Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Blaðsíða 5
um hetjum hvíta tjaldsins fór fjölgandi, þótt vissulega væri ekki sagt skilið við Evrópubú- ana. Gamla bíó var í Fjalakettinum til ársins 1927 en þá opnaði það í nýjum og glæsilegum húsakynnum við Ingólfsstræti enda gamla húsnæðið löngu orðið of lítið. Við breytinguna fjölgaði sætunum talsvert, voru nú orðin nærri 600. Nýja húsið var stærsta samkomu- hús landsins á sinni tíð og var ekkert til spar- að að gera það eins vandað og vistlegt og föng voru á. Sett voru í húsið nýtísku hitun- ar- og lofthreinsunartæki. Þá var það og al- ger nýlunda að gólf voru lögð gúmmídúkum. Jafnframt var nýjung að hafa óbeina lýsingu í kvikmyndasalnum þannig að hvergi sáust ljóskúlur. Og veitingaaðstaða í bíóinu þótti til fyrirmyndar. Einar Erlendsson húsameist- ari teiknaði húsið í samráði við Bíópetersen en þeir höfðu áður ferðast um nágrannalönd og kynnt sér nýjungar í slíkum byggingum. Nýja húsið var opnað 2. ágúst 1927 með frum- sýningu myndarinnar Ben Hur með Ramon Navarro í titilhlutverki. Gamla bíó og Nýja bíó reyndu að sýna innlendar kvikmyndir af fréttnæmum atburð- um eftir því sem færi gafst og þau tóku jafn- yel höndum saman um framleiðslu slíkra mynda, en prýðilegt samstarf var ætíð milli þessara bíóa. Þannig framleiddu þau í samein- ingu kvikmynd af komu Kristjáns konungs X til íslands árið 1921. Gamla bíó undir forystu Bíópetersens var þó sýnu öflugra í fram- leiðslu mynda. Bíópetersen eignaðist sjálfur kvikmyndatökuvél og hóf gerð eigin mynda skömmu eftir fyrri heimsstyijöld og var að alveg fram undir 1930, eða þar til talmyndirn- ar komu til sögu. Þessar myndir voru sýndar á undan aðalsýningu í Gamla bíói og hafa eflaust aukið aðsókn að kvikmyndahúsinu. Frá árinu 1912 voru þannig starfrækt tvö kvikmyndahús í Reykjavík. Svo stóð fram í síðari heimsstyrjöld þegar Tjarnarbíó var stofnað árið 1942. Þau kepptu um hylli áhorf- enda og svo virðist sem lítið hafi dregið úr aðsókn að Gamla bíói þegar Nýja bíó hóf göngu sína. Þrátt fyrir að íbúar Reykjavíkur væru aðeins rúmlega 14 þúsund árið 1915 virtist því góður markaður fyrir tvö bíó í bænum. Það ár var talið að liðlega 300 sýning- ar hafi verið í hvoru bíói um sig, eða alls rúmlega 600 myndasýningar alls. Þannig er ljóst að kvikmyndir urðu fljótlega afar vinsæl skemmtun almennings. Bíóhús skutu rótum víða um land á fyrri hluta aldarinnar og í upphafi fímmta áratug- arins voru m.a. komin kvikmyndahús á Akur- eyri, Siglufirði, ísafirði, Akranesi, í Hafnar- firði, Keflavík, Borgarnesi, Vestmannaeyjum, Neskaupsstað og á Seyðisfirði og viða höfðu bíóeigendur reist myndarlegustu samkomu- húsin á hveijum stað sem einnig urðu at- hvarf fyrir leik- og íþróttasýningar, söng- skemmtanir og aðra ijölmenna mannfundi. Þannig gegndu bíóin margháttuðu hlutverki. Á sama hátt þjónuðu Reykjavíkurbíóin ólíkum hópum, t.d. var Gamla bíó lengi helsta at- hvarf tónlistarmanna í Reykjavík og eftir að það var lagt niður var slíku starfi haldið áfram með íslensku óperunni. „Óþarfar SKEMMTÁNIR“? Á fyrstu þremur áratugum 20. aldar náðu lifandi myndir að hasla sér völl á íslandi. Ekki voru þó allir jafn hrifnir af þessari nýju skemmtan landsmanna. Þegar árið 1906 var látin í ljós andúð á kvikmyndum og þess ósk- að að þær yrðu