Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1995, Side 9
sé frá amerískum vísindamanni. Þetta verð- ur að teljast stórbrotin og mikilfengleg draumsýn hjá 24 ára gömlum manni að sjá fyrir sér að íslenska yrði tungumál allra íbúa Norður-Ameríku, jafnframt að leggja ísland í eyði. Þótt ég búist vart við að margir Vestur- farar hafi hugsað eins stórt og Jón Ólafsson gerði, var samt fullur vilji meðal þeirra að varðveita íslenska tungu og þjóðemi. Þess vegna tóku þeir, sem fluttust úr landi og huguðust aldrei koma aftur, eðlilega með sér þær bækur sem þeim vora kærastar og þess vegna fór margt vestur um haf. Þor- steinn Þ. Þorsteinsson lýsti svo málum á Nýja íslandi fyrir 1880: Bókakosturinn var oftast nægur, því að stundum voru bókakistur landnemanna fyrirferðarmestar allra eignanna, er vestur voru fluttar og flaut margt fá- gætt handrit með hjá sumum, bæði þá og síðar, þótt aðrir skildu sín eftir heima eða sendu þau Jóni Sigurðssyni til varð- veizlu á safnið. Vesturför var um síðustu aldamót eins og langferð í aðra veröld og fæstir bjugg- ust við að sjá ættingjana aftur. Vesturfarar vora þess vegna m.a. vel útbúnir með guð- orðabækur og biblíur og lásu húslestra vestra að íslenskum sið. Fyrsta útgáfa bibl- íunnar var prentuð á Hólum 1584, en næsta íslenska útgáfa 1644 er kennd við fyrrnefnd- an Þorlák Skúlason, Þorláksbiblía. Fyrir 25 árum var seld á uppboði í Reykjavík Þor- láksbiblía, sem kom vestan um haf. Kaup- andi var þekktur bókasafnari, Þorsteinn M. Jónssori, og fór safn hans síðar í Árna- stofnun. Á titilblaði hennar er nafnið Jón Torfason í Flatey á Breiðafírði. Þessi maður var náfrændi mannsins, sem gaf fyrmefnd- um Brynjólfi Sveinssyni biskupi Flateyjar- bók, stærstu, veglegustu og best varðveittu allra íslenskra skinnbóka. Fyrrnefnd Þor- láksbiblía var í Flatey um líkt leyti og Flat- eyjarbók var þar seinast. Á biblíunni era nöfn eigenda hennar fram á 18. öld, en vit- um því miður ekki hverjir áttu hana í Vestur- heimi. Tilviljun örlaganna hefur komið því til leiðar að eintak Þorláksbiblíu og Flateyj- arbók sem áttu samleið fyrir meira en 300 árum eiga nú samleið aftur á Árnastofnun. Bækur eiga sér örlög, segir latneskur máls- háttur og virðist hann hér hafa ræst. Fyrir síðustu eigendum Flateyjarbókar og þessari biblíu úr Flatey gerði ég grein í ritgerð í afmælisriti Jónasar Kristjánssonar, fyrrum forstöðumanns Árnastofnunar. Það var ekki talið nóg að hafa meðferðis bækur til Vesturheims, heldur var mjög fljótlega farið að huga að einhverri útgáfu- starfsemi á íslensku og þegar fyrsta vetur- inn á Nýja íslandi eða eftir jól 1876 var handskrifað blað gefið út meðal íslendinga. Á íslandi hét þá stærsta blað Þjóðólfur og nefndist blaðið Nýi Þjóðólfur;■ en handskrif- uð blöð voru þá farin að tíðkast á íslandi. íslendingar sættu sig ekki lengi við hand- skrifað blað, því að snemma á næsta ári, 1877, var farið að safna hlutafé til að gefa út blað prentað og kom fyrsta tölublað Framfara út 10. sept. 1877 í Lundi í Man- itoba, þar sem