Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Blaðsíða 8
eldri og komin til vistar hjá Böðvari mági sínum í Tungu í Sælingsdal í Dölum vest- ur. „Hon var þá ekkja“, segir Sturlu saga. Þorvarður hafði slasast um veturinn á leið frá laugu í Sælingsdal og kemur það í hlut Yngvildar að hjúkra honum lengi fram eftir vetri í Tungu. „Þat var rætt að þau Yngvild- ur mæltist fleira við en aðrir menn, en vin- ir þeirra synjuðu þess.“ Þorvarður fer norð- ur til Eyjafjarðar um vorið en hún út á Meðalfellsströnd, þar sem hún gerði bú að Ballará. Hún lét sér búa svefnhús og var þar löngum. „Hún hafði fótarmein um sum- arið og gekk lítt um sýslur.“ Um haustið kom þar Þórdís úr Eyjafirði „ok er hún hafði skamma hríð dvalist, þá ól hún barn“. Það var nefnt Sigríður en faðir hennar sagð- ur Þorsteinn Þorleifsson, einnig að norðan. Hún fór um haustið með barnið norður til Eyjafjarðar. En eigi að síður grunuðu menn og gerðu margort um ráð þeirra Þorvarðs og Yngvildar." Einar bróðir hennar var ekki ánægður með kvittinn, sem upp var kominn enda var hér um frændsemisspell hið meira að ræða, líkt og áður hjá Yngvildi og Klængi. Heiðri Einars var misboðið og leiðir það til málareksturs og járnburðar á alþingi sumar- ið 1158. Klængur biskup var fenginn til að dæma um skírsluna. Þess hefur áður verið getið hversu gott var að eiga hann að í málaferlum, málsnjallan og vel kunnugan landslögunum. Það traust sem Klængur nýtur í þessum málum virðist benda til þessa að frændsemisspell hans sjálfs og Yngvildar sé ekki á vitorði manna. Segja má að þau skötuhjúin Yngvildur og Þorvarður hafi sett allt sitt traust á Klæng með því að fá hann til að dæma um járnburð á alþingi, sem sanna skyldi sakleysi þeirra. Varla hefur Klængur haft áhuga á að greiða götu þeirra, ef þau Yngvildur hefðu skömmu áður búið saman í Skálholti en Yngvildur síðan yfír- gefíð hann til þess eins að leggja lag sitt við 16 ára strák en Klængur skilinn eftir með sárt ennið og niðurlægður fyrir alþýðu. Úrskurður Klængs á þinginu varð sá að þau Yngvildur og Þorvarður væru saklaus af þeim sakargiftum, sem á þau voru bomar. I framhaldi af því býst Þorvarður til Noregs- ferðar um sumarið og Yngvildur nánast strýkur af landi brott með honum í karl- mannsgervi, sem eitt út af fyrir sig var refsivert athæfi. Upp úr því kemur kvittur- inn upp aftur og hið sanna í ljós um bams- burðinn, að hvort tveggja hafi gerst að fram- in hafí verið mannvilla á Alþingi og bam getið, sem flokkast undir frændsemisspell hið meira og varðaði fjörbaugsgarð. Þar með hefur Klængur biskup verið gerður ómerkur orða sinna, flæktur í meinsæri fyr- ir glæpsamlegt athæfí. Þessi meðferð á Klængi mælir eindregið gegn því að kynni hafí myndast með þeim Yngvildi á þessu þingi, sem leitt hafí til þess að að hann eign- aðist með henni bam, eftir að hún snéri aftur heim úr Noregi en því vilja ýmsir fræðimenn halda fram. Það er hins vegar eftirtektarvert að Klængur er ekki undir ámæli fyrir að hafa hylmt yfir með Yng- vildi, þegar afleiðingar þessara mála koma fyrir alþingi að tveimur áram liðnum. Noregsdvölin Þegar Yngvildur kemur til Noregs biður hún Gregoríus Dagsson ásjár, hinn mesta vin íslendinga að sögn Snorra Sturlusonar, en hún er ekki með Þorvarði meðan á Nor- egsdvölinni stendur, sem