Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 8
Aó áliti BRAGA ÁSGEIRSSONAR hafa Danir sérstöóu hvaó varóar umhyggju fyrir lituðu fólki, flóttamönn- um og stríðshrjáðum jjóðum og hér segir hann frá þrem sýningum, sem þeir hafa sett upp um sögu, menningu og listir íslamska heimsins. EITT af því sem er áberandi við frændur vora Dani, er frjáls- lyndi þeirra, umhyggja og um- burðarlyndi gagnvart lituðu fólki, flóttamönnum og stríðs- hrjáðum þjóðum. Þannig er rýn- inum í fersku minni er hann fyrir margt löngu las um veg- lyndi þeirra við sveltandi börn í Evrópu eftir fyrri heimsstyijöldina, meðal annars tóku þeir við miklum fjölda fósturbarna frá Vínarborg. Á stundum og einkum hin síðari ár, hefur honum þó fundist veglyndið ganga fulllangt, því það skapar ýmsa erfiðleika og árekstra, að taka við blönduðu fólki og langt að komnu, með allt annan hugsanagang og siði í fartesk- inu. Það þarf framsýni, fordómaleysi og hug- rekki að axla þá ábyrgð og um það eru Dan- ir sér blessunarlega meðvitaðir, eins og allir þeir gera sér grein fyrir sem fylgst hafa með rökræðum um þau mál í þarlendum fjölmiðl- um. Þar er talað beint og tæpitungulaust um vandamálin og þess gætt, að öll sjónarmið komist að, og vei þeim sem ekki halda þá reglu. Meðal þeirra, sem flust hafa til Danmerkur á undanförnum áratugum er nokkur fjöldi músiima og þeir eru orðnir hluti af dönsku þjóðlífi, svo sem mörg önnur þjóðarbrot, og því gera landsmenn sér Ijósa grein fyrir. Styijöldin í Kúveit, en þó einkum milli þjóð- arbrota í fyrrum Júgóslavíu hefur magnað upp umræður og deilur um þjóðir af íslömskum stofni, og þá einkum íslamska bókstafstrúar- menn, og það hefur vakið upp forvitni meðal landsmanna um rannsóknir á hinni raunveru- legu sögu ísiams frá upphafi til nútímans, og tengsl þjóðarinnar við hana. í því skyni eru í gangi heilar þijár upplýsandi sýningar í Dan- mörku, sem jafnframt eru þær framkvæmdir á menningarári, sem standa einna lengst og hvað mest áhersla er lögð á. Opnuðu allar dyr sínar á gátt í lok marsmánaðar, sem falla svo að stöfum 29. september. Og þetta er reynt að gera á eins skiivirkan og hlutlægan hátt og framast er kostur, þannig að hver og einn sem nálgast framkvæmdirnar geti sjálfur myndað sér skoðanir og tekið virkan þátt í rökræðunum og samræðunum „dialógunni" ef vill. Er hér um að ræða hina viðamiklu sýningu „Sultan, Sah og Stormogul" í Þjóð- minjasafninu, sem segir frá hinu múslimska veldi, sögu þess og menningu og er nafnið sótt til Mústafa III stórmógúls Ottomana-veld- isins á seinni helmingi átjándu aidar (1757-74), en er öllu frekar sérheiti sýningar- innar en að hún fjalli um hann sérstaklega. Einkenni íslamskrar listar eru ekki trúarleg- ar helgimyndir svo sem í kristinni eða búdd- hískri list. íslam þekkir enga guðsímynd og er því fátæk af trúarlegum táknum. Trúar- brögðin eru múslimum ekki allt, eins og marg- ur álítur, heldur einnig lögmál, sharia, sem hlýða skal í einu og öllu og er byggt á helgum dómum. Sharia er gefið í eitt skipti fyrir öll, ný löggjöf er óhugsandi, einungis túlkun lög- málsins kemur til greina. íslamska samfélag- inu er fyrirlagt að vera ein og órofa heild. „I halvmánens Skær“ (í bjarma hálfmánans) í Davids-safni á Krónprinsessugötu 30 segir frá þeim áhrifum sem Austurlönd nær höfðu á danska rithöfunda og myndlistarmenn 19. aldar, og loks er sýningin „Den Arabiske Rejse“ (Ferðin til Arabíu) í Moesgárd-safninu í ná- grenni Árósa, er tekur til meðferðar samband Danmerkur við íslömsku löndin; verslunar- og ránsleiðangra á víkingatímabilinu, krossferðir og pílagrímsferðir á miðöldum og þýðingu ísl- amskra vísinda fyrir Evrópu. Jafnframt er sagt frá sendiráðum og vísindalegum leiðöngrum á seinni öldum og fram til menningarsamskipta nútímans, er múslímar eru orðnir hluti af dönskum hvunndegi, og hvemig þeir hafa sam- lagast þjóðfélaginu. Skilvirkari getur kynningin trauðla orðið og má hér mikið nema af Dönum