Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1996, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1996, Qupperneq 7
Akureyri sem heitir Safalinn. Heildsalan er heima, en vörumar selja þær hjá samsteyp- unni Kaktus, á Bazar International og tveim- ur verzlunum í Echternach og Grevemacher. Þær dreifa bæklingum frá íslandi og auglýsa stundum í blöðum. Viðskiptin eru eðlilega að mestu leyti bundin við veturinn og þeim fínnst gott að geta þá verið frjálsar að sumr- inu. Þetta hefur verið hagstæður vetur fyrir prjónles að því leyti að hann var óvenjulega kaldur allsstaðar á meginlandi Evrópu; frost vikum saman í Lúxemborg og elztu menn muna ekki annan eins fimbulvetur. Pétur Valbergsson er ósvikinn Gaflari eft- ir því sem hann segir; fæddur í Firðinum, en Valberg faðir hans var matsveinn og Sig- rún Pétursdóttir, móðir hans, var ráðskona á Bessastöðum. Ungur sneri Pétur sér að fluginu og líkt og hjá fleirum bar það brátt að þegar flutt var til Lúxemborgar. Það var hringt í Pétur og spurt hvort hann gæti komið snarlega og áður en hann svaraði, kallaði hann til Bjargeyjar og spurði hvort hún vildi flytja til Lúxemborgar. „Hvað lengi“, spurði hún og Pétur svaraði: „Svona í tvö ár“. Bjargey var til í það, en árin þar ytra eru orðin 24. Pétur er á fullu í fluginu og þau eru ekkert að flytjast heim; eiga þó hús í Garðabæ, sem er athvarf þeirra í Is- landsferðum. Þau hjón leika bæði golf og Bjargey var að koma úr sinni fyrstu golfkeppni þegar mig bar að garði. Pétur sem er gamalreynd- ur og snjall golfari, hefur alltaf golfsettið með sér í fluginu og kveðst, þegar hann getur, fara beint af flugvelli um á golfvöllinn. Sigrún er elzt þriggja dætra þeirra hjóna, gift Islendingi sem á og rekur ljósmyndunar- þjónustu í Lúxemborg. Sú næstelzta, Dögg, er sölumaður í Lúxemborg, en heimasætan Tinna er í foreldrahúsum og stundar skóla- nám. EMIL Guðmundsson og einn af farkostum Flugleiða á Findel-flugvelli. Gott fólk í Lúxemborg Asöluskrifstofu Flugleiða inni í borginni ræður Emil Guðmundsson ríkjum. Þar er eins og vænta má afar íslandslegt um að litast; fallegar myndir af þekktum stöð- um á íslandi prýða veggi. Þar tók á móti mér Valdemar Serrenho, portúgalskur Lúxem- borgari og ágætlega mæltur á íslenzku. Hann var búinn að starfa þarna í 18 ár og sölustjór- inn, Anne Cerf, í 26 ár. Emil er regional manager eins og það heit- ir á ensku, eða svæðisstjóri. Áður gegndi hann samskonar embætti á Flugleiðaskrifstof- unni í Amsterdam í hálft fjórða ár og nú búinn að vera í ár í Lúxemborg. Meðan hann LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27.APRÍL1996 7 Á COCKPITINN: Þrír landar kneifuðu ölið á Kockpit Inn þegar Lesbók bar þar að garði. Aldursforsetinn lengst til hægri er Guðjón Guðjónsson, sem verið hefur flugstjóri hjá Cargolux, en er nú kominn yfir aldursmörkin, sem nú eru dregin við sextugsafmælið. Guðjón er þar að auki húsasmíðameistari og kvaðst vera búinn að búa í Lúxemborg í 23 ár. Fyrir miðju situr Jón Emil Claessen Guðbrandsson, aðstoðarkennari í Lúxemborg; kennir þar ensku í menntaskóla og er búinn að vera á staðnum síðan í janúar síðastliðnum. Lengst til vinstri situr Jónas Þórðarson rafvirki, sem búinn er að vera í Lúxemborg í hálft annað ár og starfar sjálfstætt; mest þó fyrir tvö dönsk byggingarfyrirtæki. Hann sagði að um 5 þúsund Danir byggju og störfuðu í Lúxemborg. GRÉTAR Hansson við einn af fólksflutningabílum AÍIrahanda á bílastæði í Lúxemborg. Allrahanda akstur með íslendinga um Evrópu Það vekur athygli aðkomumanns frá ís- landi að sjá á bílastæði við gistihúsið Studio þijá stóra rútubíla, merkta Allrahanda hópferðum og prýdda íslenzka fánanum. Reyndar kemur nafnið ekki á óvart, því Allrahanda er vel