Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 4
SUÐURLANDSSKJALFTI Eftir Björn Hróarsson Ljósmynd Björn Rúriksson Island getur þakkað tilveru sína gos- hrygg þeim er hlykkjar sig um endi- langt Atlantshafið og svokölluðum möttulstrók eða „heitum reit“ sem lyftir hryggnum upp fyrir yfírborð sjávar. Án þessarar virkni jarðarinnar væri ekkert ísland og engir íslending- ar. Þótt íslendingar eigi þannig tilvist sína að þakka hreyfingu jarðarskorpunnar og kvikuflæði frá möttli hafa þessi sömu öfl á stundum valdið ógn og skelfingu. Hvað skemmst er að minnast Heimaeyjargossins 1973, Skaftárelda 1783 og Suðurlandsskjálft- anna 1784 og 1896. Eru það tvær mestu jarð- skjálftahrinur íslandssögunnar að því talið er. Richter Hér á landi er svokallaður Richterskvarði einkum notaður þegar greint er frá stærð jarðskjálfta. Þar er um að ræða mælikvarða á þá orku sem losnar í skjálftanum og er hún metin eftir útslagi á jarðskjálftalínuritum en Richterskvarðinn nær frá einum og upp í átta og táknar auking um eitt stig hundraðfalda orkuaukningu. Þannig er jarðskjálfti sem er 7,5 stig fimmtíu sinnum öflugri en jarð- skjálfti að stærðinni 7,0 á Richter. Stærstu kippir Suðurlandsskjálftanna 1784 og 1896 Á ntánudaginn, 26. ágúst, eru lidin 100 ár frá upp- haf i sidustu stóru jaröskjálf tahrinu á Sudurlandi Áætluð upptök stærstu skjálfta ^ á íslandi síðan um 1700 eru taldir hafa verið um 7,5 stig á Richter en þar sem slíkir skjálftar hafa orðið nálægt þéttbýli á þessari öld hefur nánast verið um gereyðingu að ræða. Tiluró Suóurlandsskjálfla Hryggur sá sem hlykkjast eftir Atlantshaf- inu og stingur sér upp fyrir yfírborð sjávar á íslandi er þeirri náttúru gæddur að þar kem- ur upp kvika með þeim afleiðingum að land- svæðin beggja vegna hryggjarins „reka“ hvort frá öðru. „Rek“ þetta veldur þó ekki stórum jarðskjálftum nema annað komi til, heldur færir Evrópuplötuna og Ameríkuplötuna hvora frá annari. Gosbeltin á íslandi endur- spegla virkni hryggjarins og er landið vestan þeirra því að færast í vesturátt en landið austan þeirra að færast í austurátt. Vestlend- ingar búa þannig á Ameríkuplötunni meðan Austlendingar búa á Evrópuplötunni. ísland er fastara fyrir en hafsbotninn og því liggur hryggurinn ekki sem bein lína gegnum landið auk þess sem „heiti reiturinn" blandar sér að nokkru í þessa valdabaráttu. Á vestanverðu Suðurlandi liggur virkni hryggjarins austur- vestur og landsvæðið norðan þessa svæðis er á ferðalagi til vesturs en landið sunnan virka svæðisins er á ferðalagi til austurs. Þarna mætast því stálin stinn eins og gefur að skilja þegar tveir kraftar toga í sama bergklump- inn, annar vill fá hann í austur en hinn í vest- ur. íbúar í Flóanum eru þannig á hægri hreyf- ingu til austurs meðan íbúar uppsveita Ámes- sýslu hreyfast til vesturs. Þótt Flóamenn hafi 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. ÁGÚST 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.