Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1996, Síða 5
HVAR ER GUÐ?
Jónas segir að margir spyiji, þegar erf-
iðleikar steðja að, hvar Guð sé? „Það er
oft erfitt að koma auga á Guð, þegar þján-
ingin sækir okkur heim,“ segir Jónas. „Þá
er gott að vita að hann gengur við hlið
okkar og vakir yfir okkur, líka þegar hann
virðist víðs fjarri. Þessu má líkja við sól-
myrkva sem ég sá eitt sinn austur í Vík
í Mýrdal. Hópur fólks safnaðist saman
uppi á Reynisfjalli til að fylgjast með sól-
myrkvanum. Þegar við horfðum í vestur
sáum við dökkan skugga færast austur
með ströndinni. Skugginn stækkaði stöð-
ugt og nálgaðist okkur allhratt. Það var
undarlegt þegar skugginn kom yfir okkur.
Þá dimmdi skyndilega og snöggkólnaði á
heiðríkum sumardegi. Fuglarnir þögnuðu
og tóku á sig náðir eins og komið væri
kvöld. Var sólin horfin af himninum? Nei,
hún var kyrr á sínum stað, en tunglið
komst á milli jarðar og sólar, huldi sólina
og varpaði skugga á jörðina. Þetta varði
þangað til tunglið hvarf aftur frá sólu.
Sama gildir þegar við skynjum ekki návist
Guðs í þjáningunni. Hann er kyrr á sínum
stað - við hlið okkar. Trúin veit að Guð
er aldrei fjarri þeim sem þjáist."
Það Kemur Ekkert
FYRIR MIG
Jónas segir flesta sálusorgara mæta
fólki sem telur að þjáningar þess megi
rekja til einhverra ákveðinna atburða í lífi
þess. „Fólk tekur eitthvað sem það hefur
gert nærri sér og telur að Guð geti ekki
fyrirgefið því. Það virðist vera meðfædd
þörf mannsins að leita skýringa, er hann
verður fyrir mótlæti. Fólk spyr: Hvers
vegna ég? Hefur þjáningin tilgang? Er hún
refsing fyrir syndir minar eða stafar hún
af skorti á trú? Svo fylgir oft andvarp og
þessi sígilda setning: Eg skil þetta ekki.
Eins og okkur mönnum sé ætlað að skilja
Guð!
Biblían fjallar oft um þjáninguna. Það
er ljóst að þjáningin getur ekki verið hluti
af sköpunaráætlun Guðs, því þá hefði hann
ekki getað talið allt sköpunarverkið gott.
Þess vegna hlýtur þjáningin að hafa kom-
ið inn í mannheim eftir fall mannsins.
Syndafallið gengur jafnt yfir alla sköpun-
ina, líka þá sem engan þátt áttu í fallinu.
Við lifum í föllnum heimi.
Flestir fá fyrr eða síðar í lífinu sinn
skerf af þjáningum. Oft köllum við sjálf
þjáningar yfir okkur eða aðra með lífi
okkar eða breytni. Það er alvarlegt að
verða valdur að þjáningu annarra og oft
er erfitt eða ókleift að bæta fyrir þau brot.“
Jónas segir að finna megi dæmi um það
í sumum ritum Gamla testamentisins að
menn hafi álitið þjáninguna vera refsingu
fyrir syndir. Lærisveinar Jesú hafi einnig
hugsað svipað. Til dæmis um það nefnir
hann frásögn í 9. kafla Jóhannesarguð-
spjalls. Þar segir frá því er Jesús sá mann
sem hafði verið blindur frá fæðingu. Læri-
sveinarnir spurðu Jesúm, hvort þessi mað-
ur hefði syndgað, eða foreldrar hans, fyrst
hann fæddist blindur. „Jesús svaraði:
„Hvorki er það af því, að hann hafi syndg-
að eða foreldrar hans, heldur til þess að
verk Guðs verði opinber á honum. „Ég er
afar þakklátur fyrir þessa sögu,“ segir
Jónas. „Hún sýnir að þjáning blinda
mannsins var ekki vegna synda hans.
Gamla testamentið sýnir að Job trúði á
Guð og treysti honum - einnig í dýpstu
þjáningu sinni. Spámaðurinn Jesaja boðar
í 53. kafla bókar sinnar að við losnum
undan refsingu syndarinnar, vegna þess
að Messías taki hana á sig. „En vorar
þjáningar voru það sem hann bar og vor
harmkvæli er hann á sig lagði. Vér álitum
hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillætt-
an, en hann var særður vegna vorra synda
og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegn-
ingin, sem vér höfðum til unnið, kom nið-
ur á honum...“ Refsing Guðs kom niður á
Kristi, en við getum engu að síður þjáðst
vegna gjörða okkar eða annarra.“
Jónas segir algengt að menn rugli sam-
an þjáningunni sem refsingu og þjáning-
unni sem afleiðingu syndarinnar. Röng
breytni geti oft bakað manni sjálfum og
öðrum þjáningu. Þess vegna verðum við
að horfast í augu við ósigra okkar og gjöra
líf okkar stöðugt upp frammi fyrir augliti
Guðs.