þekkt fyrirtæki í rútu- bílabransanum á íslandi. Hitt vita kannski ekki allir, að Grétar Hansson, sem er nánast bæði bíll og bílstjóri í þessu fyrirtæki, hefur verið með starfsemi í Lúxemborg síðan 1989. Grétar hafði verið með rútubílarekstur á íslandi og hafði hug á að færa út kvíarnar á meginlandi Evrópu, en ekkert var þá hægt leyfislaust. Honum tókst þó að byija með leyfi frá þýzku fyrirtæki, Wega Reisen, sem hann starfar raunar með ennþá. Nú er hinsvegar sú breyting á orðin eftir inngöngu okkar í EES að starfsemi sem þessi er ekki háð leyf- um. Úti í Evrópu hét fyrirtækið Grétar Hanson - Icetravel.En fyrir þremur árum sameinaði Grétar íslenzku rútubílaútgerðina Allrahanda og Icetravel. Nú lætur hann hjólin snúast báðum megin Atlandsála; 25 bílar starfræktir á íslandi, 5 flutningabílar með sérleyfi til Vestfjarða og fyrir Samvinnuferðir og Ferð- amiðstöð Austurlands tekur hann að sér hóp- ferðir. Nú hefur Grétar uppá vasann leyfi sam- gönguráðuneytisins fýrir fólksflutningum í Evrópu og sú starfsemi gengur allan ársins hring. Um er að ræða akstur frá Lúxemborg og vegna hans þarf Grétar 4-5 stóra rútubíla. Það er enginn smáræðis ijöldi sem fer á hveij- um vetri frá Islandi til sídðaiðkana einhvers- staðar í Alpafjöllunum. Skíðafólkið flýgur til Lúxemborgar og þaðan fer það í rútum frá Allrahanda. Stundum þurfa keppnislið að komast til landa Austur-Evrópu og þá er Grétar reiðubúinn. Þar er betra að hafa var- ann á og ekki má yfirgefa bílinn smástund, þá er óðar búið að bijóta hann upp og stela því sem hægt er að ná. Fyrir utan þetta er um hefðbundinn akstur að ræða fyrir Flugleiðir og ferðaskrifstofur á Islandi. Brottfararstaðir eru þá oftast Lúxem- borg, Hamborg, Frankfurt, Amsterdam og Vínarborg. Oftast ekur Grétar sjálfur í þessum ferðum og er úti í Evrópu stærstan hluta ársins; þó heima á sumrin. Inn í þetta starf hleypur ekki hver sem er, því það er rétt meira en að segja það að rata allsstaðar. Grétar telur sig rata beinustu leiðir, meira að segja í öllum stórborgum meginlandsins. Guðni sonur Grétars ekur einnig í Evrópu og fleirii bílstjórar, þar á meðal íslenzkir lúx- emborgarar. Hópferðabílar þeir sem nú eru í förum eru í senn stórir og glæsilegir. Þeir eru með sjónvarpstækjum, myndbandstækjum og að sjálfsögðu salernum og kælibúnaði. Til þessa hefur allt gengið vel og alltaf hafa far- þegar náð sinu flugi. En álagið er stundum mikið, ekki sízt að aka kannski þúsund km í einni lotu. Með sérstökum leyfum sem hægt er að kaupa, má aka þessum bílum á 100-110 km hraða. Vegna EES-samninganna getur fyrirtækið nú flutt bílana eftir verkefnum milli íslands og Evrópu. Yfir vetrarmánuðina, þegar lítið er að gera á íslandi, eru bílarnir fluttir til Evrópu og á sumrin aftur til íslands. Fyrir þessum tilflutningi hafa skipafélögin greitt, segir Grétar Hansson. EYJÓLFUR Hauksson í flugstjóragallanum. Eiginkona Eyjólfs heitir Elsa María Wald- erhaug og er frá Ólafsfirði. Þau eiga 5 börn. Elzta dóttirin, Ragnhildur Edda, er tungu- málakennari í Vínarborg, sú næstelzta, Hrafnhildur Mary, vinnur hjá samgöngu- ráðuneytinu í Lúxemborg, Haukur Albert er að klára flugnám á íslandi, en Elísabet Lilly og Alexander Jakob eru 8 og 6 ára. Um barnaskólanám þeirra segir Eyjólfur að kröf- urnar séu strangari en á íslandi. Þau verða strax að fara í þýzkunám og frönsku frá 8 ára aldri og svo ensku. Lúxemborgísksu tala börnin eins og innfædd, en að sjálfsögðu er töluð íslerizka á heimilinu. Eldri börnin hafa farið til Islands og tekið hluta af stúdents- prófi sínu þaðan og með því hafa þau mynd- að góð tengsl. Þau Eyjólfur og Elsa koma til Islands tvisvar eða þrisvar á ári og eiga íbúð þar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.