Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1996, Qupperneq 10
MALAGASSAR eru miklir forfeðradýrkendur. Dysja þeirhina látnu og
skreyta grafir þeirra meðýmsum táknrænum myndum, skornum ítré.
SÁ SIÐUR ríkir hjá sumum þjóðarbrotum á Madagaskar að hreinsa bein
hinna látnu eftir að þau hafa legið í dys í 8 ár. Er þá farið með beinin inn í
þorp til þess að kynna fyrir hinum látna þær breytingar sem orðið hafa
síðan hann féll frá. Við þá gleðiathöfn er sungið og dansað.
eynni leynast eiturslöngur, sem þó eru taldar
skaðlausar mönnum. Hins vegar eru þar
hvimleiðir sporðdrekar, sem geta valdið
hættulegum eiturstungum. Okkur var sagt,
að á náttúrugripasafni svæðisins væri upp-
stoppaður bláfiskur (Coelacanthe), fomaldar-
fískurinn, sem fannst í hafdjúpi Mosambik-
sundsins hér um árið (fyrst 1938). En það
kom á daginn, að gripurinn hafði verið flutt-
ur tii höfuðborgarinnar í öruggari geymslu,
svo ekki sáum við þessa fágætu undraskepnu
aftan úr grárri forneskju.
í nágrenninu eru smærri eyjar, svo sem
Nosy Tanikely, en hún er gömul eldkeila, og
þar um kring er friðað sjávarsvæði með fögr-
um kóröllum, litríkum fiskum og jafnvel sæ-
skjaldbökum. Syndandi og kafandi skoðuðum
við þessar furður hafsins í gegnum glerskjái,
eða rýndum á þá úr fljótandi glerbotnabytt-
um. Nosy Komba er nokkuð stór ey þessa
svæðis. Þar er að fínna brúna lemúrapa (Lem-
ur fulvus). Af lemúröpum eru um 30 tegund-
ir á Madagaskar. Forfeður allra þeirra höfðu
á einhvem hátt upprunalega borist frá Afr-
íku, en á Madagaskar þróaðist smám saman
þessi sérstæða ættkvísl frumstæðra apa eða
hálfapa, sem aðeins er nú þar að fínna. Sáum
við margar tegundir þeirra síðar í ferðinni.
í þorpinu Hellville á Nosy Be voru langar
biðraðir bfla við bensínstöðvar. Bensín þarf
að skammta eins og annan erlendan varning
þar í landi. Urðum við vör við bensínskömmt-
unina, þegar við fórum í bátsferðir milli eyja.
Þá var þessi dýrmæti vökvi aðeins notaður á
skipsvélina innan hafnar, en því næst voru
undin upp segl og skipið látið berast fyrir
vindi að áfangastað. Okkur varð hugsað til
flugmanna okkar, hvort þeir mundu fá nægt
bensín á flugvélarnar í okkar næstu ferð.
REGNSKÓGUR
Við héldum nokkrum dögum seinna frá
þorpinu og flugum enn lengra til norðurs í
sömu vélum sem fyrr, og lentum næst í Ants-
iranana, lítilli borg, sem einnig heitir Diego
Suarez eftir tveimur Portúgölum, er fyrstir
Evrópubúa sáu Madagaskar og komu þar á
land um 1500. Þarná nyrst á Madagaskar
eru fomar eldstöðvar og stóð gistihús okkar
á barmi stórrar öskju, sem myndar vík inn í
norðurströndina.
í Amberfjöllum þar í nánd eru regnskógar,
sem tekist hefur að friða. Er þar með varð-
veittur frumgróður á úrkomusvæði, er sér
byggðinni í kring fyrir vatni til neyslu og
áveitu, en auk þess er þar mikill fjöldi teg-
unda plantna og dýra, sem eru einstæðar
fyrir Madagaskar. Eru þar 17 tegundir spen-
dýra meðal annars 6 tegundir lemúrapa, svo
sem krónu-lemúrinn og furðulegur náttfara-
lemúr, sem nefndur er fingralöng, Aye-Aye
(Daubentonia madagascarensis). Sérkenni-
legt við þennan apa er það, að langatöng
handanna hefur þróast i að vera beingaddur,
sem dýrið notar til þess að bora undir tijá-
börk í leit að lirfum. Hefur apinn þar tekið
sess spætunnar, sem ekki er til á Madagaskar.
