Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Blaðsíða 7
'ggingar Klængs biskups, sem komu út til íslands á tveimur skipum haustið 1152, eturinn. Sami háttur var á hafður við byggingu Ogmundarkirkju á öndverðri 16. ', Hreppum og Skeiðum sáu um flutningana og segir í heimildum að naut hafi ver- ið notuð til að draga stórtrén. Mynd: Búi Kristjánsson. ósagt látið, en hitt á eftir að koma í ljós, að þetta bamsmál mun seinna tengjast Gissuri Hallssyni með sérstökum hætti. Barnsmóðirin HIÐMIKLA viðmið, rómanska basilíkan. Séðinn eftir miðskipi dómkirkjunnar í Pisa í átt að kór. Hingað hafa pílagrímar á leið frá Islandi til Rómar komið um daga Klængs og nærri má geta hvort sú reynsla hafi ekki orðið frásagnar- efni heima á íslandi. Kirkjan í Pisa var vígð 1118, sama ár og Gissur ísleifsson andaðist, en bygging skírnarkapellunar hófst sama ár og Klængur hóf byggingaframkvæmdir í Skálholti. siglingarinnar með kirkjuviðinn í ljósi þess að kirkja Guðs var í frumkristni tákngerð í mynd skips, skipsins í ölduróti mannlífs- ins, skips sem hér var hlaðið smíðaviði í kirkju. Barnið, sem beið hans heima var óneitanlega þáttur í ölduróti lífsins og hlaut að verða umtalsvert vandamál fyrir hinn nývígða biskup að kljást við í upphafi bisk- upsdóms hans heima á íslandi. Þeir Klæng- ur og Gissur hafa vafalítið siglt út samskipa því Hungurvökuhöfundur segir að þá hafi menn átt „að fagna tveim senn inum mestu manngersemum á íslandi". Hvort Klængur hefur fært vanda sinn í tal við Gissur Halls- son er þeir stigu ölduna út til íslands skal Þegar Klængur kemur heim á biskupsstólinn úr vígsluförinni er Yngvildur Þorgilsdóttir, barnsmóðir hans, 22 ára að aldri en hann sjálfur 47 ára. Við skul- um gera ráð fyrir að Yngvildur hafí fljótlega komið á fund Klængs í Skálholt með barnið til að leita lausnar á hinum sam- eiginlega vanda þeirra, uppeldi barnsins. Til að byija með reyn- ir hún að fá biskup til að kvæn- ast sér eða taka sig fyrir frillu. í ljósi tengsla sinna við erkibis- kup og uppbyggingar valds síns á Skálholtsstóli, tekur Klængur ekki þá áhættu í upphafí bisk- upsdóms síns. Með því yrði myndugleika hans stefnt í tví- sýnu auk þess sem gera má ráð fyrir að það stríddi gegn því, sem hann vissi sjálfur að var rétt. En Yngvildur er ung og þarf að byggja upp nýja tilveru og því finnst henni að Klængur geti ekki skorast undan ábyrgð á barninu. Svo stórbrotin er þessi unga kona að hún gæti hæglega þrýst á biskupinn með því að minna hann á að brotið, sem þau frömdu sameiginlega megi ekki komast í hámæli og að vilji hennar til að halda því leyndu byggist á því að hann losi hana undan vandanum að þurfa að gera grein fyrir faðerni barnsins og kosta uppeldi þess. Hér er auðvitað um skáldskap að ræða, þar sem ekkert er um þetta vitað en við sjáum síðar, hvernig Yngvildur gengur fram af skáld- skapnum, þegar hún reynir að koma síðara barni sínu yfír á aðra konu í fæðingu og strýkur af landi brott frá barninu sínu ný- fæddu enda telur Björn Þórðarson í ritgerð sinni um þessa móður Jóru biskupsdóttur að hér kunni að vera komin fyrirmyndin að Guðrúnu