Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1994, Qupperneq 7
inntakið, hugmyndaheimurinn á bak við. Það
er þessi innhverfa leit mannsins og þörfín
fyrir fegurð og sannleika,-
Eg skaut inní, að þama væri líklega gamla
sagan um að ein stefna kallar á andstæðu
sína. A þessari ofbeldisöld hefur það fengið
hljómgrunn í öllum listgreinum, sem sýnir
„nakinn sannleika" um hrikalegt innræti
mannsins. Þannig er Guemica Picassos,
fjöldi mynda Francis Bacons, þar sem sú
túlkun er ofaná, að maðurinn sé frekar
ógeðsleg skepna og enn nýrri dæmi em brút-
alisminn í verkum nokkrurra frægra Þjóð-
verja, sem aðhyllast „nýja málverkið" svo-
kallaða.
Kristín kveðst vera þreytt á dekri nútímas
við Ijótleikann: - Það er auðveldara að vera
neikvæður en jákvæður, segir hún. Og enn-
fremur: -í íslenzku þjóðareðli er rótgróinn
ótti við að sýna tilfinningar og íslenzkir
myndlistarmenn hafa verið ótrúlega hræddir
við að gera fallegar myndir. Þeir halda að
þá verði þær væmnar. En væmni og fegurð
er sitt hvað. Væmni er uppsprengd tilfinn-
ingasemi, en fegurð er sannleikur og það
sem fær mann til að skilja hlutina.
Það er síðan spurning hvernig á að koma
20. öldinni inn í þennan hugmyndaheim. Það
er hægt að miðla fegurð og gleði á ýmsan
hátt. Matisse gerir það til dæmis á sinn
hátt. Ég held að hluti af galdrinum felist í
því að varðveita barnið í sér, en það er
hægara sagt en gert. Svo er ævinlega tor-
velt að útskýra þetta með orðum; myndir
ættu að geta gert það betur. Mig langar til
að fólk hugsi þegar það sér mynd eftir mig:
Nei sko, þetta hef ég ekki séð áðaur, - þetta
hef ég ekki áður upplifað. Tilgangur mynd-
listar hlýtur að vera sá að fá fólk til að sjá
hluti frá nýju sjónarhorni.-
Þú ert heppin, sagði ég, að vera svona
seint á ferðinni á þessari öld. Fyrir fáeinum
áratugum hefðir þú verið úthrópuð fyrir
svona myndlist af postuium skammsýninnar.
Það eimir eftir af þessu enn. Jafnvel listrýni
í Morgunblaðinu er ennþá haldin af þeirri
meinloku að frásagnarleg myndlist sé aðal-
lega bókmenntaleg, og það var eitt af því
sem ekki mátti þótt myndlist hafi verið í
sterkum tengslum við bókmenntir öldum
saman.
-Máli maður fígúratíft eins og ég geri,
segir Kristín, er sjálfgefið að það verður
frásagnarlegt - en án boðskapar - og ég sé
ekkert athugavert við það. Ég sé ekkert
athugavert við það heldur þó myndir séu í
tengslum við bókmenntir. Það er svo margt
sem kemur við sögu og skiptir máli í mynd-
um; formræna hliðin er þar á meðal, en hún
stendur ekki ein og sér í mínum myndum.
Allt þarf þetta að vinna saman: Liturinn,
formið og inntakið.
Þar fyrir utan legg ég mikla áherzlu á
að myndimar mínar séu á sálrænu plani -
að þær miðli ákveðinni, sálrænni kennd. Það
getur verið tilfinningaskalinn eins og hann
leggur sig, en ég hef meiri þörf fyrir rósemi
og andrúm kyrrðar, vegna þess að ég er
sjálf sveiflukennd og leitandi sál. Sé maður
kvalinn á sálinni leitar maður eftir fegurð.
Þá finnst mér beinlínis hafa lækningamátt
að mála eitthvað fagurt; ekki þó alltaf, en
það kemur fyrir. Svo upplifír maður slík
augnablik hamingjunnar, að maður hefur
enga þörf fyrir að skapa. En þau eru ekki
varanleg.
Við ræddum um leitina sem fylgir hug-
myndatengdri list og virðist óendanleg. Ein
lausn leiðir bara af sér nýja leit. Og hvert
leiðir þessi leit Kristínu: er hún að túlka
samtíðina með óvenjulegri aðferð?
-Ég vil helzt að mínar myndir séu tíma
lausar, sagði Kristín. -Ég er ekki að leita
eftir konunni í mér, ekki að Islendingnum í
mér; ekki beint að túlka 20. öldina. Er þó
gerist það af sjálfu sér að hún gægist þarna
í gegn. Ég hef haft andúð á ýmsu sem teng-
ist öldinni; hraðanum og látunum til dæmis.
