Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1995, Síða 10
oft hrein fárviðri. Þá er votviðrasamt á þess-
um slóðum og stundum rignir dögum saman
og oftar en ekki grúfir þoka yfir eyjunum.
Af sjálfu leiðir að aðdrættir voru oft erfið-
ir, jafnvel um hásumar. Á vetuma lá svo
öll útivinna niðri enda nýttu eyjamenn þá
tímann til að vinna úr ull sinni og var vefnað-
ur allstór atvinnuvegur.
Hnignun Byggðar
Á 19. öld fór samfélagið á St. Kildu að
gliðna. og bar þar ýmislegt til. Það sem réð
hér þó e.t.v. mestu um var aukið samband
eyjabúa við umheiminn. Eyjan öðlaðist
smám saman nokkra frægð um allt Bret-
land þar eð flestir þeir sem lögðu leið sína
þangað fundu sig knúna til að skrifa um
upplifun sína og birtu greinar í blöðum um
þessa sérkennilegu byggð; frumstætt sam-
félag innan hins iðnvædda stórveldis, Stóra-
Bretlands. Þetta leiddi til þess að skemmti-
ferðaskip lögðu æ oftar leið sína til St. Kildu
til að kynnast þessum merkilega stað. Heim-
sóknirnar færðu íbúunum ákveðna búbót í
formi verslunar og vöruskipta og jafnvel
gjafa. Stundum var eyjamönnum þó misboð-
ið með yfírlætislegri framkomu gestanna
sem litu stundum niður á þá og gerðu grín
að þeim. Allt um það fengu eyjabúar þarna
nasasjón af hinum stóra heimi og sáu að
hann hafði upp á miklu meira að bjóða en
þeir gátu veitt sér. Ljóst er að þessi kynni
vöktu útþrá hjá mörgum þeirra sem yngri
voru og af þeim sem fluttu á brott síðustu
áratugi sem eyjan var í byggð var yngra
fólk í yfirgnæfandi meirihluta. Þetta gróf
undan byggð fremur en margt annað því
með brotthvarfi unga fólksins dró mjög úr
fæðuöflun svo eyjamenn áttu æ erfiðara
með að brauðfæða sig.
Þar eð átvinnuhættir á St. Kildu voru
einhæfir og árstíðabundnir var samfélagið
viðkvæmt fyrir skakkaföllum. Búskapur St.
Kildunga var fyrst og fremst sjálfsþurftar-
búskapur, einangrunin gerði það að verkum
að verslun var takmörkuð. Raunar má segja
að öll útflutningsverslun hafí farið fram í
gegnum „faktorinn", ef frá eru taldar áður-
nefndar skipakomur. Helstu útflutningsaf-
urðirnar voru lengstum fuglafiður, fugla-
lýsi, fuglakjöt og ullarvefnaður. Á seinni
hluta 19. aldar var svo komið að „faktor-
inn“ átti í mesta barningi með að koma
afurðum eyjabúa í verð. Eftirspurn eftir
fuglaafurðum hafði minnkað stórlega og
ullin var ekki samkeppnisfær við stórfelldan
ullariðnað fjölmennari héraða. Eyjan var
því í raun orðin byrði á eigendunum því
þeir þurftu eftir sem áður að sjá íbúunum
fyrir nauðsynjum.
Þótt skólahald og kirkjuþjónusta hafi orð-
ið reglulegir þættir í mannlífi St. Kildunga
á 19. öld varð hnignunin ekki umflúin.
Kannski ýtti kristni- og skólahald jafnvel
undir fólksflóttann. Námsefni í skólum mið-
aði sjálfsagt að því að undirbúa nemendur
undir annað iíf en beið þeirra í heimahög-
um, og er er stór hlutdeild enskunáms vafa-
laust til marks um það.
Stífni kirkjunnar og kreddur mótuðu að
stórum hluta lifnaðarhætti á eyjunni á 19.
öld. Guðsþjónustur voru haldnar flesta daga
vikunnar og þær voru langar. Allir voru
skyldir til að mæta, jafnvel smábörn. Þetta
gerði að verkum að minni tími varð aflögu
í lífsbaráttuna; hin stranga kvöð um mæt-
ingu í messu tafði fólk ómælt frá bjargferð-
um og annarri lífsbjargarviðleitni. Ekki varð
heldur mikill fengur að menningarframlagi
prestanna því yfirleitt voru lítilsigldir poka-
prestar sendir til eyjarinnar.
Það sem hjó þó stærstu skörðin í grunn-
inn að samfélagi St. Kildunga var mikill og
viðvarandi barnadauði af völdum stíf-
krampa. Fyrst var gerð grein fyrir sjúk-
dómnum árið 1758, en á 19. öld var hann
orðinn landlægur og fírna skæður svo að
hvorki meira né minna en átta af hveijum
10 bömum sem í heiminn komu létust innan
viku frá fæðingu. Hin mikla útbreiðsla
stífkrampans átti sér reyndar meðfram
rætur í hjátrú og sérvisku eyjarskeggja. Þar
tíðkaðist að bera blöndu af fýlalýsi og mykju
á nafla nýfæddra barna, en fýlalýsið var
einmitt smitberi stífkrampans. Eyjarskeggj-
ar tóku öllum ábendingum um að hverfa
frá þessum sið illa, enda ríkti á meðal þeirra
margvísleg hjátrú tengd barnsfæðingum,
og engum utanaðkomandi var leyft að koma
þar nærri, ekki heldur lærðum læknum eða
ljósmæðrum. Kirkjuþjónar ólu einnig á þeirri
trú að vilji Guðs væri að verki þegar börnin
dóu, og þetta sætti fólk sig við sem óumflýj-
anleg örlög. Því þótti vissara að eiga lík-
kistu tiltæka þegar von var á barni.
