Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 5
Jarðskjálftar á Suðurlandi svo sterkir að bæir hrundu + Hrun bæja í þessum sveitum skráð í heimildir (-}-) Sveitin ekki nefnd á nafn í heimildum, en nokkuð víst að bæir hafi hrunið þar ? Meiri óvissa um tjón í einstökum sveitum, en víst að jarðskjálftarnir hafi verið Þversprunga milli hryggjarstykkja Hryggjarás þversprunga a|uteS|:B Jarðskorpa i i ■ Wm Möttull r þversprunga Örvarnar sýna rekstefnur bergs sem berst út frá Ár Þing- vellir Krísuvík Selvogur Ölfus Flói Gríms- nes Skeið Biskupst. Laugard. Hreppar Holt Land Rangár- vellir Hvol- hreppur Fljóts- hlfð Land- eyjar Eyja- fjöll DflUÐS- FÖLL 12. 1164 (+) (+) + 19 öld 1182 ? ? ? 9 ? 11 13. 1211 ? ? ? ? ? 18 ö'd 1294 (+) + . + 1300 + 1308 ? 9 ? ? ? 6 1339 + + + + + old 1370 + 6 1391 + + + 5 1510 (+) (+) 16. 1546 + (+) (+) Öld 1581 + + ■ ■■ Sfe.:. 1597 + 1614 (+) (+} (+i + lÉijilig 1624 + 1630 (+) + + 6 öld 1633 + o/cf 1657 + + 1663 + 1671 Hh + : 5 1706 + + 4 1724 + 1725 + 1726 + 1732 + + + 18. 1734 + + + 9 Öld 1749 + 1752 + 1757 + 1766 + Hh + 1784 + + + + + + + + + + + + + 3 1789 (+5 + + 1828 + + 1 1829 + + öld 1876 + 0,0 1889 + 1896 + + + + + + + + + + + + + 4 1912 + + + 1 Samtals + : 1 Samtals {+): 1 Samtals ? : 14 2 3 8 2 3 6 1 3 4 1 7 3 3 12 2 3 SAMTALS: 19 13 10 13 17 98 stundum tekist hraustlega á við íbúa uppsveit- anna, svo sem á glímumótum HSK, eru það lættvæg átök miðað við þau sem undir glímu- völlunum krauma. Af leiðing spennusöf nunor í hinum daglega hraða amsturs og aksturs gerist þetta nú allt saman ósköp rólega en smátt og smátt hleðst upp spenna í jarðskorp- unni sem síðan, á um það bil 100 ára fresti á Suðurlandi, veldur því að með bresti lætur jarðskorpan undan og jafnar að mestu út spennuna sem tekur þá að hlaðast upp jafnt og þétt að nýju. Bresturinn, það er þegar jarð- skorpan lætur undan, er hins vegar ekkert klapp heldur kjaftshögg mikið og veldur um- ræddum Suðurlandsskjálftum. Hvor plata um sig ferðast um einn sentimetra á ári að meðal- tali og því færast Flóamenn tvo sentimetra til austurs miðað við íbúa uppsveitanna á hveiju ári eða um tvo metra á hverri öld svo engann ætti að undra þótt eitthvað bresti í undirdjúpunum. í töflu I sem unnin var af Sigurði Þórarins- syni jarðfræðingi er greint frá þeim jarð- skjálftum sem ollu því að bæir hrundu á Suð- urlandi. Hundrað ára reglan er þar svo sem ekkert í hávegum höfð þótt ártölin 1896 og 1784 styðji kenninguna. Á hinn bóginn má fullyrða að 100 ára afmæli Suðurlandsskjálfta er ekkert fagnaðarefni því eftir því sem lengri tími líður því stærri verður skjálftinn og afleið- ingarnar ógurlegri. Allt bendir til að stór jarð- skjálfti muni ríða yfir Suðurland á næstu ára- tugum og víst að með hverjum deginum sem líður er einum degi styttra í skjálftann. Reynsl- an sýnir þó að raunhæfara er að tala um skjálftahrinu en einn einstakan skjálfta. I einni hrinu á Suðurlandi sem staðið getur i nokkrar vikur eða mánuði verða nokkrir kippir yfir 7 á Richter og fjölmargir milli 6 og 7 á Richter. í hrinunum eru nokkrar sprungur virkar og upptök stóru skjálftanna hér og þar innan virka jarðskjálftabeltisins á Suðurlandi. Þann- ig er enginn hólpinn í Suðurlandsskjálfta þótt bær hans standi af sér fyrsta kippinn. Um afleiðingarnar er fátt vitað og fer vissulega bæði eftir stærð skjálftans og upp- tökum hans en ekki þyrfti að koma á óvart þótt hundruð heimila á Suðurlandi yrðu ónýt eftir. Dalvíkurskjálftinn svokallaði sem varð 2. júní 1934 lagði Dalvík í rúst að heita mátti en skjálftinn var þó „aðeins“ um 6,25 stig á Richterkvarða. Höfum í huga að skjálfti af stærðinni 7,5 á Suðurlandi yrði meira en hundrað sinnum öflugri. Talið er að jarð- skjálftar að styrkleika 7,5 á Richter valdi öllu jafna ekki tjóni í þijátíu kílómetra fjar- lægð frá upptökum skjálftans en einnigskipt- ir máli á hvað miklu dýpi skjálftinn á upptök sín. Samanlagt er vitað um nálægt 100 manns sem farist hafa hérlendis í jarðskjálftum. Skjálftahrinan 1784 varð þrem mönnum að bana en ijórir létust í skjálftahrinunni 1896. Líklegt má telja að fjöldi