Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Blaðsíða 10
safn Sigmundar Matthíassonar Longs, sem kom 1925 og ég ræði um nokkuð síðar. Þegar litið er t.d. yfir það sem séra Rögn- valdur Pétursson í lifanda lífí ráðstafaði í Landsbókasafn sést að J)að voru 86 númer en ekki helmingur um Islendinga í Vestur- heimi. Það sem snertir þá er margs konar, t.d. var margt frá Stephan G. og ýmislegt sem er skrifað vestan hafs og fjallar um ástand mála þar, t.d. dagbækur og ýmis skrif. Aftur á móti er meira en helmingur það sem íslendingar tóku með að heiman eins og sögur og kvæði og sumt er sama eðlis, þótt á íslandi sé ekki skrifað. Eðlilega voru handrit, sem skrifað voru á Islandi, flest frá seinustu öld en á meðal þeirra eru þó perk handrit frá því um 1700. Á Akureyri var lengi virk starfsemi til að efla samband við Vestur-íslendinga^ og var driffjöðurin í þeirri starfsemi Ámi Bjarnarson. Þar hafa verið gefin út mörg rit og verða talin nokkur. Að vestan í fimm bindum á árunum 1949-1983. Aðalefnið var þjóðsögur og skylt efni, sem birst hafði vestan hafs, en sumt óprentað áður og var mest eftir fyrrnefndan Sigmund Long. Sömu aðilar gáfu út ýmislegt ljósprentað af vestur- íslenskum ritum, t. d.: Framfarí, Minningar- rit íslenskra hermanna og síðast en ekki síst fyrrnefnt Almanak Ólafs S. Thorgeirs- sonar. Á ámnum til um 1960 lét Árni mest af efni tengt Vestur-íslendingum ganga til Landsbókasafns íslands, en síðar þegar skjalasafnið á Akureyri efldist fóm slík gögn frá Áma þangað. Eg nefndi hér að framan að fyrsta stóra sending íslenskra handrita kom úr Vestur- heimi í Landsbókasafn 1925 frá Sigmundi Matthíassyni Long. Hann var fæddur í Stakkahlíð í Loðmundarfirði 1841, en flutti til Ameríku 1889 og lést í Winnipeg 1924. Eftir dauða hans voru handrit hans gefin Landsbókasafni íslands og eru þau nærri 130 númer. Áður var nefnt að Jón Guðmundsson lærði var einn af þeim fyrstu sem fékkst við fræðastarfsemi fyrir tilstilli manna á Hólum snemma á 17. öld. Eftir að Brynjólf- ur Sveinsson varð biskup 1639 virðist Jón lærði hafa haft skjól af honum og á næsta áratug semur hann mörg rit sín beiðni bisk- upsins. Jón var með öðrum orðum hvattur og fenginn til ritstarfa af forystumönnum á lærdómssetmm landsins. Jón dó árið 1658 en eins og venja var á þeim tímum voru rit Jóns ekki prentuð að honum lifandi og eru þau víða varðveitt í handritum. Uppruna eins handrits með mörgum kvæðum eftir Jón Guðmundsson lærða er að leita í Winnipeg í Kanada, þótt telja mætti fyrir- fram að þar væri ekki líklegasti staðurinn. Handritið Lbs. 2131, 4to í handritadeild Landsbókasafns Islands ber svohljóðandi heiti: „Safn af ljóðmælum ýmislegs efnis og eftir ýmsa höfunda, sjöunda bindi byrjað lOda majus 1894 af Sigmundi Matthíasson Long á 582 Young str. Winnipeg Manitoba Canada." í bókarlok er skrifað: „enduð þann 25ta Desember 1894.“ Sigmundur hefur með öðmm orðum verið að skrifa handritið fyrir einni öld nákvæmlega og lokið við það á sjálfan jóladaginn. Á s. 51-60 er kvæði, „sem kallast Gamla taska, Jóns Guðmundssonar lærða.“ Ekki er þetta kvæði varðveitt í fleiri handritum. í beinu framhaldi er „Kveðlingaflokkur. Kveðinn af Jóni Guðmundssyni lærða.