Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 4
Jörðin tættist upp þegar sprengikúlurnar hittu hlíðina. Mynd: Árni Elfar. Þegar stríðið kom að Sauðanesi ljótlega eftir að Bretar tóku ísland vorið 1940, settu þeir niður herbúðir nálægt Blönduósi. Ég var þá að alast upp á níunda ári á bænum Sauðanesi, fímm kíiómetrum suðaustan þorps- ins, við Laxárvatn og Laxá á Ásum þar sem Fyrst heyrðist skotið með þungum dynk, svo kom þetta skerandi ýlfur og rákir í loftið þegar kúlan þaut yfir og að síðustu sprengingin þegar hún lenti og jarðvegur og sprengjubrot þeyttust hátt í loft upp. Eftir RIKARÐ PALSSON rafmagnsveita Húnvetninga hafði staðið síð- an 1932. Stríðið hafði óhemju áhrif á sveitapjakk- inn, sem lá við útvarpstækið á fréttatímun- um, las stríðsfréttir í hálfsmánaðar gamalli dreifbýlispressunni, Tímanum og vikublað- inu Isafold og Verði, sem var vikuleg dreif- býlisútgáfa Moggans. Einnig tókst sveinin- um að komast öðru hverju í gömul Alþýðu- blöð, sem gæslumaður rafveitunnar, Helgi Benediktsson, var áskrifandi að en hann var annar af tveimur krötum á Húnaþingi í þann tíð. Allir töluðu um stríðið og stöðugt klingdu í eyrum manns nöfn á erlendum stríðsherr- um, stjórnmálamönnum og generálum, sem nú eru sumir löngu gleymdir. Hver man eft- ir körlum eins og Petam, Laval (þar er nú annars nafn á sænskri mjaltavél), Darlan, Wavell, Mountbatten, Boris, Daladier eða Benes?, en náttúrlega eru Hitler, Stalín, Roosevelt og Skúrkhill (Churchill) ódauðleg- ir. Það þótti fínt að nefna hundana eftir ein- ræðisherrum og þjóðhöfðingjum. Heima var mórauður hundhvolpur nefndur Franco eftir einræðisherra Spánar, en hann var hinn mesti vitleysingur, lagðist snemma í flakk og lóðarí og hvarf svo endanlega og kom aldrei aftur. Þá eignuðumst við hvítan hund með svörtum kjamma, sem var skírður í höfuðið á Japanskeisara með styttu nafni, Hító (af Hirohitó). Hér var á ferðinni algjör snillingur, barngóður, fjárhundur góður og þekkti okkur bræður með nafni. Hann entist út allt stríðið en hafði það alltaf frekar náð- ugt því mæðiveikin sá til þess að fjárstofn- inn varð aldrei stór og mæðiveiku rollurnar voru seinar á sér og andstuttar og komust aldrei langt. Einhver í sveitinni nefndi hund sinn Mússolíni og kallaði hann Mússa. Nátt- úrulega var þetta alónýtur hundur, spikfeit- ur og lét illa að stjórn. Síðla sumars 1940 kom Bretinn norður og settist að á melunum milli kvennaskólans og kaupfélagsins, norðan Blöndu. Ekki varð ég nú sjálfur vitni að landnámi hans. Átta ára snáði í fimm kílómetra fjarlægð var ekki alltaf á ferðinni og þetta var eilítið utan við kúa- og hrossasmalasvæði hans. En umtalið, sögurnar og sveitaspjallið kom- ust til eyrna hans. Hann heyrði um bara venjulega klaufa sem kunnu varla að halda á hamri eða beita sög, væru orðnir „gervi- smiðir" hjá hernáminu og þénuðu morð fjár. Bróðir minn Hermann, seinna prófessor í Edinborg, var þá í Menntaskólanum á Akur- eyri og smíðaði meira að segja fyrir Bret- ann, en Hemmi var frekar klaufskur til smíða. Ég sá hann telja hýruna þegar hann var búinn að merja þumalputtana hjá þegn- um Georgs konungs og sá hann telja 20-30 fimmkalla. Ég hafði aldrei séð slíka summu á einum stað. Á melnum milli gamla kvennaskólans og gamla hvíta kaupfélagshússins reis nú upp braggaþyrping þar sem um 300 breskum hermönnum var hrúgað saman. Braggarnir voru hin mesta hrákasmíð, gerðir úr bogum úr stáli og klæddir ógalvaniseruðu báru- járni. Til einangrunar var haft trétex sem í daglegu tali var kallað Bretapappi. Glugga- borur voru hafðar á öðrum gaflinum. I þeim voru rúður ílagðar stálvír eða svokallað Bretagler. Gler þetta var mikið notað þar sem loftárásarhætta var á ferðum, en gler- brot dreifðust ekki um allt eins og af venju- legu gleri, þegar rúður sprungu. í hinum enda braggans var gjarnan hlaðinn arinn að hábreskum sið. En augljóst er, að eldstæð- ið í öðrum enda braggans hefur lítt hlýjað upp þennan fátæklega einangraða geim. Innrás þrjú hundruð ungra manna í þrjú hundruð og fimmtíu manna þorp