Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Blaðsíða 11
Söguslóðir á mölinni Heimildaskrá ÞJOÐMALAÞANKAR Unglinga- vandamál eða fullorð- inna vandi? AÐ ER félagsleg skylda kennara í ýmsum framhaldsskólum að fara út með nemendum sínum á árshátíð eða dimmission. Oft eru þetta ánægjulegar kvöld- stundir og öll hegðun hópsins tii fyrirmyndar. Það er verulega ánægjulegt fyrir kennara að sitja á veitingahúsi og borða veislumat undir slíkum kringumstæðum. En það er niðurbijót- andi þegar allt fer úr böndum og ölvunin nær hámarki. Ég ætla ekki að lýsa innri kvölum mínum þegar ég hef farið með t.d. nemum á sautjánda ári á vertshús þar sem þjónar gengu um með vínlista og kokteillista og reyndu meira að segja að ala nýgræðinginn upp í „vínmenningu" með því að bjóða honum dýr- ustu vínin á listanum og flóknustu kokteilana sem til voru. Áheyrendur geta svo gert sér í hugarlund hversu hratt heilsu barnanna hrak- aði er leið á kvöldið. Einu sinni tók ég saman, með aðstoð nem- enda minna, hvað árshátíð skólans myndi kosta þau í heild. Ef dæmið var yfirfært á helstu skóla stór-Reykjavíkursvæðisins mátti reikna með að veltan á árshátíðum þeirra, sem raðast á tiltölulega stutt tímabil í febrúarlok og mars, yrði nærri níutíu milljónum. Fyrir þá upphæð má reka allstóran skóla á íslandi í dag. Skipulagðar skemmtanir eru þó betri en ekkert, ef hæft fólk er til aðstoðar. Þær eru betri en leynimakk í skuggasundum. En mestu skiptir að gera sér grein fyrir því að áfengið er hluti af samfélaginu og við þurfum að læra að umgangast það. En hver er vandinn? Hluti vandans er sam- bandsleysi. í mörgum tilvikum búa unglingar og fullorðnir í aðskildum samfélögum og milli þeirra liggja of fáar brýr, þó samskipti af frumstæðri gerð kunni að vera margháttuð. En við þurfum að muna að unglingar hafa heilmargt að segja. Það vita margir kennarar þeirra. Auk þess búa þau yfir reynslu sem fullorðið fólk hefur ekki, fær ekki og mun sjálfsagt ekki fá. í dag standa börnum til boða tölvuleikir og sjónvarp frá fæðingu. Ungt fólk man þá tíð að ekki var sjónvarp á íslandi. Nú er sjón- varpað allan sólarhringinn. Tölvuleikimir kunna að vera forheimskandi og ofbeldishvetj- andi og það sama gildir um sjónvarp, mynd- bönd, bíómyndir, fréttatíma og margt annað. En þetta er þeirra veruleiki. Þau horfa á sín- ar myndir, leika sína leiki o.s.frv. Þeir full- orðnu þurfa að gæta sín á því að fordæma ekki þeirra veruleika eða skoðanir, hversu forheimskandi sem okkur finnast þær vera, heldur sýna þeim á jákvæðan hátt hvaða val- kosti þau eiga að auki. Fyrir þá sem halda að allir unglingar hlusti á garg og síbylju ber að nefna að fjöldi þeirra er í tónlistamámi af öllu tagi og sumir frambærilegustu klass- ískir tónlistarmenn okkar léku í eina tíð í Sinfóníuhljómsveit æskunnar við góðan orðst- ír. Margir þeirra hlusta á rokk eða rapp sér til afslöppunar og það er ekkert hættulegt eitt og sér. Þúsundir ungmenna stunda íþrótt- ir. Mér finnst stundum talað um unglinga sem einhvem allsheijarhóp sem sé í sukki og vand- ræðum, berjandi hver annan og fullorðna á götum úti og þambandi landa frá föstudegi til sunnudags. En ég minnist umfangsmikillar rannsóknar sem gerð var á högum unglinga fyrir fáum árum. Það var niðurstaðan að flest- ir unglingar væru nokkuð normalt fólk. Unglingar segja oft að samfélagið veiti átján ára ungmennum öll réttindi og skyldur hinna fullorðnu