Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1996, Síða 8
ÍSLENDINGAR í LÚXEMBORG
var í Amsterdam varð árangurinn þar svo
góður að Flugleiðaskrifstofan þar var valin
„söluskrifstofa ársins" og sú velgengni hef-
ur greinielga fylgt Emil til Lúxemborgar,
því nú náðist beztur árangur þar og Emil
hefur fengið þessa nafnbót tvívegis. Um
framtíðarveru í Lúxemborg sagði Emil, að
„við þessir „útilegumenn" erum ráðnir í 3-5
ár. Þá erum við fluttir annað.“
Emil Guðmundsson er ættaður frá
ísafirði, en fæddur og uppalinn á Akranesi
og hefur alltaf litið á sig sem Skagamann,
segir hann. Hjá Flugmálastjóm fór hann
að vinna 16 ára, síðan hjá Loftleiðum og
Flugleiðum. Starfsferillinn er orðinn 40 ár,
heima og erlendis. Um tíma vann hann i
Kaupmannahöfn og í áratug var hann hótel-
stjóri á Hótel Loftleiðum. Hann kveðst
kunna vel við sig í Lúxemborg; aðalgallinn
væri að vera ekki mæltur á tungu inn-
fæddra. Aðspurður um muninn á þeim og
Hollendingum, ef einhver væri, sagði Emil
að sá munur væri vel sjáanlegur. Lúxarar
séu talsvert lokaðir, en reynast ekki síður
ágætis fólk þegar maður hefur kynnst þeim.
Kona Emils er Sigurbjört Gústafsdóttir
frá Vestmannaeyjum. Þau eiga tvo upp-
komna syni: Ragnar rafmagnsverkfræðing
hjá Orkubúi VestQarða; hann býr á ísafirði,
- og Kjartan Þór, sem er flugumferðarstjóri
og býr í Kópavogi. Bamabömin eru fjögur.
Þau Emil og Sigurbjört búa í Itzid, þorpi
milli flugvallarins og borgarinnar. Þar eru
kýr á beit og sveitalegt um að litast, segir
Emil. Mikil ferðalög fylgja þessu starfi og
Sigurbjört fer með þegar Emil þarf að fara
til Islands. Heima fýrir í Lúxemborg iðka
þau hjólreiða- og gönguferðir í skógi vöxnu
umhverfí í næsta nágrenni.
Þráðlaus
sími er
allt sem
þarf
Eitt fyrirtækjanna sem íslendingar í
Lúxemborg eru skráðir fyrir heitir
Air ABC. Annar eigendanna,
Þórður Sæmundsson, flugvirki, var heima
hjá sér, þaðan sem hann stundar þennan
rekstur. Raunar var hann að dunda í garð-
inum því þessi dagur hafði boðað lang-
þráða breytingu frá óvenjulegum kulda
mestallan veturinn; raunar má telja að
verið hafí fímbulvetur á þessum slóðum
eftir því sem gerist.
Þórður sagði að það væri í góðu lagi
að dútla í garðinum, því hann væri með
símann á sér og þráðlaus sími er allt sem
þarf, sagði hann. Auk Þórðar voru það
Birkir Baldvinsson og Paul Pauletto sem
stofnuðu fyrirtækið 1981 og var talsverður
ævintýrabragur á upphafinu. Cargolux tók
þetta ár þátt í pílagrímaflugi í samstarfí
við flugfélag í Nígeríu og Þórður var send-
ur þangað „niðureftir" til þess að stjórna
eftirliti með flugvélunum. Þar kynntist
Þórður umsvifamiklum ævintýramanni
sem rak fjölda fyrirtækja í Nígeríu og vildi
gjarnan bæta við sig flugrekstri. Svo fór
að Þórður og meðeigendur hans keyptu
flugvél og leigðu þessum Dr. Hamza.
Hann reyndist nokkuð lausbeizlaður og
hafði ekki áhyggjur af smámunum eins
og að gefa út stóra gúmmítékka eða standa
við samninga. Svo fór að Dr. Hamza var
sviptur flugrekstrarleyfinu, en flugvélin
kyrrsett í Nígerðiu. Eftir margar þrauta-
göngur í ráðuneyti fór svo að lokum að
brottfararleyfí fékkst - það mátti bara
ekki nota flugvöllinn. Þá tóku menn stóra
áhættu; dembdu sér af stað og Stefán
Jónsson flugstjóri rriarði á loft áður en
innfæddir gátu hindrað það.
Síðan er Birkir genginn út úr félags-
skapnum, en Þórður hélt áfram að kaupa
og selja flugvélar ásamt félaga sínum, þar
til að á síðustu árum hafa þeir eingöngu
verið í varahlutabransanum. „Þetta liggur
í því“, sagði Þórður, „að komast að því
ÞÓRÐUR Sæmundsson við íbúðar-
hús sitt í Lúxemborg, þaðan sem
hann útvegar og selur varahluti í
flugvélar. Að ofan: íbúðarhús Þórð-
ar og Drífu Sigurbjarnardóttur.
hvar vantar varahluti í flugvélar og útvega
þá síðan. Og það er eins og annarsstaðar,
að þetta gengur út á að þekkja mann sem
þekkir mann. Allur þessi bísnis gengur
fyrir persónulegum kunningsskap“.
