Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Side 8
Eiríkur Kristín Alda Ármanna Hafsteinn Pétur Katrín H. Gunnlaugur Guðrún Svava Hjörleifur Torfi Smith Þorkelsdóttir Sveinsdóttir Austmann Friðrik Ágústsdóttír Stefán Gíslason Svavarsdóttir Sigurðsson Jónsson Akvarell ísland er yfirskrift fyrstu samsýningar íslenskra vatnsiitamálara sem hafin er í Hafnarborg, Menningar- og listastofnun Hafnarfjaróar. Tíu listamenn eiga verk á sýningunni, þeirra á meóal Guórún Svava Svavarsdóttir og Katrín H. Ágústsdóttir, sem ORRI PÁLL ORMARSSON hitti aó máli, en sú síóarnefnda er jafnframtí fylkingarbrjósti nýstofnaóra samtaka vatnslitamálara á íslandi. AÐ HANTERA EINFALDLEIKANN VATN SLITURINN í sinni upp- runalegu mynd hefur verið sagður í eðli sínu sú tækni meðal sjónlista sem kemst næst því að fanga upplifun augnabliksins, sé hún hant- éruð af tilhlýðilegri kunn- áttu. Eða eins og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur hefur komist að orði: „í einni svipan mynda skynjun og papp- ír órofa heild. 0g í einni svipan, vegna þeirr- ar hárfínu jafnvægiskúnstar sem hér um ræðir, getur myndin klofnað niður í frumein- ingar sínar. Akvarellumálarinn tekur því öllu meiri áhættu en olíumálarinn sem getur endalaust hnoðað striga sinn og leiðrétt mistök.“ Og áfram heldur Aðalsteinn: „Þeir sem játast undir vatnslitamyndlistina, einkum og sér í lagi áhangendur akvarellunnar, eru sennilega einu ídealistarnir í myndlistinni í dag. Hvergi annars staðar í myndlistarheim- inum finnur maður viðlíka trú á sjónhending- una, á gildi - mér liggur við að segja sann- leiksgildi - hinnar skyndilegu upplifunar, trú á það að hún veiti okkur með einhveijum hætti innsýn bæði í uppsprettu lífsins og hinstu rök þess. Þó svo að fæstum vatnslita- málurum dytti í hug að lýsa listsköpun sinni með þessum hætti.“ Það var Ásgrímur Jónsson sem ruddi ís- lenskum vatnslitamálurum braut og allar götur síðan hafa vatnslitir verið ofarlega á baugi í íslenskri myndlist, þótt sumum þyki þeir aldrei hafa hlotið verðskuldaðan virð- ingarsess meðal þjóðarinnar. Þrátt fýrir að fjölmargir íslenskir mynd- listarmenn hafi í gegnum tíðina gefið vatns- litunum gaum - í meiri eða minni mæli - hefur samstarf íslenskra vatnslitamálara löngum verið af skomum skammti. Það er ekki fyrr en nú, með sýningunni Akvarell ísland í Hafnarborg, að þeir hafa tekið sam- an höndum. Samtök vatnslitamálara á íslandi Tildrög þessarar fyrstu samsýningar ís- lenskra vatnslitamálara _eru þau að á liðnu hausti barst Katrínu H. Ágústsdóttur mynd- listarmanni í hendur áskorun frá Nordiske Akvarelleselskapet, félagsskap vatnslita- málara á Norðurlöndum, um að kanna áhuga meðal vatnslitamálara á íslandi um aðild og stofnun samtaka vatnslitamálara hér- lendis. í Nordiske Akvarelleselskapet eru ríflega tvö þúsund félagsmenn og er félagið um þessar mundir að reisa safnahús ellegar miðstöð í nágrenni Gautaborgar, þar sem vatnslitamyndum verður skipað í öndvegi. Verða þar sýningarsalir, gestavinnustofur, kennsluaðstaða og sitthvað fleira. Katrín kveðst hafa orðið við umræddri áskorun og í nóvember síðastliðnum boðaði hún listamenn sem fengist hafa við vatns- litamálun á undirbúningsfund, þar sem ákveðið var að stofna óformleg samtök. Er tilgangur þeirra að gangast fyrir sýningum hér á landi og koma á samstarfi við Nor- diske Akvarelleselskapet. Félagar í samtökum vatnslitamálara á íslandi eru níu og taka þeir allir þátt í sýn- ingunni í Hafnarborg. Flestir hafa þeir unn- ið með vatnslitatækni um árabil og ýmist sýnt vatnslitamyndir eingöngu eða með verkum unnum í önnur efni. Og nöfnin hljóma kunnuglega: Alda Ármanna Sveins- dóttir, Eiríkur Smith, Guðrún Svava Sva- varsdóttir, Gunnlaugur Stefán Gíslason, Hafsteinn Austmann, Kristín Þorkelsdóttir, Pétur Friðrik, Torfi