Þama í Amberfjöllum hefur WWF-sjóður-
inn staðið fyrir rannsóknum á lífríki svæðis-
ins og kynnir það fyrir gestum, sem vilja
skoða friðlandið. Þegar gengið er þar um
skóga, er fróðlegt að sjá tijáburkna af ýmsum
gerðum, vafningsplöntur, sem teygja sig upp
eftir bolum risatijáa og fjölbreytni ásætu-
plantna og sníkjujurta, sem prýða greinarn-
ar. Er til dæmis talið, að á Madagaskar fínn-
ist yfir 800 tegundir af brönugrösum (orkide-
um) og sáum við nokkrar þeirra á gönguferð
okkar. Þarna er dæmigerður regnskógur, en
samt frábrugðinn öðrum frumskógum heims
að því leyti, að hann er sérstæður um ýmsar
tegundir dýra og plantna, sem eru einlendar
á Madagaskar.
ÞURRKASVÆÐI
Andstæðu þessa frumskógar sáum við síð-
ar á miðri vesturströnd landsins, en þar er
úrkoma af mjög skomum skammti. Við kom-
um að borginni Mahajanga, sem stendur við
ósa eins stórfljótsins, sem rennur úr fjöllunum
í austri. Þar í ánni voru krókódílar taldir í
útrýmingarhættu, en á friðuðu kjarrlendi í
nágrenninu var verið að rækta upp fágætar
skjaldbökur (Angonoka) eða plógjárns-bökur,
sem heita svo vegna mikils stjaka, er stendur
fram úr neðri skildi þeirra, og karldýrin nota
við slagsmál um fengitímann. Reyna þeir að
velta andstæðingnum með þessari burtstöng.
Með ræktuninni er ætlunin að dreifa ungum
skjaldbökum í gömul heimkynni, þar sem
þeim hafði áður verið útrýmt.
Við héldum fljúgandi suður eftir strönd-
inni. Flugmaðurinn leitaði að lendingarstað.
Þarna voru innfæddir að þurrka salt í lónum.
Á sléttum leirum var fundin notandi flug-
braut. Eftir lendingu þyrptist að okkur hópur
dökkra ungmenna. Staðurinn var nefndur
Belo-sur-Mer. Þar við lítið sjávarþorp höfðu
frönsk hjón reist aðsetur fyrir ferðamenn.
Voru þar kofar gerðir úr fléttuðum pálmablöð-
um á viðargrind. Umhverfið á ströndinni var
sérstætt. Uti á leirunum óx fenjaviður, en
hærra uppi á sandöldunum var landið þakið
þyrnirunnum og sérkennilegum, kaktuslaga
renglum af Didierea-, Alluodea- og Euphorb-
ia-ættum. Flestar tegundirnar eru sérstæðar
fyrir Madagaskar. Þarna upp úr sandinum
vaxa þessir grænu, göddóttu og blaðlitlu
stönglar, sem geta orðið þriggja metra háir
og mynda óyfírstíganlegt þyrniþykkni. Þarna
á sandflákunum mynduðu þeir kjarr í stórum
breiðum, en á öðrum stöðum sáum við inn-
fædda rækta þessa runna sem girðingar um
bústaði sína. Yfir runnagróðrinum gnæfðu
síðan einstök baobab-tré (Adansonia), með
sinn þrekvaxna bol og stuttar greinar í krón-
unni. Innfæddir telja, að tréð standi á hvolfi.
Á því hvílir mikil helgi, og víst er, að í því
búa ótal margar lífverur af ýmsum gerðum.
Þjóðtrú
íbúar Madagaskar, sem nefnast Malagas-
ar, eru reyndar taldir mjög hjátrúarfullir, og
mikil dulúð og launhelgi (fady) er ríkjandi
meðal einstakra þjóðarbrota. Er manni ráð-
lagt að umgangast fólk með varfærni úti í
stijálbýlinu, þar sem erfítt er'að þekkja víti
þeirra og vita hvað er þeim heilagt og hvað
þykir óhæfa að aðhafast í návist þeirra. Sé
komið að þorpi, þykir rétt að leita til öldungs-
ins þar, og biðja hann ásjár um að komast
klakklaust gegnum skóg varúðar og hindur-
vitna svæðisins. Okkur var einnig sagt, að í
landinu væru frumbyggjar, sem að vísu væri
erfítt að sjá, því þeir væru duldar verur. Þó
vissi bílstjóri, sem okkur ók, að þeir væru
aðeins um einn metri að hæð. Sagði hann
þá vera þúsund-þjala-smiði á járn og tré og
oft mætti sjá muni eftir þá á mörkuðum.
