Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 12
TONSKALD DRAUMAVERK- SMIÐJUNNAR TONLIST Sígildir diskar KORNGOLD E. W. Korngold: Sursum corda Op. 13; Sinfoni- etta Op. 5. Fílharmóbíuhljómsveit BBC u. stj. Matthiasar Bamerts. Chandos CHAN 9317. fruntavel í ágætri upptöku. HOFPNUNGSHÁTÍÐ The Hoffnung Festival of Music. Ýmsir höf- undar. Hljómsveitin Fílharmónía u. stj. ýmissa stjórnenda. Decca 444 921-2. Upp- taka: DDD beint af tónleikum í Royal Festiv- al Hall, 2/1988 í London. Lengd (2 diskar): 135:06. Verð: 1.899 kr. Upptaka: DDD, Manchester 9/1994. Lengd: 62:42. Verð: 1.499 kr. SEGJA má um amerískan skemmtanaiðn- að - sem nú á dögum er kallaður „alþjóðleg- ur“, enda þótt aðrar þjóðir eigi þar lítinn atkvæðisrétt - að sjaldan hafi hann risið hærra en á árunum 1940-60. Þakka sumir það ekki sízt gróskumiklum atgervisflótta vestur frá Evrópu á sama tíma. Líkt og sam- flot heitra og kaldra hafstrauma skapa ákjós- anleg fiskimið við ísland, skópu evrópsk menning og amerískt áræði (svo ekki sé tal- að um fjármagn) í sameiningu sérkennilega en ómótstæðilega blöndu af inntaksþunga og ferskleika. Þetta var áður en núgildandi formúlubúskapur uppaviðskiptafræðinganna tók við af fagáhuga gömlu frumkapitalist- anna í show biz; útgerð sem er líkleg til að framleiða „Hamlet snýr aftur“ og „Son Ham- lets“, ef ske kynni að „Hamlet 1“ skyldi slá í gegn. Ameríski draumurinn kallaði á undraböm. Viðkvæðið var: „Ef við eigum það ekki, kaup- um við það.“ Og líklega mesta undrabarnið - ekki aðeins kvikmyndasögunnar, heldur almennrar tónlistarsögu á þessari öld - lét tilleiðast, þegar óveðursskýin tóku að hrannast upp við sjón- ' deildarhring gamla heimsins. Það var Erich Wolfgang Komgold (1897-1957), austurrísk- ur gyðingur frá Bmo á Mæri sem forðaði sér vestur um haf þrem ámm fyrir Anschluss Alpa- sælureitar heilagrar Sess- elju (1938) við Stórþýzka- land. Þar komst Hollywood í feitt, þegar með fmmraun Korngolds þar vestra í Captain Blood. Kom hún af stað nýrri „stærra-en- lífið" línu í draumaverk- smiðjunni, er lyfti hasam- um upp á breiðtjaldsplan, löngu áður en breiðtjaldið var fundið upp; línu er liggur fram að risa- hljómsveitarraddskránum að geimtónlist Johns Williams. Líklega er þekktasta kvikmyndatónlist Komgolds sú er hann samdi við Hróa hött (með Erroi Flynn í aðalhlutverki) 1940. Fyrir hana fékk hann óskarsverðlaun, en úthlut- unamefndin þáverandi hefur varla áttað sig á því, að þar fór stór hluti úr Sursum corda („Upp, upp, vort geð“), hljómsveitarverki sem púað hafði verið niður við fmmflutninginn í Vín 20 ámm áður. Komgold lenti í tímahraki og neyddist til að leita í handraðanum að gömlu efni til endumýtingar. Útkoman þótti hins vegar frábær, og varð þannig mesta sneypan á ferli Komgolds að síðbúnum sigri. Það er bjart yfir þessu glæsilega verki, og næsta óskiljanlegt í dag að það hafi eitt sinn þótt „erfitt“ og óaðgengilegt. Og ef mönnum þykir það í meira lagi þroskuð smíð fyrir 22 ára gamlan mann, þá kastar tólfun- um í síðara verkinu á disknum, Sinfoníett- unni (sem raunar er fulltíða sinfónía þrátt fyrir smækkunarendinguna), því hún var samin á 14. aldursári. Það þótti ótrúlegt af- rek þá - og þykir enn. Og það sem meira er - stíllinn er fullkomlega í anda samtíðar, ekkert afturhvarf, og má vera að spilað hafi inn að faðir pilts, Julius Korngold, var tónlist- argagnrýnandi. Engu að síður er jafnlétt yfir henni og Sursum corda, ef ekki léttara, og hljómsveitarmeðhöndlun táningsins er ekkert minna en meistaraleg. Sama má segja um meðhöndlun Bamerts. Þetta er klassa stjómandi, og BBC Fílharmónían leikur FÁTT getur verið þakklátara aðhlátursefni og hið upphafna og virðulega, og hefðbundn- ir sígildir sinfóníutónleikar eru að því leyti ekki lakari skotspónn en hvað annað. En ef menn halda, að háðfuglinn Peter Schic- kele (alías „P.D.Q. Bach“) hafi fundið upp skopstælingu á sígildum tónleikum, ber að leiðrétta það hið snarasta. Schickele - og reyndar margt í „uppákomu“-tónlist 7.