“ Flokkurinn er alls 26 kvæði og þau kvæði ekki heldur kunn annars staðar. Margar efnislíkingar em með þessum kvæðum og öðmm ritum Jóns lærða og er sérkennilegt að sjá þar sömu efnisatriðin og í ritum sem hann skrifaði fyrir Brynjólf biskup. Ljóst er að Sigmundur hefur haft forrit þessara kvæða undir höndum í Winnipeg, því að hann búinn að vera þar í fimm ár þegar hann skrifaði handritið. Mér fínnst það vera vemlegur skaði að forritið sem Sig- mundur hafði skuli ekki hafa komið í leitirn- ar i Winnipeg og er ég ekki búinn að gefa upp alla von, þótt hún sé farin að dofna. Eg vona svo sannarlega að þessi grein verði til þess að það og mörg fleiri handrit komi í leitimar. Hér er dæmi um að handrit geta varðveitt gamla og merkilega texta, þótt ung séu og skrifuð í Vesturheimi. Sigmundur Long skrifaði dagbækur og ég hugsaði sem svo að e.t.v. væri þar eitt- hvað sagt um hvaðan hann fékk handrit til að skrifa eftir. Ég fletti upp árinu 1894 og leitaði eftir þvi hvort þar fyndist eitthvað um handritalán og hvað Sigmundi þótti fréttnæmast fyrir eitt hundrað ámm. í dag- bókunum vom lýsingar á veðri í Winnipeg og þar stóð: „ég að saga“. Þegar ég sá þetta duttu mér í hug orð prófessorsins, sem sagði: „Mikilvæg mál em ekki jafn mikilvæg öllum.“ Höfundurinn starfar í Stofnun Árna Magnús- sonar. Ástin í lífi Simone de Beauvoir SIMONE de Beauvoir er heimskunn bæði sem rit- höfundur og manneskja. í verkum hennar sem mörg eru sjálfsævisöguleg birtist hún skarp- greind, hámenntuð, sjálfstæð og frjáls kona sem nýtti hverja mínútu til andlegrar athafnasemi. Hún varð holdtekja nútímakonunnar, laus úr viðjum hefðbundinna kvenhlutverka. Á námsárunum í Sorbonne þar sem hún lagði stund á heimspeki með glæsilegum árangri tókust kynni með henni og Jean-Paul Sartre sem einnig nam heimspeki við skólann. Sam- band þeirra varði allt til dauðadags Sartre árið 1980. Þetta samband hefur kitlað for- vitni fólks og vakið umræður og vangavelt- ur allt fram á þennan dag þrátt fýrir að báðir aðilar þess séu komnir undir græna torfu, en Simone de Beauvoir lést árið 1986. Ekki er fjarri sanni að álykta að það hafi orðið fyrirmynd nútímalegs samskipta- mynsturs kynjanna, einkum meðal mennta- manna á Vesturlöndum á síðustu áratugum. Lífsstíll parsins Sartre-Beauvoir komst í tísku. Kynni þeirra Beauvoir og Sartre hófust árið 1929. Hún stundaði heimspekinámið af kappi og alvöru en hann var ljóngáfaður kjaftaskur sem reykti eins og strompur og drakk eins og svampur. Þau löðuðust hvort að öðru og í upphafi sambandsins voru þau elskendur. Það varði þó aðeins skamma hríð. Beauvoir hefur sjálf sagt frá því að kynferð- islegu samneyti þeirra hafi lokið strax eftir fyrstu 3-4 árin. Hún gaf jafnvel í skyn að Sartre hafi verið ómögulegur elskhugi. En andlegu sambandi þeirra lauk aldrei. Það var óijúfanlegt; þau voru eins og tvíburasál- ir sem nærðust hvor á annarri. Strax við upphaf sambands þeirra lét- Sartre hana vita að hann væri öldungis ófær um að halda tryggð aðeins við eina og sömu kon- una. Henni væri einnig fijálst að éiga ving- ott við aðra menn. Hann fór fram á það við hana að samband þeirra yrði fullkomlega fijálst og opið. Auk þess fannst honum mikilvægt að þau segðu hvort öðru opin- skátt frá öllu sem henti þau, að engu væri haldið leyndu. Hún gekkst inn á þessa skil- mála hans. Þau giftust aldrei, bjuggu aldrei saman og eignuðust aldrei börn. Margir aðdáendur Beauvoir hafa löngum trúað í blindni á þá sjálfsmynd sem hún Samband Beauvoir og Sartre byggði