nú er Riverton. Útgáfan hætti sakir fjárskorts í ársbyijun 1880. Jafn- an er og verður til útgáfu Framfara vitnað sem stórkostlegs afreks í menntum og blaðamennsku og var blaðið ljósprentað á Akureyri á aldarafmæli þess 1977. Árið 1883 byijaði fyrsta blaðið, Leifur, að koma út í Winnipeg og síðan hefur blaðaútgáfa ekki fallið niður. Elsta kunna prentaða ritið á íslensku eft- ir Vestur-íslending er Prédikun, er Jón Bjarnason flutti á þúsund ára þjóðhátið ís- lendinga, 2. ágúst 1874 í Milwaukee, Wisc- onsin. Þessi ræða var prentuð í Kaupmanna- höfn sama ár, eða 1874. Prentun á íslensku í íslendingabyggðum í Kanada hófst 1877 með Framfara, en bókaútgáfa nokkru síðar og kemst vel á stað um 1890. Ekki er hægt að segja annað en útgáfa prédikunar- innar hafi verið fyrirboði þess að trúardeilur settu mjög svip sinn á félagslíf Vestur- íslendinga lengi. Hófst útgáfa á trúarritum snemma, og nokkur trúarrit voru prentuð á 9. áratugnum. Þessi útgáfa varð mikil að vöxtum. Það hefur verið sagt, að til íslands hefðu á Landnámsöld flutt þeir Norðmenn sem minnst trúaðir voru, en þeir trúuðustu af þeim sem fóru, urðu eftir í Færeyjum. Þeir íslendingar, sem fluttust til Vestur- heims, vora þeir trúuðustu á íslandi. Þarna segja gárungar er komin skýring á trúardeil- unum í Ameríku, sem vora á sama tíma óþekktar á íslandi. Eins og Daisy L. Neijmann getur sétstak- lega í bók sinni og hefur úr skýrslu Kanada- manna er dugnaður íslendinga við ljóðagerð talinn einstaklega mikill og sýnir þetta ást þeirra á bundnu máli. Samkvæmt skrá um bækur á íslensku eftir Vestur-íslendinga era íslenskar ljóðabækur útgefnar í Ameríku ■jjcjpej*spfr’ (jiVvumuít •^rSurr ötl S)cot}Ct.bv|<9t ~f}iMÍ)t/tsrcoT Öjviytínf'/ í W eM* u',vk) Ja, 0)uvi Effoutrún. KlJiv O (Afifl Jífáf&uu.. f/Í'jíitAV tOmi Vn 'wf/vfofurn/' <fi/i mvn Ufnfitvr í(ý/u./juS//u.T.. jew* drf0eft.tr írntvnu. þo íj)u,7i J/Fj'uuj; cnun. -í AffJ/jJJ../, t .'ffjoxf). ÚAAlþ i iivfrt Cvoia híjfir ,(;f . i/cfofo. Jiu/ Crr' 'Wvíþt Jóci/o r........... .' ■ - . MEÐAL handrita sem höfundur þessarar greinar sá í íslenska bókasafninu í Winnipeg er áður óþekkt eiginhandrit Bólu-Hjálmars að kvæði hans Hallmund- arkviðu, sem hér sést inngangur að. Er það einn ein sönnun þess að mörg merkileg handrit hafa farið með Islendingum vestur um haf. ÚR HANDRITINU Lbs 2131, 4to í Handritadeild Landsbókasafns ís- lands. Handritið er skrifað af Sig- mundi Matthíassyni Long í Winnipeg árið 1894. Hér er upphaf seinasta kvæðis í 26 kvæða flokki og er ekk- ert kvæðanna varðveitt annarsstað- ar. Hér lýsir höfundur kvæðanna, Jón Guðmundsson lærði (1574-1658), Bjarnarey út af Vopnafirði þar sem hann dvaldi a.m.k. árið 1635-’36. alls 133 og að auki vora 52 ljóðabækur gefnar út austan hafs. Þessar tölur segja ekki allan sannleikann um framleiðsluna, því að margir hafa látið prenta ljóð eftir sig í blöðum og tímaritum og eftir önnur skáld hefur ekkert verið gefið út. Fyrsta ljóðabók- in var prentuð 1887 og stóð að henni með- al annarra Jóhann Magnús Bjarnason, sem