Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 9
endur það best gert með hlutlægu upplýsinga- flæði. Flestir koma frá Tyrklandi (34.658), þarnæst Palestínu, fyrrum Júgóslavíu, Iran, Irak, Líbanon, Sómalíu, og Marokkó. Það ætti að gefa auga leið að múslimar, sem koma svo víða að eru af mismunandi trúarhópum innan íslam og hér má vísa til að múslimar greinast í Kalíffa, Múhameð, Síta, Súfísta og Súnníta. Svo mjög eru Danir meðvitaðir um þessi mál, að umræðan um íslam og stjórnmál, fyll- ir brátt að sögn meira rými í íjölmiðlum, en spurningin um hlutverk kristindómsins í stjórnsýslu og þjóðfélagsþróuninni. Það er í öllu falli álit Niels Helveg Petersen utanríkis- ráðherra, sem ritaði efnisríka neðanmálsgrein um þessi mál í Politiken 17 júní. Veigurinn er að miðla sem víðtækustum hlutlægum fróðleik, þannig að fólk komi upp- lýstari frá sýningunum og umburðarlyndara gagnvart þessum minnihluta, og farsælla get- ur það naumast orðið í samskiptum þjóða. Að lýsa veröld múslima til hlítar er efni í margar greinar, en menning þeirra, hvert sem litið er telst ein hin stórbrotnasta, sem mann- kynssagan greinir frá. Áhrifa gætir bæði frá Kína og vestrinu, og svo sem sagan segir okkur er opinn hugur fyrir menningarstraum- um úr öllum áttum vaxtarbroddur þjóðfélaga, einkum ef íbúar þeirra hafa til að bera gáfur og ímyndunarafl til að vinna úr þeim. Það kemur líka fram að þar sem menning Evrópu og íslam blandaðist tímabundið, án þess að fyrri gildum væri alfarið hafnað né áhrif nýrra gilda væru seinna burthreinsuð, svo sem á Spáni, einkum Andalúsíu, hefur það fætt af sér einhvern undursamlegasta samruna sem um getur. Nægir að nefna Alhambra í Granada og Sevillaborg, en þeim stöðum gleymir eng- inn sem þar hefur drepið fæti. Og þar eiga Márar stóran hlut að máli fyrir íðiifagrar bygg- ingar, flísalagðar að utan sem innan ásamt undursamlegum tjörnum, síkjum, gosbrunn- um, rennandi vatni og listilega skipulögðum skrúðgörðum. Margt af því fegursta í þjóðhátt- um Suður-Spánar er einnegin frá Márum runnið, og í framhaldi má það sömuleiðis vera til umhugsunar, að í æðum móður Picassos rann afrískt blóð. Hvað leirmuni hvers konar snertir eru kín- versk áhrif leiðandi, samfara því að bein afleið- ing landvinninga Mongóla í austurhluta ísl- amska veldisins varð til að bókamálverkið varð fyrir miklum áhrifum frá kínverskri list, sem sést berlegast í persneskum handritum frá 14. öld. En þegar Persarnir gerðu sitt besta til að líkja eftir kínverskum leirmunum, gerðist það sjaldan innan bókamálverksins, þar hurfu hinir kínversku áhrifaþættir inn í staðbundna erfðavenju, og árangurinn varð hundrað prósent sjálfstæð listræn tjáning. Kínversk áhrif í bókamálverkinu voru merkj- anleg fram til átjándu aldar er vestræn áhrif tóku að ryðja sér rúms. Þrátt fyrir öll þessi áhrif frá austri og vestri verður hver sá er lítur þessi fjölskrúðugu myndverk augum ásamt ljósmyndum af lista- verkum á þessum tveim sýningum í Kaup- mannahöfn að viðurkenna, að íslömsk list býr yfir eigin og mjög jarðbundnum einkennum. Vestrænum heimi voru Austurlönd ímynd dulúðar, leyndardóma, auðlegðar og ævintýra, þar sem soldánar héldu