Og samt kallar kærastinn minn mig „The
fastest brush in the West“, hann er írskur
rithöfundur, sem ég kynntist í Flórens.
Kannski er ég „hraður pensill" eins og
hann segir og kannski er ég ekki eins ijar-
læg þessum ógnarlega hraða og áður. Það
var til dæmis nýlega að mér fannst ég tilbú-
in til að kynnast New York; var þar í tvær
vikur og naut leiðsagnar Hannesar Sigurðs-
sonar listfræðings, sem hefur búið þar um
árabil og þekkir listheiminn vel. Mér þótti
þetta stórkostleg upplifun, - líka hraðinn og
þetta skapandi andrúmsloft,-
Úr þeirri upplifun á Kristín eftir að vinna.
En trúlega verða það ekki myndir af Man-
hattan eða Times Square. Hún sækir í eigin
hugmyndaheim og við sjáum ekki nein mót-
íf sem hægt væri að þekkja.
-Þegar ég fór í Myndlista- og handíðaskól-
ann í Reykjavík var konseptlistin eiginlega
búin, segir hún. - Þetta var fimm árum eft-
ir að „Nýja málverkið" komst í tízku og þá
var ekkert sjálfsagðara en að mála. En þó
ég sé málari, finnst mér óhjákvæmilegt að
BLÁU englarnir. Málverk eftir Kristínu frá 1993. Fijáls myndsköpun hennar
minnir stundum á íkona, en áhrifin eru ekki sízt frá 14. aldar málurum á
Ítalíu, sem hún nefnir í viðtalinu.
GABRÍEL erkiengill - íkon í fullri
Iíkamsstærð, sem verður á sýning-
unni í Hallgrímskirkju.
MÍKAEL erkiengill - annaríkon
ífullri líkamsstærð.
vinna á hugmyndafræðilegum grunni. Það
er á hreinu að ég sæki ekki neinar hugmynd-
ir í eitthvað áþreyfanlegt, sém væri hægt
að taka mynd af, heldur í mitt eigið innsæi
og minn hugmyndaheim.-
Kristín hefur samt aldrei hrifizt af súrreal-
isma, segir hún. En hún getur mæta vel
hugsað sér að mynd hafi táknrænt inntak,
sé symbólsk. Og ennfremur: -Ég lit á þetta
eins og skáldskap og í þessum skáldskap
er ég hlynnt einfaldri og skýrri hugsun frem-
ur en einhverju torráðnu. Ég tel að með ein-
faldleikanum nái maður í skottið á mystík-
inni, því dulúðuga: því einfaldara, þeim mun
dularfyllra. Tímalaus dulúð er það sem ég
sækist eftir.
Við hugum ögn betur að íkonum. í sýning-
arskrá fyrir sýninguna í Hallgrímskirkju,
segir Kristín m.a. svo:
„Íkonagrafían varð til í frumkristni, mót-
aðist á fyrstu öldum kristinnar trúar og
hefur í aðalatriðum ekki breyst síðan. Hún
er órjúfanlegur hluti helgihalds rétttrúnað-
arkirkjunnar (Orthodox) og má segja að hún
sé ritningin í myndum. Ikonar eru af dýrling-
um kirkjunnar, helgum verum og atburðum
úr biblíunni.
Íkonagrafían byggir á svokölluðum frum-
myndum (erkitýpum) sem þýðir að öll sjáan-
leg form eiga rætur sínar að rekja til einnar
fyrirmyndar. Af þessum ástæðum er öll ana-
tómía og hlutföll íkona sú sama, t.d. í and-
litsbyggingu. Þar er megináhersla lögð á
himneska upplifun í jarðneskum líkama,
smáum lokuðum munni sem dæmir ekki,
mjóu og þunnu nefí sem bendir til augn-
anna, stórra vegna þess að þau sjá allt og
eru angurvær vegna sorgarinnar í heiminum.
Höfuðið hefur kringlótt form alheimsvis-
kunnar, hálsinn er mikill og þriskiptur,
þrunginn hinum heilaga anda. Tákn þrenn-
ingarinnar, eða þrískiptingin, er mikilvæg
og kemur ví()a fyrir, t.d. í föllum, í klæðn-
aði, skuggum, vængjum og bakgrunni eða
arkitektúr.
íkonagrafían mótaðist innan býsansksrar
myndhefðar, aðallega í Konstantínopel um
árið 1000. Þaðan færðust áhrifin til austur-
Evrópu og Grikklands og má síðan greina
mismunandi tæknilegar útfærslur en Ikona-
grafían er alltaf sú sama.