Ósvífursdóttur Laxdælu. Bygging Dómkirkjunnar í SkálholtiHefst Fólkið í Skálholti og forsjármenn héraðs- ins áttu fljótlega eftir að komast að því, að til stólsins var kominn biskup, sem var meiri vinnuþjarkur en menn höfðu áður kynnst. Honum var leikur einn að vinna eigi færri en þijú störf samtímis, eins og fram hefur komið í lýsingu hans. Fjöldi manns hefur unnið við það um veturinn að draga stórviðinn, sem lestaður var úr skip- unum á Eyrarbakka upp ísilagða Hvítá. Þetta hefur verið mönnum mikið erfiðis- verk. Þurfti að beita bæði nautum og hest- um svo takast mætti að koma 50 stórviðar- bolum, sem hver um sig vóg hátt í þijú tonn heim á staðinn. Með verkum sínum hyggst Klængur nú sýna Haukdælum og öðrum héraðsforsjármönnum hvað í honum býr enda hlýtur fólkið á biskupssetrinu að hafa verið gáttað á þvílíkri atorku í upp- hafí ferils hins nýja biskups. Varla hefur hann, klerkurinn að norðan, haft einhveijar hugmyndir um ástand hinnar sjötíu ára gömlu Skálholtskirkju Gissurar ísleifssonar, áður en hann fór í vígsluför sína, þótt ekki sé það útilokað og því gætu menn hafa spurt sjálfa sig: „Hvers vegna lá svona mikið á að byggja nýja kirkju?“ En Klæng- ur hafði sínar ástæður. Hungurvaka getur þess, að menn hafí haft nokkrar efasemdir um Klæng fyrst eftir að hann kom að stóln- um. En síðan kynnast menn meiri höfðings- lund en þeir höfðu áður þekkt. Krafturinn við kirkjubygginguna, veislur og vinargjafír treysta hann smám saman í sessi. En Klængur getur ekki leynt Haukdælina, þ.e. Gissur Hallsson því, að hann hafði eignast barn meðan á vígsluförinni stóð. Hvort þeir menn, sem hann kann að hafa trúað fyrir þessu leyndarmáli hafí séð samhengi á milli byggingu kirkjunnar og þessarar syndar biskupsins skal ósagt látið en við skulum líta svo á að í bænalífí Klængs birtist þessi tengsl. Rétt er að vanmeta ekki það kristi- lega uppeldi og hina andlegu ögun, sem Klængur hefur hlotið á Hólum. Hann var meinlátsamari í mörgu lagi en aðrir biskup- ar, segir Hungurvaka og því má gera ráð fyrir að hann sé það agaður maður og þrosk- aður að hann myndi ekki hætta því til að fremja annan eins glæp og frændsemisspell hið meira, eftir að vera orðinn biskup, hann sem tryggja verður stöðu sína með verkum sínum, vegna þess að hann hefur ekki ættar- veldi að styðjast við. Kirkjubyggingarfram- kvæmdirnar verða honum því sálarathvarf og yfírbót innávið en útávið tæki til að treysta völd sín og áhrif. Biskupsdóttirin I þeim „skáldskap", sem hér er notaður til að stoppa upp í staðreyndagötin er gert ráð fyrir að rekja megi kynni Þorvaldar sonar Gissurar Hallssonar og Jóru til þess, að hún hafi verið tekin í fóstur af Gissuri og biskupsdóttirin því alist upp á heimili hans ásamt Þorvaldi. Þar með var unnið gegn því að þetta barnsburðarmál yrði gert tortryggilegt og haft í flimtingum í héraðinu og biskupinn hefur getað umgengist dóttur sína, vegna þess hve tengsl Gissurar við Klæng og Skálholt voru sterk. Tilboð Gissur- ar um að taka Jóru í fóstur til að fírra bisk- upinn meiri háttar vandræðum, hefur ekki síður geta haft mikla þýðingu fyrir Gissur