Þeir eru hættir með varahlutalager;
hann er allur kominn til Fort Lauderdale
í Florida. Þórður er mestan part í því að
kaupa varahluti og senda þá vestur. Þess-
vegna getur hann starfað hvar sem er -
maður þarf bara að hafa síma og fax. En
hvað með gæðin og hugsanlegt svindl, sem
komst í heimsfréttir í vetur eftir að flugvél-
in fórst við Dóminíkanska lýðveldið. Þá
var talað um áð varahlutir með vafasaman
uppruna hefðu jafnvel verið settir í hana.
Þórður sagði, að sjálfsögðu yrði maður að
líta á þá varahluti sem keyptir væru, ann-
ars væri hægt að gera stór mistök. Við
þessi innkaup þarf mjög gott „heilbrigðis-
vottorð". Menn hafa lent í fangelsi og feng-
ið stórsektir fyrir að vera jafnvel að smíða
eitthvað sjálfír og selja undir fölsku flaggi.
Þess er svo að geta að lokum, að eigin-
kona Þórðar er Drífa Sigurbjarnardóttir,
ein þeirra sem eiga og reka Studio, og
minnst er á annarstaðar hér. Þau hjónin
reka auk þessa fyrirtækið Chapter 80;
einnig það hefur með höndum varahluta-
viðskipti vegna flugvéla.
SIGURÐUR Lárusson deildarstjóri hjá Cargolux fyrir utan húsið.sem hann
teiknaði sjálfur. Að neðan: Hluti fjölskyldunnar í stofunni: Sigurður, tvíbura-
systkinin Móeiður Iða og Sigurður Orn og húsmóðirin Dúfa er lengst til hægri.
Sigurður
teiknaði
húsið
sjálfur
A
slendingarnir í Lúxemborg búa flestir
eitthvað utan við borgina, sumir nán-
ast úti í sveit. í úthverfabænum God-
brange hafa hjónin Dúfa Ólafsdóttir og Sig-
urður Lárusson byggt glæsilega yfir fjöl-
skylduna. Sigurður er deildarstjóri Tækja-
deildar Cargolux, Skagamaður að uppruna
og þau hjón hafa búið í Lúxemborg síðan
1975. Dúfa er frá Skarfsstöðum í Dölum
og er menntuð sem skurðstofuhjúkrunar-
kona. Á sumrin hefur hún unnið í sínu fagi
á Borgarspítalanum í Reykjavík, en erfítt
hefur reynzt fyrir hana að fá viðurkenn-
ingu á sínum pappírum í Lúxemborg. Það
er þó breytt núna eftir inngöngu okkar í
EES og stefnir Dúfa á það að fá vinnu á
spítala í Lúxemborg.
Böm þeirra hjóna eru fjögur. Elztur er
sonurinn Ólafur Jóhann, sem er í verk-
fræðinámi, en hefur starfað hjá Lands-
virkjun á sumrin. Dóttirin Berglind Ýr er
listmálari og hefur sýnt verk sín í Reykja-
vík og eins og vænta má eru verk hennar
einnig á veggjunum hjá foreldrum henn-
ar, en fyrir utan listina er Berglind Ýr
að læra bæði þýzka og franska lögfræði.
Yngri eru svo tvíburasystkini Móeiður Iða
og Sigurður Örn; þau eru í foreldrahúsum
og námi.
Það er sérkennilegt og ólíkt því sem
gerst gæti hér á landi, að Sigurður teikn-
aði sjálfur íbúðarhúsið og fékk sínar teikn-
ingar stimplaðar og samþykktar eins og
ekkert væri sjálfsagðara. Síðan vom
fengnir dugnaðarforkar frá íslandi til að
byggja það. Mátti skilja á húsráðendum
þarna og fleiri íslendingum, að þeim þykja
innlendir iðnaðarmenn æði hæggengir og
þar að auki dýrir. Það er t.d. ekkert verið
að klára verk, sem er alveg á lokastigi,
ef klukkan segir að vinnutíma sé lokið.
MORGUNBLAÐIÐ ER ómissandi og hluti af hinu daglega lífi /yá mörgum ís-
lendingum í Lúxemborg. Það fæst á flugvellinum og tveimur bensínstöðvum,
þar á meðal Essóstöðinni sem hér sést. Þar er blaðastandur þar sem heimsblöð-
in fást, Le Soir þar á meðal, svo og Morgunblaðið. Grétar Hansson hjá flutninga-
fyrirtækinu Allrahanda brá sér þangað inn til að ná sér í Moggann.