Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1996, Page 12
REYNIVELLIR íKjós 1 l.júní 1882. Hluti safnaðaríns framan við kirkjuna. Athyglisvert er hve margar kvennanna skarta skautbúningi.
SJÓMANNABÖRN í Grófinni í Reykjavík 1884. Þau hafa lifað af mislingafar-
aldurínn tveimur árum áður og það er alvara lífsins fremur en gleði æskunn-
ar sem setur sinn svip á þau. 011 eru þau á sauðskinnsskóm og elztu telpurn-
ar nánast í klæðaburði og fasi eins og gamlar konur.
BÚRFELL í Grímsnesi. Myndina tók Trevelyan í veiðiferð austur í Sog 1882.
Þá höfðu hjónin á Búrfelli, Guðrún Gísladóttir ogMagnús Sæmundsson „stór-
bóndi“ byggt glæsilegt íbúðarhús á þeirrar tíðar mælikvarða og hlýtur
Búrfell að hafa borið af flestum bæjum á þeim tíma. Því miður gátu erfingj-
ar ekki komið sér saman um húsið og var það rifið.
lendi upp á geysistórum svæðum í roki,
hríðum og sandbyljum sem tóku sinn
toll af sauðfé og hrossum, en bar líka
býsnin öll af jarðvegi af túnum bænda
á haf út. Ofan á óttann við hungurvof-
una og öll bágindi almennings bættist
svo mislingafaraldur sem barst til lands-
ins í maimánuði 1882. í Reykjavík einni
lagðist plágan á 1150 af 2600 íbúum
bæjarins og lagði 150 þeirra í gröfina.
Þegar veikin breiddist út lögðust mörg
þúsund manns rúmfastir víða um land
og dauðsföllum fjölgaði. Þeir sem lúta
urðu í lægra haldi voru ekki einungis
þeir sem viðkvæmastir voru fyrir, börn
og gamalmenni, heldur líka fólk í blóma
lífsins sem sultur og næringarskortur
höfðu dregið þrek úr og var því ófært
um að beijast fyrir lífi sínu og sinna.
Líkt og gerðist á íslandi á ofanverðum
fimmta tug 19.aldarþegar kartöflubrest-
ur olli Sultinum mikla og fólk fluttist
hópum saman úr landi varð fjölda sveita-
fólks á íslandi, sem ekki átti í nein hús
að venda, að yfirgefa jarðir sinar til
dala og stranda, sem orðið höfðu fyrir
áföllum, ogfreista hægara lífs utan land-
steinanna. Þótt þetta væri ekki í fyrsta
sinn í íslandssögunni sem ósköp hafa
dunið yfir og þrengt mjög að landsmönn-
um urðu brottflutningarnir sem hremm-
ingar ársins 1882 og vonleysisáranna
þar á eftir ollu, öllu meiri og langvinn-
ari en dæmi eru til. í stórum stíl hófust
þeir 1883 þegar um það bil 1215 íslend-
ingar af þeim 69.722 sem í landinu
bjuggu fluttust búferlum til Kanada og
Bandaríkjanna. “
SUNNUDAGURÁ
NEÐRA-HÁLSI
Af mörgu er að taka í bókinni ísland fyrir
aldamót, en hér skal aðeins staðnæmst við
kafla sem heitir Neðri-Háls og einkum þó
eina sérstæða og merkilega ljósmynd af
heimilisfólkinu og hluta bæjarins á Neðra-
Hálsi.
Venjulega voru dagarnir hver öðrum líkir
í sveitum landsins. Börnunum voru fengin
verkefni um leið og þau uxu úr grasi og
lífið var þrotlaus vinna myrkranna á milli.
Aðeins eitt gat boðað verulega undantekn-
ingu: Kirkjuferð á sunnudegi. Fyrir utan
að vera guðshús var kirkjan hinn félagslegi
vettvangur, þar sem fólk sást og hittist.