orsakaði náttúrlega heilmikla forvitni hjá kvenfólkinu og ótta og andúð hjá karlpeningnum. En yfirvöldin höfðu góða stjórn á öllu. Mesta hættan þótti steðja að kvennaskólanum með 20-30 ungpíum á besta aldri, en skólinn var eins og áður er getið í jaðri braggahverf- isins. Voru nú settar strangar reglur um líf- erni stúlknanna, t.d. máttu þær einungis vera úti við í tvo tíma á dag, kl. 17.00- 19.00, að mig minnir. Tókst vel að passa stúlkurnar og fréttist ekkert af ólifnaði eða smáskotum milli setuliðsins og kvennaskóla- stúlknanna. En þó fréttist af einhverju „ástandi" hjá kvenfólki á Blönduósi. Til dæmis nýtti ein piparmey á góðum aldri sér aðstæðurnar og naut lífsins meðan tækifæri gafst. Einnig heyrði ég að Blöndósingur hefði komið í fjár- húskofa sinn óvænt og komið þar að her- manni og ungri stúlku úr sveitinni við ástar- leik í heytuggu í garðanum. Stundum var ég sendur niður á Blönduós til að ná í eitthvað lítilræði úr verslun. Hálf- vegis var ég hræddur við hermennina, sem gengu alltaf um með byssu og með hjálm á höfðinu. Þeir voru allt í kringum bragga- hverfið í varðskúrum, við Blöndubrúna og úti á bryggju. Eitt sinn er ég var úti hjá kaupfélaginu heyrðist skyndilega í flugvél. Þá varð nú aldeilis handagangur í öskjunni. Dátarnir alvopnaðir ruddust niður í skotgraf- ir og í sandpokavirkin og bjuggust til varn- ar. Aldrei sást flugvélin en mögulegt er að hér hafi verið þýsk njósnaflugvél sem komu stundum frá vesturströnd Noregs. Margir græddu peninga beint eða óbeint á hernáminu. Braggasmíðin í byrjun veitti mörgum góða atvinnu og einnig voru þær ófáar konurnar sem þvoðu þvott af verndur- unum og fengu vel fyrir. Þá versluðu dátarn- ir töluvert í búðum kauptúnsins, þó að laun þeirra hafi ekki verið há. Nokkuð var um slys hjá hernámsliðinu og eru nokkrir hermenn jarðsettir í Blöndu- óskirkjugarði. Vel er hugsað um grafir þeirra og er sómi að því. Eitt sinn var herflokki skipað að vaða Blöndu. Héldu bresku liðsfor- ingjarnir að hér væri um smásprænu að ræða. Þeir fyrstu tveir hurfu í fljótið og drukknuðu en hinum tókst að snúa við. Handriðið á Blöndubrúnni var hátt og brúin þröng. Bretar voru að fara yfir brúna á bíl er í nágrenninu birtast ungar stúlkur. Einn rak hausinn út um gluggann og hrópaði: „Hi, girls". En þetta var síðasta hrópið hans því að brúarhandriðið tók haus hrópandans af. ÁFlóttaUndan Fallbyssuskothríð Frásögn Hauks Pálssonar. Á engjaslætti sumarið 1941 hafði túlkur enska hernámsliðsins á Blönduósi, Pétur Einarsson, samband við húsráðendur í Sauðanesi og tilkynnti að fyrirhugaðar væru umfangsmjklar skotæfíngar í landi bæjarins. Yrði fallbyssum komið fyrir norðan Sauða- ness en skothríðin myndi lenda í beitarland- inu sunnan rafveituskurðarins og allt suður að gamalli mæðiveikigirðingu sem lá frá Laxárvatni eilítið norðan beitarhúsarústa og vestur í Laxá. Skotæfíngarnar voru fólgnar í því að dregnar voru stórar fallbyssur frá Blönduósi og þeim komið fyrir sunnan við túnið á Hnjúkum. Við fallbyssudráttinn voru notaðir öflugir hertrukkar því að kanónurnar voru afar þungar. Undir þeim voru sams konar hjól og undir trukkunum. Byssunum var nú stillt upp f röð þannig að hlaupin vísuðu sem næst í hásuður yfir brekkurnar norðan bæjarhúsannaJ Sauða- nesi, en skotmörkin á hæðunum sunnan bæjarins voru ekki í sjónmáli skotliðanna. Skotmarksfjarlægðin var 3-4 km og skot- línan lá beint yfir bæjarhúsunum í Sauða- nesi. Ekki var nákvæmninni fyrir að fara hjá Tjallanum, enda þurftu þeir líklega þess vegna að æfa sig. Kúla sú er vestast fór lenti við gamlan alfaraveg milli Holts og Hurðarbaks alllangt vestan Laxár, í svoköll- uðum Tjarnarhólum en þær austustu lentu í Laxárvatni. Gráðuskekkjan var mikil, lík- lega 3 km gróft reiknað. Fótgöngulið var staðsett byssumegin við skotmörkin og var það í símasambandi við fallbyssuskytturnar. Gulur tvöfaldur síma- strengur var lagður frá kanónunum við Hnjúka meðfram veginum langleiðina að skotmarkinu. Ákveðinn var tíminn hvenær

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.