kvennabúr með hundr- uðum ambátta, sem voru hver annarri fegurri og nefndust odaliskur. En því var fjarri að þetta væru allt ástkonur þeirra og barnsmæð- ur, sem féll einungis í skaut nokkrum útvöld- um. Hins vegar nutu þessar ambáttir meiri menntunar en aðrar konur innan veldisins, og þeirra beið iðulega að giftast voldugum höfðingjum og það var einn háttur soldánanna að halda saman hirð sinni og ríki um leið. Austurlenzkar konur og þá einkum „odalisk- ur“ urðu vinsælt myndefni listamanna á nítj- ándu öld og langt fram á þá tuttugustu, eins og sér stað í myndum meistara eins og Ingr- es, Delacroix og Matisse. Mikilvægt er að líta til þess að íslömsk list fékk ekki að þróast fijálst og óhindrað, því lengi ríktu boð og bönn í nafni trúarbragð- anna, sem höfðu víðtækar afleiðingar. Beri maður hana saman við list annarra menning- arsvæða sér maður að hún sker sig úr að því leyti, að lifandi verur, og þá helst sannverðug „natúralistísk" lýsing á þeim, er aðeins til í mjög takmörkuðum mæli. Orsökin var öðru fremur erfðavenja og tilskipan í nafni trúar- innar, sem saman mynduðu hið svonefnda Elisabeth Jerichau-Baumann. Egypsk sölukona leirkerja við Gizeh, 1876-78. myndabann. Kóraninn mælir þó ekki beint á móti gerð og notkun mynda, en þar finnast nokkrar veikar aðvaranir gegn hjáguðadýrk- un, og um leið er því slegið föstu að Allah sé hinn eini og alltyfirgnæfandi skapari heims- ins. Erfðavenjan um Múhammad, hadit, sem bætt var inn á fyrstu öldum eftir lát hans, fordæmir hins vegar fígúratíva list. Þar segir, að á hinsta degi listamannsins muni honum verða fyrirlagt að blása lífi í fígúrur sínar, takist það ekki biði hans eilíf fordæming. Menn skyldu varast að koma of nærri guðleg- um sköpunarmætti. Á þrettándu öld vísaði hinn lögfróði Nawawi til þess; að í ljósi hinna óvægu refsinga, sem rætt er um í „hadith“, yrði stranglega að banna eftirgerð alls lif- andi, hvort heldur á opnum vettvangi eða til einkanota, og hvort heldur það sé á vefnað, peninga, brúkshluti eða á veggi. Það væri jafnframt bannað að hagnýta sér slíka hluti, en þó ekki á teppi sem gengið væri á eða púða sem setið væri á. Hann bætir við, að jafnvel þótt ýmsir vísir menn hafi sagt, að þessar reglur giltu einungis fyrir hiuti, sem vörpuðu skugga, þá áliti hann og sömuleiðis allir réttrúaðir, að það eigi við allar eftirgerð- ir af lifandi verum. Þó væru plöntur og dauð- ir hlutir undanskildir. Þessi óvægu ákvæði voru þó seinni tíma gerð, svo sem ráða má af því að hinn strang- trúaði kalífi Umar (634-644) gaf sýrlenzkt reykelsisker með fígúratívum skreytingum til moskunnar í Medina. En rúmlega hundrað árum seinna lét borgarstjóri Medina má skreytinguna út, - menn höfðu skipt um skoð- un. Samtímanum mun hafa fundist nauðsyn- legt að undirstrika að eingyðistrú væri undir- staða íslams. Ein höfuðrökin móti myndum á veggjum, styttum o.s.frv. voru öðrum fremur óttinn við hjáguðadýrkun. Fyrirbæri sem var vel þekkt í Arabíu á dögum Múhameðs, og sem spámaðurinn sjálfur lagði hendur á, er hann hreinsaði Kaaba af hjáguðamyndum, hið allra helgasta í moskunni í Mekka. En þrátt fyrir nær samdóma álit trúfræð- inga, um að fígúratíf lýsing