Þeir Burnett og Trevelyan hafa einmitt ver-
ið svo heppnir að hitta á þann dag á Neðra-
Hálsi í Kjós, að fjölskyldan er komin í sitt
fínasta púss og albúin þess að fara til kirkju
að Reynivöllum. Það er ljóst að eitthvað
mikið stendur til. Gefum sem snöggvast
gaum að myndinni.
Á henni sjáum við hjónin Þórð Guðmunds-
son bónda og hreppstjóra Kjósverja, konu
hans Guðrúnu Guðmundsdóttur, sex böm
þeirra og fósturdóttur,, sem stendur lengst
til vinstri. Við sjáum að hún er samt enginn
niðursetningur, heldur klædd eins og hin
heimasætan. Báðar eru líkt og gamlar kon-
ur í þessum búningi og báðar eru undirleit-
ar, kannski af feimni framan við myndavél-
ina. Síðan koma nánast fjögur eintök af
sama stráknum, svo líkir eru þeir bræður,
allir í vönduðum vaðmálsfötum og nýklippt-
ir í tilefni dagsins.. Sá þriðji frá vinstri
hneppir bara efstu tölunni á jakkanum; það
gerðu menn gjarnan í þá daga og mun leng-
ur.
Húsbóndinn er vígalegur og stendur
gleitt, enda hreppstjóri og á svartan kúlu-
hatt, sem hann heldur á sérstakan hátt;
hefur ugglaust séð einhverja heldrimenn
stilla sér þannig upp. Hann er ekki tiltakan-
lega stór maður vexti, en takið eftir hvað
hægri hönd hans, sem heldur um hendi
drengsins, er stór og sterkleg. Þórður hrepp-
stjóri er í alveg samskonar vaðmálsfötum
og drengirnir; allt áreiðanlega heimasaumað
og það er synd að segja að hann sé mildur
á svipinn.
Guðrún húsfreyja virðist vera myndarleg
kona og hún skartar skautbúningi í tilefni
dagsins. Áreiðanlega hefur slíkur kvenbún-
ingur ekki verið til á hverju koti í Kjósinni.
Hún heldur á yngsta syni þeirra hjóna, en
þau misstu hann um haustið; dánarorsökin
sögð barnaveiki en gat verið mislingar sem
orsakaði 7 dauðsföll af 10 í Kjósinni þetta
árið. Tveimur árum seinna fæddist þeim
hjónum enn einn sonur.
Frank Ponzi gat rakið það, að myndin
er tekin sunnudaginn 11. júní 1882. Ein-
mitt þann dag var alveg sérstakur dagur;
ferming 11 barna í Reynivallakirkju og þar
hafa þeir Burnett og Trevelyan myndað
sérstaklega fermingarbarnið Margréti, sem
var dóttir Þorkels prests á Reynivöllum og
ugglaust hafa þeir verið boðnir í fermingar-
veizluna. Á mynd af söfnuðinum utan við
kirkjuna má sjá að minnsta kosti 18 konur
bera skautbúning, en aðrar eru með skott-
húfur og sjöl. Athyglisvert er og næstum
ótrúlegt á þessu kalda vori, að þarna hefur
verið það sprottið framan við kirkjuna, að
búið ar að slá og setja hey í sátu.
Meira Um Hreppstjórann
Það sést á svipnum á Þórði hreppstjóra
á myndinni, að þar fer maður sem gefur
sig ekki þótt móti blási og reynist traustur
og úrræðagóður sínu fólki. Þegar hér er
komið sögu hafði hann raunar hafið bygg-
ingu á nýjum bæ á Neðra-Hálsi, en sá bær
sést ekki á myndinni.
Burnett var ekkert að hafa fyrir því að
skrifa hjá sér nöfn þeirra sem hann tók
myndir af. Á myndinni af fjölskyldunni á
Neðra-Hálsi stóð bara „Natives“, eða „Inn-
fæddir". Samt sem áður heppnaðist að hafa
uppá nöfnum fólksins með því að leita uppi
sóknarmannatal Kjósveija.