um yfirgripsmikinn undirbúning og einstaklega mörkuð vinnubrögð. Að öllum líkindum gera fæstir hérlendir sér grein fyrir því, hve íslömsk þjóðmenning er margbrotin og sérstæð, en flestir inunu þó vita að hún er hluti hinna dularfullu og töfrum sveipuðu þjóða Austurlanda, þar sem ríkidóm- ur og fátækt, grimmd og hámenning hafa þróast hlið við hlið um árþúsunda skeið. Og á dögum fyrstu kalífanna breiddist veldi íslams allt til Marokkó og Spánar í vestri og Him- alajafjalla í austri. Hefur er svo er komið fylgi þorra manna í N-Afríku, norðanverðri Mið- Afríku, V-Asíu, Pakistan, Afganistan, sovézku Mið-Asíu, Bangladesh og Indónesíu. Staðan í dag er afar flókin, og krefst þess að menn séu sér meðvitaðir um ástæðu þess að bók- stafstrúnni hefur aukist svo mjög ásmegin hin síðari ár. Hvað miskunnarleysið og grimmdina áhrærir ber vestrinu að líta í eigin barm, óvægðina sem einkenndi krossfaratímabilið og seinna nýlenduherranna, er myrtu frelsis- hetjur og brutu á bak alla þjóðernislega við- leitni af skeíjalausri hörku. Hér eiga menn í höggi við aldagamalt hatur er geijast enn í bijósti þeirra sem áttu áa og afa sem brytj- aðir voru niður, jafnvel hlekkjaðir við fallbyss- ur og skotnir, horfðu upp á dýrmæt djásn íslams flutt á brott og auðlindir rændar. Slíkt harðræði þekkjum við ekki og væri okkur stundum hollt að minnast þess, að frelsishetj- ur okkar nutu virðingar og fyrirgreiðslu af hálfu Dana, sem var einstakt í samskiptum þjóða á tímum er slíkir voru ofsóttir og hund- eltir víða í Evrópu. Eftir að hafa skoðað tvær fyrrnefndu sýn- ingarnar, er rýnirinn margs vísari, í öllu falli hefur hann öðlast meiri yfirsýn og skilur bet- ur hinar trúarlegu og siðfræðilegu grunnstoð- ir ísiams frá dögum Múhameðs spámanns, og ástæðuna fyrir hinum miklu hræringum sem eiga sér stað meðal þjóða hennar og þjóð- brota á seinni tímum. Annmarkar hins vest- ræna þjóðskipulags er engu minna í augum múslima, en þeirra í okkar augum, og má það vera borðieggjandi að þeir vilji forða sínu fólki frá þeirri upplausn, brengluðu gildismati, úr- kynjun og hnignun, sem þeim mun eðlilega finnast einkenna vestrið nú um stundir Múhameð var frá barnæsku uppfullur af heilabrotum um eðli og tilgang lífsins, líkt og aðrir miklir spámenn og aðlagaði kenningar sínar eingyðistrú. Þannig er fullyrt af hálfu múslima, að Allah sé í raun eitt með þeim guði sem talað er um í gyðingdómi og kristin- dómi og Múhameð hliðstæða spámannanna Abrahams, Móses og Jesú, en þeirra mestur. Árið 610 er hann sagður hafa orðið fyrir hinni fyrstu af mörgum guðlegum opinberunum frá Gabríel erkiengli, og hinar guðlegu opinberan- ir héldu áfram til dauða spámannsins 632, voru að hluta til skrifaðar niður, en flestar mæltar af munni fram. Markmið sýninganna er öðru fremur að kynna dönsku þjóðinni trúarlegan bakgrunn íslam og múslímsku þjóðarbrotanna í landinu, einkum í ljósi hinnar miklu menningar sem þau eru sprottin upp úr, óviðjafnanlegri rit- list, bókamálverki húsagerðarlist, tónlist, list- iðnaði og handverki. Það skal vera ógleymt að hin undursamlegu ævintýri þúsund og einn- ar nætur eru af íslömskum uppruna. Einnig einhver dýrlegustu hof og hörgar, sem heimur- inn hefur litið, svo sem grafhýsið Taj Mahlal í Agra, fullgert um 1648, Topkapi í Istanbul, sem byggt var af Mehmed II, á árunum 1465- 1478 soldáni tveggja heimsálfa, keisara tveggja hafa, skugga Guðs í þessum heimi og hinum næsta og Alhambra í Andalúsíu, byggt á 13.-14. öld, dýrleg bókamálverk og kallígrafía, ritlist og skáldskapur, dýrlegir leir- munir, teppi, batík, klæðnaður, amboð, vopn ogveijur. í ljósi þess að fordómar og misskilningur eru daglegt brauð fyrir þá 87.000 dönsku múslima er heimilisfastir eru í landinu, sem gerir 1,7 prósent þjóðarinnar, telja skipuleggj- ' SOLDÁN Mústafa III. SOLDAN, KEISA 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. ÁGÚST 1996 J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.