segir sína sögu. Bjöm Þórðarson bendir á að Gregoríus hafí andast 1161 og því kynni Yngvildur að hafa komið heim í framhaldi af því, auk þess sem ákæran á hendur þeim Þorvarði hafí þá verið orðin fymt. Sturlunga getur einungis um útkomu Þorvarðar það ár en ekki Yngvildar. Þorvarður festi ráð sitt og eignaðist böm með konu sinni og hefur þar með sagt að fullu skilið við Yngvildi. Þar með er enn einum kapítulanum í ævi Yng- vildar lokið. Hennar er ekki getið aftur í Sturlungu fyrr en að 24 áram liðnum og þá með Jóra dóttur sinni og Þorvaldi Gissur- arsyni, tengdasyni sínum. Um þá skoðun fræðimanna að náin kynni hafi fyrst tekist með þeim Klængi og Yngvildi eftir að hún kemur heim úr Noregsförinni og að Jóra biskupsdóttur komi þá fyrst í heiminn verð- ur fjallað um í niðurlagsgrein í Lesbók eftir hálfan mánuð. Helstu heimildir: Sturlunga 1 (Útg. 1946) Hungurvaka Björn Þórðarson (1949-53): Móðir Jóru biskupsdóttur Jón Jóhannesson (1956): íslandssaga, 1. bindi Gunnar F. Guðmundsson (1994): Óbirt efni um dóm- kirkjuna í Skálholti Snorra-Edda, Iláttatal. Hörður Ágústsson (1990), Skálholt, Kirkjur íslensk hómelíubók Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og vinnur að undirbúningi kvikmyndaþríleiks í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitökunnar um næstu aldamót. íslenskar bækur og handrit í N orður-Ameríku FYRSTU öldum bókagerðar á íslandi eða fram um 1600 var notað endingargott efni, kálf- skinn, til að skrifa á. Þegar efni er dýrt vanda menn það sem þeir skrifa og þess vegna voru það góðar bókmenntir sem menn settu á skinn. Vesturför um síðustu aldamót var eins og langferð í aðra veröld og enginn bjóst við að sjá ættingjana nokkurn tímann aftur. Þótt menn gætu aðeins tekið það nauðsynlegasta með, var þar góður bókakostur. Stundum voru bóka- kistur landnemanna fyrirferðarmestar þeirra eigna er vestur voru fluttar. Eftir EINAR G. PÉTURSSON í þessu efni getum við tekið forfeðuma til fyrirmyndar. Sinnti enginn að skrifá upp það sem annar hafði samið var það dæmt til að glatast og ritin urðu aðeins eintal höfunda við sjálfa sig. Með þessu varð nátt- urúrval, aðeins góðar bókmenntir lifðu, vora skrifaðar upp. Ekki megum við heldur gleyma að í jafn fámennu þjóðfélagi og var á Islandi, gat það líka alltaf verið nokkur tilviljun hvað barst manna á meðal. Einnig er öraggt að fengur þætti okkur í að hafa eitthvað af því sem ekki var fyrram talið þess virði að vera skrifað upp. Prentlistin var ein af fáum tækninýjung- um sem íslendingar tileinkuðu sér í lok miðalda. Jón Arason, síðasti kaþólski bisk- upinn á Hólum, flutti prentsmiðju til íslands um 1530. Nokkuð var prentað á næstu ára- tugum, en þáttaskil verða í prentlistar- og bókmenntasögu íslendinga árið 1571 er Guðbrandur Þorláksson verður biskup á Hólum og gegndi hann því embætti í 56 ár. Um líkt leyti og prentlistin barst til ís- lands kom líka pappírinn og þar með varð framleiðsla á handritum miklu ódýrari og auðveldari og jókst þar af leiðandi mjög, en á móti kom að pappírinn var ekki eins end- ingargóður og skinnið svo að skrifaðar bækur entust skemur. Frá því um siðaskiptin um 1550 og nærri því þangað til Guðbrandur var allur 1627, eða fram um 1630 var mjög lítið skrifað upp af fomum íslenskum veraldlegum