Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Síða 13
KJARTAN ARNASON
ÍSLENSK MANNANÖFN 4
SANNLEGA
SANNALEGA
GUÐMUNDUR OG SIGRÍÐUR
Ég segi það satt:
Ekki frekaren
úrið inniheldur
Tímann
innihalda þessar línur
Sannleikann
NÝÞÁLEG
YFIRLÝSING
Núið
er umkringt
tveimur þáum:
einu
sem var
og öðru
sem verður
FÖNIX IGNEUS
(sem kyndir
ofninn minn)
Draumurinn minn
heitir Fönix
og er til milli óttu og riss.
Hann er getinn af eldi
veginn af eldi
en býr þess utan
í öskutunnu
að húsabaki
í Hugarflugi 5.
Hefur þó stundum sést
að degi til
dulbúinn sem
Von.
Höfundurinn er húsbóndi og skóld i
Kópovogi. Ljóðin eru úr Smóprenti
Örlagsins, sem er 10 óra um þessar
mundir.
SIGRÚN
HARALDSDÓTTIR
ÁSÝND
Við mér horfir móður mynd
myrkum, kyrrum sjónum.
Þar ólán heims og erfðasynd
eitur læsti klónum.
Og þar á upphaf lífsins lind
með ljóssins skærstu tónum.
Hví er hún þessi ásýnd auð
þó emji lágum rómi.
Getur það verið vindsins gnauð
sem volar í fölnuðu blómi.
Eða sorgmædd sál í nauð
í söltu djúpi tómi.
Getur verið að gamalt tár
hafi grafi þetta djúp.
Getur verið að svöðusár
hafi sveipast þessum hjúp.
Og þjáning sem lifir í þúsund ár
verið þögul, mild og gljúp.
Getur verið að vinar hönd
vegi blóðugt sax.
Er hin milda morgun rönd
myrkur sólarlags.
Beri svört og sviðin lönd
sáðkorn næsta dags.
Höfundurinn er tölvari í Reykjavík.
EFTIR GÍSLA JÓNSSON
Guómundur merkir aó Guó haldi hendi yfir þeim
sem nafnió ber, en Sigríóur er valkyrjuheiti.
VIII. Guómundur
GUÐMUNDUR hefur
alla tíð verið afar al-
gengt karlmannsnafn
hérlendis. í fornöld
var það mun algeng-
ara hér en í Noregi,
segir sænski nafn-
fræðingurinn Erik
Henrik Lind sem af ótrúlegri elju tíndi sam-
an heiti manna og sögupersóna í norskum
og íslenskum heimildum frá því fyrir 1500.
Mund í mannanöfnum merkir hönd, (eða
gjöf), sama orð í fornri ensku mund merkir
þar einnig hönd. Með því að nefna svein-
barn Guðmund er þess óskað að guðir eða
guð haldi verndarhendi yfir því, og verður
naumast á betra kosið. Til eru og þeir sem
segja að Guðmundur merki guðs gjöf.
Forliðir, sem að fornu höfðu sömu merk-
ingu og Guð- eru As, eins og í Asbjörn,
Frey-, eins og í Freydís, Ing-, svo sem í
Ingibjörg, Vé-, eins og í Vésteinn og líklega
Þór-. í hebresku eru samsvarandi nafnliðir
Jó-, sbr. áður Jón, og El, eins og í Elías
ogMikael.
I landnámu eru nefndir 12 Guðmundar
og í Sturlungu 63, og það er há tala, en
oftar koma þó fyrir Einar og Jón í þeirri
góðu bók. Frægir íslendingar fyrr á öldum
voru Guðmundur Eyjólfsson ríki á Möðru-
völlum í Eyjafirði, sá sem átti hundrað hjúa
og hundrað kúa, Guðmundur Ásmundsson
allsheijargoði á Þingvöllum, er átti að dætr-
um Þórur tvær ágætar, og svo auðvitað
Guðmundur Arason byskup hinn góði á
Hólum. Hann dó 1237.
Árið 1703 hétu 1039 íslendingar Guð-
mundur, aðeins fleiri en Bjarni, en með sama
hundraðshlutfall, 4,5. Langt þar fyrir ofan
var Jón. Inn í manntalið 1703 slapp með
naumindum Guðmundur Bergþórsson, dáinn
1705, eitt allra helsta rímnaskáld okkar,
átti heima 1703 í Brandsbúð við Arnar-
stapa, húsmaður, sagður visinn, enda var
hann lamaður á líkamanum, en þeim mun
vaskari til sálarinnar. Þá var hins vegar
löngu látinn í ofsa sínum alnafni byskupsins
góða, Guðmundur hinn ríki á Reyk(ja)hólum,
sem átti fleiri jarðir en aðrir menn og ekki
allar vel fengnar, og halda menn að hann
hafi verið í huga Skáld-Sveins, er hann orti
Heimsósóma:
Svara með stinna stáli
stoltarmenn fyrir krjár,
en vernda lítt með letur;
þann hefur meira úr máli
manna styrkinn fár
og búkinn brynjar betur.
