Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Blaðsíða 2
plantna og þeirri reglu var fylgt með alúð framan af. Plöntur uxu afar hægt við þær aðstæður og þá var enn leitað lags. Þróun- in varð sú að áburðarskammtur var aukinn jafnt og þétt uns núverandi stigi var náð fyrir nokkrum árum: Nú er grafin hola, ein skóflustunga á dýpt, hún fyllt af búfjár- áburði (aðallega hrossataði en einnig sauða- taði í ótilgreindum hlutföllum) og rennt 2 cm moldarlagi yfir til að útiloka arfann. Síðan fer bakkaplantan — greni, lerki eða ösp — beint ofan í þessa óblönduðu náttúru- afurð. Afföll af þessum tegundum eru sára- lítil við þessar aðstæður, en plönturnar fara yfírleitt að vaxa eftir 2-3 vikur. Þessi að- ferð gefur mikla grósku, heilbrigðar og þróttmiklar plöntur. Græðlingaræktun hefur verið stunduð alllanga hríð og erum við áskrifendur að 2-3 limgerðum í Reykjavík. Framan af var farin hin hefðbunda leið: Stiklingum var stungið í beð gegnum plast og plöntur flutt- ar út á vettvang eftir hæfilegan tíma. Ræktunin þróaðist og einhvern tíma þegar ég horfði yfir beð með 8-900 plöntum 'fór ég að hugsa: Hvers vegna ertu að flytja þessa moldarhnausa út um landið? Er ekki skynsamlegra að stinga stiklingunum strax þar sem þeir eiga að vaxa? Sú varð raunin og síðan hefur þessi ræktun stóraukist, bæði á ösp og víði. Þama er sami háttur hafður og með bakkaplöntur: Stiklingum er stungið beint niður í óblandaðan búfjárá- burð, tveimur í hveija holu. Jörð er afar þurr í Landbroti, eins og áður var nefnt, og þurfa stiklingar því að komast í jörð fyrir miðjan maí. Meðalnýting stiklinga er 75-80% við þessar aðstæður og er því hag- stætt að hafa tvo í hverri holu, því að ætla má að a.m.k. annar skili sér. I ár voraði vel og virtist nýting vera a.m.k. 90%. Það er tiltölulega fljótlegt að fylla hvem hektara á þennan hátt: Grafnar eru 1000 holur fyrir víðirunna sem vaxa skjótt upp, mynda skjól og ljá harðvellinu hlýlegt yfir- bragð — og 1000 holur fyrir bakkapöntur sem fara sér hægar en njóta fljótlega skjóls af víðinum. Þetta er auðveldasta ræktunar- aðferð sem ég get hugsað mér, hún kostar tiltölulega lítið og skilar skjótum árangri. Holur til næsta árs eru aðallega stungn- ar síðsumars; áburður er látinn í þær eftir því sem tími vinnst til og síðan er holunni lokað til næsta vors til þess að innhaldið þomi ekki upp. Þegar sauðatað er notað, er æskilegt að láta það liggja i holunni yfir veturinn. Þetta skiptir hins vegar engu máli þegar hrossatað er notað; sá áburður er svo mildur að hann hefur aldrei skemmt rætur eða stiklinga þótt glænýr sé. Notkun tilbúins áburðar er óhjákvæmileg við þessar aðstæður og er reglan yfírleitt sú þegar vel árar að bera blákorn á bakkap- löntur og græðlinga 6 vikum eftir gróður- setningu. Þessi áburður er borinn á plönt- urnar árlega þangað til þær eru um 1,5 m á hæð, þ.e. í 3-5 ár. Þá em þær sjálfbjarga í þessu erfíða umhverfí og komnar af ómagaframfæri. Einn flokkur af greniplönt- um hefur þó aldrei fengið áburðarkorn, en þær plöntur fengu svepprót með sér í hol- una við gróðursetningu og hafa vaxið jafnt og vel alla tíð. Oft hef ég óskað mér þess að geta keypt bakkaplöntur sem smitaðar eru með svepprót og sparað mér þannig fyrmefnda áburðargjöf í 3-5 ár. Sérfróður maður gæti svarað þessu á þann veg að slíkt væri óþarfí, sveppgró hlytu að rekast á trjáplöntuna fyrr eða síðar og leggja drög að svepprótarsambýli við hana. Það kann rétt að vera, en á svæðum þar sem aldrei hefur vaxið skógur frá lokum ísaldar, eins og t.d. í Landbroti, getur slíkt tekið mörg ár eða jafnvel áratugi. Nógu margt er til- viljun háð í ræktun sem á allt undir sól og regni, þótt þessu sé kippt í liðinn. Grasvöxtur