nema þær að drekka. Miðað við umfjöllun fjölmiðla um bjórhátíðir og Be- aujoulais-uppákomur hlýtur það að vera niður- staða þeirra að þetta sé eitthvað sem er æski- legt að læra sem fyrst. Þá má vitna til þess hvernig dagskrárgerðarmenn síbyljunnar fyll- ast af spennu á fimmtudögum og föstudögum og auglýsa beint eða óbeint hversu mikilvægt það sé nú að fara eitthvað og skemmta sér. Nýlega var endurvakið svokallað síðkjóla- ball, en var nú nefnt Prom-ball. Þar áttu all- ir að mæta í sínu fínasta pússi með dansfé- laga. Ungmennin voru undirbúin með dans- æfingum á vegum leikfimikennara og dansara úr hópi nemenda. Síðan var dansað til mið- nættis og ekki sást vín á nokkrum manni. Þau voru falleg, stolt og glöð daginn eftir og höfðu skemmt sér konunglega. Best var þó að þau áttu hugmyndina og þeim tókst að halda ballinu þurru þvert ofan í hrakspár. magnús þorkelsson AF TÆKNILEGUM ástæðum varð að fella niður heimildaskrá auk neðanmálsgreina með grein Jóns Karls Helgasonar í Lesbók 1. apríl sl. og því er hún birt hér. Heimildir Adolf Friðriksson. 1994. „Sannfræði íslenskra fornleifa,“ Skírnir 168 (haust): 346-76. Arngrímur Jónsson. 1951-1957. Opera Latine Conscripta. Ritstj. Jakob Benediktsson. 4 bindi. Bibliotheca Ama- magnæana, nr. 9-12. Kaupmannahöfn: Ejnar Munks- gaard. Árai Siguijónsson. 1984. „Um hugmyndafræði Sig-urðar Nordal.“ Timarit Máls og menningar 45, nr. 1: 49-63. Ástráður Eysteinsson. 1990. „Er Halldór Laxness höfund- ur Fóstbræðrasögu? Um höfundargildi, textatengsl og þýðingu í sambandi Laxness við forasöguraar“. Skáld- skaparmál 1: 171-88. Barði Guðmundsson. 1958. Höfundur Njálu. Safn ritgerða. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Björn M. Ólsen. 1937-1939. Um íslendingasögur. Kaflar úr háskólafyrirlestrum. Utg. Sigfús Blöndal og Einar Ólafur Sveinsson. Safn til sögu íslands og íslenzkra bókmennta, nr. 6. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafé- lag. Borgarskjalasafn. 1936. Bréf dagsett 17.12.1936 frá nafna- nefnd til borgarstjóra, undirritað af Pjetri Sigurðssyni, Ólafi Lárussyni og Sigurði Nordal. ------. 1948. Bréf dagsett 20.02. 1948, frá nafnanefnd til byggingaraefndar Reykjavíkur, undirritað af Pjetri Sigurðssyni. —s----. 1955. Minnisblað dagsett 21.02.1955, til borgar- sljóra, undirritað P.M Byock, Jesse L. 1993. „Þjóðernishyggja nútímans og íslend- ingasöguraar.“ Timarit Máls og menningar 54, nr. 1: 36-50. Einar Ólafur Sveinsson. 1943. Á Njálsbúð. Bók um mikið listaverk. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag. ------ (útg.). 1954. Brennu-Njáls saga. íslensk fomrit XU. Reykjavik: Hið íslenzka foraritafélag 1954. Hagstofan. 1984. Tölfræðihandbók. Reykjavík: Hagstofa íslands. Halldór Laxness (útg.). 1945. Brennunjálssaga. Reykjavík: HelgafeU. Helgi Haraldsson. 1948. „Höfundur Njálu“. Tíminn 9. apríl og 10. april. Hermann Jónasson. 1912. Draumar. Reykjavík: ísafoldar- prentsmiðja. AÐ ER ekki ofsögum sagt af því að allt er forvitni- legt í mannlífinu. Það vekur margt umhugsun varðandi mannveruna og þroskaferil hennar í straumi tímans. Eitt af því sem blasir við augum manna, hvar sem þeir búa á landinu, er að konur ganga almennt í buxum. Þetta er mjög athyglisvert með tilliti til þess að í eina tíð var það talin hins mesta hneisa að konur létu sjá sig í buxum, og þarf raunar ekki að fara langt aftur í tím- ann varðandi það. Mér þótti rétt að skoða þetta