Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 16
AF BROSHYRUM REYR“ A sunnudagskvöld verð- ur nýr íslenskur söngleik- ur, Sumar ó Sýrlandi frumfluttur í Loftkastal- gnum. Á þriója tug leik- enda koma fram í dans-, leik- og söngatrióum, en Stuómannalögin svífa yf- irvötnunum. ÖRLYGUR STEINN SIGURJÓNS- SON fylgdist meó rennsli ó sýningunni fyrr í vik- unni. Ungt heef ileikafólk HUÓÐKERFIÐ var að hrökkva í gang á rennsl- inu þegar blaðamaður leit við og sýningin að öðru leyti að renna sér í þann búning sem hún á að skarta frá og með sunnu- dagskvöldinu. Þar má einnig telja til þrívíddartækni sem varpað verð- ur á tjald til að gefa útliti sýningarinnar flott- ari blæ. Hér segir af sögu tveggja kynslóða, sem báðar fást við það vandamál sem hlýst af djamminu. Stína stuð, sem einu sinni var aðal- gellan í bænum er nú einstæð móðir tvítugs stráks, sem er nýbúinn að skríða í gegnum stúdentsprófið og er pizzusendill. Um það leyti er hann að byrja í dópinu og lifir hátt í heimi sukks og kynsvalls. Þar kemur að hann óver- dósar og liggur í dái meðan Stína mamma stuð segir honum söguna af öllu stuðinu þeg- ar hún var aðalgellan í bænum. Barnsfaðir Stínu er Höddi Geirs, yfirtöffari sem man sinn fífii fegri. Hann kemur til að óska blessuðu barninu til lukku með stúdentsprófið og situr yfir beði sonar síns, sem hann hefur ekki séð í ótal ár. Og þá hefst sagan af Hödda Geirs og Stínu stuð. Verði stuð. „Menn vissu ekki betur i þó daga" Valgeir Guðjónsson sem er tónlistarstjóri segir að tilgangurinn með sýningunni sé sá að vekja menn tii umhugsunar þegar sú stað- reynd blasir við að eiturlyfjaneysla er alvar- legt vandamál hér á landi. „Stuðmenn voru jafngamlir þessu unga fólki, sem stendur að sýningunni, þegar platan Sumar á Sýrlandi kom út,“ segir Valgeir.„Þá var dópið hluti af VERÐI stuð. Morgunbladið/Ásdís Valgeir segir að lokum að hann dáist að þeim krafti, sem býr í þeim fjölmörgu leikend- um sem standa að sýningunni. „Hér er verið að virkja kröftugt og ungt hæfileikafólk og við ætlum að miðla þessum krafti með fjöri, litadýrð, dúndrandi rokki og ég skil ekki í öðru en áhorfendur gangi útaf sýningunni með bros á vör og ljós í hendi.“ HINN syngjandi andi Meskalídó frá Sýrlandi er ekki víðsfjarri þegar stuðið er annarsvegar en það verður enginn langlífur af stöð- ugu samneyti við hann. 20 ÁR í sukkinu og aldrei hressari, góðan daginn. Höddi Geirs við komuna til íslands. tíðarandanum og maður var að segja ákveðnu gildismati stríð á hendur. Menn vissu ekki betur en það væri bara alit í þessu fína að fá sér eina feita og detta í það. Hinsvegar vita menn að hveiju þeir ganga nú um stundir, og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér.“ Valgeir segir að sukkkaflinn í sýningunni megi vera víti til varnaðar en.allt er þetta nú hopp og hí,“ segir hann. „Besta umræðan er að vekja hana upp með gleði og gríni og við erum fyrst og fremst að segja sögu og leikum á allan tilfinningaskala áhorfenda." „Sjáum hana sem þvilika gellu" Þegar stuðið um Stínu stuð og alla hina stuðboltana er hálfnað, Kalli á Kagganum dáinn í bílslysi meðal annars, en allir í stuði að öðru leyti, fær blaðamaður leikarana fjóra, sem leika Stínu og Hödda til að segja frá. Stella Guðný Kristjánsdóttir leikur Stínu mömmu stuð nútímans. „Stína er ósköp venju- leg kona sem hefur rifið sig upp úr skítnum eftir að hafa átt mjög erfitt. En hún stendur keik í dag og það er ómögulegt annað en að dást að skapinu í henni. Hún er hörkukona og er búin að stemma sig svolítið niður eftir allt stuðið,“ segir Stella. Víkjum okkur þá að ungu Stínu stuð, ■ sem leikin er af Þórönnu Kristínu Jónbjörnsdóttur. „Við sjáum ungu Stínu í ótrúlegustu aðstæðum," segir Þór- anna. „Við sjáum hana sem þvílíka gellu að það er ekki hægt að ná til hennar og svo fáum við að sjá hana gráta, hlæja og öskra á Hödda og líka þegar hún verður dauðhrædd við hann. Þessi persóna er margbrotnari en við eigum að venjast í svona söngleik. Persón- ur vilja verða svolítið einsleitar í söngleikjum, en það er Stína ekki.“ ívar Helgason leikur Hödda Geirs þegar hann var upp á sitt besta. „Höddi Geirs er algjör skíthæll," segir ívar og Stínurnar báðar skellihlæja. „Hann notar allt og alla í kringum sig og heldur að hann sé ómissandi í einu og öllu. I þessari sýningu fer hann þá ferð að vera á toppnum í byijun þar til hann fer niður í skítinn." Þá víkjum við okkur að Hödda Geirs í dag, en Hrólfur Sæmundsson leikur hann. „Hann meikar yfir- höfuð ekki neitt. Hann er búinn að fara í gömlu, rykugu jakkafötin sín og búinn að punta sig upp eftir tuttugu ára veru í skítnum og ætlar að fara að hitta son sinn, hvers hann veit ekki nafn hvað þá rneira," segir Hrólfur. „Hann er búinn að eyðileggja líf sitt og er að reyna að bæta fyrir það núna, en honum tekst það ekki og hann ... hverfur." 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. ÁGÚST 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.