Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Síða 5
Ljósm. líklega Jón J. Árnason. ÞÓRSHÖFN um síðustu aldamót. Við sjóinn sést veslunarhús 0rum og Wulffs með fána við hún. Nær er geymsluhús fyrirtækisins. Fjær er Ingimarshús. Skipin á legunni eru strandferðaskipin Egill og Hóiar. ÞESS VAR minnst dagana 19.-21. júlí með veglegum há- tíðarhöldum á Þórshöfn að 150 ár eru liðin síðan Alþingi sam- þykkti lög um löggildingu stað- arins sem verslunarstaður. Af sama tilefni hefur Þórshafnar- hreppur ráðist í að láta rita sögu hins forna Sauðaneshrepps á Langanesi og þéttbýlis á Þórshöfn. Lónafjörður skerst til austurs inn úr Þistil- firði og við hann austanverðan er Þórshöfn. Skipalægi var talið þar allgott frá fornu fari og fyrr á öldum var þangað nokkur sigling. í lok 16. aldar var sérstaklega mikið um kaup- skipakomur til íslands og komu þá kaupmenn á hafnir sem alla jafnan var ekki föst sigling til. Ein þeirra var Þórshöfn og það voru mest Þjóðveijar sem þangað komu og kölluðu þeir staðinn Dureshaue. Með tilkomu einokunarverslunar árið 1602 lagðist sigling á Þórshöfn alveg niður og Þistl- ar, Langnesingar og Ströndungar sóttu þá verslun til þess verslunarstaðar sem þeim hent- aði, Húsavíkur eða Vopnafjarðar. En þegar Danir innleiddu umdæmaverslunina árið 1684 versnaði hagur þessa fólks mjög, að minnsta kosti Þistla og Langnesinga, því þá var þeim gert að sækja alla verslun til Húsavíkur. Þang- að áttu þeir langan og erfiðan veg að fara en miklu auðsóttara til Vopnafjarðar. Sumir létu ekki segjast og héldu áfram að sækja verslun til Vopnafjarðar og eftir aðeins fá ár reis um þetta athæfi ágreiningur milli kaupmannanna á Húsavík og Vopnafírði. Með milligöngu land- fógeta tókst þó að leysa deiluna árið 1691 og var verslun Þistla og Langnesinga á Vopna- firði eftir það lögleg. Einnig áttu þeir viðskipti við duggara sem sóttu til Islands til veiða. Við upphaf fríhöndlunar árið 1787 voru stofnaðir sex kaupstaðir á landinu en innan umdæma þeirra máttu vera úthafnir. Á Norð- austurlandi voru Húsavík og Vopnafjörður út- hafnir. Árið 1790 gaf Sölunefnd konungseigna vilyrði um aðstoð við að stofna verslun á Þórs- höfn en lítið varð um efndir. Vorið 1839 leyfðu stjórnvöld kaupmönnum á Vopnafirði og Raufarhöfn að versla á Þórs- höfn með því skilyrði að varningur væri seldur þar sama verði og á hinum höfnunum. Verslun- in var sú sama á báðum stöðunum, 0rum & Wulff. Reynslan lofaði góðu og því lagði Al- þingi það til við ráðamenn í Danmörku árið 1845 að Þórshöfn yrði löggilt sem verslunar- staður og gekk það eftir ári seinna. Þrátt fyrir löggildinguna komst föst verslun ekki strax á fót á Þórshöfn. Fyrst í stað hafði verslun 0rum & Wulff þar sumarviðskipti við bændur og þangað komu lausakaupmenn, þ.e. kaupmenn sem ekki höfðu fastar verslanir í iandi. Þeir höfðu vaming sinn til sýnis og sölu um borð í skipunum og bændur komu með það sem þeir höfðu að bjóða niður að flæðarmáli. Gránufélagið byrjaði að sigla með vörur til Þórshafnar strax fyrsta árið sem það starfaði, sumarið 1870, og svo yfirleitt á hveiju sumri næstu tvo áratugina. Fram kemur það viðhorf hjá Tryggva Gunnarssyni kaupstjóra að Lang- nesingar voru lengi meðal bestu og tryggustu viðskiptavina féiagsins. Til þess að tryggja hag sinn á þessum slóðum byggði félagið fiskverk- unarhús árið 1884 í Heiðarhöfn sem er nokkru norðar á Langanesi en Þórshöfn. Árið 1895 stofnuðu Langnesingar Pöntunarfélag þegar þeir voru orðnir óánægðir með þjónustu Gránu- félagsins. Fljótlega