-8. áratugar - eiga sér nefnilega 20 ára eldri fyrirmynd. Gerard Hoffnung hét lúðurþeytari og gamanteiknari í Lundúnum sem lézt langt fyrir-aldur fram 1959. Margir munu kannast við teikningar hans þar sem er gert góðlát- legt grín að sígilda mörgæsaliðinu uppi á hljómleikapalli. Færri vita, að Hoffnung lét líka útfæra skondar hugmyndir sínar í hljóm- andi mynd með aðstoð vina og kunningja meðal hljóðfæraleikara, tónskálda, útsetjara og stjómanda. Fyrstu „Hoffnungshátíðartónleikarnir" fóru í loftið í RFH 1956 og seldist upp á tveim klukkustundum. Aðrir Hoffnungstón- leikar voru haldnir 1958, og hinir þriðju voru í undirbúningi, þegar hann skyndilega féll frá. Húmor Hoffnungs var sprottinn af miklum kær- leika til tónlistar, og sem kunnáttumaður og hrók- ur alls fagnaðar meðal tónlistarmanna gat hann öðrum fremur náð að draga fram spaugilegu hliðar á drottningu list- anna - eða þá að búa þær til frá grunni. Notaðist hann ýmist við klassísk tónverk, heil eða upp- brotin í nýstárlegum samskeytingum, eða lét hreinlega smíða ný verk fyrir ólíklegustu uppá- komur, og vora tónskáld- in sem hann fékk til liðs við sig sum hver vel þekkt, og flest fyrir allt annað: Malcolm Arnold, Matyas Seiber, Frank Butterworth, Francis Chagrin, Frank Renton, svo nokkur séu nefnd. Og „hljóðfærin“ voru heldur ekki öll af hefðbundnari endanum. Þar komu m.a. við sögu tónkvísl, ryksuga, garðslanga, þok- ulúður, sekkjapípa, vínflöskur og fleiri vand- fyrirsjáanlegir hljóðgjafar. Það sem gerir sprellið jafnfyndið og raun ber vitni er, eins og gefur að skilja, ekki sízt sú staðreynd, að menn flytja „tónverkin" af fúlustu alvöru og eins vel og tæknilega er unnt. Hér er á ferðinni gamansemi, sem til skamms tíma hefur ekki átt upp á pallborð hjá mörlandanum, enda sjálfsháð mikilvægur partur af heildinni, auk þess sem ekki sak- ar, ef hlustendur kunna fyrir sér hrafl úr tónbókmenntunum (hinum óbijáluðu, þ.e.a.s.), með því að ný og óvænt samhengi spretta upp sem gorkúlur á fylliríi. Flytjendur gera sem sé það sem til þarf, enda ekki neitt slor; Fílharmónía er meðal fremstu sinfóníuhljómsveita heimsborgarinn- ar, og meðal söngvara má finna ekki verri söngkonu en Felicity Lott. Þetta er kostuleg „partý“-plata fyrir fá- menn en góðmenn teiti, fjársjóður af lunkinni brosmildi um venjulega hátimbruð viðfangs- efni. Eini gallinn er sá. að sjónrænu atriðin skila sér ekki öll gegnum hátalarana, eins og heyrist af stakri hláturgusu utan úr sal. E.t.v. hefði mátt tæpa á því sem er að gerast á þeim stöðum í plötubæklingi, en það er mats- atriði. Upptakan er allgóð af „læf“-hljóðritun að vera. RíkarðurÖ.Pálsson Erik Wolfgang KOrngold , Morgunblaðið/Golli SIGRIÐUR Sverrisdóttir brosir allan ársins hnng. HEILLAST MEST AF LEIKHÚSINU VOPNASKAK er nýyfirstaðið á Vopnafirði og var það vel sótt. Sem dæmi má nefna að hátt á fjórða hundrað manns mættu á sagna- og hagyrðingakvöld í þessu 800 manna byggð- arlagi. Sigríður Sverrisdóttir, formaður menn- ingarmálanefndar, var í aðalhlutverki á hátíð- inni eins og endranær. „Vopnaskakið tókst mjög vel enda er að- sóknin alltaf jafn góð,“ segir hún. „Það stóð yfir í viku og á meðal þess sem var á boðstól- um var sagna- og hagyrðingakvöld, mynd- lista- og ljósmyndasýningar, gönguferð og sigling, fjölskylduhátíð þar sem börnin voru í aðalhlutverki, dorgkeppni og sjóstangaveiði- mót og golfmót. Einnig var Burstafellsdagur, en þá voru sýnd gömul vinnubrögð á Minjasafninu á Burstafelli. Vopnaskakinu lauk með dansleik með hljómsveitinni Sálinni hans Jóns míns, en fyrr um daginn hafði verið skemmtiskokk, varðeldur á öðru tjaldstæðinu og flugeldasýn- ing. Og síðan var að þrífa.“ Komstu einnig nálægt því? „Við hjónin sáum ásamt öðrum um að þrífa í kringum pylsuvagn fyrir neðan félagsheimil- ið, en auk þess unnum við á hótelinu meðan á hátíðinni stóð svo þetta gengi nú allt vel.