrigðum og mér þótti Ví-
höfði bara hræðileg mistök. Öld sakleysisins
er í rauninni Merchant Ivory mál. Þótt Scor-
sese sýni hvers hann er megnugur þegar
hann fæst við það mótar hann ekki efnið.
Mér fannst myndin leysast upp.
Þegar þú hugsar um Scorsese vinna með
Daniel Day-Lewis ...
Þú vilt meira. Day-Lewis er svona leikari
eins og De Niro var þegar hann var ungur.
Þig langar ekki bara til að sjá hann angistar-
fullan.
Hvað með De Niro?
Það er orðið langt síðan hann sýndi tilfinn-
ingahita eins og í Guðföðurnum II eða viðlíka
ki-aft og einkenndi leik hans í „Taxi Driver".
Mér fannst gaman að honum í litlu hlutverki
sem A1 Capone í Hinum vammlausu. Líka í
Brazil. En það hefur einhver stirðleiki og
sinnuleysi hlaupið í leik hans þegar hann fer
með aðalhlutverk.
Þú átt þér uppáhaldsleikstjóra.
Já, auðvitað, og það eru eyður í mér líka
— eins og Fassbinder. Einnig [Yasujiro]
Ozu. Ef þú átt við hvort ég láti þá njóta
þess held ég að svo sé ekki. Þeir sem hafa
lesið ski-if mín vita að ég tel [Robert] Aitman
hafa gert margt gott um dagana þótt marg-
ar mynda hans hafi valdið mér vonbrigðum.
Eg vai- vön að segja að hann gerði góða
mynd og svo eina slæma og svo framvegis.
Hann gerði hvort tveggja í „Short Cuts“.
Þar er að finna sumt af því besta og sumt
af því versta sem hann hefur gert.
Sástu Flóttamanninn?
Já. Tommy Lee Jones stal myndinni. Hann
hefði líka stolið „JFK“ ef hún hefði ekki
verið soddan -byrði.
Heldurðu alltaf jafnmikið uppá Brian De
Palma?
Já, auðvitað. Handritið í „Carlito’s Way“
er þreytt og Ai Pacino, eins góður og hann
annars er í myndinni, hefur leikið þetta hlut-
verk áður. En Sean Penn sýndi lymskulega
hnittinn leik og De Palma sjálfur veit hvern-
ig á að setja upp ákveðin atriði betur en
nokkur annar hefur gert. Hann byggir atriði
á svipaðan hátt og hann hefur áður sýnt en
með meiri hugvitsemi og fínleika. Það gæti
liðið einhver timi áður en hann gerii- eitthvað
eins stórkostlegt og „Casualties of War“ en
hann er einn af fáum leikstjórum sem halda
áfram að þróa sína tækni.
Eitt af því sem mér gremst svo þegar ég
ski’ifa kvikmyndagagnrýni er að svo margir
sem gefa sér tíma til að lesa gagnrýni hafa
svo fínan smekk. Þeir standa í biðröð til að
komast á Dreggjar dagsins en líta ekki við
mafíumynd jafnvel þótt hún sé mun marg-
sonsveiki en fylgist vel með því sem er að
gerast. Kvikmyndadómar hennar hafa verið
gefnir út í fjölda bóka og í haust kemur út
bók eftir hana sem heitir „Pauline Kael For
Keeps“. Nýlega birti The New Yorker viðtal
við hana undir fyrirsögninni „Kael Talks“
og birtist það hér mjög stytt og endursagt.
Hvort líkaði þér betur að skrifa illa um
myndir eða hrósa þeim?
Það getur verið gaman að skrifa illa um
myndir — þú brettir upp ermarnar og skell-
ir þér í Ágeasarfjósið. En það er líka stutt
í demng og ódýr meðöl —■ það gefur manni
ekki mikið. Ef þér líkar eitthvað virkilega
vel verða skrifin auðmjúk og snerta fólk. Þú
gefur þig í verkið sem þú lýsir. Þú vilt gera
því góð skil og vilt deila ánægjunni sem það
hefur veitt þér. Að skrifa um það eykur þína
eigin ánægju.
Hugsaðir þú um það þegar þú varst
grimm?
Já, og ég vissi það um leið og ég skrifaði.
Það er svo mikil hugsanaleti í samfélaginu
að stundum þarf hörku til að halda heil-
brigðri skynsemi í skrifum um poppmenning-
una. Og stundum getur miskunnarlaus at-
hugasemd — þótt hún skjóti yfir markið —
verið besta leiðin til að koma skoðun á fram-
færi.
Fólk vildi ekki setja mikið út á „Rain
Man“ og var á því að hún væri mikilvæg.
Þú fékkst miklar kvartanir útaf þínum dómi
um hana.
Ég fékk mikið af bréfum frá fólki sem
fannst ég ekki taka einhverfu alvarlega af
því að ég tók myndina ekki alvarlega. Fjöl-
miðlar almennt fjalla um það sem leikstjórinn
segist vera að gera og þegar gagnrýnendur
taka að fjalla um myndina hans vilja þeir
oft skrifa um áform hans frekar en það sem
þeir sjá á tjaldinu. Ef einhver okkar bendir
svo á það sem er á tjaldinu kemst fólk í
uppnám vegna þess að við kunnum ekki að
meta dásamlegt starf hans í þágu mannúðar.
Það hafa ekki margir gagnrýnendur hæfileik-
ann til að sýna óskammfeilni. Ég held það
geti verið minn stærsti kostur.
Það er hæfileiki sem gæti virst skaðlegur
í síarfi.
Vissulega, en ef þú getur ekki gert grín
að slæmum myndum um alvarleg efni hver
er þá tilgangurinn með þessu?
Mig langar mikið til að vita hvernig mann-
gerð þarf til að takast á við leikstjórn.
Verum andstyggleg: Það þarf einhvern
sem getur reddað peningum til að gera bíó-
mynd.
Hvað með samskipti gagnrýnandans og
kvikmyndagerðarmannsins hvort sem það
er aðeins í gegnum starfið eða þróast í and-
Vonbrigði með Martin Scorsese en Brian
De Palma alltaf jafngóður; Pauline Kael.
legan skyldleika sem jafnvel verður að vin-
áttu?
Meinarðu hvort það sé í lagi að umgang-
ast það fólk sem þú gagnrýnir? Við skulum
segja að það sé vafasamt. Ég held að andleg-
ur skyldleiki sé dýpri en vinátta. Mér finnst
ekkert til sumra leikstjóra koma persónulega
en verk þeirra snerta mig mjög mikið. Það
er eitt af undrunarefnum listaheimsins. Þú
heldur að þér liki persónulega við einhvern
af því þér líkar verk hans en það þarf alls
ekki að vera. Hvað sem því líður hef ég sjald-
P
4-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.JÚNÍ1994 13