Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Page 3
E ii ® s [5] [u] ® g] [g a m 0 □ 0 0 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. margar og merkar voru í fátæklegum farangri þeirra íslendinga sem tóku sig upp og fluttu til Vesturheims á síðustu öld, stundum jafnvel svo að bækur voru það helzta sem þeir tóku með sér. Sumt af því hefur sem betur fer varðveizt og um bækur og handrit í Vesturheimi skrifar Einar G. Pétursson. Yngvildur Þorgilsdóttir Oddasonar er ein af hinum mikil- fenglegu konum íslandssögunnar og Björn Þórð- arson taldi hugsanlegt að hún væri fyrirmynd Guðrúnar Ósvífursdóttur í Laxdælu. Yngvildur varð 22 ára barnsmóðir og fylgikona Klængs biskups í Skálholti; hann þá 47 ára, en næsti ástmaður hennar var 16 ára og með honum strauk hún af landi brott í karlmannsgervi. Frá Yngvildi segir Erlendur Sveinsson í 2. grein sinni um Klæng biskup og miðaldakirkjuna í Skálholti. íslendingar stóðu agndofa frammi fyrir þeirri nýju tækni sem kvikmyndin var, segir Egert Þór Bemharðsson sagnfræðingur í grein sinni, „Kvikmyndaöld gengur í garð“ og er 2. grein í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá upphafi kvikmynda. Það var þó fyrst árið 1903 að landsmenn komust í kynni við kvikmyndir. Bækur BERTOLT BRECHT Þýzkur iðrunarsálmur Þórarinn Eldjárn þýddi Dag einn þá var boðskapur oss að ofan sendur oss uppálagt að Danzig þeim færðum í hendur. Vér héldum inn í Pólland og allra síst vér svikum því sigur þar vér hrepptum á þrem vikum. Hjálpi’ oss drottinn. Dag einn þá var hoðskapur oss að ofan sendur oss uppálagt að Frakkland þeim legðum í hendur. Vér héldum inn í Frakkland og allra síst vér svikum því sigurinn vér unnum á fimm vikum. Hjálpi’ oss drottinn. Dag einn þá var boðskapur oss að ofan sendur oss uppálagt að Rússland þeim færðum í hendur. Vér héldum inn í Rússland en ekkert upp vér skárum nema’ aðeins dauða og tortímingu á tveim árum. Hjálpi’ oss drottinn. Dag einn verður boðskapur enn að ofan sendur. Af oss þeir vilja hafsbotninn og tunglið í hendur. Vér sveimum hér og vöfrum í vonleysi á meðan því veturínn er harður, vér rötum ekki héðan. Hjálpi’ oss drottinn og vísi oss veginn heim. Bertolt Brecht, 1898-1956, var þýzkt skáld og leikritahöfundur. B B Maður er 'að skríða und- an snjóflóðavetri, með eiminn af þeim óhugnaði í sér, feg- inn hvað Esjan er langt 1 burtu og Öskjuhlíðin lítil. Sér löst þröngra fjarða og kost síns umhverfis. Reynir að vera jákvæður, þótt fax frá meginlandinu minn- ist þegar um miðjan mars á nýútsprungin magnolíublómstur og blómguð kirsuberja- tré. Grænkan skríður jú að lokum upp á fjöllin seint í júní og vorið gefur sín fyrir- heit strax með birtunni. Þreyttar frumur fara að gróa og ónæmiskerfið að syngja þjóðsönginn þó það sé varla hægt. Til að auka sér ánægju má endalaust dvelja við þann indæla kvikindisskap að finna verra ástand en sitt sjálfsvorkunnsama eigið. Reyna að komast með litrófið út fyrir sitt eigið greni, svo þar sé ekki grátt og svart í hornunum. Finna svart og grátt hjá öðr- um og hafa það þar, það er alltaf nóg af verra. Gott að ég hef það ekki eins og þau og þau (undir ýmsu fargi) og þeir og þeir (í stríðinu) og þær og þær (í Uganda) og það. Og slaka svo á og finna fyrir eymslun- um og sínum aimenna vanmætti meðan vorið þrengir sér eins og barnshöfuð eða lauf, milli fingra, út um lófa og undan herðablöðunum. í Reykjavík er miklu minni vetur en úti á landi. Ég áttaði mig á því einu sinni þegar ég bjó í litlum firði í litlu húsi og litlum skóla aðþrengd af vetri, myrkri, plássleysi og nálægð þess hvíta, kalda, napra. Hér á þéttbýlislandshorninu flaxast maður gegnum veturinn í stóru innan- hússgímaldinu öruggur í steypuskel, á sér svæði sem erindin liggja, í ýmsum póst- númerum, í litlum prívatlífsherbergjum og stórum sölum. Bíleigendur fá veturinn bara rétt sem svalan blástur í andlitið Undan vetri milli bíldyra og húsdyra, en stökkva úr hitabeltisperlum í bíósali og hverfa þar inn í stór tjöld. Hér á höfuðborgarsvæðinu eru ótal útlendir blettir, móteitur gegn fornum þjóðlífskulda, þangað er gott að flýja und- an sálarhryðjum sem vilja að gömlum sið ríma við snjóhryðjurnar. Þeir sem hafa peninga og vit á því finna varla veturinn lengur. Ég er að tala um vinjarnar í vetrar- mörkinni, sólbaðsstofur, gufuböð, pálma- lundi, suðræna