“ Byijaðirðu sem sjálfskipaður menningar- oddviti Vopnfirðinga? „Ég byijaði ein árið 1993 vegna þess að þá fannst mér ríkja svo mikill doði í þessum málum á Vopnafirði. Heimamenn stóðu sig ágætlega en það mátti gera betur. Það kom ekki nógu mikið af listamönnum til Vopna- fjarðar. Ég ákvað því að kaupa leikritið „Fiskar á þurru landi“ eftir Árna Ibsen til Vopnafjarðar og náði að fjármagna það með ýmiskonar sérkennilegum stuðningi, m.a. frá laxveiði- mönnum,“ segir Sigríður og hlær. „Leikritið stóð undir sér og það varð örlítill hagnaður sem varð til þess að ég fékk fleiri leikrit til Vopnafjarðar. Sama ár hélt ég fyrstu bókmenntahátíðina, sem er orðin árviss og verður haldin í fjórða skipti í desember næstkomandi. Þá fæ ég topp- ana úr íslenskum bókmenntaheimi til að koma til Vopnafjarðar og lesa úr nýútkomnum bók- um sínum. Það er mjög auðvelt að fá rithöf- unda til þess að koma.“ Er eitthvað fleira á döfinni? „Það verða vonandi tónleikar með Tjarnar- kvartettinum í október og svo ætlar hljóm- sveitin SSSól að heimsækja okkur í nóvem- ber. Meira er ekki skipulagt í augnablikinu, - enda er Vopnaskakinu nýlokið." Hvenær varð það árlegur viðburður? „Þetta var þriðja hátíðin. Fyrsta hátíðin var haldin í byijun júlí sumarið 1994. Þá vorum við með sýningu á verkum Errós og Stefáns frá Möðrudal, ásamt ýmsum öðrum uppákom- um. Þá sá ég ein um að skipuleggja hátíðina. Menningarmálanefnd tók ekki til starfa fyrr en í desember 1994. Kjörtímabilið á und- an hafði verið skipuð menningarmálanefnd, sem lognaðist út af, og ég sá að það var allt- of mikið fyrir mig að standa ein í þessu. Ég er mjög fegin að hafa fengið nefndina í gang aftur og fékk frábært fólk í lið með mér, þau Guðjón Böðvarsson og Aðalheiði Steingríms- dóttur. Svo hafa íbúar staðarins stutt við bak- ið á okkur.“ Hvar finnurðu tíma til að standa í þessu? „Ég er í hálfu starfi í grunnskólanum sem stuðningsfulltrúi með misþroska dreng. Svo hef ég ekki fengist við neitt annað í sumar en að stússast í þessu. Ég er samt ekki á launum fyrir utan þá tíu daga sem skakið stendur yfir. Að öðru leyti þigg ég ekki laun. Þetta er bara ánægja. 1 þessu felst samt mikil vinna enda leggjum við höfuðáherslu á að taka vel á móti þeim listamönnum sem koma. Við reynum að hafa ofan af fyrir þeim á meðan þeir eru á Vopna- firði, dveljast með þeim, sýna þeim um og gera eitthvað fyrir þá.“ Þetta er svei mér merkilegt, missir blaða- mnður út úr sér. „Nei, þetta er ekkert merkilegt. Fullt af fólki gerir þetta um allt land. Ég veit ekki hvort það er ekki eins athyglissjúkt og ég eða hvað það er. En það er langt síðan ég gerði mér ljóst að ef ég næ ekki athygli fjölmiðla eða annarra þá er mjög erfitt að útvega fjármagn. Ég vil helst ekki keyra það allt út úr sveitarfélaginu. Það er takmörkum háð hvað ég get fengið þaðan og ég vil gera miklu meira en að halda eina hátíð á ári. Það er svo mikilvægt að hafa einhveijar uppákomur, sérstaklega í skammdeginu á veturna.“ Þú kemur mér fyrir sjónir sem fjöiþrautar- kona í listum. „Já.“ Ertu jafnvíg á allar greinar? „Nei, leikhúsið heillar mig mest. Ég er að- eins inni í myndlist, fylgist vel með léttari tónlist, en er ekki eins mikið inni í klassík- inni. Sagna- og hagyrðingamótin og bókmenn- takynningarnar höfða síðan til allra. Hópurinn sem sækir þetta er afskaplega breiður, allt frá 16 til 80 ára. Einnig er kórsöngur mjög vinsæll á Vopnafirði. Það koma alltaf um 200 manns á tónleika. Það er rík hefð fyrir kór- sögn á Vopnafirði og við eigum mjög góðan kór.“ Blaðamaður gerir sér ljóst að einhvern tíma verður viðtalinu að ljúka þrátt fyrir að Sigríð- ur virðist endalaust geta haldið áfram að fjalla um menningaruppákomur á Vopnafirði. Og það er ljóst af orðum hennar að Vopnfirðing- ar þurfa ekki að kvíða skammdeginu. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. ÁGÚST 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.