Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Síða 1
O R G U N L A Ð S Síofnuð 1925 15. tbl. 22. APRÍL 1995 - 70. árg. ELLEFU ára ræktunarmaður og sex ára sitkagreni. Skjólið sem þarna sést skýldi plöntunni tvö fyrstu árin og hefur nú verið tekið á brott. sem hófu búsetu til forna byggðu sér gjarn- an ból uppi á hæðum, þótt það kostaði erfið- an vatnsburð. Fyrsta verk ræktunarmánns er að sann- reyna hvaða tegundir þrífast á vettvangi hans. Sú athugun tekur áratugi og meira en eitt æviskeið, en eftirfarandi drættir eru farnir að skýrast eftir tilraunir um nokkurt skeið: Birki líður illa vegna þurrlendis og vinda- samrar veðráttu. Fura getur þrifist, en henni líður illa fyrsta áratuginn og hún tekur mikinn vind á sig þegar hún vex upp. Lerki getur þrifist þar sem skjól er fyrir þyngstu hafátt og á að líkindum rétt á sér við slíkar aðstæður. Blágreni vex hægt. Sitkagreni er hins vegar sú tegund sem virðist eiga þarna heima, ef tilteknu grundvallarskilyrði er fullnægt (þ.e. það fær skjól fyrstu árin). Ösp vex þar sem hún getur seilst niður í grunnvatn. Sitkaölur dafnar þar sem smáraki er og skjól fyrir þyngstu hafátt. Viðja lifir og vex, en henni líður ekki vel; landið er of þurrt og veðr- átta of vindasöm. Alaskavíðir (að þeim græna undanskildum) þrífst þarna með sóma, ef tilteknu grundvallarskilyrði er full- nægt (þ.e. hann fær tilbúinn áburð fyrstu árin). Brúnn alaskavíðir og jörfavíðir skila sér best. Jörfavíðinn kelur fyrstu 2-3 árin, en yfirleitt sér lítið á þeim brúna. Það er tilgangslaust að setja barrplöntur á berangur á þessu landi, skafrenningur á vetrum sverfur þær inn í merg og þrálátir austanvindar á vorin þurrka greinar og barr. Þarna gæti ekkert vaxið upp með slíkri aðferð og er því eina ráðið að búa hverri barrplöntu skjól fyrstu árin. Þróun skjóla tók sinn tíma og fór eftir tiltæku efni hveiju sinni, en núna eru aðallega notuð plastílát af ýmsu tagi. Botninn er skorinn úr þeim með dúkahníf en skilin eftir dálítil brún af honum hringinn í kring; síðan er ílátið fest með tveimur hælum úr mótavír. Krókur á efri enda hvílir á botnbrúninni þegar teinin- um hefur verið stungið skáhallt út í jarðveg- inn. Þessi skjól eru fljótleg í meðförum, endast lengi og duga býsna vel. Ætíð er erfitt að láta gróður dafna í magurri jörð. Formúlan segir að búfjár- áburður megi helst ekki snerta rætur ungra / SKAFTÁRELDAHRA UNI. Fyrir rúmum tvö hundruð árum lagðist hér hraunbreiða yfir eldra hraun, gamalt og gróið. ug og nýtur mikillar úrkomu; hún nefndist reyndar Skógahverfi fram eftir öldum og segir það sína sögu. Hins vegar er hún til- tölulega mjó spilda milli snögglendra heiða hið efra og gróðurlítilla sanda eða hrauna hið neðra. Meðallandið er marflatt og sendið, liggur meðfram ströndinni og er skjóllaust með öllu. Hins vegar er hlýr sjór fyrir landi og veðráttan er mild. Landbrotið, sem er vettvangur þessara hugrenninga, er fjær fjöllum og sjó, að mestu gamalt hólótt gjallhraun, þakið gjör- snauðri fokmold. Úrkoma hripar viðstöðu- laust niður í gegnum hraunið, jörðin er afar þurr og gróður þyrrkingslegur. Lindir og lækir spretta fram hér og þar, silfurtær og síuð eftir langt rennsli undir hraunþekj- unni. Hér er víðsýnt til allra átta og menn T----------------- LAND í eilífri endurmótun. Hér er horft austur úr Eldhrauni og norðurjaðar Landbrots sést álengdar. Fjær blasa við Systrastapi, Fossnúpur, Lómagnúpur, Skeiðarárjökull og fjærst til hægri sér í norðurjaðar Óræfajökuls. Sumar milli sanda Til skamms tíma voru íslendingar berangurs- þjóð í eðli sínu; þeir töldu snögglendi, blásnar hlíðar og órofið útsýni sjálfsagðan hluta tilverunnar og gáfu lítinn gaum að rofabörðum og rykmekki í lofti. Þetta var bara svona og þannig hafði þetta verið eins lengi og þeir mundu. Eftir BJÖRN JÓNSSON VEITIR milli sanda eru þær byggðir Vestur-Skaftafells- sýslu stundum nefndar sem eru milli Mýrdalssands og Skeiðarársands. í suðri brotnar Atlantshafið á lágri strönd og þar eru hvarvetna breiðir sandar með sjó, en að baki lágum byggðarfjöllum leynast meg- ineldstöðvar og stóijöklar sem skipta veðr- um milli suðurstrandar og Norðurlands. Jöklar skríða fram eða hopa eftir hita- fari á hvetju tímaskeiði og þoka fram aur og sandi sem berst smám saman í átt til sjávar, hlaup koma í jökulár og þá bera þær fram feikilegt magn lausra jarðefna sem eytt hafa byggðum á liðnum öldum; færa þau gróður í kaf og fjúka vítt í vindum. Hin lausu jarðefni í lofti, á láði og í straum- vötnum eru raunar einkenni á þessu svæði og setja svip á lífriki þess. Stöku sinnum verða stórgos sem veita glóandi hraunkviku fram á flatlendið, en fljót og vindar flytja framburð og áfok í úfnar hraunbreiðurnar, fylla þær smám saman og klæða ófijórri jarðvegshulu. Hér er land í eilífri endurmótun. Hér er líka hlýsvæði: Vorið kemur snemma að landi, sumur eru hlý og haustið kveður oft seint. Hér fara saman sérstætt náttúrufar og mildari sumur en við eigum að venjast víðast hvar á landinu. Það er freistandi að sýsla við skógrækt á þessum slóðum, en aðstæður eru afar misjafnar eftir sveitum. Síðan, byggðin meðfram fjöllunum, er t.d. skjólsæl og grös-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.