Jónsson, auk Katrínar en heiðursgestur sýningarinnar er Hjörleifur Sigurðsson. „Við höfum lengi vitað hvert af öðru og fylgst með í fjarlægð en kannski alltaf vant- að einhveija ástæðu til að starfa saman. Nú er hún komin,“ segir Katrín og Guðrún Svava Svavarsdóttir bætir við að þótt þessi hópur ríði á vaðið muni dyr samtakanna standa opnar í framtíðinni. Verða íslensku samtökin reyndar bundin við myndlistar- menn en Nordiske Akvarelleselskapet er opið öllu fagfólki sem notar vatnsliti. „Sýn- ingar verða snar þáttur í starfi okkar enda hafa listamenn hag af því að sýna saman,“ segir Guðrún Svava. Smollió vel saman Katrín hefur borið hitann og þungann af sýningarhaldinu og starfi samtakanna en einhver „verður að sjá um að koma hlutun- um í verk“, eins og hún kemst að orði. Segir hún hina listamennina hafa verið boðna og búna til að leggja hönd á plóginn og framkvæmdin hafi því gengið eins og í sögu. „Þessi hópur hefur smollið ákaflega vel saman.“ Að sögn Katrínar og Guðrúnar Svövu kennir margra grasa á sýningunni enda munu íslenskir vatnslitamálarar ekki vera Akvarellumálarinn tekur öllu meiri áhcettu en olíumálar- inn semgetur enda- laust hnobab striga sinn og leibrétt mistök bundnir á klafa ákveðins stíls eða stefnu — tæknin er fijáls. „Það verður vonandi for- vitnilegt fyrir listunnendur að bera saman tækni og efnistök þeirra sem sýna að þessu sinni,“ segir Katrín en mörg ný verk verða í brennidepli í Hafnarborg. Vatnslitamálun er flókið listform og sagt hefur verið að það taki jafnvel færustu myndlistarmenn dijúgan tíma að ná á henni tökum. Undir þetta tekur Katrín en Guðrún Svava dregur seiminn. Hún lýsir sig að vísu ekki andvíga þessari skoðun en segir hana að nokkru leyti litaða af hjátrú. „Vatnslitirn- ir eru vissulega erfiðir en það eru aðrir miðlar líka.“ En þótt tæknin sé flókin er viðhöfnin ein- föld enda verður akvarellan - myndin - til fyrir „lífrænt og milliliðalaust samband mannshandarinnar - og þar með einnig taugakerfisins - og náttúrulegustu efna sem til eru: Vatns, steinefna og pappírstrefja", að því er Aðalsteinn^ Ingólfsson ritar í sýn- ingarskrá Akvarell ísland. „Það þarf ekki miklar græjur til að mála vatnslitamynd, auk þess sem efnið mengar ekki, þannig að það er nánast hægt að vinna með það heima í stofu. Þetta þýðir hins vegar að meira verður að koma frá listamanninum sjálfum,“ segir Katrín og Guðrún Svava tekur upp þráðinn: „Einfaldir hlutir eru oft erfiðastir." Gjörbreytt aó morgni Við vinnu sína leitast sumir vatnslita- málarar við að halda litunum í skefjum en aðrir kjósa að láta þá „fljóta". Guðrún Svava er höll undir síðarnefndu aðferðina. „Það er svo spennandi að láta litina fljóta; þegar maður kemur að mynd að morgni getur hún verið gjörbreytt frá því maður skyldi við hana kvöldið áður. Maður býður því alltaf spenntur eftir því að sjá hvort vatnið gerir myndir betri eða verri.“ Katrín segir að flestir - ef ekki allir - íslenskir vatnslitamálarar hafi reynt fýrir sér í öðrum miðli áður en þeir sneru sér að vatnslitunum, sem fangað hafi ímyndunar- afl þeirra. „Þetta er svo lifandi miðill að fólk hefur fest í honurn," segir hún og Guð- rún Svava bætir við að því betri tökum sem menn nái á tækninni verði þeim mun fleiri og umfangsmeiri verði ögranirnar. Stöllurnar eru fullar bjartsýni á þessum tímamótum enda sé vatnsliturinn að sækja í sig veðrið - ekki bara hér á landi heldur jafnframt á alþjóðavettvangi. „Listamenn eru í eðli sínu opnir og leitandi," segir Guð- rún Svava. „Þegar ég var að byija voru ís- lenskir vatnslitamálarar teljandi á fingrum annarrar handar en nú er fjöldi fólks að fást við þennan miðil. Tískusveiflur koma reyndar og fara en vatnsliturinn er forn miðill og stendur af sér allar sveiflur." 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.