sjálfan, því að fjölskyldubinding var besta leiðin, sem honum hefur getað hugkvæmst til að halda ítökum sínum í Skálholti og ná valdi á Klængi. Sjálfur var Gissur laus í rásinni, átti 4 börn með þremur konum utan hjónabands (lifði búfjárlíf að mati erkibisk- ups), svo ekki hefur það farið fyrir bijóstið á honum að taka Jóru í fóstur. Slíkt var í raun virðingarvottur, líkt og þegar hinn stór- höfðingi þessara tíma, Jón Loftsson, tók Snorra Sturluson í fóstur og leysti með því úr vandræðum manna jafnframt því sem hann treysti eigin valdastöðu. Er við minn- umst hugsanlegra samvista þeirra Klængs og Yngvildar á Hólum getum við hugsað okkur að barnsmálið og aðskilnaðurinn við Yngvildi hafí ekki verið með öllu þjáningar- laus fyrir Klæng bæði sem biskup og mann- eskju. En þjáningin leiðir til Guðsríkis og með þann kross á bakinu minnir biskupinn sig á syndir sínar, staðfestuleysi sitt, manns- ins sem átti að hafa allan þroska til að stand- ast freistingar holdsins. Og nú þarf hann að yfirstíga freistni ijandans, sem hagnýtir sér sjálft yfirbótarverkið, í þágu lævíslegra áforma sinna um að fá biskupinn til að miklast af byggingarframkvæmdunum, gangast upp í lofi samferðarmannanna og falla fyrir sætleika valdsins, sem kirkju- byggingin skapar honum á staðnum þar sem hún hefur smám saman verið að rísa af grunni Gissurarkirkju. Klængur hefur því margvíslegar ástæður til að hirta líkama sinn að næturþeli, sem sagan segir að hann hafi oft gert með því að ganga um berfætt- ur í snjóum og frostum. Svo ötullega gekk hann fram í þessum meinlætum sínum að þau átti eftir að koma niður á fótum hans og heilsu síðar á ævinni. Kirkjusmiðurinn Árni höfuðkirkjusmiður hefur ekki farið varhluta af þessu háttemi biskupsins. Stundum, þegar menn voru búnir að leggja niður vinnu, eftir strangan vinnudag en Ámi gekk um i dimmri kirkjunni og velti fyrir sér verkfræðilegum þrautum, sem lausn þurfti að fínnast á fyrir næsta morg- un, varð hann var við biskupinn í klæðum fátæklings á yfírbótagöngu í nágrenninu hirtandi sinn líkama. Höfuðkirkjusmiðurinn er gagntekinn af verki sínu, sem að hans dómi ber að vinna Guði einum til dýrðar. Hann veit að byggingin á að vaxa en smið- ir hennar að minnka. Hann miklast því ekki af vinnu sinni en gerir sér því betur grein fyrir, hvað ræður gjörðum biskupsins er hann minnist, hvað dróttinn sagði í guð- spjalli, að það væri sumt kyn fjanda, að eigi mætti sigra nema með föstu og bæna- haldi. Klængur hefur ráðið góða smiði að bygg- ingunni, sem auk Árna höfuðsmiðs, vom ieir Björn hagi Þorvaldsson og Illugi Leifs- son er tegldu viðina. Þessir menn hljóta að hafa þekkt til byggingu stafkirkna í Nor- egi, tækni, sem þeir þurfa að nýta við bygg- ingu dómkirkju í líkingu við þær, sem um þessar mundir var verið að byggja úr steini um gjörvallan hinn kristna heim. í Skál- holti var hins vegar verið að reisa rómanska basilíku úr tré, þýða stein jrfir á tré, eins og Hörður Ágústsson orðar það svo hnitti- lega. Margar spurningar hljóta að vakna um þessa ótrúlegu framkvæmd: Var unnið að kirkjusmíðinni jafnt vetur og sumar? Hvernig