Stafar Þjáning
Af Lítilli Trú?
Jónas segir að stundum haldi fólk að
þjáningu megi rekja til skorts á trú. „En
hvað er trú? Skynsemi okkar er ekki grund-
völlur trúarinnar, þótt trúin sé skynsam-
leg. Trúin er í eðli sínu traust, sem leitar
til Jesú í þörf, oft þrátt í'yrir efasemdir
okkar og jafnvel líka reiði. Ef við höldum
að þjáningin stafi af trúarskorti höfum við
ranghugmyndir um Guð. Eins og áður er
getið er Guð almáttugur, þótt hann hafi
takmarkað almætti sitt gagnvart okkur
mönnum, því að hann getur hvorki neytt
nokkurn mann til trúar né kærleikssamfé-
lags við sig. Við erum fijáls að því, hvort
við trúum á hann eða elskum.“
Hefur Þjáningin
TlLGANG?
Það er ekki óalgengt að fólk reyni að
hugga sig við það að þjáningin hafi ein-
hvern tilgang í sjálfri sér. Jónas segir að
þessi hugsun þekkist til dæmis í islam og
auStrænum trúarbrögðum, enda mörg
þeirra glögg dæmi um forlagatrú.
„Þetta er andstætt kenningu kristinnar
trúar, þótt sumum bregði við að heyra
það, eiida hefur forlagatrú lengi verið rík
með íslendingum. Þjáningin hefur ekki
alltaf tilgang í sjálfri sér, en Guð getur
gefið henni tilgang. Páll postuli segir að
þeim sem Guð elska samverki allt til góðs.
Það á lika við um þjáninguna. Stundum
virðist Guð leyfa þjáningu í lifi okkar, því
að hún virðist vera það eina sem getur
fengið okkur til að beina huganum til
hans. Velgengni í lífinu deyfir oft tilfinn-
ingu okkar fyrir því að breyta samkvæmt
vilja Guðs. Óneitanlega virðist Guð stund-
um jafnvel leyfa þjáninguna til þess að
aga okkur. Við þekkjum eflaust hliðstæðu
þess úr eigin lífi, er við þurfum að aga
börn okkar. Það er misskilningur að halda
að við eigum að taka þjáningunni með
þögninni. Við eigum ætíð að beijast gegn
henni. Við skulum heldur aldrei gleyma
því að við megum ætíð koma með þján-
ingu okkar til frelsarans."
ÁBYRGÐIN ER OKKAR
Jónas segir að kristið fólk séu hendur
og fætur Krists hér í heimi. Á efsta degi
verði spurt, líkt og í árdaga: Hvar er bróð-
ir þinn? Við verðum einnig spurð hvernig
við höfum ávaxtað gjafir Guðs sem okkur
hefur verið trúað fyrir og falið að ávaxta
öðrum til góðs hér á jörð. „íslendingum
hefur verið falið að varðveita hluta af
matarbúri heimsins, fiskimiðin við landið.
Hver hefur gefið okkur þorskinn í sjónum?
Ég hef aldrei séð gjafabréf frá skaparanum
stílað á okkur. Hefur þú séð það?,“ spyr
Jónas. „Hitt hef ég séð og lesið í helgri
bók að skaparinn hafi falið okkur ábyrgð
á því að fara vel með auðævi jarðar, en
eignarrétturinn er hans, ekki okkar. Hér
er sekt okkar mikil, græðgi okkar og eigin-
girni. Ég játa hlutdeild mína í þeirri sekt
og bið Guð að fyrirgefa mér og þjóð minni.“
Að Standa Einn
Eða Með Kristi
„Páskarnir eru höfuðhátíð kristninnar,“
segir Jónas. Hann segir að sér hafi alltaf
þótt einna erfiðast að predika á páskum,
meðan hann þjónaði í prestskap, því honum
þótti svo erfitt að gera grein fyrir hinum
óendanlega kærleika Guðs sem opinberað-
ist á páskum.
„Gleymum því ekki hvað það kostaði
Guð að bjarga okkur. Engin fórn var of
stór, Guð var reiðubúinn að kosta öllu til.