eignaðist félagið aðstöðu á Þórshöfn og þá loks tók verslun 0rum & Wulff við sér og reisti árið 1897 verslunar- og íbúðar- hús á staðnum. Því má svo ekki gleyma að Langnesingar, mest útnesingar, áttu alltaf einhver viðskipti við sjómenn af erlendum fiskiskipum eins og fyrr á öldum: Hollendinga, Englendinga, Frakka og síðast Færeyinga. Heimamenn seldu duggurunum pijónles allskonar, einkum sjó- vettlinga, ull, fiður, skinnavöru og kindur, og ÞÓRSHÖFN Á LANGANESI 150 ÁRA EFTIR FRIÐRIK G. OLGEIRSSON Vorió 1839 leyfóu stjórnvöld kaupmönnum ó Vopnafirói oq Raufarhöfn aó versia á Þórshöfn meó því skilyrói aó varningur væri seldur þar á sama verói oq á hinum höfnunum. Verslunin var sú sama á báóum stöóunum, 0rum & Wulff. Reynslan lofaói góóu og því lagói Alþingi þaó til vió ráóamenn í Danmörku árió 1845 aó Þórshöfn yrói löggilt sem verslunarstaóur og gekk þaó eftir ári seinna. NÝLEG mynd af Þórshöfn. Li6sm iRo,n Ho,nfiör* Ljósm. Óskar Sigvaldason 1963. GAMLI prestbústaðurinn á Sauðanesi, byggður úr höggnu grjóti árið 1879. Húsið er ein merkasta byggingin af þeirri gerð á landinu og nú í umsjá Þjóðminjasafns ís- lands. Unnið er að endurbyggingu hússins. ís úr íshúsum ti! Færeyinga eftir aldamótin síðustu. í staðinn fengu þeir salt, veiðarfæri, kex og kaffi, sykur og síróp, jafnvel fatnað, smjörlíki og vín. Og þegar komið var fram yfír aidamót bættist við lifur sem Langnesingar bræddu og seldu svo lýsið með góðum hagnaði. Af framansögðu má ljóst vera að upphaf þéttbýlismyndunar á Þórshöfn á síðustu tveim- ur áratugum aldarinnar sem leið verður fyrst og fremst rakið til verslunar. Áðurnefndar verslanir þurftu starfsfólk og smám saman fjölgaði þeim sem staðinn bjuggu og flestir auðvelduðu sér lífsbaráttuna jafnframt með búskap. Fyrsta húsið var skemma sem Jón Benjamínsson bóndi á Syðra-Lóni byggði um 1880, en Þórshöfn var í landi jarðarinnar. Fimm árum seinna reis önnur skemma fyrir vörur sem síðar var breytt í íbúðarhús og þá nefnt Ingi- marshús. Árið 1897 byggði svo verslunin 0rum & Wulff áðurnefnt verslunar- og íbúðarhús og tvö vörugeymsluhús. Fyrirtækið starfaði á staðnum til ársins 1918. Pöntunarfélagið kom sér skömmu síðar upp húsnæði, svonefndu Pöntunarhúsi, og eftir aldamót byggðu Friðrik og Björn Guðmundssynir íbúðar- og verslunar- hús úr timbri sem kallað var Björnshús. Hús þetta komst seinna í eigu verslunar Þorsteins Arnljótssonar, en hann var sonur þess lands- fræga prests og alþingismanns séra Arnljóts Ólafssonar sem lengi sat á Syðri-Bægisá í Eyjafirði en fékk Sauðanes á Langanesi árið 1889, en það brauð var á fyrri tíð með eftirsótt- ustu prestaköllum landsins. Öll þessi elstu hús stóðu á eyri við höfnina - Plássinu - sem svo er nefnt og sum þeirra standa þar enn. íbúar voru orðnir 88 árið 1901 samkvæmt manntali það ár. Fólksflutningar til Ameríku voru í há- marki í lok 19. aldar. Stór hluti útflytjenda kom frá Þingeyjarsýslum, ekki síst frá Þistilfirði og Langanesi. Vaxandi fjöldi fólks hafði framan af öldinni leitað sér jarðnæðis á heiðum Norð- austurlands í sæmilega eða góðu árferði. En þegar harðnaði og náttúruöflin urðu óvinveitt flosnaði þetta fólk upp. Þorp voru enn lítt eða ekki farin að byggjast á þessu landsvæði og þvi var eftirspurn eftir fólki til starfa við sjávar- síðuna ekki komin til sögunnar. Því lá útgöngu- leiðin vestur um haf til Ameríkulanda. A árun- um 1876 til 1909 fluttust 227 manns frá Sauða- neshreppi vestur um haf og er það mjög hátt hlutfall íbúa miðað við aðra hreppa