nefndur verður hér síðar. Á seinustu áratug- um virðist meira um að ljóðabækur eftir yestur-íslensk skáld hafi verið prentaðar á íslandi og þar koma þær út enn. Árið 1993 kom út endurprentun á ljóðabók Káins og næsta prentun á undan aðeins fimm árum áður. Það eru ekki aðeins ljóð íslenskra skálda í Vesturheimi, sem voru gefin út þar heldur einnig ljóðabækur höfuðskálda 19. aldar eins og Jónasar Hallgrímssonar og Kristjáns Jónssonar, en þeir voru báðir látnir þegar vesturferðir hófust. Ljóðabækur eftir fleiri skáld sem aldrei fóra til Vesturheims komu út í Winnipeg. Mörg voru skáldin. Rithöfundurinn Jó- hann Magnús Bjarnason sagði í bréfi til Stephans G. 28. jan. árið 1899: Hér í byggð eru um fjörutíu fjölskyldur, og er víst 5ti hver maður og kona talin vera skáld (af fólkinu sjálfu, vel að merkja).... Eg þekki tvo karla, sem tóku til að yrkja í fyrsta skiptið, þegar þeir voru komnir hátt á sjötugs aldur; annar þeirra á nú nærri hálft koffort af hand- ritum. Þessi mikla og eðlilega misjafna fram- leiðsla hefur e.t.v. haft þau áhrif að menn hafa gert of lítið úr íslenskum handritum meðal Vestur-íslendinga. Annar stærsti flokkur bókmennta meðal íslendinga í Vesturheimi voru þýddar skáld- sögur, en um 130 slíkar sögur voru gefnar út á áranum 1890 til 1933, en um 1920 virðist eftirspurnin hafa minnkað því að eftir það koma aðeins út fimm skáldsögur þýddar á íslensku. Þessi útgáfustarfsemi var mikil í upphafi því að 8 þýddar skáldsögur voru gefnar út árið 1892, en það ár áðeins gefin út á íslandi 4 þýdd skáldrit eða helm- ingi færri en í Vesturheimi. Alls telst mér svo til að um 290 þýddar skáldsögur hafi verið gefnar á íslandi á árunum 1890 til 1920 og hefur þessi útgáfa í Vesturheimi nálgast að vera hálfdrættingur á við útgáf- una á íslandi. Meiri hlutinn af þessum skáld- sögum birtist fyrst í blöðunum Lögbergi eða Heimskringlu og var oft sama setningin notuð. Barst margt af þessum bókum til íslands og eru sumar vinsælar og endur- prentaðar enn þá. Auðvelt er að sjá ástæð- ur þess að hætt var að þýða skáldsögur á íslensku, menn hafa átt að geta lesið skáld- sögur á ensku og því var ekki lengur nein þörf eða.markaður fyrir þýðingar. Athygli vekur að frumsamdar skáldsögur í Vesturheimi eru tiltölulega fáar ef borið er saman við ljóðabækur og þýddar skáld- sögur eða aðeins 22, sem er fátt miðað við hina fyrrnefndu flokkana. Athygli vekur líka að 26 frumsamdar skáldsögur er snerta Vestur-íslendinga eru prentaðar á íslandi og munar þar mest um rit vestur-íslenska skáldsins Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar, sem er þekktastur vestur-íslenskra lausa- málshöfunda og bækur hans enn á markaði. Þessi fyrrnefndi fjöldi skáldsagna, 22, er í raun ijórðungi of hár, af því að þar í flokki eru sex sögur, sem kalla má fornsögur eða fomsagnastælingar. Fastus saga og Erm- enu, Hellismanna saga, Króka-Refs saga, Nikulás saga leikara, Parmes saga loðin- bjarnar og Starkaðar saga Stórvirkssonar. Meirihlutinn af þessum sögum hlýtur að vera prentaður