mál ofurlít- ið og í þessum pistli ætla ég því að fara nokkrum orðum um baráttu kvenna fyrir því að fá að ganga í buxum. Raunar er þama um mjög merkilegt rannsóknarefni að ræða, sem þyrfti að þaulkanna og fræði- leg ritgerð um þetta mál yrði þarft innlegg til kvennasögusafns íslands. Eg vil í upp- hafi nefna það hér, að sú var tíðin að konur gengu almennt í pilsum og voru þau oft ærið fyrirferðarmikil og jafnvel í nokkrum lögum hvert utan á öðru. Þá strunsuðu þrif- legar búverkakonur um bæjargöng með þeim glæsibrag og þrótti, að inn í mál okk- ar kom hið fagra orð „pilsaþytur". Skömmin Sást Ekki Ekki þótti við hæfi á þeim tímum að konur væru í buxum - nema þá innanundir þar sem skömmin sást ekki. Þannig var tíð- arandinn. Varðandi þetta mál kemur fram athyglisverð frásögn í Laxdælu. Guðrún Ósvífursdóttir brigslar Þórði Ingunnarsyni með því að spyija hann hvort það væri satt að Auður kona hans væri jafnan í brókum og setgeiri í og vafið spjörum mjög í skúa niður, eins og það er orðað. Taldi Guðrún Eftir RÚNAR KRISTJÁNSSON Jakob Benediktsson. 1957. Amgrimur Jonsson and His Works. Kaupmannahöfn: Ejnar Munksgaard. Jón Hnefíll Adalsteinsson. 1991. „íslenski skólinn.“ Skírn- ir 165 (vor): 103-29. Jón Karl Helgason. 1994. „We who cherish Njáls saga’: The Alþingi as Literary Patron.“ í Northem Antiquity. The Post-Medieval Reception of Edda and Saga, rit^j. Andrew Wawn, 143-61. Middlesex: Hisarlik Press. Jónas Hallgrímsson. 1838. „Gunnarshólmi.“ Fjölnir. Árrit handa íslendingum 4: 31-34. Jónas Kristjánsson. 1987. „Sannfræði fornsagnanna." Skímir 161 (haust): 233-69. Kristinn E. Andrésson. 1941. „Reisum Snorrahöll." Tíma- rit Máls og menningar (jan.-apríl): 99-106. Matthías Johannessen. 1958. Njála í islenzkum skáldskap. Safn til sögu íslands og íslenzkra bókmennta, annar flokkur. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag. Óskar Halldórsson. 1978. „íslenski skólinn og Hrafnkels- saga.“ Tímarit Máls og menningar 39, nr. 3: 317-24. Páll Líndal. 1987. Reykjavik. Sögustaður við Sund. Ritstj. Einar S. Arnalds, 4 bindi. Reykjavík: Öra og Örlygur. Sigurður Nordal (útg.). 1933. Egils saga Skallagrímsson- ar. íslenzk fornrit, nr. 3. Reykjavík: Hið íslenzka fora- ritafélag. -------. 1940. Hrafnkatla. Studia Islandica - íslenzk fræði, nr. 7. Reykjavík, Kaupmannahöfn: ísafoldarprentsmiðja, Ejnar Munksgaard. Vésteinn Ólason. 1984. „Bókmenntarýni Sigurðar Nor- dals.“ Tímarit Máls og menningar 45, nr. 1: 5-18. Vilhjálmur Þ. Gíslason. 1944. „Formáli.“ í Njáls saga, útg. Magnús Finnbogason. Reykjavík: Bókaútgáfa Menning- arsjóðs og Þjóðvinafélagsins. -------4------------------ Leiðrétting í LJÓÐI Siguijóns Guðjónssonar, Atlantis, sem birtist í Lesbók 1. apríl sl.varð sú mein- lega villa, að í 8. ljóðlínu aftan frá stendur: „trégrófi bundin“, en á að vera „tregrofi bundin". Leiðréttist það hér með og eru höfundur og lesendur beðnir velvirðingar. rétt að Auður fengi kenningamafn af þessu og yrði framvegis kölluð „Bróka-Auður“. í framhaldi af þessum orðaskiptum fylgdi það, að Þórður nefndi sér votta og sagði skilið við Auði konu sína í heyranda hljóði að Lögbergi, og fann henni það til saka að hún skærist í setgeirabrækur sem karlkon- ur. Ekki var farið vægilega að konunni, enda fékk Þórður að finna að henni var ekki létt í skapi eftir skilnaðinn. Trúlega hefur þetta mál verið mikið rætt á þeim tíma og vafalítið sýnt konum