text- um. Þetta hefur töluvert verið rannsakað á seinustu áratugum en mikilla rannsókna er enn þörf. Guðbrandur biskup Þorláksson virðist ekki hafa verið snortinn af húman- ismanum og hafði þar af leiðandi ekki áhuga á fomum íslenskum ritum. Fyrstur til að láta hefja uppskriftir fornra sagnatexta að einhveiju marki var eftirmaður Guðbrands, Þorlákur Skúlason, sem fékk Jón lærða Guðmundsson til að skrifa Grænlands annál 1623. Um Jón þennan verður rætt síðar. II Stríður straumur íslendinga til Vestur- heims hófst að marki á 8. tug síðustu ald- ar. Á íslandi var þá kyrrstætt bændaþjóðfé- lag, sem gat ekki framfleytt fleira fólki, ÚR HANDRITINU Lbs. 1235, 8vo í Handritadeild Landsbókasafns ís- lands. Handritið er skrifað af Jóni Guðmundssyni lærða 1596-’76 eftir prentaðri bók, Euangelia, Pistlar og Collectur (Hólum 1581). Prentaða bókin er aðeins til í einu óheilu ein- taki í Háskólabókasafninu í Uppsöl- um. Handritið fyllir eyðuna í prent- aða textanum. árferði með allra harðasta móti og ekki má gleyma að álmenn óánægja var með hvað hægt þótti ganga að ná meiri sjálfstjórnar- réttindum úr höndum Dana. Hugmynd þeirra sem fluttust til Vestur- heims var að byggja nýtt ísland, þar sem íslensk tunga og þjóðerni lifði áfram. Ein hugmynd var að Islendingar fengju einir að byggja Alaska. Fyrir því stóð Jón Ólafs- son, sem oft hefur verið kallaður ritstjóri. Hann var fæddur 1850 og var vegna blaða- skrifa landflótta í annað sinn 1873 og þá fór hann til Ameríku. Þar komst Jón í kynni við lögfræðing, sem benti honum á að Al- aska væri Islendingum heppilegt og 27. júní 1874 skrifaði hann: Tilgangurinn er að fá þarna land, sem rúmar margfalt alla Islendinga, hvar þeir geta haldið tungu sinni og þjóðerni og myndað udelukkende íslenska stat i Bandaríkjunum ... ísland á að leggjast í eyði, en byggjast upp nýtt og frjálst og endurborið í Alaska. ... Er það ekki sundlandi fagurt plan! að flytja ísland. Hugmyndin var líka að hefna sín á Dön- um. Til að fylgja þessari hugmynd eftir gaf Jón einnig út bækling um Alaska 1875 og er það talin fyrsta bókin sem prentuð var í Vesturheimi á íslensku ásamt kverinu: Nýa ísland íKanada, en í ritinu um Alaska sagði Jón: Ef Islendingar næmu nú land i Alaska - segjum 10 þúsundir á 15 árum, og fjöldi þeirra tvöfaldaðist þar t. d. á hveij- um 25 árum, sem vel mætti verða og ugglaust yrði í svo hagfelldu landi, þá væru þeir eftir 3 til 4 aldir orðnir 100 miljónir, og mundu þá þekja allt megin- landið frá Hudson-flóa til Kyrrahafs. Þeir gætu geymt tungu sína, aukið hana og auðgað af hennar óþrjótandi rótum, og hver veit, ef til vill sem erfingjar hins mikla lands fyrir sunnan sig, smátt og smátt útbreitt hana með sér yfir þessa álfu, og endurfætt hina afskræmdu ensku tungu. Síðan bætir Jón við að þessi hugmynd ÞEKKTASTA skáld þeirra Vestur-íslendinga sem settust að á Nýja íslandi, Guttormur J. Guttormsson, bóndi í Riverton, sést hér á sláttuvél sumarið 1894 og beitir fyrir hana uxum eða nautum. Sýnir þetta að vélamenningin náði á þessar slóðir áratugum áður en hún barst til Islands. Þetta snotra timbuhús byggðu hjónin Helga og Thorvaldur Thorarinson 1883. Það hét þá Flugu- mýri, en löngu síðar hafði það nafn afbakast í Fliegumyri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.