Pansari, hjálmur, pláta, skjöidur og skjómi
skúfa lögin og réttinn burt úr dómi,
að slá og stinga þykir nú fremd og frómi,
féð er bótin, friður sátt og sómi.
Eftir 1703 var Guðmundur í linnulítilli
sókn allt fram á 20. öld, alltaf í öðru sæti
á eftir Jóni, 1855 með 6,9% og 1910 með
7%. Þegar þetta allsheijarmanntal var tekið,
1910, var hér margur Guðmundur sem orð-
inn var nafnkenndur eða átti fyrir sér að
verða það. Guðmundur Björns(s)on land-
læknir, alþingismaður og skáld, Guðmundur
Guðmundsson skólaskáld, Guðmundur
Magnússon skáld, sem sig kallaði Jón
Trausta, Guðmundur Friðjónsson skáld á
Sandi, Guðmundur Finnbogason landsbóka-
vörður, Guðmundur Gíslason Hagalín skáld,
Guðmundur Pétursson Thorsteinsson
(Muggur), listmálari, Guðmundur Jónsson
Kamban skáld, og enn skáldin Guðmundur
Ingi Kristjánsson, Guðmundur Böðvarsson
og Guðmundur Frímannsson Frímann, þá
enn á barnsaldri, og árið 1910 fæddist
sveinninn sem varð Guðmundur Daníelsson
skáldsagnahöfundur.
Árin 1921-1950 bættust í tölu íslendinga
með Guðmundarnafni 2276, það voru 5,4%.
Teikning: Kjartan Guðjónsson.
GUÐMUNDUR biskup Arason er einn
margra sem borið hafa Guðmundarnafn.
Það var í linnulítilli sókn frá 1703 fram á
20. öld og 1910 voru margir þjóðkunnir
menn með þessu nafni.
SIGRÍÐUR Ólafsdóttir á Laug. Þegar þessi
dóttir Skáld-Rósu var teiknuð á síðustu
öld, var Sigríðarnafnið að Ifkindum í öðru
sæti og eftir 1910 hétu 8,2% kvenþjóðar-
innar þessu nafni.
Árið 1960 Ijölgaði um 104, en þá var Guð-
mundur siginn í 3. sæti, og síðan tekur að
fækka meira að tiltölu í stuttnefnatísku síð-
ustu áratugina. í árganginum 1976 er Guð-
mundur í 12. sæti karla.
Guðmundur var alltaf algengt nafn urh
allt land. Þó má stundum greina að það sé
tíðara sunnan lands og vestan en norðan
og austan. Það er þó dálítið breytilegt eftir
sýslum, en það var til dæmis á 19. öld tölu-
vert algengara í Rangárvalla- og Árnessýsl-
um en í Eyjafjarðarsýslu. í Skagafirði komst
það hins vegar í 11% 1845, og það er mikið.
Nú finnst okkur þetta nafn víst of langt.
Þór, Örn, Már, Freyr og Ingi eru okkar eftir-
Iæti.
IX. Sigridur
Sigríður er fornt norrænt nafn, snemma
algengt og síðar afar algengt, einkum á
íslandi. Fjöldamörg nöfn karla og kvenna
hófust á forliðnum Sig- sem táknar að
minnsta kosti orustu, ef ekki sigur í þvílíkri
viðureign. En hins er að gæta, að forliður-
inn Sigur- tíðkaðist ekki í íslenskum karla-
heitum fyrr en um og eftir aldamótin 1800,
og er Sigurbjartur elsta samsetning sem ég
hef fundið af því tagi.
Allir skýrendur eru sammála um að -ríður
í kvennanöfnum, eins og Sigríður, Ástríður
og Ingiríður, standi fyrir eldra -fríður, og
sá nafnliður hefur haldist óbreyttur í nöfnum
eins og Arnfríður, Gunnfríður, Hólmfríður,
Málmfríður (féll f-ið kannski síður niður á
eftir nefhljóðum?). Þessi nafnliður sést í
mörgum erlendum nöfnum, til dæmis í þýska
karlheitinu Siegfried.