Þess má geta að vegna einangrunar
kunna eyjarskeggjar á St. Kildu að hafa
verið eitthvað viðkvæmari fyrir umgangs-
pestum en fólk á þéttbýlli og fjöfarnari
svæðum. En engar vísbendingar eru um að
KARLAR þinga um verkefni dugsins. Þegar mikið lá við var fundurinn stutt-
ur, en gat dregist fram eftir deginum ef lítið var um að vera.
MESSUR voru svo langar á sunnudögum að þær tóku jafnvel 10 klukku-
tíma. Á myndinni er fólk að koma frá kirkju.
ÞANN 28. ágúst, 1930, báru eyjarskeggjar fátæklegar föggur sínar niður
að lendingunni. Fastri búsetu á St. Kildu var lokið.
St. Kildungar hafí úrkynjast á nokkurn
hátt þrátt fýrir skyldleikahjónabönd. Eyja-
menn gættu þess að ekki væri byggt of
náið að frændsemi; hjónabönd tvímenninga
voru til dæmis sjaldgæf og þótt ekki væri
algengt að fólk leitaði sér maka utan eyjar-
innar kom það þó fyrir af og til.
í lok þriðja áratugarins var eyjarskeggj-
um orðið ljóst að þeir væru ekki lengur
færir um að sjá sjálfum sér farborða á viðun-
andi hátt og sendu þá bænaskjal til stjórn-
valda þar sem þeir fóru fram á að verða
fluttir á brott. Breska stjórnin varð við þess-
ari beiðni og þann 28. ágúst 1930 voru síð-
ustu íbúarnir, 37 talsins, fluttir burt. Var
þá lokið ævagamalli búsetu manna á St.
Kildu. . ^
YIGBUIÐ GRIÐLAND
Eftir að St. Kilda lagðist í eyði seldi eig-
andinn, Sir Reginald MacLeod, hana mark-
greifanum af Bute á vesturströnd Skot-
lands. Sá hugsaði sér að gera hana að grið-
landi fugla og ánafnaði hana í þeim til-
gangi skoska náttúruverndarráðinu, Nation-
al Trust of Scotland. Síðan hefur eyjan ver-
ið friðlýst og þar eru reglulega gerðar vist-
fræðirannsóknir. Þar eru einnig stundaðar
athuganir á fornminjum auk þess sem sum
hinna gömlu mannvirkja á eynni hafa verið
endurbyggð.
Þótt friður ríki á St. Kildu og menn hafi
þar ekki lengur fasta búsetu blasir við sú
kaldhæðnislega staðreynd að breska Varn-
armálaráðuneytið ákvað árið 1957 að koma
upp flugskeytaleitarstöð á eynni. í því skyni
var varið allmiklu fé til að bæta hafnarað-
stöðu, leggja vegi og reisa viðhlítandi bygg-
ingar. Meðal annars var reistur þyrlupallur
í flæðarmálinu neðan við þorpið og lenda
þyrlur breska hersins þar með mikilli ær-
ustu. Ekki var neinu slíku kostað til meðan
föst búseta var enn á St. Kildu, en Varnar-
málaráðuneytið sá þó sóma sinn í því að
sjá til þess að byggingar þess féllu vel að
umhverfinu á eynni. Um 30—40 manna
herlið dvelur nú á eynni árið um kring, en
skipt er um mannskap með reglulegu milli-
bili.
Heimildir:
Byskupa sögur. [Guðmundar saga Arasonar] Guðni
Jónsson bjó til prentunar. Reykjavík. 1953.
Hermann Pálsson: Söngvar frá Suðureyjum. Akureyri
1955.
MacGregor, Alasdair Alpin: The Farthest Hebrides.
London 1969.
Maelean, Charles: Island on the Edge of the World.
The Story of St. Kilda. Edinburgh 1993.
GUÐJÓN SVEINSSON
Of seint
Ég hefði á stundum
viljað stöðva tímann
leggja hann í sellófan
vefja að fast
og stinga honum
í skúffu mína
lesa af honum
liðinn tíma
eftir hádegið
taka feilspörin
til afturbötunar
teyga ást og æsku
Mér er sagt
að slíkt stríði gegn
lögmálum guða og manna
hrotamenn hljóti sinn dóm.
Þess vegna
hefur rökkrið þyngst
þessa daga
dynur útfallsins hækkar.
Haustblóð
lambanna
Roða slær á æginn
við ósa árinnar
sjónhringúrinn brennur.
Roða slær á æginn
undan klöppunum svörtu.
Þar
hús dauðans
opnar gáttir
út í haustið.
Höfundur býr á Fáskrúðsfirði.
KRISTÍN JÓNA
ÞORSTEINSDÓTTIR
Setið á
Sólon
Sit og drekk kaffi
á Sólon íslandus
horfi stíft út um gluggann
á alla sem fara þar hjá
ég lifi í voninni
að þú farir framhjá
að ég sjái þig
en ég sé falin þér
ef þú tækir eftir mér
mundi ég roðna
og eflaust stama
í sjokki af nærveru þinni
“hæ hvað segirðu
“allt fínt en þú
“allt gott bara að rölta
“það er gott að sjá þig
skvaldrið frá fólkinu
sem horfir á hvert annað
truflaði ímyndina mína
að þú værir hér hjá mér.
Höfundur er hljómlistarmaður.
10