Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1996, Page 6
ÍSLENDIN GAR í LÚXEMBORG
FRIÐRIK og írís heima hjá sér.
í
!
t
f
\
i
Heima hjá
Friðrik og íris
Friðrik Guðjónsson er einn af þeim sem
flýgur um loftin blá, færandi ein-
hverjum varninginn heim á flugvélar-
bákni sem er á hæð við þriggja hæða hús.
Hann er búinn að starfa í Lúxemborg síðan
1974, fyrst sem siglingafræðingur og
hleðslustjóri og nú er hann flugstjóri í þess-
um eilífu langferðum, oft í kringum hnött-
inn. Sá hringur er skemmst floginn á hálfum
fimmta degi, en getur tekið uppí 13 daga.
Á 16 klukkutíma „leggjum“ eða áföngum,
hvíla þeir sig til skiptis. Aftan við stjórnklef-
ann er farþegarými með fáeinum sætum og
kojur, þar sem menn geta lagt sig. Á lang-
ferðum eru aðeins tveir flugmenn við stjórn
vélarinnar, en einn hvílir sig. Og er þetta
gaman?, spurði sá sem ekki veit, og Friðrik
svaraði: „Það verður að vera gaman; annars
færi maður að gera eitthvað annað.“
Ef það er rétt að flugmannakonurnar séu
eins og sjómannskonur á íslandi, þá er íris
ein af þeim. Þau Friðrik og íris búa í einskon-
ar sveitaþorpi skammt utan við borgina.
Fljótt á litið er þar venjuleg þorpsgata, en
húsin eru í rauninni bændabýli og standa
þétt samam í þessu nágrenni kunna þau
Friðrik og íris vel við sig og hafa útsýni
yfír akra og skóga. Lóðin er stór og þar
hefur Friðrik gaman af að taka til hend-
inni; hann er bæði ræktunarmaður og smið-
ur góður. Friðrik er fæddur á ísafírði, en
foreldrar hans, Guðjón bankafulltrúi Jónsson
og Jensína Jóhannsdóttir fluttu til Reykja-
víkur og Friðrik var búinn að marka sér
framtíðarbraut innan við þrítugt. Iris er aft-
ur á móti úr Hafnarfírði og faðir hennar,
Þorkeli prentari Jóhannesson, bróðir Olivers
Steins, var talsvert þekktur maður.
íris fór ung utan til Lúxemborgar og þá
til þess að vinna þar á bar sem hét Loch
Ness og var að hluta í eigu Valgeirs T. Sig-
urðssonar. Valgeir var umsvifamikill í Lúx-
emborg á tímabili en er nú fluttur heim til
íslands. Þegar fyrrnefndur bar var seldur,
opnaðí Valgeir Cockpit Inn, krá sem enn
er starfrækt. íris fór að vinna þar og hún
á heiðurinn af uppröðun á stórfenglegu ljós-
myndasafni úr flugsögu íslands og af ís-
lenzkum bátum, sem þar prýða veggi.
Á þessum árum kynntist hún Friðriki, sem
þá var fráskilinn með tvær dætur. Þær eru
nú uppkomnar; Berglind Sigurveig er mark-
aðsfræðingur og búin að gera Friðrik að
afa, en Katrín Elísabet hefur verið að fást
við myndlist og er greinilega gædd góðum
hæfíleikum eftir málverki að dæma, sem
prýðir heimili þeirra Friðriks og írisar.
IRIS með bókina um landnám íslend-
inga í Lúxemborg. Því miður var
ekki hægt að hafa meðútgefendur
írisar með á myndinni.
„Við fórum að búa saman 1982 og þrem-
ur árum síðar fluttum við inn í hálfklárað
hús og lukum við það sjálf“, segir Friðrik.
í árslok 1990 var stofnuð Sögunefnd ís-
lendinga í Lúxemborg. Markmið hennar var
að skrásetja sögu íslendinga í Lúxemborg.
Jóhannes Helgi rithöfundur hófst handa síðla
árs 1991, en Heimir G. Hansson sagnfræð-
ingur aflaði heimijda og skráði söguna og
bókin: Landnám íslendinga í Lúxemborg
kom út 1994. Þetta er vönduð og vel út
gefin bók með manntali fyrir alla Lúxem-
borgar-íslendinga.
íris átti sæti í Sögunefndinni ásamt Guð-
laugi Guðfinnssyni, Maríu Huesmann og
Þorbjörgu .Jónsdóttur. Þau töldust jafnframt
vera útgefendur bókarinnar, sem seldist vel
í Lúxemborg, en minna en ætlað var á ís-
landi. Útgefendumir riðu ekki feitum hesti
frá þessari útgáfu, enda þótt allmargir ein-
staklingar og fyrirtæki styrktu útgáfuna.
„Þetta fékk engan stuðning heima á íslandi
og ég tek ekki þátt í útgáfu á fleiri bók-
um“, sagði íris. í bókinni er fjöldi mynda
og hún hefur ugglaust verið dýr í útgáfu.
Eftir stendur, að með þessari bók var bjarg-
að margvíslegum fróðleik um íslendinga í
Lúxemborg, sem ella hefði gleymst.