dansskóla, inatsölustaði sem eru lítil Japan, Líbanon, Kína, Indland En fölsku örygginu varð haggað með snjóflóðinu. Kalt hvítt slúmm. Þungt. Ég reyndi vegna alþjóðahyggju minnar eftir bestu getu að finna líka til með fólkinu í Japan, sem var deyjandi af jarðskjálfta ekki svo langt í burtu heldur. Senda þeim smá samúð líka flugleið yfir pólinn, þijá- tíu þúsund fet 747, eins og það þýddi eitt- hvað. Maður er svo vitlaus að ímynda sér að samúð skili sér, bara af því maður getur ekki annað en fundið hana. Vitleys- an gerir mann glaðan, hví að neita sér um hana? Enda er samúðin sem er í manni sjálfum í öllum og lofar að bjarga öllu sem bjargað verður. Manni sjálfum þegar þar að kemur. Forsetinn og biskupinn stigu bæði inn í dimma birtuna kringum snjóflóðið sterk og áhrifamikil, á meðan tímalaust skelf- ingartunglið skein yfir hörmungunum. Það situr í manni sem þau sögðu, svona dagar gleymast ekki eins og hinir. Forsetinn sagði að til væru sár svo vond að tíminn næði ekki að lækna þau, og hún talaði um að ekki hefði enn tekist að gera land- ið að vini. Við gerum kannski landbletti að vinum tímabundið en aldrei náttúruna góða, hún er góð/vond. Blessuð sólin ultra- geislar bráðum allt á norðurslóðum þótt hún elski það, óson-slæðan er orðin svo götótt. Við lærum að spá betur í snjóflóð og göngum inn í nýja árþúsundið með sólargeislavara í hönd. Þegar vistkerfís- ógnirnar verða farnar að eitra ráðamenn fær hið illa í eðli okkar nýjan farveg, neyð- ist til að beinast gegn sameiginlegum óvini, götum sem við höfum brussast við að bora í náttúruna. Já, undan vetri, biskupinn, hann sagði í fréttatíma daginn sem snjóflóðið féll, daginn sem stígur svona greinilega fram úr þessum hvíta vetri, að guð hefði ekki látið snjóinn detta. Þá fengu allir að vita í fréttum er þetta helst að guð er ekki lengur að vasast í að refsa okkur á óskilj- anlega skakkan hátt með sjúkdómum, eld- gosum og tíðarfari, eins og á átjándu öld- inni. Hann er kominn upp fyrir gott/illt vafstur náttúrunnar, hann breytist á hverri öld, „hann hún það“ gengur nú vegi sem eru rannsakanlegri.- Svo við ættum því fremur að geta haft hann í okkar frómu og rauðu risastóru hjörtum. Fólk með upprifið hjarta af náttúruham- förunum talaði líka um fréttaflutninginn af snjóflóðinu. Margir voru viðkvæmir fyr- ir meiri persónulegri nálægð en áður hefur tíðkast. I ólíkum stíl fréttaflutnings sér maður gamla heiminn og nýja. í gamla heiminum tala prestar ekki um sjálfa sig, predikunarstíll er afar forn og óbreytanlegur, eins og ávörp á sumardag- inn fyrsta fram eftir öldinni, þar sést varla í dyrnar fyrir lyklum frá fornklassískri tíð. En þegar óþekka fólkið fluttist til Ameríku komst svo mikið los á samskiptin innan um Indjána og vísunda að þar urðu til vakningaprestar með allt annan stíl, sem tala um sig og sína bresti, eru persónuleg- ir. Og þangað komu svertingjar að dansa og dilla guði og mýktu upp sveifluna. Það er ekki fornt og fínt í gamla heiminum að vera persónulegur, aldagamall stíll ræður framsetningu, hver stíll á hér í gamla heiminum heima á sínum rétta stað. Gufan er þung og alvarleg og miklu eldri en maður heldur. Hún losar varla hósta. í nýja heiminum voru fyrstu viðtölin tekin í dagblöðum, á síðustu öld. Nú létta mannlífsviðtöl fólki álagið, maður kemst inn í prívatið hjá öðrum, svo óhjákvæman- leg syndin og sæt/ljótur heimurinn renna aðeins betur saman en áður. I nýja heiminum er allt í losi, í Ameríku þurftu japanskir, norskir, afríkanskir, skoskir, rússneskir og ítalskir, til dæmis, að ná sambandi, "svo los komst á allt það sem forðum átti heima á sínurn rétta stað. Svo kemur þetta ameríska los hingað í nýjum stíl í fréttamennsku sem fólki finnst óþægilegur, nýr. Stöð 2 er meira í nýja stíl en ríkissjónvarpið. Gamaldags og íhaldssamt fólk vill hafa prívat, en í nýja heiminum er ekkert prívat, og til hvers að hafa stórris? segja þeir. Fólk er þessir iíka indælu apakettir þegar los kemst á það, dýrið gengur laust, vill vita allt um alla, vill segja allt um sig! Voða gaman. Nýi heimurinn losnar og losnar úr læðingi og sá gamli herpist við það saman voða hneykslaður. Það losnar og losnar eins og vorleysing. ÞÓRUNN VALDEMARSDÓTTIR. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. APRlL 1995 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.