Hann fórnaði einkasyni sínum sem gekk
sjálfur inn í þjáningu okkar. Við erum því
aldrei ein og yfirgefin. Barátta okkar við
Satan og synd heldur áfram, svo lengi sem
við lifum hér á jörð, og við fáum ekki sigr-
að í eigin mætti. Sigur í þeirri baráttu
vinnst aðeins fyrir trúna á Jesúm Krist.
Öll verðum við að mæta fyrir dómstóli
Guðs og standa honum skil á lífi okkar.
Þá fer allt á einn veg. Við eigum ekkert
í okkur sjálfum sem getur bætt fyrir brot
okkar gegn Guði, þess vegna verður dauða-
dómur kveðinn upp yfir synd okkar. Hér
er það sem Kristur býður okkur hlutverka-
skipti. Hann býðst til að taka synd okkar
á sig og íklæða okkur réttlæti sínu. Dóm-
ur Guðs yfir synd okkar hittir því Jesúm
Krist, en ekki okkur, því að við erum
íklædd réttlæti hans. Allt er komið undir
því hvort við stöndum ein frammi fyrir
Guði á efsta degi, eða þiggjum boð Krists
um, að hann standi þar við hlið okkar.
Von mín og trú byggist á því að Kristur
hefur boðist til að standa við hlið mér.
Við það er von mín bundin. Ég gæti ekki
staðið þar einn. Það megnar enginn.“
JAAN KAPLINSKI
Vercingetorix mælti
Hjörtur Pálsson þýddi.
Vercingetoríx mælti: Sesar, þú getur
svipt okkur landinu þar sem við eigum heima,
en landinu þar sem við deyjum, getur þú ekki svipt okkur.
Brandi mínum fleygi ég að fótum þér:
slíkur er ég, slík er þjóð mín.
Ég veit hvað er í vændum.
Engir sem líf áttu skilið í Gallíu
eru lengur lífs
og með þeim sem eftir eru
kýs ég mér ekki líf.
Ég veit það og ég sé að þeir eru þegar
farnir að læra mál herraþjóðarinnar og gleyma tungu feðra
sinna;
ég sé þá blygðast sín fyrir bláu augun,
foreldra sína og rustalegt tungutak;
ég sé þeir eru Rómverjar með borgarabréf á brjóstinu.
Verið getur, imperator, að í öilu ríkinu
sé ein tunga, ein trú og ein þjóð.
Verið getur að hermenn þínir, kaupmenn og ræningjar
eigi greiða leið og hættulausa
allt til Ultima Thule
og að fljótinu Styx.
Ég verð barinn til bana með svipu á Kapítól-hæð,
en ást mína og hatur
fær enginn drepið.
Hatur mitt verður eftir
sem ugla í tómleik áranna og vælir eyðingu
yfir þig og óseðjandi borg þína,
Sesar.
Refsingin rís sem eik
upp af fræi þíns eigin vilja.
Ríki þitt kemur og fer.
Á torgunum vex hveiti og á Forum getur að líta geitur á beit.
Það er hönd mín og hönd minnar eyddu þjóðar
sem slær.
Hönd mín með hjörvi ribbaldans.
Sú kemur tíð að borgara Rómaveldis
brestur afl til að bæla stráið
sem sprettur milli steinhellnanna á stríðsveginum.
Sú kemur tíð að valdgræðgi Rómar
verður kramin sem fló undir krepptum hnefa
þeirra sem koma úr austri og norðri og suðri.
Gjör þá sem þú gjörir og þér líst.
Eg veit mín bíður að verða barinn eða höggvinn,
því enginn sem átti skilið að lifa í Gallíu
er lengur lífs.
Vetrarkvöld
Vetrarkvöld engin sála, bara lamparnir gluggarnir
snjórinn sporin og það sem bíiarnir og rúmhelgin hafa skilið eftir
aðeins lengra í burtu - hinn mikli og góði Pax Tartuensins
friðsæll sunnudagur í Tartu leiðir barnið sér við hönd
í grasagarðinn á Toome-hæð til þess að horfa á svanina dagarnir
vaxa hús daganna við hliðina á húsunum
nýjum gráum sprungnum ekki fara
enn erum við á feríi eitt kvöld hér á þessum gömlu götum
í öldudalnum á miðjum vegi um miðja öldina
þú í óttanum við myndbreytingar uppbyggingarinnar
skýrt og skiljanlegt hlutskipti allra sannleikur sem er það sem
hann er
Jaan Kaplinski, f. 1941, er talinn fremstur eistneskra Ijóðskálda. Hann er pólskur í
föðurætt, en faðir hans átti ekki afturkvæmt úr fangabúðum Stalíns. Sem skáldi voru
Kaplinski gefnar gætur, honum var gefinn að sök kapítalískur uppruni og óæskileg
sambönd. Um tíma var hann í ferðabanni og bækur hans fengust ekki gefnar út.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. MARZ1996 5