var háttað vinnutíma verkamanna almennt á degi hveijum? Hversu margir unnu við bygginguna að staðaldri? Hversu oft var gefið matarhlé og hvernig var stað- ið að því? Hver var þáttur kvenna? Hvar fór helgihaldið fram meðan á byggingarfram- kvæmdum stóð? Var um að ræða straum aðkomufólks árið um kring til að fylgjast með framkvæmdunum og mátti þá heyra frásagnir og samanburð við byggingu kirkna, sem menn höfðu séð í smíðum á pílagrímsleiðinni suður til Rómar? Hvernig var staðið að því að reisa stöplanna svoköll- uðu, sem bera bygginguna uppi og voru um . 75-80 cm í þvermál að mati Harðar Ágústs- sonar og ætla má að hafa vegið um tvö og hálft tonn hver? Voru dráttardýr nýtt I því sambandi? Hvemig vom sperrar hífðar upp og festar á stöplana? Voru reistir vinnupall- ar úti og inni? Hver vom helstu verkfærin? Hvernig var staðið að öllum stærðarmæling- um og öðmm merkingum? Hvemig festing- ar voru notaðar? Ef unnið var að vetrinum, hvernig var háttað lýsingu, t.d. innan húss í skammdegismyrkrinu? Bmnnu eldar á gólfi, sem menn gátu ornað sér við? Þannig mætti halda áfram að spyija endalausra spurninga, sem varpa ljósi á hvílík stórfram- kvæmd hér hefur verið á ferðinni. Við getum reynt að sjá fyrir okkur Áma höfuðsmið við verkstjóm, að gefa verkafólk- inu fyrirmæli, berandi ábyrgð á mælingum, að allt falli rétt saman, á tali við Klæng, gleypandi i sig matinn, gangandi frá verki til tíða. Gera má ráð fyrir að hann sé þaul- kunnugur táknmáli kirkubygginganna, eins og því er lýst í Hómelíubókinni. Að hann hafí gert sér grein fyrir að „svo sem kirkja er gjör úr mörgum steinum eða tijám svo safnast lýður til trúu af mörgum þjóðum og tungum. Að sumt það, er í kirkjunni er merki himinríkis dýrð, en sumt jarðlega kristni. Að sönghús merki helga menn á himni, ... Syllustokkar kirkjunnar postula og spámenn,... Dyr kirkju merkja trúu rétta, ... Fjórir hornstafir ijögur guðspjöll, ... Ræfur þá menn er hugskotsaugu sín hefja upp af jörðu til himins dýrðar, ... Langvið- ir, þvertré, klukkur, altari, bijóstþil, setu- pallar, allt sé þetta þmngið táknrænni merk- ingu. Gissur Hallsson, sem er í góðu vin- fengi við Klæng biskup og mikils virtur í Skálholti, kemur stundum með Jóm litlu trítlandi sér við hlið til að líta á byggingar- framkvæmdirnar en senn líður að því að kirkjan verði tilbúinn til vígslu. Jóm er enn ekki ljóst að biskupinn í Skálholti er faðir hennar og hún hefur ekki mikið af móður sinni að segja. Nú þegar dómkirkjan fer að verða tilbúin til vígslu em þeir atburðir að gerast í lífi Yngvildar, sem undirstrika, að hún hefur ekki verið með hugann hjá Klængi um þessar mundir, þaðan af síður búið hjá honum með dóttur sinni. Frændsemisspell HIÐ Meira í Annað Sinn Anno Domini 1157 sjást þijú tungl á lofti og sýndist krossmark á því er í miðju var. Þegar líður á þetta örlagaríka ár í lífí Yng- vildar kemst hún í kynni við hinn 16 ára gamla Þorvarð Þorgeirsson, sem þá dvaldist með Sturlu í Hvammi en hún þá tíu árum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22.APRIL1995 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.