Nafnliðurinn -fríður, sem einnig birtist
okkur í gerðunum -friður, -freður og - fröð-
(u)r, eða röð(u)r, hefur nokkuð rúma merk-
ingu, táknar allt frá vernd og ást til friðar
og fríðleika. Ekki fer á milli mála að Sigríð-
ur er valkyijuheiti, eins og Sigrún sem fræg-
ari er af fornum kvæðum, en vinsældir Sig-
rúnarnafns urðu hins vegar ekki miklar fyrr
en með rómantík 19. aldar.
Sigríður hefur alla tíð verið á tindinum
meðal okkar. í einstaka sýslum, svo sem
Austur-Skaftafellssýslu, ógnaði hún Guð-
rúnu á sínum tíma.
í Landnámu eru átta Sigríðar og 20 í
Sturlungu, að meiri hluta í stórhöfðingjaætt-
um, enda er þeirra fremur við getið en
almúgans. Þeirra á meðal var Sigríður Arn-
órsdóttir, systir Kolbeins unga, móðir Þorg-
ils skarða. Þegar hann var, ungur maður,
seldur undir vopn níðinga, mælti hann þess-
um orðum: „Lifí.nú konurnar ljúfu, heilar
og sælar.“
Árið 1703 eru Sigríðar 1614, nafnið í 2.
sæti kvenna og hundraðstala 5,9. Prósentan
átti eftir að hækka og mun hafa orðið einna
stæðilegust 1910, eða 8,2, sem nú þætti
hátt. Nafnið hélst enn býsna vel og er í 2.
sæti í þjóðskránni 1982, hlutfallstalan að
vísu komin ofan í 4,2. En nú hefur Sigríðum
fækkað að tiltölu í stuttnefnatískunni.
Þriggja atkvæða nafn þykir of langt, og
Sigríður er komin ofan í 17. sæti skírðra
meyja 1985. Og enn hefur það dalað.
Norður í firðinum Vefsni, í eynni Álöst,
á bænum Sandnesi var forkunnleg kona
víkingaaldar, Sigríður Sigurðardóttir, og
átti stórbrotna ævi og þijá kappa hvern
öðrum meiri, hvern eftir annan. í Heims-
kringlu segir frá svarranum Sigríði Tósta-
dóttur í Svíþjóð, sem nefnd er hin stórráða
eða stórláta og stóð í mannráðum, enda
laust Ólafur Tryggvason hana með glófa
sínum. Margir hefðu líka kallað Sigríði
Hákonardóttur, sem uppi var á íslandi svo
sem sex öldum síðar, hina stórráðu. Hún
er kölluð Öfund í hinni frægu Tímarímu
Jóns Sigurðssonar Dalaskálds. Þegar Sigríð-
ur þessi Hákonardóttir var að bía syni sínum
Oddi, er ekki vitað með vissu hversu marg-
ar nöfnur hennar voru í landinu. Oddur er
nefndur Ranglátur Reigingsson í Tímarímu,
hafði þolað hýðingu af Páli Vídalín skólapilt-
ur í Skálholti, hataði síðan alla Vídalína og
flaugst á í illu við meistara Jón. Páll Vídal-
ín bjó í Víðidalstungu 1703 og er þá skráð-
ur undir þessu ættarnafni, og kallast fyrst
slíkra nafna á íslandi.
Þijár Sigríðar komust inn í Æviskrár
Páls Eggerts vegna kveðskapar síns, en eru
lítt kunnar. Var ein þeirra nefnd Sigga
skálda í takmörkuðu virðingarskyni. Við
nefnum hins vegar til fremdar Sigríði Ein-
ars(dóttur) skáld frá Munaðarnesi, Sigríði
J(ónsdóttur) Magnússon og Sigríði (Stefáns-
dóttur) Thorlacius, báðar lengi í forustu-
sveit íslenskra kvennasamtaka.
Sumur er af sonum sæll, segir í Hávamál-
um. Mér dettur þetta í hug, þegar ég rifja
upp að Sigríður Halldórsdóttir eignaðist
soninn Halldór 1902, þann sem við nefnum
Laxness. Óhætt hefði höfundi Hávamála
verið að nefna dætur líka, enda átti Sigríð-
ur Eiríksdóttur dóttur þá, sem er forseti
Islands, þegar þetta er skrifað.
Frægust og vinsælust Sigríður hér á landi
steig þó aldrei fæti á fold veruleikans, en
var persóna í Pilti og stúlku eftir Jón Thor-
oddsen, sjálfsagt „litfríð og ljóshærð og létt
undir brún“, eins og Sigrún Þorsteinsdóttir
í Manni og konu.
FRAMHALD í NÆSTU LESBÓK.
Höfundur er fyrrverandi
menntaskólakennari.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 1996 13