Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 15
Heimur út af fyrir sig Kvikmyndataka hófst fyrr í þessum mán- uði og hefur farið fram í Reykjavík og á Eyrarbakka. Höfundur sögunnar er meðal þeirra sem fyigst hafa með framgangi mála. „Mér hefur þótt gaman að fylgjast með kvikmyndatökunni enda sé ég þarna inn í heim sem ég þekki ekki. Auk þess spillir það ekki fyrir að fólkið sem vinnur að gerð myndarinnar er alveg einstaklega samhent og yndislegt í alla staði. Samstarf þess hefur haft áhrif á mig. Þá er Eyrar- bakki auðvitað heimur út af fyrir sig.“ Aðalhlutverkið í Mýslu litlu er í höndum Arnljóts Sigurðssonar, átta ára, en margir minnast eflaust óperusöngs hans í þættinum A tali hjá Hemma Gunn fyrir fáeinum misserum. Foreldra Hrólfs leika Ragnhildur Rúriksdóttir og Jón Bjarni Guðmundsson og í hlutverkum afans og ömmunnar eru Sigurveig Jónsdótttir og Ríkarður Ásgeirs- son. Þá koma við sögu kötturinn Brandur Ljósmynd/Stefán Karlsson ATRIÐI úr sjónvarpsmyndinni Mýslu litlu. í forgrunni er aðalleikarinn Arnljótur Sigurðs- son en aðrir á myndinni eru Magnús Ólafsson, Ragnhildur Rúriksdóttir, Marteinn Jóhann- esson, Jón Bjarni Guðmundsson, Sigurveig Jónsdóttir og Ríkarður Ásgeirsson. og lítil hagamús ættuð úr Biskupstungum. Kvikmyndatöku annast Páll Reynisson en honum til aðstoðar er Karl Lilliendahl. Hljóð sér Gunnar Hermannsson um, leik- mynd er eftir Geir Óttar Geirsson, búninga gerir Ingibjörg Jónsdóttir, Heiður Ósk Helgadóttir hefur förðun með höndum og Gunnþór Sigurðsson og Haukur Hauksson sjá um leikmuni. Framkvæmdastjóri Mýslu litlu er Ingvar Þórisson. MÝSLA litla nefnist ný íslensk sjónvarpsmynd sem unnið er að um þessar múndir. Er hún byggð á nýlegri sögu barna- bókahöfundarins Jennu Jensdóttur en hand- ritið skrifar Egill Eðvarðsson, sem jafn- framt er leikstjóri myndarinnar. Mýsla litla, sem verða mun 25 mínútna löng, er ætluð börnum en hún er samstarfsverkefni sjón- varpsstöðva á Norðurlöndum. Myndin verð- ur frumsýnd á jólum. Sagan fjallar um átta ára strák, Hrólf, sem er nýbúinn að eignast systur. Á hann erfitt með að sætta sig við ýmsar breyting- ar sem óhjákvæmilega verða á heimilinu í kjölfarið og finnst eins og foreldrar hans sýni honum engan áhuga. Athyglisþörfin segir til sín og í kjölfar uppákomu í tengslum við skírn litlu systur er ákveðið að senda Hrólf um tíma til afa og ömmu, sem búa í litlu sjávarþorpi fyrir austan fjall. Þar lendir Hrólfur í spennandi ævintýri þegar hann fínnur litla hagamús og hlúir að henni vegna meiðsla á fæti. Jenna Jensdóttir skrifaði Mýslu litlu upp- haflega fyrir ungan vin sinn, Hrólf Þorra- son. Kveðst hún hafa byggt söguna á eigin minningum en fært hana nær okkur í tíma. Þá er kvikmyndin látin gerast að sumri til en sagan á sér stað um vetur. „Þegar ég var átta ára gömul bjargaði ég mús og þessi lífsreynsla greyptist í minni mitt. Mér varð eiginlega ljóst að þessi litlu dýr sem deila jörðinni með okkur eru sífellt að beij- ast fyrir lífi sínu og ógnirnar sem að þeim steðja eru stærri.“ NYISLENSK BARNAMYND FRUMSÝND UM JÓLIN DIDJERI-DUO r KVÖLD halda Hayden Chishlom og Guðni Franzson tónleika á Veitingahúsinu Sólon íslandus en þeir munu leika á ástralska frumbyggjahljóðfærið didjeridu sem gert er úr holum tijástofni sem höggvinn hefur verið í ákveðna lengd, ef til vill skreyttur svolítið en annars eins og framleiddur af náttúrunnar hendi. Þeir tveir eiga það sameiginlegt að hafa fallið fyrir þessu frumstæða hljóðfæri en báðir hafa þeir allfjölbreyttan tónlistar- grunn. „Við ætlum að leika saman á þetta og önnur hljóðfæri“, sagði Hayden í spjalli við Morgunblaðið, „einnig munum við syngja eitthvað." Hayden sagði að didjeridu væri um 1000 ára gamalt hljóðfæri. „Þetta er með elstu hljóðfærum en undanf- arin ár hefur það verið að öðlast auknar vinsældir á meðal tónlistar- manna. Það hefur til dæmis verið notað töluvert í popptónlist. Þetta er geysilega skemmtilegt hljóðfæri og gefur frá sér sérstakt og forvitnilegt hljóð.