hefur ætíð verið vandamál skógræktarmannsins. Graseyðingarlyfíð roundup getur hins vegar leyst þann vanda svo um munar. Auðvelt er að úða þessu efni, sem þynnt er með vatni, og sér stóran mun á því hve sumar tegundir, t.d. ösp og víðir, vaxa hraðar þegar þær losna við sam- keppni grasanna fyrstu árin. Að jafnaði gref ég holumar fyrst og eyði síðan grasinu kringum þær á eftir, síðan er auðvelt að halda opinni vök í grasbreiðunni næstu árin meðan plantan er að ryðja sér til rúms á svæðinu. Einnig er auðvelt að gereyða grasi kringum plöntu sem er umlukt því og næst- um á kafí; er þá hvolft hólki yfir plöntuna og úðað allt í kringum hann. Hins vegar þarf að gæta þess vandlega að hvergi standi blað eða grein út undan hólkinum, því að þá er voðinn vís! Ræktunaráhuginn veldur því að ég hef yelt mörgu fyrir mér varðandi skógrækt á íslandi. Ahugafólk skortir ekki — margir vilja fegnir rækta upp eigin skógarreit, en þeir eru bundnir af fastri viðmiðun sem ÁBURÐARGJÖF. Búfjáráburður sem settur en undir nýgræðing og tilbúinn áburður sem borinn er á gróðurinn næstu 3-5 árin skila sér í mikilli grósku ogþróttmiklum vexti. GRASEYÐING og skjól. Auðvelt er að hraða vexti sumra tegunda með því að losa þær við samkeppni gróðursins umhverfis. Það erléttur leikur að nota graseyðingarlyfið roundup til að halda opinni vök í grasbreiðunni umhverfis ungar plöntur. Þegar barrplöntur eru ræktaðar á skjóllausu vindasömu landi, er ódýrasta úrræðið að búa þeim nokkurt skjól fyrstu árin. þeim hefur verið innrætt og þess vegna gengur ræktunin oft hægar og verr en æskilegt er. Lítum nánar á þetta. Til skamms tíma voru íslendingar ber- angursþjóð í eðli sínu; þeir töldu snögg- lendi, blásnar hlíðar og órofíð útsýni sjálf- sagðan hluta tilverunnar og gáfu lítinn gaum að rofabörðum og rykmekki í lofti. Þetta var bara svona og þannig hafði þetta verið eins lengi og þeir mundu. Viðhorf þjóðarinnar breytist verulega á siðasta fjórðungi 20. aldar. Upp vaxa nýjar kynslóðir sem langar til að hafa hlýlegt í kringum sig, jafnvel þótt það skerði útsýn- ið. Fólk fer að basla við skógrækt úti í sveit, þótt víða þyki reyndar vafasamt að fórna skaplegu landi undir slíkt. Sá sem snýr sér að skógrækt úti í sveit rekur sig brátt á það að lítil vitneskja er tiltæk um ræktun við erfíðar aðstæður. Ársrit Skógræktarfélags íslands gæti verið eðlilegur vettvangur fyrir slíkt, en uppskera af þessu tagi reynist þar oft heldur rýr. Oft hefur áskrifandi lagt tímaritið frá sér dálítið vonsvikinn: Hann fann hvergi þá vitneskju sem hann skorti og leitaði að. Þá eru raunar þrír kostir fyrir hendi: Einn er að hætta þessari vitleysu og rækta upp annað áhugamál. Annar kosturinn er að þreifa sig áfram í ótalin ár og safna þekkingarsjóði, sem ætti þegar að vera fyr- ir hendi og tiltækur á prenti ef skaplega væri að málum staðið. Þriðji kosturinn er að fylgja almennri viðmiðun reyndra skóg- ræktarmanna undanfarna áratugi — og það GRÆÐLINGARÆKTUN. Hér var tveimur stiklingum af jörfavíði stungið niður í óblandaðan búfjárá- burð snemma í maí 1994. Annar sprotinn skilaði sér með sóma. verður að sjálfsögðu úrræði flestra áhuga- manna. Viðmiðun hinna reyndu manna er ómet- anleg, en hún hefur tiltekna annmarka. í fyrsta lagi miðast reynsla þeirra oftast við þolanlegar aðstæður og þokkaleg ræktunar- svæði, og í öðru lagi hafa þeir flestir starf- að í tengslum við Skógrækt ríkisins eða hin stærri skógræktarfélög, en eins og kunnugt er hugsa þeir aðilar fremur í öldum en árum. Eins og eðlilegt er, mótast við- horf hinna reyndu manna af skógrækt á alþjóðavettvangi, en einn þáttur hennar er að stinga sem flestum plöntum í jörð með sem minnstum tilkostnaði og láta síðan gróðurinn