Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1996, Blaðsíða 4
rannsókn á Postulasögunni, en hún geym- ir margar predikanir og predikanabrot frá dögum frumkristninnar. „Eg komst að því að margir hafa misskilið Postulasöguna,“ segir Jónas. „Ef hún á fyrst og fremst að vera kirkjusaga, eins og margir halda fram, þá er hún illa samin sem slík. 1 Postulasögunni eru tvær meginfrásögur sem eru tíundaðar þrisvar sinnum hvor og kjarni þeirra hinn sami: Eftir að Mess- ías kom í Kristi, breyttist allt. Sérstæðu hlutverki Gyðinga lauk og allir menn eign- uðust beinan aðgang að Guði fyrir trúna á Krist. Og hvernig var boðun þeirra? Þeir bentu á Krist!“ Knúinn Af Kærleika „Frumhvati sköpunarinnar er kærleikur Guðs,“ segir Jónas. „Guð þráði að skapa mann sem hann gæti átt kærleikssamfélag við, en slíkt samband er háð vilja beggja, kærleikur annars nægir aldrei. Maðurinn varð einnig að hafa frelsi til að ákveða afstöðu sína til Guðs. Til þess að já’ hans við Guð yrði marktækt, varð hann líka að geta sagt ,nei’. Guð tók því mikla áhættu þegar hann gaf manninum frelsi til þess að velja eða hafna samfélaginu við sig og skerti að því leyti almætti sitt gagnvart honum. En vissi alvitur Guð þá ekki hvort menn mundu velja hann eða hafna? „Hvernig mundir þú gera grein fyrir tilverunni,“ spyr Jónas. „Ég held að líta megi á hana líkt og stóran tommustokk. Maðurinn fetar sig eftir stokknum, en sér ekki nema rétt fram fyrir sig, næstu skref- in. Guð sér allan stokkinn í einu. Hann sér því alla göngu mannsins og hlýtur að hafa séð í fyrirvitund sinni að þetta yrði áhættusamt.“ NEYÐARÓPINNSTU Veru Okkar Jónas segir að dvöl á sjúkrahúsi veki ýmsar spurningar, ekki síst um bænina. Hvað er kristin bæn? Er hún fyrirfram lærð þula eða óskalisti til almættisins? „Fjarri því! Bænin er í eðli sínu neyð- aróp frá innstu veru syndugs manns. Þeg- ar ég veiktist alvarlega fyrir nokkrum árum var ég oft svo aumur að ég gat ekki lesið eða beðið. Þá fann ég, hvernig ég var borinn uppi af fyrirbænum vina minna víða um heim. Það var yndisleg til- finning, sem veitti mér mikið öi-yggi. Ég gat ekkert nema andvarpað, líkt og Páll postuli ritar í Rómverjabréfinu. ,Þann- ig hjálpar andinn oss í veikleika vorum. Vér vitum ekki, hvers vér eigum að biðja eins og ber, en sjálfur andinn biður fyrir oss með andvörpum, sem ekki verður orð- um að komið. En hann sem hjörtun rann- sakar, veit hver er hyggja andans, að hann biður fyrir heilögum eftir vilja Guðs. Þetta laukst upp fyrir mér á alveg nýja hátt,“ segir Jónas. „Guð á ætíð frumkvæðið í skiptum sínum við okkur - einnig í bæn- inni. Við þurfum aðeins að hleypa honum að okkur. í bæninni skipta orð aldrei meg- inmáli, heldur neyðin sem býr í hjartanu." Fyrirheit Um Bænheyrslu Jónas segir að greina verði á milli þess annars vegar að bænir okkar séu heyrðar og svo hins vegar því, hvort við fáum sjálf að sjá bænheyrsluna. „Guð hefur heitið því að heyra bænir okkar þegar við biðjum hann í Jesú nafni og í samhljóðan við vilja sinn,“ segir Jónas. „Hann hefur ekki heit- ið því að við fáum alltaf að sjá bæn- heyrslu hans. Jesús er svar Guðs við öllum bænum okkar. Hann þjáist með okkur í honum - hinum krossfesta og upprisna frelsara. Guð hefur aldrei heitið því að taka frá okkur þjáninguna hér á jörð, en hann hefur lofað því að vera með okkur í þjáningunni og bera hana með okkur, sem er miklu betra. Jesús hefur sjálfur gengið í gegnum alla mannlega þjáningu og skilur okkur því og hjálpar. Jesús sagði: „Komið til mín allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lí- tillátur, og þá munuð þér finna sálum yðar hvíld. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“ Þarna merkir „ok“ ekki byrði, heldur aktygi eða burðarstöng - tæki til að létta byrðarnar. Jesús notar myndina af tveimur dráttardýrum sem draga byrð- ina saman. Hann gengur við hlið okkar og ber allt með okkur.“ Ljósm.Lesbók/Kristinn. Jónas Gíslason vígslubiskup. „Ég hef velt fyrir mér algengum spurningum sem þjáningin vekur og reynt að leita svara við þeim. Sjúkdómsreynsla mín hefur einnig kennt mér ýmislegt um þessi efni, “ segir sr. Jónas Gíslason vígslubiskup. MÉR hefur nokkrum sinnum fundist Guð hafa sett lokapunkt í lífi mínu, en enn þá hefur hann alltaf breytt punktinum í kommu,“ segir séra Jónas Gíslason vígslubiskup. Hann hefur átt við allmikil veikindi að stríða og „ Allt frá upphafi hafa menn brotið heilann um hvernig hið illa hafí komist inn í tilveru mannsins og sett svo sterkan svip á heim sem Guð hafði skapað og sagt um að væri harla góður.“ Eftir GUÐNA EINARSSON varð því að segja lausu embætti sínu sem vígslubiskup í Skálholti um aldur fram. Þrátt fyrir krankleika líkamans er hugur- inn fijór og sístarfandi. Eftir hin hörmulegu snjóslys á Súðavík og Flateyri segist Jónas hafa hugsað mjög mikið um böl og þjáningu mannsins. Þessar vangaveltur urðu efni dálítils rits sem Jón- as hefur tekið sama og kallar Um tilurð heims þjáninga og böls. Þar fjallar hann um ýmsar grundvallarspumingar sem fólk hefur velt fyrir sér svo öldum skiptir. Hvers vegna er þjáning í heiminum? Hvar er Guð? Jónas leitar svara í Biblíunni, auk þess sem hann byggir á áratuga reynslu í sálgæslu, langri göngu með Guði og loks eigin sjúkdómsstríði. „Þetta litla rit er öðrum fremur ætlað ungu fólki, sem farið er að velta fyrir sér tilverunni,“ segir Jónas. „Allt frá upphafi hafa menn brotið heilann um hvernig hið illa hafi komist inn í tilveru mannsins og sett svo sterkan svip á heim sem Guð hafði skapað og sagt um að væri harla góður. Ég ætla mér ekki þá dul að þykj- ast geta leyst þá ráðgátu, það er hvorki á minu færi né annarra dauðlegra manna. En ég hef velt fyrir mér algengum spurn- ingum sem þjáningin vekur og reynt að leita svara Biblíunnar við þeim. Sjúkdóms- reynsla mín undanfarin ár hefur einnig kennt mér ýmislegt um þessi efni.“ POSTULASAGAN ER Oft Misskilin Nokkru áður en Jónas hvarf úr stöðu prófessors í kirkjusögu við guðfræðideild Háskóla íslands og gerðist vígslubiskup í Skálholti 1989 hafði hann hugsað mikið um, hvernig ætti að predika í nútímanum. Segist Jónas hafa sökkt sér í lestur og Ég get ekki staðið einn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.