Allir litir í íkonunum hafa sína merkingu,
t.d. táknar rautt fórn, konungstign, áræði
og kraft en blátt er litur himneskrar tignar
og visku. Gullið er hin guðlega blessun og
himneska dýrð...í myndbyggingu íkonanna
felst mikil geómetría sem byggist á full-
komnu jafnvægi og samræmi þar sem hvert
form er á sínum stað og engin tilviljun ríkir. “
Við vorum búin að minnast á það áður að
í íkonagerð hefur listamaðurinn ekkert tæki-
færi til persónulegrar tjáningar. -íkonarnir
eru sérgrein sem ég held alveg aðskildri frá
minni persónulegu sköpun í annarskonar
myndum mínum,- segir Kristín. Hverskonar
viðtökum gat hún búizt við hér, þar sem
trúarleg list hefur ekki átt verulega uppá
pallborðið og íkonar landanum að mestu
ókunnir nema fáeinum mönnum eins og séra
Rögnvaldi á Staðarstað, sem á gott safn
rússneskra íkona.
-Ég gat búist við að einhveijir kynnu að
vera opnir fyrir þessu, en ekki margir. Svo
fór að þeir reyndust miklu fleiri en ég ætl-
aði. Það er eftirtektarvert að karlar kaupa
Kristsmyndir en konur frekar Maríumyndir.
Florens er full af list og sögu og þangað
fara menn úr fjörrum heimshornum í píla-
grímsferðir til að sjá þó ekki væri nema einu
sinni Uffizzisafnið og kirkjuna Santa Maria
del Fiore eða Davíðsstyttu Michelangelos.
Þetta ásamt hinum ljúfu hæðum Toscanahér-
aðsins í kring er hversdagslegt umhverfi
Kristínar, en hvar er nútímalistin stödd á
þessum sögufræga stað?
-í Florens er nánast ekkert gert fyrir
nútíma myndlist, segir hún. - Borgin er svo
hlaðin af gamalli list. Varla er hægt að segja
að þar séu til salir sem hægt væri að fá á
leigu til að halda sýningu, enda sýna starf-
andi listamenn í Florens afskaplega lítið þar
á eigin spýtur. Þeir eru þá á vegum ein-
hvérra gallería.
Eitt gallerí í Flórens er með myndir eftir
mig; þetta er svona rétt að byija og enginn
samningur hefur verið gerður. Ég kæri mig
ekki um að vera bundin á þann hátt, þó því
fylgi ákveðið öryggi. En þetta eru yfirleitt
vondir samningar fyrir listamenn; galleríin
taka uppí 50-60% af söluverðinu.
Fundum okkar Kristínar bar saman á
Akureyri í sumar á sólbjörtum sumardegi
með andvara af Súlum; Pollurinn samt lygn
eins og heiðartjörn. En Kristín hafði ekki
haft tíma til að huga að því. Hún var í for-
eldrahúsum eins og ævinlega þegar hún«
kemur norður og er þá óðar búin að breyta
kjallaranum í vinnustofu. Þar stóð hún og
bograði yfír stórum íkon með mynd Gabríel
erkiengils, sem nú er á sýningunni í Hall-
grímskirkju.
-Ég er mikil vinnumanneskja, sagði hún,
- er alltaf að og hef mikla ánægju af þessu.
Venjulega er ég komin í gang um klukkan
10 og svo vinn ég bara allan daginn, - og
reyndar helgarnar líka. Vinnuvikan getur
orðið löng. Það er mikið yfirleguverk til
dæmis að leggja gullið í íkonana. Og gullið
nota ég einnig í ýmsar aðrar myndir mínar.
Vissulega fylgir þessu starfi nokkur ein-
angrun. Maður saknar þess stundum að
vinna ekki með öðru fólki og þá fer maður
út á lífið og hittir skemmtilegt fólk; verst
hvað næturlífið í Florens er leiðinlegt."
Leiðinlegt næturlíf, segir hún og ég hef
á tilfinningunni að henni sé alveg sama.
Vinnán og listsköpunin eru hennar líf og
yndi. En hún á líka góða vini í Florens, þar
á meðal eru íslendingar sem halda hópinn
og hittast, segir hún og vinkar til mín úr
garðshliðinu á Hamarsstíg 12. Hún ber með
sér persónutöfra og sérkennilega fegurð sem
minnir á íkona. Svo er hún horfin innúr
dyrunum og ég veit að hún fer eins og hvít-
ur stormsveipur niður í kjallara þar sem
heilagur Þorlákur og Gabríel bíða eftir henni.
GÍSLI SIGURÐSSON
. LESBÚK MORGUNBLAÐSINS 26. N0VEMBER 1994 7