Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Side 6
Klængur Þorsteinsson og dómkirkjan 1 Skálholti Yngvildar saga Þorgilsdóttur IUPPHAFI Sturlu sögu í Sturlungusafninu er Yngvild- ur talin upp sem fimmta bam Þorgils Oddasonar, mikils höfðingja er deildi við Hafliða Másson. Færð hafa verið líkindi til þess að hún sé fædd um 1130. Yngvildur ólst upp á Staðarhóli hjá föður sínum. í 2. GREIN Yngvildur er makalaus kona í öllum skilningi, ein af hinum stórbrotnu konum íslandssögunnar. Hún eignast dóttur með Klængi biskupi, sem þá var 25 árum eldri, og síðan hleypur hun dul- búin af landi brott með nýjum elskhuga, sem var mun yngri en hún. Eftir ERLEND SVEINSSON síðustu Lesbókargrein var minnst á tilgátu Bjöms Þórðarsonar þess efnis að Yngvildur kynni að hafa aflað sér menntunar í Hóla- skóla. Telja verður líklegt, að Þorgils hafi viljað setja dóttur sína til mennta enda hneigðist hann sjálfur til klausturlífís á efri árum. Ljóst er að konur koma mjög við sögu á Hólum, eins og kemur m.a fram í lýsingunni á Ingunni málfræðikennara þar við skólann. Hólakirkja, fyrirmynd Klængs- kirkju, var og helguð Maríu mey. Þess er síðan getið að Halldór Bergsson hafí átt Yngvildi, líklega um 1148 til 1150. Ekki eignuðust þau Halldór böm, enda segir sag- an að Yngvildur hafi ekki verið unnandi Halldóri bónda sínum. Þau skilja að skiptum og ræðst Halldór til utanferðar og andast í suðurgöngu 1151. Þorgils Oddason, faðir Yngvildar andaðist sömuleiðis þetta sama ár í Þingeyrarklaustri. Barn VerðurTil Eins og fram kom í síðustu Lesbók gemm við ráð fyrir, að Jóra biskupsdóttir fæðist í kringum áramótin 1151/52, á meðan Klængur er í vígsluför sinni. Af því leiðir að bamið hefur verið getið vorið 1151. Til þess þurftu leiðir þeirra Yngvildar og Klængs að liggja saman, sem vel getur hafa verið, því á þeim tíma (ca apríl) hefur Klængur að öllum líkindum verið á Hólum. Björn Þórðarson bendir á aðstæður Yngvild- ar um 1151: „Hjúskap hennar var slitið og hún átti á bak að sjá mikilsvirtum bróður og föður og ennfremur einni systur. Höfð- ingi ættarinnar var orðinn annar bróðir hennar, sem eftir líkum að dæma hefur verið henni óskapfeldur og hún ekki borið traust til“. Þessar aðstæður lýsa konu, sem hefur haft þörf fyrir ást og umhyggju eftir vonbrigði og sorg. Þetta með öðm gæti hafa leitt hana í fang klerksins á Hólum, einkum ef satt er að þau hafi kynnst þar fáeinum ámm áður. Síðan hafa huggunar- faðmlög leitt til þess að nýtt líf kviknaði í móðurkviði, rétt áður en Klængur er út- nefndur biskupsefni og kjörinn til biskups alls óvænt um sumarið eins og gert var grein fyrir í síðustu Lesbók. Ekki er gott að segja, hvert Yngvildur hefur farið til vist- ar meðan á utanförinni stóð. Stofnun Erkibiskups- DÆMIS í NlÐARÓSI Klængur Þorsteinsson var vígður til bisk- ups af Askeli erkibiskupi í Lundi í aprílmán- uði 1152. Líklegt verður að telja, að hann hafi haft vetursetu í Noregi 1151 á leið sinni frá Íslandi til Lundar. Ef til vill hefur hann byrjað að undirbúa öflun tráviðarins í fyrir- hugaða dómkirkju, meðan á Noregsdvölinni stóð þennan vetur. Hann kemst þá ekki hjá að heyra rætt um stofnun erkibiskupsdæm- is í Niðarósi og gerir sér þar með grein fyrir, að hann verður síðasti íslandsbiskup- inn, sem vígður verður til biskups í Lundi. Klængur kemur til Noregs að vígslu lokinni væntanlega vorið 1152. Um sumarið kemur sendimaður páfa Nikulás Brekespeare kard- ináli til Noregs frá Englandi, sendur af páfa til að stofna erkibiskupsdæmi í Nor- egi. Þar með hefst baráttan þar af fullum þunga fyrir frelsi kirkjunnar frá veraldlega valdinu (kirkjuvaldsstefnan). Á þessum tímamótum í sögu kristninnar á Norðurlönd- um má telja næsta víst 'að hinn stórbrotni kirkjuhöfðingi, Klængur Þorsteinsson, gangi á fund Jóns erkibiskups og geri honum grein fyrir áformum sínum um að reisa nýja dóm- kirkju á Islandi. Klængur er manna líkleg- astur til að hafa hagað þannig orðum sínum í samtali við erkibiskupinn, að erkibiskup, - hugsanlega með tilstyrk konungs, - ákveði að styrkja Klæng í þessum stór- brotnu byggingaráformum hans, með því að gefa honum stórvið í stöpla og sperrur kirkjunnar og fá honum síðan tvö skip til flutnings á hinni höfðinglegu gjöf heim til íslands. Við getum séð fyrir okkur, hvernig hinn málsnjalli Klængur vinnur erkibiskup á sitt band með því að leggja áherslu á hina táknrænu merkingu þess að hefjast handa um byggingu nýrrar dómkirkju