landsins. En ísland var á uppleið. Landsmenn voru óðum að öðlast nógu mikla tækni til þess að geta hagnýtt sér auðæfí landsins - fískimiðin - í miklu meira mæli en þeir höfðu getað fram að þessu. Fiskveiðar höfðu verið stundaðar frá ómunatíð af sjávaijörðum við austanvert Langanes og nesið utanvert að norðan, minna innar. Fiskimið voru þar mjög góð. Jarðir voru sumar að sönnu ekki stórar en með dugmikilli sjósókn og nýtingu allra þeirra hlunninda sem náttúran hafði upp á að bjóða var Langanes vel til búsetu fallið meðan íslendingar bjuggu að sínu; öldum saman var það forðabúr fyrir önnur héruð, þangað var sóttur rekaviður, egg, dúnn, fugl, fiskmeti úr sjó og vötnum og lýsi. Vegna gjöfulla fískimiða við Langanes óx mikilvægi fiskveiða og fiskvinnslu í upphafi þessarar aldar. Lengi var rekin umtalsverð út- gerð frá Heiðarhöfn en mikilvægara útgerð- arþorp og stærra varð til á Skálum, þar sem öflug árabátaútgerð stóð undir meira en 100 manna sjávarþorpi þegar mest var á árunum frá 1910 og fram um miðja öld. Þangað leitaði fólk viðsvegar að af landinu til vinnu og Færey- ingar voru þar áberandi um tíma. Þótt báðir þessir staðir fengju löggildingu Alþingis sem verslunarstaðir, Skálar árið 1895 og Heið- arhöfn árið 1903, fór samt svo að þeir lögðust af og fóru í eyði, m.a. vegna þess að atvinnu- hættir á þeim báðum báru fremur keim af liðn- um starfsháttum 19. aldar en þeirri véltækni sem var í sókn um land allt. Framtíðin var Þórshafnar. Þar var höfn og þar var kominn vísir að þorpi um aldamótin með verslunum sem stunduðu viðskipti við nálægar sveitir. Nú bættist vélbátaútgerð við og kauptúnið fór að stækka örar en áður, og smám saman varð sjávarútvegur helsta undirstaða byggðarinnar. Fyrst var atvinnulífíð borið uppi af litlum trill- um, en með árunum stækkuðu bátarnir. Þá varð brýnt að skapa þeim betri hafnarskilyrði og árið 1937 hófust hafnarframkvæmdir. Þær urðu m.a. til þess að hinum forna Sauðanes- hreppi var skipt árið 1946 í Þórshafnarhrepp, sem tók til kauptúnsins, og Sauðaneshrepp. Útgerðin efldist stöðugt á Þórshöfn og loks hófst þar togaraútgerð og útgerð annarra út- hafsveiðiskipa á áttunda og níunda áratugnum. Þróunin hefur sérstaklega verið ör nú síðustu árin og eftir því tekið hversu vel hefur verið staðið að útgerðarrekstri í kauptúninu og út- vegsmenn þar jafnvel verið í forustu um nýjung- ar í útvegsmálum. Eftir miðja 20. öld fór byggð á utanverðu Langanesi hnignandi. íbúum í Sauðaneshreppi fækkaði stöðugt og jarðir fóru í eyði en fólki fjölgaði á Þórshöfn. Svo fór árið 1993 að hrepp- arnir voru sameinaðir á ný í eitt sveitarfélag. En eftir standa á utanverðu nesinu timburhús á gömlum yfírgefnum jörðum og tóftarbrot eins og minnisvarðar um horfna starfshætti þjóðar- innar. Sjá má árabáta á hvolfi, óhreyfða frá því skilið var við þá fyrir mörgum árum, rústir sjóhúsa, íshúsa og sölubúða, grunn annars elsta vélfrystihúss landsins, steinsteypta bryggju og margt fleira sem minnir á athafnalíf genginna kynslóða. í rauninni er það ágætis kennslu- stund í atvinnusögu þjóðarinnar að eiga þess kost að ferðast um eyðibyggðir Langaness, feta grýtta slóðina út i Skoruvík, gangandi eða á velbúnum íjallabíl með vönum bílstjóra, og þaðan yfír Vatnadal að Skálum. Óvíða annars staðar á íslandi er hægt að skoða rústir sjávar- þorps með bryggju og leifunum af brimvamar- garði. Ýmsir hafa fengið pata af þessu og umferð ferðamanna um nesið er nú vaxandi. Höfundur er sagnfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.