Um hreppstjórann á Neðri-Hálsi segir
Frank Ponzi m.a. svo í bókinni:
„Þórðar Guðmundssonar, sem varhrepp-
stjóri og hreppnefndarmaður, er minnst
fyrir framsýni og fyrir það hve hann var
dugmikill og einarður að berjast fyrir
þeim málum sem hann tali þjóna best
þörfum bænda í Kjós og horfa til aI-
mennra búnaðarframfara. Hann varð
einna fyrstur bænda í hreppnum til þess
að gefa kornfóður með heyi og fyrstur
til þess að nota bárujárn í stað torfs á
bæjarþökin á Neðra-Hálsi. Eins og flest-
ir strandbúar drýgði Þórður tekjur sínar
af búskapnum með því að stunda sjó
hluta úr ári. Hann reri til fiskjar á sexær-
ingi á vertíðinni sem venjulega hófst í
febrúar ogstóð fram í miðjan mai. Heim-
ilishald og skepnuhirðing þessa vetrar-
mánuði var venjulega falið kvenfólkinu.
Á Neðra-Hálsi kom það í hlut Guðrún-
ar konu Þórðar, Kristínar dóttur þeirra
og þriggja eða fjögurra vinnumanna- og
kvenna sem áttu heima á bænum. Einn
harðan og sérstaklega erfiðan vetur,
sennilega 1882-83, rann Guðrúnu, sem
kunn var að hjálpsemi, til rifja ástandið
hjá bændunum í sveitinni sem horfðu
fram á skepnufelli vegna heyleysis. Með-
an Þórður var í burtu deildi hún hey-
forða sínum með þeim nágrönnum sínum
sem verst voru staddir. Eftir að Þórður
kom heim varð brátt Ijóst að göfuglyndi
konu hans hafði náð út yfir öll örlætis-
mörk og stofnað þeirra eigin skepnum
íhættu. Til þess að bjarga mjólkurkúnum
sínum vafði Þórður utan um þær gæru-
skinnum og teymdi þær niður að sjó og
fóðraði þær þar á þangi úr fjörunni. “
I bókinni segir ennfremur, að enda þótt
Þórður nyti ekki skólagöngu, hafi hann
haft góðar gáfur; verið skýr og beinskeyttur
ræðumaður og jafnvel snillingur í að gera
grein fyrir máli sínu með meitluðum athuga-
semdum. Stundum gekk hann svo hreint til
verks að það var lagt út sem harka eða
kuldi og má ef til vill greina þennan þátt
skapgerðar hans á myndinni. Hann var samt
vinsæll og virtur af Kjósverjum og heimilis-
fólki á Neðra-Hálsi. Börn sín studdi hann
til skólagöngu og einn sonur hans, Þor-
bjöm, varð héraðslæknir á Bíldudal. Sonur
Þorbjörns var Björn, fyrrverandi skurðlækn-
ir í New York, sem mikið orð fór af.
Þórður var hreppsnefndarmaður og
hreppstjóri í Kjós frá 1875 til dauðadags
1921. A tímum vonleysinsins í íslenzku sam-
félagi verður að telja að þessi dugnaðarmað-
ur hafi bjargað sér og fjölskyldu sinni betur
en mörgum öðrum bændum tókst. Kannski
hefur það haft einhver áhrif að erlendir
gestir gistu stundum á Neðra-Hálsi. Þar á
meðal var Sir Henry Rider Haggard, höf-
undur þeirrar frægu bókar, Námar Salóm-
ons konungs. Sir Henry kom til íslands
þeirra erinda að veiða lax, en hann hreifst
líka ákaflega af íslendingasögum og sótti
fyrirmyndir til þeirra í söguna Eirikur frá-
neygi, sem samin var í anda íslendinga-
sagna og hefur áður verið gerð grein fyrir
þessari sögu í Lesbók.
Þórður á Neðra-Hálsi hefði að líkindum
orðið umsvifamikill athafnamaður á okkar
tímum. Hann var einn af stofnendum Eim-
skipafélags íslands og átti 300 króna hlut
í 25 króna hlutabréfum. I þá daga var það
talsvert fé. Það var við hæfi að konungur
íslands og Danmerkur gerði hann að ridd-
ara af Dannebrog.
12