Varaforstjóri og yfir-
flugstjóri hjá Cargolux
að ætlaði að verða þrautin þyngri að
ná tali af Eyjólfi Haukssyni; hann
var annaðhvort að fljúga eða á fund-
um. Fundarsetur virðast verða í æ ríkari
mæli hlutskipti þeirra sem stjórna fyrirtækj-
um og Eyjólfur er einn þeirra. Á síðasta ári
náði hann þeim markverða áfanga að fara
beint úr flugstjórasætinu í stól aðstoðarfor-
stjóra hjá Cargolux, þar sem hann er senior
vice president eins og það heitir í skipuriti
félagsins. Ekki svo að skilja að Eyjólfur hefði
stólaskipti; hann er áfram í flugstjórasætinu
þegar hann má vera að og flýgur að minnsta
kosti á hveijum laugardegi til Svíþjóðar.
Eyjólfur er fæddur og uppalinn í Reykja-
vík og um hann má segja, að krókurinn
beygðist snemma. Strax eftir fermingu fór
hann í svifflugið uppi á Sandskeiði, sem
reyndist góður undirbúningur fyrir vélflugið,
sem hann fór að læra 16 ára og hann var
farinn að fljúga áður en hann tók bílpróf.
„Ég var svo heppinn að hitta á rétta menn
sem hjálpuðu mér; til dæmis kenndi Þorgeir
Pálsson, nú flugmálastjóri, mér svifflug,"
sagði Eyjólfur. Hann fór að fljúga strax og
hann hafði aldur til, fyrst hjá Elíeser Jóns-
syni í Flugstöðinni og þá bæði við kennslu-
útsýnis- og leiguflug. Árið 1970 hóf Eyjólfur
störf hjá Loftleiðum, var þar siglingafræðing-
ur og strax um haustið í flugmannsþjálfun
á „Monsana“ sem svo voru nefndir, þ.e.
skrúfuþoturnar sem Loftleiðir lengdu og
nefndu Rolls Royce 400. En þegar Loftleiðir
seldu monsana til Cargolux, þá fylgdu Eyjólf-
ur og nokkrir aðrir flugmenn með í pakkan-
um. Síðan hefur Eyjólfur verið hjá Cargolux
og árin eru orðin 25. Hann varð flugstjóri
aðeins 27 ára gamall og einhver skaut því
að blaðamanni, að það væri met; enginn
hefði orðið flugstjóri yngri. Ég minntist á
það við Eyjólf og hann hló bara að því og
kallaði það „venjulegt, íslenzkt mont“. Eyj-
ólfur segir að Cargolux eigi nú 7 flugvélar;
þijár nýjar Boeing 747-400 og ijórar af
minni gerðinni sem auðkennd er með 200,.
ein þeirra er í útleigu. Ekkert vandamál er
að fá nógan varning til að flytja og aukning-
in er geysileg, um 20% á síðasta ári. Skammt
frá Findel-flugvelli í Lúxemborg hefur nú
verið byggð risavaxin skemma fyrir
flugfragt. Þar fær Cargolux verulegt hús-
rými og veitir ekki af, því félagið flytur um
600 tonn á hveijum degi.
Hjá Cargolux er æðsti maður kallaður
forseti, en síðan eru fjórir aðstoðarforstjórar
yfir aðskildum deildum. Ein þeirra er Flug-
rekstrardeildin og þar er Eyjólfur aðstoðar-
forstjóri. Fyrir utan að taka flugtúra til Sví-
þjóðar og víðar, er Eyjólfur líka í því að þjálfa
flugmenn og prófa þá hjá Lufthansa í Frank-
furt, þar sem hann fær aðgang að flug-
hermi. Um flugstjórnartækin segir Eyjólfur
að þau séu alltaf að verða betri og betri og
það er alltaf jafn gaman að fljúga; þess-
vegna heldur hann því áfram. Hjá Cargolux
starfa nú 850 manns, þar af 185 flugmenn.
Þetta er fjölþjóðlegur hópur, en samskipta-
málið er enska.
Nú flytja þær mæðgur inn pijónavörur frá
Icewear-Drífu; það er vélpijón, en auk þess
vinna tvær konur á íslandi við að handptjóna
lopapeysur, sem alltaf eru jafn vinsælar.
Bjargey og Sigrún fara í fímm vikur fyrir
jólin á markað í Trier og árangurinn hefur
orðið mjög góður. í tímans rás hafa þær
bætt við sig skinnavörum frá fyrirtæki á
Á LAGER Saga Iceland Wool: Mæð-
gurnar þrjár: Bjargey amma, Sig-
rún mamma og Sara.
BJARGEY og Pétur
ístofunni heima hjá sér.
Hagstæð-
ur vetur
fyrir
prjónles
Heima hjá þeim hjónum Bjargeyju Ey-
jólfsdóttur og Pétri Valbergssyni
flugstjóra hjá Cargolux eru hvers-
kyns íslenzkar lopapeysur og pijónles í rúm-
góðum herbergjum á neðri hæð íbúðarhúss
þeirra. Þar er sýningaraðstaða og lager fyrir
Saga Iceland wool, fyrirtæki sem Bjargey
og Sigrún dóttir þeirra hjóna hafa rekið síð-
an 1988. Þær byijuðu raunar á þessu í sölu-
bás á markaðstorgi í Trier í Þýzkalandi
tveimur árum áður og gekk svo vel að ákveð-
ið var að stofna fyrirtæki.
6