skammlífar á íslandi og Reyk- víkingar leituðu sér staðbetri ánægju, eins og það var orðað, og spurt var í blaðinu Ing- ólfi 16. des.: „Hvemig væri að skipta nú um og skoða myndir, sem eru grafkyrrar, en verða og eiga að verða langlífar?" Þarna var vísað til málaralistarinnar, sem enn var á frumstigi innanlands, og engu var líkara en óttast væri að kvikmyndirnar myndu bera hinar svokölluðu æðri listir ofurliði, myndu fanga hug almennings svo gjörsamlega að annað kæmist naumast að. Árið 1912 heyrðist heldur betur hljóð úr horni. Býsnast var yfir áhuga fólks á bíó- myndum og reyndar sagt að kvikmyndir hefðu spillandi áhrif á það. Sá sem tók stærst upp í sig ritaði í Ingólf 12. nóv.: [það] sýnir ... sig æ betur og betur að „Bíóin“ þrífast, þau blómgast undursamlega. Því verður ekki neitað, að kvikmyndahús geta verið bæði til. skemmtunar og fróðleiks, þau geta verið hið mesta gagn ef rétt er á haldið. En hvernig reynast þau hér? Eru þau skemmtileg, eru þau uppbyggileg? Já það var nú einmitt þessi spuming sem flaug í huga minn, þegar ég kom síðast í „Bíó“ og kom mér til að skrifa þessar línur. „Bíóin“ hér í bæ geta verið sumum gagnleg, þau eru góð- ur leiðarvísir útlendum sem innlendum, sem vilja kynnast menningarástandinu í höfuðstað landsins. Ég ætla ekki að þreyta ... [fólk] á því að segja [því] . .. hvaða álit nokkrir út- lendingar hafa látið í ljósi á þessum hlutum, þess háttar er aukaatriði, vér Reykvíkingar erum upp yfir smámunina og sérviskuna hafn- ir. Hvað varðar oss um það, þótt sumt, sem sýnt er á „Bíó“ sé svo, að lögreglan á öðrum menningarlöndum bannar að sýna það opin- berlega, af því að það sé allt of æsandi og spillandi fyrir börn og unglinga, sem eru eink- um sólgnir í að sjá kvikmyndir. Nei, vér erum ekki hvimpnir, það megum vér þó eiga. Sið- ferðið verður víst ekki verra fyrir þetta, hugsa líklega margir. Eftir því að dæma, sem „Bíó“stjórarnir sjálfir skýra frá, ætti það ekki illa við, að þeir veldu sér sem einkunnar- orð þetta einkennilega danska orðtæki: „Jo galere jo bedre“, og það ættu þeir að láta mála fyrir ofan dymar á „Bíóunum" sínum með stóru letri. Á árum fyrri heimsstyijaldarinnar var víða mikil neyð á íslandi, ekki síst í Reykjavík. Margir áttu um sárt að binda; húsnæðisekla var mikil, matarskortur á köflum og fjárráð almennings voru takmörkuð. Þegar erfiðleik- arnir voru einna mestir blossaði upp umræða um skemmtanir Reykvíkinga og hversu mikl- um fjármunum væri þar varið í það sem kall- að var „óþarfi“. I þeim efnum fengu bíóhúsin væna sneið af gagnrýninni og þær raddir heyrðust sem vildu banna sýningar þeirra til þess að koma í veg fyrir að pyngja fátæks almennings léttist um of. Þar lét t.d. Verka- mannafélagið Dagsbrún að sér kveða og í árslok 1915 skoraði það á bæjaryfírvöld að SUMARIÐ1920 varNýja bíó opnað íglæsislegum búsakynnum við Austurstræti. TeikningúrFálkanum21.júní, 1930. REYKJAVÍKUR Biograftheater tók til starfa í „Fjalakettinum“ (Aðal- stræti 8) 2. nóvember 1906 og var þar til ársins 1927. gera eitthvað í málinu. Og 18. jan. 1917 var ritað í blaðið Höfuðstaðinn: „Eitt af því nauð- synlegasta í dýrtíðinni er að vernda almenn- ing ... gegn bíóunum, þar sem hundruð manna eyða hundruðum króna á hveiju ein- asta kvöldi og fá oft ekki upp úr annað en myndir, glæpamyndir, sem spilla hugarfarinu freklega." Þeir sem andmæltu bannhugmynd- um sögðust ekki skilja að einhveijir menn úti í bæ gætu gerst „skipaðir fjárforráðamenn almennings" og vildu í „heilagri einfeldni" fá að ráða því hvað fólk keypti fyrir aurana sína. Og spurt var hvar drepið yrði niður fæti næst. „Á ekki að banna að selja bijóstsykur „núna í dýrtíðinni“?