fram á það, að ekki væri með öllu áhættulaust að íklæð- ast buxum. En svo liðu ár og aldir og litlar framfarir urðu í þessum efnum. Þó komu stundum fram á sjónarsviðið konur sem unnu öll verk að jöfnu við karla, þar með talið að róa. Þá fóru þær auðvitað í skinnföt eins og karlarnir, því ekki voru skinnpils fyrir hendi af skiljanlegum ástæðum. BÍNA Á BUXUNUM Þuríður formaður og aðrar hetjukonur fýrri daga hafa þó varla verið mjög kvenleg- ar þar sem þær sátu skinnklæddar á þóftum áraskipanna gömlu og supu hregg. En þær skiluðu verkum sínum og þar var reyndar ekki spurt um kynferði, heldur kraft og seiglu. En svo kom fram á þessa öld og enn voru konur yfirleitt litnar hornauga ef þær dirfðust að sýna sig í buxum. En þó var tekið að rofa til í svartnætti fordómanna og byltingin í nánd. Ég hef sannfrétt að ein ágætiskona á Hvammstanga sem Jakobína hét og látin er fyrir nokkru, hafi verið ein af þeim konum sem brutu ísinn í þessum efnum. En hún kynntist ýmsu í því sam- bandi. Hún var uppnefnd og kölluð „Bína á buxunum". Sömu viðhorf virtust í fullu gildi og réðu gagnvart Auði kynsystur hennar 900 árum fyrr. Sést á því að ekki hafði miðað mikið í frjálsræðisátt, eftir allan þann tíma, varðandi buxnafrelsið. Samtakamátturinn Sterkur í setgeiranum Ýmsir karlrembugaukar halda því jafnan fram að konan sé kvenlegri og álitlegri, ef hún er í pilsi eða kjól. Slíkt er auðvitað sjón- armið út af fyrir sig. En kjarni málsins er þó sá að konan er kona, hvort sem hún er í buxum eða án þeirra. Það er náttúrulega innihald buxnanna sem skiptir þarna höfuð- máli. Það hljóta allir að viðurkenna. En einhverntímann um miðja þessa öld, LAURENCE BINYON Sultur Bragi Sigurjónsson þýddi. Ég mæti sem skuggi meðal fólks og sest við hlið hvers og eins. Enginn sér mig, en öllum bregður og vita að ég er viðstaddur. Þögn mín er þögn umskipta, sem loka leikvöllum barna; hún líkist hitafalli lágnættis, þegar lífið dregur andann í öngviti. Herir gera innrásir, ræna og rupla. Fallbyssur þruma um lönd og lög. Ég er hræðilegri heijum, feiknlegri öllum fallbyssum. Forsetar og konungar gefa fyrirskipanir, ég fyrirskipa ekki eitt né neitt. En á mér er tekið meira mark en kon- ungum og betur er á mig hlustað en bestu ræðusnillinga. Ég læt eiða gangast á og drep sæmdum á dreif. Örbjarga vita allt um mig. Ég er hið fyrsta og síðasta er skynvit- und skynjar. Ég er Sultur. Laurence Binyon 1869-1943, var enskt skáld. MARLENE Dietrich sýndi það 1933 að síðbuxur gátu verið glæsilegur kvenbúningur. eða þar um bil, var kvenþjóðin búin að til- einka sér buxurnar og afleggja pilsin að miklu leyti. Það voru mikil umskipti og í raun og veru upphaf nýkvenfrelsis-hreyfingarinnar. Þá hljóp fjörkippur í alla frelsis- og framfa- rasókn kvenna, því um leið og þær fóru í buxurnar, fundu þær fyrir samtakamættin- um. Hann var svo sterkur í setgeiranum. Það er von mín að þessu máli verði ein- hvers staðar gerð viðhlítandi skil. Það þarf að kryfja það til mergjar á fræðilegan hátt, því fíestum hefur yfirsést mikilvægi þess hingað til. Fólk ætti áð hugleiða það og konur alveg sérstaklega, þar sem frelsisbarátta þeirra er að hluta til saumuð föst við þetta réttinda- mál, allt frá upphafi íslenskrar byggðar. Höfundur býr á Skagaströnd. Pilsaþytur og buxnabarátta LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. APRIL1995 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.