á lifandi verum væri bæði hættuleg og móðgun við kraftbirt- ing Guðs, eru til ótal dæmi þess að múslimsk- ir listamenn og listvinir brytu myndabannið, og alla tíð hafa verið í gangi rökræður um þetta ákvæði. Ósjaldan býsnast menn yfir þessum brotum, en hvenær hafa krisntar þjóðir og þá ekki síst kristnir höfðingjar haldið boð ritningarinn- ar til fullnustu? Einnig brutu menn aðrar regl- ur og svo vísað sé til íslamskra sagnfræðinga, var sá höfðingi sem ekki drakk vín frekar undantekning en regla. Á öllum tímum hafa furstar og hinir ríku sett sig yfir þær reglur og viðmiðanir sem giltu fyrir hinn óbreytta borgara, og íslamskir furstar voru í því tilliti engin undantekning. Það var svo öðru fremur í sambandi við skreytingar innra byrðis húsa og hofa yfir- stéttarinnar, búsáhalda, textíla svo og í hand- ritum, að fígúratív list náði helst að gera vart við sig. En þessu fígúrubanni var að öðru leyti mætt með yfirgengilegu ríkidæmi af skrey- tilist, sem er einstæð fyrir skipuiagt sam- ræmi, þannig að ofhlæði gætir hvergi. Oft hafa ofhlaðin guðshús orðið á vegi rýnisins í útlandinu og yfirleitt á þann veg að til mik- illar óprýði taldist. Dómkirkjan mikla í Sevilla er ein sú ofhlaðnasta, en þar bregður svo við að ofhlæðið verður að samræmi, og skyldi það ekki arfur frá Márum og þeirri stærð- og rúmfræðilegu snilli sem einkenndi mynstur þeirra og útflúr? Annað sem einkennir íslamska list er að hún er ekki einstaklingsbundin og höfundanna er þannig ekki getið, sömuleiðis er hún ekki list einnar þjóðar heldur margra þjóða sem aðhyllast sömu trúarbrögð, og einkenni henn- ar eru skýr og ótvíræð þrátt fyrir hina miklu fjölbreytni. Hugtakið list varð ekki til fyrr en maðurinn og þar með fígúran var aftur hafin til vegs í vestrinu. Endurreisnin var svo miklu meira en afturhvarf til fornaldar, hún var sigur hins lifandi magnþrungna manns á blóðlausum miðöldum í andaslitrum, og maðurinn varð aftur gildur hlekkur í smíð þjóðfélagsins. Það sem við í dag nefnum list var fyrrum æðra stig handverks listiðnaðar og skipulags, nokk- urs konar skynrænn efnislegur guðdómur, sem kristallaðist í heimspeki og trúarbrögðum tím- anna, eins og skýrlega opinberast í sköpunar- gleði hinna íslömsku þjóða Á sýningunni í danska Þjóðminjasafninu, skipar eftirlíking af kóraninum veglegan sess, og að auki er þar fjöldi dýrgripa sem margir hveijir eru fengnir að láni úr Davids-safni á Krónprinsessugötu, og ætti enginn sem hefur áhuga að kynna sér heim íslams að láta hjá líða að skoða einnig það magnaða safn. Stór og mikil sýningarskrá/bók upp á 463 síður hefur verið gefin út af Þjóðminjasafn- inu, er hún hafsjór fróleiks og ríkulega mynd- skreytt. í sama broti en nokkru efnisminni er sýningarskrá/bók Davids-safnsins upp á 136 síður og einnig ríkulega myndskreytt. í einu orði, frábært... Veigurinn er að miðla sem víðtœkustum hlut- lœgum fróðleik, pannig að fólk komi upplýstari frá sýningunum og umburðarlyndara gagnvart þessum minnihluta,, ogfarsælla geturpað naumast orð- ið í samskiptum pjóða. Rl OG STORLAX L LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. ÁGÚST1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.