Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1996, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1996, Side 11
ÞÓRÐUR Guðmundsson hreppstjóri á Neðra Hálsi, Guðrún Guðmundsdóttir kona hans, sex börn þeirra og ein fóstur- dóttir, - öll í sínu fínast pússi á vordegi 1882. Tilefnið var ferming í Reynivallakirkju. Svipmynd frá hörðu ári rá því Skaftáreldar og Móðuharðindin þjörmuðu að þjóðinni á síðustu áratugum 18. aldar, eru harðindaárin uppúr 1880 að öllum líkindum einhver skelfilegsti tími sem landsmenn hafa orðið að þola. Þessi harðindi náðu hámarki með Lítið er um ljósmyndir frá harðindaárunum miklu á níunda tugi síðustu aldar. Þessvegna er mikill fengur að ljósmyndunum sem Frank Ponzi fann í London og bókinni ísland fyrir aldamót sem út kom fyrir síðustu jól. GÍSLl SIGURÐSSON tók saman fimbulvetri 1881 en gífurleg samfelld harð- indi voru svo að segja í 5 ár eftir það. Svo rammt kvað að þessu, að víða fór klaki ekki úr jörð að sumarlagi og sá litli heyfengur sem náðist var svo smágerður að oft var ómögulegt að nota venjulegt heyband til að koma honum á klakk. Það er gersamlega óskiljanlegt nútímafólki, að ekki skyldi verða búfjárfellir og hungursneyð og sjaldan hefur sú staðhæfing átt betur við en þá, að ísland sé utan við takmörk hins byggilega heims. í þeim íslandssögubókum sem notaðar eru til kennslu í skólum hefur furðu lítið verið vakin athygli á þessu þungbæra tíma- bili; áherzlan er yfirleitt á stjórnmálin og sjálfstæðisbaráttuna. Á það er þó minnst að allmargir íslendingar hafi flutt til Vestur- heims; einkum Norðlendingar. Það voru bæði þeir sem ekki gátu fengið jarðnæði, því sveitirnar voru ofsetnar og möguleikarn- ir í tómthúsmennsku á mölinni ekki uppör- vandi. En kannski voru það framar öðrum þeir kjarkmestu sem tóku sig upp og fluttu vestur í óvissuna; menn sem sáu einfaldlega enga framtíð eða búskaparskilyrði við annað eins tíðarfar. Engin Heimild Er A Við Ljósmyndina Við eigum enskum ferðamönnum mest að þakka þegar litið er til heimilda í mynd- um frá 18. og 19. öld. Með nokkrum leið- öngrum voru frábærir teiknarar og við erum alltaf, bæði hér í Lesbók og annarsstaðar, að grípa til þessara teikninga. Ljósmyndin kemur ekki til sögunnar hér fyrr en um miðja síðustu öld; raunar eru fyrstu Reykjavíkurmyndirnar, sem Alfred Des Cloizeaux tók með Daguerre-aðferðinni, frá 1846. Þær 19. aldar ljósmyndir sem til eru eft- ir íslendinga eru flestar teknar eftir 1890, nema hvað Sigfús Eymundsson var byijaður 1866 og á mikinn heiður skilinn fyrir sitt brautryðjandastarf. En bæði hjá honum og öðrum sjást oftar myndir af fyrirfólki og hátíðlegum tilefnum en lífsbaráttu alþýð- unnar. I myndabók sem Norðri gaf út 1955 og heitir Gamlar myndir, eru myndir af fyrirmönnum eins og t.d. séra Matthíasi framan við kirkjuna í Odda, Lefolii kaup- manni á Eyrarbakka eða Hannesi Hafstein og séra Árna á Skútustöðum að ganga til þingsetningar. Það þættu ekki vönduð vinnubrögð núna, en ljósmyndara og ártala er ekki getið í þessari bók. En þegar kemur aftur til harðindaáranna uppúr 1880 fer að verða fátt um fína drætti. Þessvegna var það eins og hver annar hval- reki þegar Frank Ponzi listfræðingur og rithöfundurý Mosfellssveit, fann ljósmynda- albúm frá íslandi þessara ára í fornbóka- verzlun í London árið 1987. Frank Ponzi hefur áður gert menningarsögulegar upp- götvanir fyrir ísland, en þessi fundur hans er með ólíkindum og margur hefur fengið fálkaorðuna fyrir minna. Það hefði þó í mörgum tilvikum verið erfitt eða ómögulegt að vita um staði og fólk í þessum myndum, ef annar ennþá ólík- legri fundur hefði ekki átt sér stað. Tveim- ur árum seinna fannst í einkasafni í Skot- landi afrit af dagbók úr íslandsför frá árun- um 1883 og 84. Frumritið var týnt en kom ekki að sök. Sama rithönd var á dagbókinni