“ Hayden er fæddur á Nýjasjálandi en hefur verið búsettur í Köln í Þýskalandi síðustu ár. Hans hljóð- færi er sópransaxófónn og hefur hann þróað sérstaklega athyglis- verða leiktækni byggða á kvart- tónaskölum og hringöndun. Tónlist Haydens er eins konar skipulagður spuni, nátengd þjóðlagatónlist frá Balkanskaganum, keltneskri þjóð- lagatónlist, tíbetskum munkasöng og ástralskri frumbyggjatónlist. Það er þessi fjölbreytti grunnur sem leiddi þá Guðna og Hayden sam- an en tónleikarnir hafa hlotið yfir- skriftina Didjeri-duo. Guðni hefur jafnhliða klassískum og „módern“ klarinettuleik lagt rækt við þjóðlaga- tónlist, meðal annars með Keltum og nú nýverið stóð hann að tónleikum og útgáfu geisladisks þar sem leikið var á leir-hljóðfæri í tengslum við myndlistarsýningu þeirra Eddu Jóns- dóttur og Koggu í Norræna húsinu. Tónleikarnir verða á efri hæð Sólon íslandus og hefjast klukkan 20.30. Morgunblaóið/Einar Falur GUÐNI Franzson og Hayden Chishlom leika á ástralska frumbyggjahljóðfærið Didjeridu á Sólon Islandus í kvöld. VERK eftir Hrefnu HREFNA SYNIR AKRÝLMYNDIR HREFNA Lárusdóttir opnar myndlistarsýn- ingu í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, í dag, laugardaginn 24. ágúst. Hrefna er Reykvíkingur, en búsett í Lúx- emborg. Þetta er tíunda einkasýning henn- ar, en hún hefur áður sýnt akrýl- og vatns- litamyndir í Þýskalandi, Reykjavík og Lúxemborg. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18. Henni lýkur 8. september. FRAMLENGDUR GRIM VEGNA mikillar aðsóknar hefur sýning Hallgríms Helgasonar í Galleríi Sævars Karls verið framlengd til 29. ágúst. Á sýn- ingunni eru teikningar, bolir og málverk af sjálfsmynd listamannsins, teiknimyndafíg- úrunni GRIM. Galleríið er á annarri hæð verslunar Sæv- ars Karls í Bankastræti 9 og er opið fimm daga vikunnar á verslunartíma. SYNINGU KATRÍNAR FRAMLENGT SÝNINGU Katrínar Elvarsdóttir í Listhúsi Ofeigs að Skólavörðustíg 5 hefur verið fram- lengt til mánaðarloka. Á sýningunni eru 18 myndir, collage og Polaroidþrykk. Collage myndirnar eru unnar út frá svart-hvítum tískú- ljósmyndum sem Katrín hefur tekið í Bandaríkj- unum á undanförnum árum. Polaroidþrykk myndirnar eru unnar út frá litmyndum sem hún hefur tekið af gömlum, veðurbörðum auglýs- ingaskiltum á ferðalög- um um Bandaríkin og Kanada. Katrín hefur verið að vinna að báðum myndategundum síðastliðin þijú ár. Katrín lauk námi í ljósmyndun frá Art Institute of Boston 1992. Hún hefur verið búsett í Bandaríkjunum síðastliðin átta ár og haldið bæði sam- og einkasýningar þar á landi. Þetta er önnur einkasýning Katrín- ar á Islandi. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18 og 11-18 á laugaröögum og lýkur 31. ág- úst. Aðgangur er ókeypis. KATRÍN Elvarsdóttir: Orkuvá LEIÐRETTING ÞEGAR ég sá Sigríðar/þáttinn á prenti áttaði ég mig á því að eitthvað var rangt í sam- bandi við Þorgils skarða. Kunningi minn, Örlygur Axelsson bílstjóri, var svo vinsamlegur að benda mér á skekkj- una. Þó að Þorgils skarði væri kvensamur, var það ekki hann, heldur Þorgils Sveinsson brennumaður, sem sagði síðastra orða: „Lifi konurnar ljúfu nú, heilar og sælar.“ Á bommertu sem þvílíkri er naumast hægt að biðjast velvirðingar, en þetta er hér með leiðrétt. GÍSLI JÓNSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. ÁGÚST 1996 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.