á full- komnu „frelsi“ þeirra beggja til að eiga í öðrum ástarsamböndum. Bæði nýttu sér það frelsi í hvívetna. Eftir JÓRUNNI TÓMASDÓTTUR dregur upp í verkum sínum og staðið í þeirri meiningu að það hafi ekki síður verið henn- ar val en Sartre að lifa á þann hátt er þau gerðu. Eftir dauða hennar hefur þó ýmislegt komið fram sem vitnar um annað. T.d. hélt móðir Sartre því fram í viðtali við Gisele Halimi að Simone hefði langað til að ,eign- ast barn en hann hefði verið því mótfallinn. Dyggir lesendur Beauvoir hafa aftur á móti ætíð skynjað það svo að hún hafí sjálf valið það hlutskipti að vera barnlaus. Það hafi verið hennar fijálsa val. Skrif hennar og hugmyndir benda ekki til annars. Samband þeirra Beauvoir og Sartre byggði sumsé á fullkomnu „frelsi" þeirra beggja til að eiga í öðrum ástarsamböndum. Bæði nýttu þau sér það „frelsi" í hvívetna. Ávallt var látið að því liggja að afbrýðisemi væri tilfinning sem ekki fyndist í tilfinninga- litrófi þeirra. Þau þekktu ekki til hennar og hún væri þeim hreinlega ekki samboðin. Við lestur bóka Beauvoir sannfærðist ég um að hún þekkti víst til afbrýðisemi og þjáðist oft af henni. Hún væri bara tilneydd til að bæla hana niður og afneita henni vegna þess hversu lágkúruleg og ógöfug hún væri. Mér fannst óhugsandi að nokkur manneskja væri svo upphafín, andleg og fijáls að hún væri fullkomlega brynjuð fyrir ástarævintýrum hins aðilans, ástarævintýr- um sem Sartre lýsti samviskusamlega fyrir henni í smáatriðum. Það hefur líka komið á daginn að hún skynjaði oft þessa smánar- legu tilfinningu og þjáðist alveg á sama hátt og margar kvenpersónurnar í bókum hennar sem hafa verið sviknar af ástmönn- um sínum og mökum. Simone de Beauvoir var ekki bara vitsmunavera, hún var líka tilfínningavera, sem betur fer. Annars hefði henni ekki tekist svona vel að lýsa þján- ingu, einsemd og vonbrigðum þessara kven- persóna sinna. Simone de Beauvoir átti í fjölmörgum ástarsamböndum um ævina, jafnt með kon- um sem körlum. Á meðan hún lifði neitaði hún því að vísu að hún væri tvíkynhneigð en eftir dauða hennar hafa komið fram gögn sem sanna að hún átti líka vingott við konur. Oft hefur læðst að mér sá grunur að hún hafi í raun verið að vega upp á móti kvensemi Sartre með þessu framferði sínu. Sýna og sanna fyrir umheiminum að hún væri hvorki yfirgefin né svikin einmana kona heldur þvert á móti tæki hún þátt í leiknum til jafns við hann. Þau væru jafn- ingjar á þessu sviði sem öðrum. Við skulum ekki gleyma því að það var Sartre sem setti reglurnar og hún gekkst undir þær. Spurn- ingin er hvort henni hefur tekist að lifa í eindrægni og sátt við þetta val sitt. Stóra ástin í lífí hennar var Ameríkani. Árið 1947 fór hún í fyrirlestraferð til Banda- ríkjanna. Þar kynntist hún næsta tilþrifalitl- um rithöfundi, Nelson Algren. Hann var drykkfeldur kvennamaður sem hafði mestan áhuga á fjárhættuspili og blues-tónlist. Vin- ir hans voru smákrimmar, eiturlyfjaneytend- ur og gleðikonur. Hann þekkti ekkert til Simone de Beauvoir og hún ekkert til hans. Hann var stór og myndarlegur, hún falleg, greind og andrík. Báðum þótti gott að fá sér í staupinu. Þau urðu yfir sig ástfangin. Al- gren féll fyrst og fremst fyrir kvenlegri feg- urð og töfrum Simone de Beauvoir. Hann var ástfanginn af konunni Simone. Skörp greind hennar og andríki fylgdu með í kaup- bæti. Algren