og athugasemdum í albúminu. Dagbókar- færslurnar vísuðu stundum beint til mynda í albúminu og nú var Frank Ponzi kominn á beinu brautina. Árangurinn birtist_ fyrir jól i fyrra, þegar út kom bók hans, ísland fyrir aldamót. Þótt hún sé stór um sig og glæsileg er hitt eins víst að hún hafi orðið undir í jólabókaflóðinu og því skal bent á hana hér. Bretar og Skotar voru manna ötulastir í ferðalögum á Viktoríutímanum. Bæði fóru þeir um sitt eigið heimsveldi, en einnig til „exótískra", þ.e. ævintýralegra og framandi staða. ísland var tvímælalaust þar á meðal og þá ekki sízt fyrir hlunnindi sem brezkir sportmenn kunnu að meta; nefnilega lax- og silungsveiðar í ám og vötnum. Meðal skozkra sportveiðimanna sem vöndu komur sínar til íslands uppúr 1880 voru tveir „séntilmenn“, Burnett og Trevely- an. Bæði ljósmyndirnar frá íslandi, svo og dagbókin, eru úr fórum þeirra. Báðir voru stórættaðir og vel efnum búnir yfirstéttar- menn; Burnett hafði lært þýzku og frönsku og ferðast um Ameríku og Vestur-Indíur. En mestan part bjó hann í London. Bur- nett, klæddur á mynd í skozkt vaðmál, minnir talsvert á íslenzkan óðalsbónda, til dæmis Böðvar á Laugarvatni. í þtjár fyrstu íslandsferðirnar tók hann vin sinn, Walter H. Trevelyan með, en Walter lézt þá fyrir aldur fram og eftir það fór Burnett þrívegis í íslandsferðir, þá einsamall. Ljósmyndavél í Farteskinu í byijun níunda áratugs 19. aldarinnar var ljósmyndavélin komin á það þróunarstig að menn gátu tekið hana með í ferðalög. Ljós- myndir voru þá teknar á glerplötu með ljós- næmri húðun. Um 1880 kom þurrplatan til sögunnar og leysti af hólmi votplötuna, sem verið hafði mun þyngri í vöfum og varð helzt að hafa framköllunartjald meðferðis á ferðum til þess að hún nýttist. Þeir Burnett og Trevelyan höfðu meðferðist nýjustu „græjur“ og vegna þess hve glerplöturnar voru stórar, eru myndirnar afar skýrar. Líkt og fleiri erlendir teiknarar og ljósmyndarar beindu þeir Burnett og Trevelyan sjónum sínum - og linsum - að húsakosti, lífsstíl og hversdagsstörfum hins venjulega strit- andi manns. Um muninn á lífskjörum í Bret- landi Viktoríutímans og á íslandi, svo og harðindatímabilið á níunda tugnum segir Frank Ponzi svo í bókinni: Ljósmyndirnar úr fórum Trevelyans og Burnetts sýna einstaklega glöggt mun- inn á lifnaðarháttum Breta og Islendinga á þeirra dögum. Auk þess sem þær bera vitni augljósum menningarlegum og fé- lagslegum andstæðum skýra þær þann gífurlega mun sem var á hag þjóðanna tveggja. Aldrei verður sá munur jafn átakanlega augljós og ef saman er borið það sem allt snýst um hjá gestum og heimamönnum. Annars vegar er vel efn- aður ferðalangur, sæll í sinni trú á hag- sældina í Bretlandi, sem er öruggt með sig og stendur á hátindi heimsveldissögu sinnar, kominn til þess að stunda áhuga- mál sín, gera verzlun, stunda veiðiíþrótt sína og leita sér dægrastyttingar. Hins vegar er íslendingurinn, langoftast la- maður afmargra ára harðindum, áföllum af náttúruvöldum og útlendri stjórn og dregur fram lífið á fiskveiðum og sauð- fjárbúskap sem hann stundar uppd von og óvon, háður duttlungum veðurs og árstíða og því smáræði sem hafðist af viðskiptum við Dani og Breta. Hin félagslega og efnahagslega gjá sem þarna var til staðar breikkar jafn- vel enn ef litið er sérstaklega á það tíma- bil sem hér kemur við sögu. Veturinn 1881 var einn sá harðasti í manna minn- um og hafði í för með sér kuldatíð 1882 og hafís sem lagðist upp að öllu Norð- vesturlandi og hindraði nær alla sjósókn þaðan. Helkuldinn sem lagði yfir landið í þrálátri norðanátt hafði fljótlega sín áhrif í flestum verstöðvum, torveldaði veiðar og olli því að sama og engan afla var að hafa... A Suðurlandi blés hag- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. MARZ 1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.