“ var spurt. Og spurning- arnar dundu yfír í Morgunblaðinu 5. jan. 1916: Eru sveskjur ekki óþarfi? Og rúsínur? Og jólakerti, og öll þessi ótætis jólakort, sem ... narra margan skilding út úr fátæklingunum, og jafnvel börnunum þeirra? „Á ekki að loka“ konfektbúðum? Á ekki að „banna“ kaupmönn- um helst að versla með annað en það, sem ómissandi er til þess að fleyta fram tilver- unni? - Þetta væri alveg í sama anda og ekkert vitlausara en að banna mönnum að kaupa sér bílæti í Bíó. Og hver veit nema það verði það næsta, er bann-ofstopar þessir hamast að, verði þeir ekki stöðvaðir af þeim vitrari mönnum. Fleiri röksemdum var haldið á loft af „and- banningum" og m.a. vísað til þess að í öllu fólki byggi „skemmtunarþrá" sem yrði að fá einhveija saðningu. Ekkert þýddi að rökræða það hvort þetta væri eins og það ætti að vera, eða hvort þetta væri heppilegt því ekki þýddi að „banna“ mönnum að ianga til að skemmta sér. Hins vegar ætti takmarkið frá NYTThús Gamla bíós, opnað 1927. þjóðfélagslegu sjónarmiði að vera, að seðja þessa þrá á þann hátt sem samfélaginu staf- aði minnst hætta af og nú var farið að ræða siðferði og kvikmyndir, þótt formerkin væru dálítið önnur en áður. Bent var á að Reykjavík væri lítill bær og skemmtanir fábreyttar. Óhætt væri að full- yrða, að væri aðeins haft ofurlítið eftirlit með því sem sýnt væri, þá væru kvikmyndasýning- ar engir eftirbátar annarra skemmtana í sið- ferðilegu tilliti, og gætu jafnvel oft verið fræð- andi. Hins vegar væri svo mikið víst, að væru þær heftar, þá væri alls ekki víst hvort skemmtanafýsn almennings fyndi betri og hreinni svölunarlindir. Líklegra mætti telja, að þá myndi fólk reyna að skemmta sér á einhvern annan hátt og miður heppilegri, því svo mikið væri víst, að fólk reyndi eins að skemmta sér og eyða peningum í skemmtan- ir eftir sem áður. Af þeim sökum myndi kvik- myndabann aldrei koma að tilætluðum notum, heldur myndi eflaust stafa af því meiri hætta en gagn. Hugmyndir um kvikmyndabann voru kæfð- ar í fæðingu en umræðan sýndi engu að síð- ur ákveðinn ótta við áhrif kvikmynda sem og hversu vinsælar þær voru meðal alþýðu manna, jafnvel svo, að á tímum erfíðleika og fjárskorts var áhugi almennings á bíóferðum meira að segja talinn geta stofnað afkomu heilu fjölskyldnanna í hættu. En í deiiunum um „bann“ eða „ekki bann“ á kvikmyndasýn- ingum í Reykjavík komu einnig fram sjónar- mið sem tengdust peningum þótt með nokkuð öðrum hætti væri. Talið var líklegt að eigend- ur kvikmyndahúsanna gætu x heimtað háar skaðabætur yrði atvinna þeirra stöðvuð þeim að ósekju, fyrst þeir hefðu á annað borð feng- ið leyfi til atvinnurekstursins og væru búnir að veija miklu fé til að byggja hann upp. Jafnframt var minnt á, að Reykjavíkurbær hefði mikiar tekjur af kvikmyndahúsunum. Hann gæti því staðið frammi fyrir umtals- verðu fjárhagstapi ef þeim yrði „lokað“. Vissulega fékk bæjarsjóður nokkuð í sinn hlut vegna