á íslandi úr norskum og íslenskum við í kjölfar þess að stofnað sé erkibiskupsdæmi í Noregi. Hvemig hann vekur athygli á táknrænum samruna hins norska og íslenska byggingar- efnis í helgidómi sem í vitund manna á þessum tíma spannaði sjálfan alheiminn eða allan kristinn lýð, eins og segir í Hómelíu- bókinni. Með byggingu hinnar nýju dóm- kirkju í Skálholti úr norskum laufskógar- stólpum og íslenskum rekaviði yrði um sýni- lega eflingu kristninnar að ræða í úthéruð- um hins nýja erkibiskupsdæmis fyrir sakir elsku móðurkirkjunnar. Hinn Vitri Og Málsnjalli Gissur Gissur Hallsson, sem sagt var frá í síð- ustu Lesbók, að kominn væri til Noregs sunnan úr Ítalíu þetta sumar, hefur fundið sig knúinn til ferðar norður til Niðaróss, þar sem stóratburðir voru að gerast. Þar mætir honum sú ægifregn að faðir hans, Hallur Teitssonar, biskupsefni, hafí látist í vígsluförinni í Trekt á Hollandi á heimleið sinni frá Róm og búið væri að kjósa nýjan biskup, Klæng nokkurn Þorsteinsson, sem þeir Haukdælir höfðu ekkert yfír að segja. Þótt Gissur væri harmi sleginn vegna and- YNGVILDUR Þorgilsdóttir með nýlega fædda dóttur sína, sem skýrð var Jóra. Með þeim er barnsfaðirinn, Klængur biskup í Skálholti. Það skiptir máli fyrir skilning á persónu Klængs biskups og athöfnum, að við gerum okkur grein fyrir sambandi hans og Yngvildar og þá einkum hvenær barn þeirra hafi fæðst, en um það eru skoðanir fræðimanna skiptar. Yngvildur Þorgilsdóttir hefur verið ein stórbrotnasta kona sinnar tíðar og telur Björn Þórðarson, sem skrifað hefur um hana skemmtilega ritgerð, að hún sé fyrir- mynd Guðrúnar Ósvífursdóttur í Laxdælu. Mynd: Búi Krístjánsson. NORSKU stórviðirnir til kirkjub dregnir upp ísilagða Hvítá um ■ öld; leiguliðar úr Flóa, Grímsnet láts föður síns og komin væri upp ný og óviss pólitísk staða með vígslu Klængs til biskups þá hefur slíkur höfðingi sem Gissur varla staðið þögull og aðgerðalaus álengdar hafi hann komið þangað sem þeir Klængur og Jón erkibiskup sömdu um sín mál. Giss- ur var sagður „bæði vitur og málsnjallr" og hafði verið „stallari (formælandi) Sigurð- ar konungs, föður Sverris konungs“. Ekki er fjarri lagi að álykta að Gissur hafi að minnsta kosti hitt Klæng, þar sem hann stóð í stórviðarstórræðum sínum því sam- kvæmt Hungurvöku kom Gissur út til ís- lands með Klængi þetta ár. Hvernig þessi fýrrum stallari konungs hefur brugðist við aðstæðum er annars ekki gott að ímynda sér. Hversu mjög hefur honum fundist sér vera ögrað með fyrirætlunum Klængs um kirkjubygginguna? Lagði hann ef til vill Klængi lið í stórviðarmálinu með þá nauð- syn í hugá að vinna hinn nýja biskup á sitt band? Ekki er nauðsynlegt að skera úr um hver viðbrögð Gissurar hafi verið enda get- um við ekkert um þau vitað. En fyrr en seinna hefur hann orðið að ná tökum á Klængi til að halda ítökum sínum og áhrif- um í Skálholti. Höfum hugfast að Haukdæl- ir höfðu fram til þessa haft miklar tekjur af Skálholtsstað og tekjur þýða völd og áhrif. Fyrir Klæng hefur hins vegar ekki verið ónýtt að njóta stuðnings fyrrum stall- ara Noregskonungs en stórbrotin persóna Klængs er engu að síður fullfær um að tala sínu máli við erkibiskup og fá hann til að leggja sér lið við kirkjusmíðina í Skálholti. Þegar þeir Klængur og Gissur láta í haf að áliðnu sumri 1152 í samfylgd skipanna tveggja með kirkjuviðinn innanborðs, sem Hungurvaka greinir frá, gerum við okkur í hugarlund að biskupnum sé mikið niðri fyr- ir. Að stundin sé svo stórbrotin í vitund „athafnaskáldsins", þegar undin eru upp segl og skipin skríða út Þrándheimsfjörð og halda síðan á haf út, að tilfinningar skáldsins verði að fá útrás. Hér má rifja upp, sem getið var um í síðustu Lesbók, að skáldið Klængur orti dýrt kveðnu vísu, sem Snorri Sturluson tók upp í Háttatal, um nauðsyn þess að nýta byr: „Ég bað sveit á (út á, að fara út á) Geitis glað (skipið) tíðum, íð es gör at för, drögum lesta hest (skip eða jafnvel skipalest) á lög, lið (skip) flýtur, en nýtum skrið“. í skáldskapnum kemur Yngvildur Þorgilsdóttir upp í huga hans, sem tjáð hafði honum, er hann lagði upp í vígsluför sína fyrir ári, að hún gengi með barn hans undir belti, sömuleiðis ný- fætt barnið, sem býður hans heima og end- urspeglar þá fæðingu helgidóms úr stórviðn- um, sem nú er fluttur yfir hafið. Ef Klæng- ur hefði þekkt táknfræði frumkirkjunnar hefði hann skynjað aukna táknræna dýpt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.