einan um að bjarga sér á ótil- greindum tíma. Fleiri þættir koma hér einnig við sögu; Skógrækt á alþjóðavettvangi miðast fyrst og fremst við ræktun í hlýlegri veðráttu og fijórri jörð en við höfum lagt undir skóg til þessa; hún miðast við ræktun þar sem svepprót liggur í landi og líffræðilegar að- stæður eru tijágróðrinum hagstæðari en í umhleypingasömu landi okkar. Áhugamað- ur á íslandi sem ætlar að rækta upp skóg í rýrum bithaga hlýtur að beita öðrum að- ferðum. Einstaklingur hugsar fremur í árum en öldum. Hann langar til að sjá nokkurn árangur erfíðis síns og þess vegna henta honum ekki þeir ræktunarhættir sem miðaðir eru við stórræktun, talsverð afföll á gróðri og þá þolinmæði sem lætur sig hvern áratug litlu varða. Gallinn er hins vegar sá að þeir einstaklingar sem hafa lít- il ræktunarsvæði til umráða fylgja oft rækt- unarháttum skógræktarfélaganna í blindni, þótt þeir hafi burði til að gera betur af því að vettvangur þeirra er smár. Afleiðing þessa er sú að of margir áhuga- menn verða fyrir skakkaföllum í ræktun sinni, henni miðar hægt og áhuginn dofn- ar. Kraftar þeirra nýtast verr en skyldi til að klæða þetta berangurslega land. Því er ástæða fyrir ræktunarmanninn að leita lags, hverfa um stund frá því sem honum hefur verið innrætt í ræktunarháttum og hugleiða hvers nýgræðingurinn þarfnast miðað við aðstæður og veðurfar á ræktunarsvæði hans sjálfs: — Þarf hann ekki langtum meiri búfjár- áburð undir sig til að örva rótarmyndun og fyrsta vöxt? — Þarf hann ekki aðstoð til að veijast hömlulausri samkeppni annars gróðurs •fyrstu árin? — Gætu ekki smáskjól veitt honum dýr- mæta vernd meðan hann er að efla viðnáms- þrótt gegn óútreiknanlegu veðurfari? — Hefði hann e.t.v. gott af því að fá tilbú- inn áburð fyrstu árin? Þegar stórræktun er stunduð þykir erfítt að veita þennan stuðning vegna kostnaðar. Flestir einstaklingar með fremur litla reiti geta uppfyllt þessar þarfir nýgræðingsins án verulegra vandkvæða — og þeir sjá gróð- ur sinn vaxa upp hressan og gróskumikinn á langtum skemmri tíma en annars hefði orðið. Siðan gæti áhugamaðurinn velt einu at- riði fyrir sér til viðbótar þótt það bijóti í bága við þjóðlega hefð: — Hvers vegna basla ég við að rækta birki á erfíðum og vindasömum stað, þegar ég get ræktað upp vaxtargóðan víði á langt- um skemmri tíma? Blessað birkið er vissulega þjóðartré okkar Islendinga, en ósköp er það oft sein- vaxið. Það verður þeim mun ljótara í vexti sem aðstæður eru verri og því líður illa þar sem þurrt er og stríðir vindar blása. Þar geta góðar tegundir alaskavíðis reynst langtum vænlegri lausn. Jörfavíðir er t.d. gullfallegur í vexti. Hann vex teinréttur og tággrannur á vindasömum stöðum þar sem birkið vill helst hnipra sig niður og mynda runna. Hann kostar ekki neitt þeg- ar honum er fjölgað með stiklingum, en sjálfsagt er að gefa honum áburðarlúku fyrstu árin. Loks er það stöðugt umhugsunarefni hvaða gróður við eigum að setja í landið okkar. Aðstæður og jarðvegur eru svo ijöl- breytileg að einföld svör duga sjaldnast. Þess vegna á áhugamaðurinn að horfa vel í kringum sig áður en hann hefst handa og athuga hvort einhver tijágróður hefur verið ræktaður í grenndinni; hvaða tegund- ir sýnast þar vænlegastar miðað við aldur þeirra og vöxt? Fyrsta kynslóð skógræktar- manna þarf að þreifa sig áfram í blindni á svo mörgum sviðum, en niðurstaða mín eftir smávægilega reynslu er sú að fleira megi rækta með þokkalegum árangri en nokkrar líkur bentu til í fyrstu. Þetta blæs ræktunarmanni kjarki í bijóst og smám saman fjölgar tegundunum sem stungið er í jörð. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri í Hagaskóla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.