bíóanna í bænum en það voru fleiri sem högnuðust því sérstakt gjald sem varð að greiða fyrir hveija sýningu rann í fátækra- sjóð. Auk þess veittu kvikmyndahúsin mörg- um mönnum aukavinnu og bent var á að oft væru það láglaunamenn sem störfuðu hjá leim, t.d. sem dyraverðir eða við það að vísa gestum til sætis og það kæmi þeim sérlega illa ef húsunum yrði „lokað“. Þeir voru þó margir sem sáu ofsjónum yfir meintum ógnargróða kvikmyndahúsanna. [ ársbyijun 1917 var því t.d. haldið fram að Reykjavíkurbíóin gleyptu um 180 þúsund krónur á ári í aðgangseyri, sem var býsna há upphæð. Til samanburðar má nefna að áætluð gjöld Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1916 voru tæplega 550 þúsund krónur. Þessari tölu, 180 þúsund, var snarlega vísað til föður- húsanna og birtar voru tölur um tekjur Nýja bíós á umliðnum árum en þar kom fram að þær hefðu ekki farið fram úr 30 þúsundum króna á ári. Líklegt var talið að tekjur Gamla bíós væru á svipuðu róli. í samanburði við annan atvinnurekstur þótti þetta þó dágóður peningur. Enda þótt bæjaryfirvöld vildu ekki banna sýningar kvikmyndahúsa á árum fyrri heims- styijaldarinnar létu þau bíósýningar ekki al- veg afskiptalausar. Þannig samþykkti bæjar- stjóm Reykjavíkur í einu hljóði í október 1918 að fela borgarstjóra að fá tryggingu fyrir því hjá lögreglustjóra bæjarins að ekki yrðu sett á stofn fleiri kvikmyndahús en fyr- ir voru. Og næstu áratugi, eða allt fram í seinna stríð, neituðu bæjaryfirvöld að veita leyfi fyrir nýjum bíóhúsum en oftar en einu sinni var sótt um slík leyfi. FRAMANDIHEIMUR „Hvíta TJALDSINS“ Þegar Nýja bíó tók til starfa við Austur- stræti árið 1920 voru ýmsar nýjungar teknar þar upp. Ein var sú að hleypa bömum innan sextán ára ekki inn á almennar sýningar en hafa í staðinn sérstakar barnasýningar tvisv- ar í viku, á miðvikudögum og sunnudögum, og sýna þá skemmtandi myndir og fræði- myndir við bama hæfi eins og það var orðað. Lífið í útlöndum var framandi og um svo margt ólíkt því sem þekktist á Islandi. I rökkv- uðum sal bíóhúsanna lærðu menn ýmislegt um hætti annarra þjóða. í Reykjavík og víða annars staðar kom „filmið“ í stað ótal hluta sem aðrar þjóðir áttu fyrir - leikhús, skemmtigarða, listasöfn - og var stærsti glugginn út að Evrópu og Ameríku. Kvik- myndirnar, sem bíóhúsin buðu upp á, voru eins konar tengiliður þjóðarinnar við umheim- inn á fyrstu áratugum aldarinnar þegar bíó- myndirnar voru að skjóta rótum og mikilvægi þeirra virtist síst eiga eftir að minnka á næstu áratugum, þegar samfélagið var að taka rót- tækum breytingum. Heimildir: Fjallkonan 1903-1910. Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur 1870-1940. Bærinn vaknar. Fyrri hluti. Reykjavík 1991. Kvikinyndir á íslandi 75 ára. Afmælisrit. Reykjavík 1981. HBfuðstaðurinn 1917. Ingólfur 1906-1912. ísafold 1903-1919. Lesbók Morgunblaðsins 25. júlí 1943. Morgunblaðið 1913-1931 Norðurland 1903. Reykjavík 1904-1910. Vestri 1903. Þjóðólfur 1903-1909. Höfundur er sagnfræðingur. fyrsía sinni á íslandi. Ágœtar sýningar með The Royal Biokosmograph Edisons lifandi ijdsmyndir AUGLÝSING um fyrstu kvikmyndasýningu á íslandi íblaðinu NorðurIandi27.júní, 1903. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22.APRIL 1995 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.