Þessa hulduþjóð nefna þeir Vazimba. Minna
þeir á huldufólkið okkar. Þjóðarbrotið, sem
raunverulega býr þarna vestanvert á eynni,
heitir Sakalava. Fólk er þar mjög dökkt á
hörund og svipað Afríku-búum. I þorpinu við
ströndina heimsóttum við bátasmiði. Menn
róa þaðan til fískjar á heimasmíðuðum eintij-
áningum. Fisk herða þeir til geymslu á rám
utan við strákofana.
Okkur var leyft að fara að grafreitum
þorpsbúa. Voru þar steindysjar uppi á sand-
öldu skreyttar útskornum myndum úr tré.
Við hveija dys var fjöldi zebúuxahorna og
gamlir járnpottar. Þessir gripir eru látnir
fylgja látnum ættingja, sem lagður er í dys-
ina. Malagasar eru miklir forfeðradýrkendur
og við andlát góðbónda er slátrað fjölda zebú-
uxa. Öllum hornunum er síðan komið fyrir
við gröfina, búsáhöld hans sett þar með, og
síðan er hús hans jafnvel brennt, til hreinlæt-
is og til þess að aðrir noti ekki eignirnar.
Eftir nokkur ár eru bein hins látna síðan
tekin upp, hreinsuð, og sétt í ný klæði, sem
heita lamba mena. Við þá athöfn eru beinin
borin inn í þorpið, til þess að hinn látni geti
fylgst með þeim breytingum, sem orðið hafa
í þorpinu síðan hann lést. Þessi beina-
hreinsunarathöfn er virðuleg hátíð. Er þá
enn fórnað uxum, etið, drukkið og sungið.
Mikil helgi er bundin dysjunum, en við feng-
um leyfi til þess að taka nokkrar myndir
þarna á staðnum og skoða tréskurðinn, sem
prýðir grafirnar.
Niðurlag birtist í Lesbók eftir 2 vikur.
Höfundur er náttúrufræðingur og fulltrúi í
Alþjóða náttúruverndarsjóðnum.
KRISTJÁN J.
GUNNARSSON
Brotá
umferð-
arlögum
Glæfraför
á vegum ódauðleikans.
Ekið á ómælanlegum
örskotshraða hugsunarinnar
sem er ólöglegur í ríkjum
efnisheimsbandalagsins.
Bremsur dauðans ~
óvirkar.
Skyldirðu missa ökuleyfið
og verða tekinn
úr umferð?
Kveðjustef
Horfin er eik
að húmaðri strönd
handan við
Breiðaflóa.
Höggvið
í fegurð lífsins
skarð.
En ilmsæt í lofti
er einhvers staðar
angan fallinna
skóga.
sem
aldrei að engu
varð.
Höfundur er fyrrverandi fræðslustjóri.
Hvaðan er
postula-
klæðið?
Athugasemd við
Lesbókargrein
í myndatexta á forsíðu Lesbókar
Morgunblaðsins, 71. árg., 17. tbl., 23.
mars 1996, er birt mynd af íslensku
refilsaumuðu altarisklæði frá miðöld-
um, svonefndu Postulaklæði, sem
varðveitt er í Þjóðminjasafni Dana,
Nationalmuseet i Kaupmannahöfn (nr.
15739, 1856) og það^ sagt vera frá
Hrafnagili í Eyjafirði. Úr því að vitnað
er til mín og greinar eftir mig, „Hann-
yrðir Helgu Sigurðardóttur?“ Árbók
Hins íslenzka fornleifafélags 1979
(Reykjavík, 1980), bls. 85-94, í mynda-
textanum varðandi klæði þetta og
hugsanlega tilurð þess, óska ég eftir
að Lesbókin birti einnig þá niðurstöðu
mína sem þar var frá greint, að klæð-
ið er frá kirkjunni í Miklagarði í Eyja-
firði, en ekki frá Hrafnagili, svo sem
mér varð ljóst þegar ég, fyrir nær
fjörutíu árum, kannaði máldaga og
vísitasíur kirkna í Eyjafirði. Mál þetta
reifaði ég fyrst og rökstuddi í MA-rit-
gerð 1961 og gat einnig um það í
grein 1974. Ástæðan fyrir því að klæði
þetta var ranglega kennt við Hrafna-
gil stafar af því að í upplýsingum þeim
sem skráðar voru um klæðið og annan
grip sem því fylgdi til safnsins í Kaup-
mannahöfn 1856 sagði einungis að
þeir væru úr íslenskri kirkju, sendir
af Ólafi Briem á Grund frá séra Hall-
grími Thorlacius á Hrafnagili og af-
hentir safninu ytra af Gudmann kaup-
manni.
Elsa E. Guðjónsson, fyrrverandi deildar-
stjóri textíl- og búningadeildar Þjóðminja-
safns (slands.
10