eftir handritum íslendinga i Vesturheimi, en eru ekki endurprentanir gamalla útgáfna. Dæmi er um að saga hafi verið gefín út eftir handriti í Vesturheimi, en ekki endurprentuð eftir útgáfu sem var til áður. Sérstök ástæða er til að nefna Hellismanna sögu, sem fjallar um atburði á 10. öld en var samin snemma á 19. öld af Gísla Konráðssyni. í því sambandi ber að nefna að sagnir era um að ein slík saga, Jökuldæla, hafi borist vestur um haf, en hefur ekki komið í leitirnar þótt leitað hafi verið eftir, svo að hún virðist hafa glatast vestra. Þá er að ræða um það rit sem var upp- haf mikilla ritstarfa um og eftir íslendinga í Vesturheimi. I Landnámabók er eins og kunnugt er sagt hvaðan hver landnámsmað- ur kom til íslands og hvar hann settist að. Þegar íslendingar komu til Ameríku sáu þeir að sambærilega vitneskju yrðu þeir að varðveita um landnám sitt. Þegar árið 1889 var farið að ræða um það og mjög mikið af slíku efni birtist í Almanaki Olafs S. Thorgeirssonar sem kom út 1895 til 1954. _ Nærri því frá upphafi var í Almanaki Ólafs skrá um mannslát meðal Vestur- íslendinga og oft var þáttur af íslenskum landnemum í tiltekinni byggð. Einnig er þar mikið af greinum um einstaka menn og er ritið því hrein gullnáma fyrir ættfræðinga beggja vegna hafsins. I greinum í Almanak- inu um byggðir vestra sést víða mikill ætt- fræðiáhugi og einn lét prenta ættartölu „Frá landnámsmanni til landnámsmanns“. Þar var byijað á landnámsmanni á íslandi og ætt rakin til landnámsmanns á Nýja- íslandi. Einn lét prenta nærri 40 síðna ætt- artölu. Landnemi einn skrifaði landnáms- sögu sína, af því hans var hvergi „getið í landnámssögu, sem enn hefir verið skráð, en mér fanst eg eiga sama rétt og aðrir gamlir landnemar, þó eg viti ekkert um ættartölu mína og geti ekki rakið til kon- unga og hersa“. Þessar ættartölur hljóta að hafa borist í handritum frá íslandi. Fáar ævisögur hafa komið út eftir Vestur-íslend- inga og geta menn velt fyrir sér skýringum á því. Þegar Almanakið er skoðað og litið yfir sögu einstakra byggða er alhyglisvert hvað mr er sagt um lestrarfélög og bókiðnir. Almennt virðast lestrarfélög hafa verið stofnuð í byggðum Vestur-Islendinga, en iegar um 1920 fer lestur íslenskra bóka minnkandi meðal yngri kynslóðarinnar. III Þegar ég var nýlega orðinn stúdent nú fyrir meira en 30 árum, kenndi ég einn vetur í Stykkishólmi. í skólann hafði nokkr- um árum áður komið bókasafn frá íslenskum manni í Tacoma á Kyrrahafsströnd Banda- ríkjanna. Maður þessi hét Eyjólfur S. Guð- mundsson frá Fjósum í Dalasýslu. Eyjólfur fór vestur 15 ára, hafði eignast töluvert af bókum og lagt svo fyrir þegar hann dó 1938, að þær færu að skóla við Breiðafjörð. í þessu bókasafni era fáein handrit. Eyjólfur þessi fékkst sjálfur nokkuð við ritstörf og fóru handrit með ritverkum hans til Richards Becks og lét hann prenta svolít- ið úr þeim. Síðar afhenti Beck handrit þessi Landsbókasafni íslands. í sama árgangi AJmanaksins era nokkur bréf til Eyjólfs frá Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni rithöfundi og segir Beck að þessi bréf séu í fóram sínum en ekki eru þau sjáanleg meðal þeirra hand- rita sem Beck afhenti Landsbókasafni ís- lands. í september 1993 hélt Böðvar Guð- mundsson fyrirlestur í Winnipeg og ræddi um mikið og margþætt gildi bréfa sem fóru milli vesturfara og fólks á íslandi og nauð- syn á að varðveita þau. (Fyrirlesturinn birt- ist í Lesbók vorið 1994.) Gleðilegt er að heyra að áhrifa frá þeim fyrirlestri er þegar farið að gæta og er fyllsta ástæða til að hnykkja á því, Eg þykist fullviss að þessi bréf frá Jóhanni Magnúsi séu af merkilegra taginu. Annað dæmi áþekkt er rétt að nefna. í afmælisriti til hins stórmerka bókamanns og bókavarðar, Halldórs Hermannssonar í Cornell í íþöku, skrifaði Stefán Einarsson, prófessor við Johns Hopkins háskólann í Baltimore, grein um bókasafn Nikulásar Ottensons, sem keypt var til Baltimore. Þar gerði Stefán grein fyrir Nikulási þessum, sagðist honum m. a. svo frá að e.t.v. hefði hann staðið fastari fótum í íslenskri alþýðu- menningu gamalli en flestir aðrir. Nefndi Stefán sem dæmi að hann hefði gefið út rímur eftir föður sinn. Nikulás gaf Lands- bókasafni íslands handrit þessara rímna. Nikulás kvað Minni Nýja íslands, formanna- tal frá landnámstíð til vorra daga og gaf út í sérstöku kveri 1934. Þar er getið um hvern formann við Winnipegvatn í vísum og er þetta eina ritið sem helgað er sérstaklega íslenskum fiskimönnum þar. Þetta kver er eins konar formannavísur og í raun sagna- ritun, ekki nútímaleg en mjög íslensk. Þótt Nikulás hefði gefið nokkur handrit til íslands er í ritgerð Stefáns einnig skrá um nærri 30 handrit hans. Þau era flest frá 19. öld, en ekki gat Stefán séð að efni allra þessara handrita væri kunnugt annars stað- ar. Nokkur þeirra hafa verið notuð við rann- sóknir á sögum frá því um 1800 eða vora þýddar um sama leyti og njóta sögurnar skrárinnar. Það er næsta líklegt að víða hafi verið til og séu til handrit í Ameríku eins merkileg og jafnvel merkilegri sem engum fræðimannLer neitt kunnugt um. I stærsta íslenska bókasafni í Ameríku, í Cornell í Ithaca, þar sem Halldór Her- mannsson var bókavörður, er nokkuð til af íslenskum handritum. Þótt þau séu mörg sama eðlis og þau sem áður voru nefnd er uppruninn annar því að þau bárust ekki vestur um haf með vesturföram heldur til safnarans Willards Fiskes. Hann hefði eflaust getað safnað miklu fleiri handritum en hann vildi að íslensk handrit væra á ís- landi. Síðastliðið haust kom út nákvæm skrá um þessi handrit. Með íslendingum bárast ekki heldur íslensk handrit sem nú eru í Harvard, en þau átti þýski prófessor- inn Konrad Maurer. Meðal þeirra handrita, sem Fiske og Maurer eignuðust era þijár lögbaikur, Jónsbækur, á skinni. I Handritadeild Landsbókasafns íslands er stórt og merkilegt handritasafn og þang- að hefur margt borist úr Vesturheimi. Elst af stórum handritasöfnum þaðan mun vera LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22.APRÍL1995 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.