vildi ólmur giftast henni, eign- ast börn og stofna með henni heimili í Chicago. En hún gat ekki sagt skilið við Sartre. Um leið og hann sendi henni skila- boð um að nú skyldu þau fara saman til Rómar pakkaði hún saman og kvaddi Al- gren. Hann sat eftir með sárt ennið, fullur afbrýðisemi. Simone reyndi að fá hann til að hafa sömu afstöðu til ástarsambandsins og hún og Sartre höfðu en hann sagðist ekki kæra sig um neitt fjárans frelsi. Hann bara vildi hana. Samband þeirra rann því út í sandinn. - Ástarsaga þeirra Algren er SIMONE de Beauvoir og vinur hennar, heimspekingurinn Jean Paul Sartre. meginuppistaðan í bók hennar Les Mandar- ines sem fékk Concourt-verðlaunin árið 1954. Bókin var auk þess tileinkuð Algren. Þó sambandi þeirra lyki skrifuðust þau á til margra ára. í bréfum sínum til hans ávarpar Simone hann ætíð „My husband“. Til æviloka bar hún silfurhring sem hann hafði gefið henni. Nelson Algren sleit öllu sambandi við hana eftir að hún hafði látið gefa út bréfín sem hann hafði skrifað henni. Honum fannst hún hafa gengið of langt. Bréfin hennar til hans eru varðveitt i Ohio State University og Algren lagði blátt bann við því að þau yrðu nokkurn tíma gefin út. Nýlega kom út bók í Frakklandi sem fjallar um samband þeirra Beauvoir og Algren. Hún heitir einfaldlega „Nelson et Simone" og er eftir Jean-Pierre Saccani. Eini maðurinn sem Simone de Beauvoir bjó með var Claude Lanzmann sem síðar varð heimsþekktur fyrir stórmynd sína Shoah sem fjallar um gyðingaofsóknirnar í seinni heimsstyijöldinni. Samband þeirra stóð sleitulaust frá árinu 1952 til 1959. Hann var sautján árum yngri en hún og vann á ritstjórn tímaritsins Les Tempe Mod- ernes sem Sartre hafði stofnað ásamt öðrum rétt eftir stríðið. Stuttu eftir að þau kynnt- ust flutti Lanzmann inn í litlu íbúðina sem Simone bjó í frá 1955 allt til dauðadags. í hádeginu og á kvöldin hittust Beauvoir, Lanzmann og Sartre og borðuðu saman. Síðdegis fór Simone heim til Sartre og vann með honum í þijá til fjóra tíma. Fríunum eyddu þau saman öll þijú. Simone deildi tím- anum bróðurlega milli sambýlismannsins og Sartre. Lanzmann hefur sagt að aldrei hafi borið á togstreitu eða afbrýðisemi milli hans og Sartre. Línurnar í þessu þríhyrningssam- bandi hafí verið alveg skýrar frá upphafi. Eins og fyrr sagði lést Simone de Beauv- oir árið 1986. Á 7. áratugnum komst hún í kynni við unga menntaskólastúlku, Sylvie Le Bon, sem kom heim til hennar til að taka við hana viðtal. Þær löðuðust strax hvor að annarri og tóku upp samband. Þær bæði hittust og áttu í bréfaskriftum. Móðir Sylvie féll ekki alls kostar þetta samneyti dóttur sinnar við Beauvoir sem var 33 árum eldri og sendi hana því burtu til Marokkó í eitt ár. Við heimkomuna tóku þær upp sam- band að nýju en neituðu því staðfastlega að nokkuð meira væri á milli þeirra en vin- átta. Þar kom að Beauvoir ættleiddi Sylvie og sagði í gríni að það væri eins og að ganga í hjónaband þar sem Sylvie tæki upp nafn hennar. Sylvie hélt tryggð við Beauv- oir allt til æviloka. Eftir dauða hennar hefur hún séð um alla pappíra og handrit sem Simone lét eftir sig og látið gefa út bréf og dagbækur hinnar látnu. Hvort Sylvie Le Bon var síðasta ástin í lífi Simone de Beauv- oir skal ósagt látið. Enda skiptir það engu máli. Höfundur býr í Svíþjóð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.