þcirra sem jarð- skjálftar á íslandi hafi grandað muni jafnvel margfaldast eftir næstu hrinu Suðurlands- skjálfta. Ágúst 1784 Þrátt fyrir heyannir var að mestu rólegt á Suðurlandi fram eftir degi þann 14. ágúst 1784. Síðari hluta dags dundu ósköpin yfir með einum stærsta skjálfta íslandssögunnar. Upptök hans voru nálægt Vörðufelli á Skeið- um. Skjálftinn olli mestum skaða í Biskups- tungum, á Landi, í Efri-Holtum, á Skeiðum og ofarlega í Grímsnesi. Tveim dögum síðar, þann 16. ágúst, varð annar skjálfti á Suðurlandi, svipaður að styrk- leika og sá fyrri. Olli hann mestum skemmd- um í Flóa, Ölfusi og neðarlega í Grimsnesi. í þessum skjálftum gjörféllu öll hús á 29 bæjum í Rangárvallasýslu en í Árnessýslu öll hús á 69 bæjum. Auk þessara nær 100 bæja sem jöfnuðust við jörðu stórskemmdust 300 aðrir bæir. Margir urðu undir húsum og varð að grafa þá upp úr rústunum en aðeins þrír týndu lífi eins og áður getur. Skálholtskirkja þessa tíma var úr timbri og sakaði lítið en flest önnur hús á biskupsstólnum féllu eða skemmdust mikið. Eftir að á bættust haust- rigningar miklar fluttist Hannes biskup Finns- son af staðnum og þar með lagðist Skálholt af sem biskupssetur. Skóli sá sem verið hafði í Skáiholti lagðist einnig af og fluttist til Reykjavíkur. Ágúsl og september 1896 Heyannir voru í algleymingi þann 26. ágúst enda veður með afbrigðum gott á Suðurlandi, sól, hiti og stillur. Hitamistur lá yfir landinu og mörgum var illa við slíkt veður allar götur þaðan í frá og varaði heimafólk sitt við inni- setu í þvílíkri blíðu. Blíðan þetta ágústkvöld bjargaði þó miklu því þegar skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan tíu um kvöldið voru flest- ir Sunnlendingar úti við störf. Hefði skjálftinn orðið þrem klukkustundum síðar eða hefði rign- ing haft völdin á Suðurlandi þennan dag hefði íjöldi látinna án efa margfaldast. Stærð skjálftans hefur verið áætluð 7-7,5 stig á Richter og áhrifa hans gætti um allt Suðurland en þó hristust mest Rangárvellir, Land, upp-Holt og Gnúpverjahreppur. I Land- sveit gjörféllu öll hús á 28 bæjum af 35 sem þar voru og þeir 8 bæir sem ekki hrundu stór- skemmdust. Jarðrask varð mikið, sprungur mynduðust víða og jarðvegur hljóp í hóla. Skarðsfjall á Landi klofnaði og sprakk, jarð- vegur losnaði víða frá klöppinni og seig niður á láglendi. Stærstu sprungurnar náðu yfir sveitina þvera frá Ytri-Rangá um Lækjarbotna og Flagbjarnarholt norður að Þjórsá, um 15 kílómetra vegalengd og enn sést víða móta fyrir þeim. Morguninn eftir, 27. ágúst, kom nýr kippur og enn varð Landsveit illa úti. Skjálftinn kippti þannig fótunum undan nær öllum íbúum sveit- arinnar þannig að þeir féllu kylliflatir. Á svipuð- um tíma fannst snarpur kippur í Heimaey og hrundi gijót á menn við fýiatekju í Heima- kletti með þeim afleiðingum að einn maður lést. Margir litlir „eftirskjálftar" urðu næstu daga en enginn af þeirri stærðargráðu að valda tjóni en um það leyti sem uppbygging- arstarf var að heíjast dundu ósköpin yfir á ný. Klukkan ellefu að kvöldi 5. september hristist allt Suðurlandsundirlendið á ný í ógn- arstórum skjálfta. Upptök fyrsta kippsins voru nálægt Selfossi en mestar urðu skemmd- irnar á Skeiðum og um Holt og Flóa. í Flóa féll fjöldi bæja til grunna en hinir skemmdust flestir meira eða minna. Mikið hrundi úr aust- anverðu Ingólfsfjalli og eru björgin áberandi við þjóðveginn. Býlin þrjú á Selfossi hrundu og sjö býli með um 80 húsum í Votmúla- hverfi og fimm býli með um 50 húsum í Smjördalahverfi hrundu gjörsamlega. Hjón á Selfossi köfnuðu þegar súð lagðist á rúm þeirra. Brúin yfir Oifusá skemmdist mikið og var einungis fær fótgangandi fyrst eftir skjálftann. Á nær sama tíma og skjálftinn reið yfir Selfoss og nágrenni reið annar mik- ill skjálfti yfir nokkru austar eða með miðju nálægt Þjórsárbrú. Olli hann mestum skemmdum í neðri hluta Holta, í austanverð- um Flóa og syðst á Skeiðum og í Grímsnesi. Á Skeiðum opnuðust stórar sprungur, sú stærsta gekk fram hjá Kálfhóli beint á mitt Vörðufell. Hjá Kálfhóli var hún opin á nærri fjögurra kílómetra svæði, allt að metri á breidd með hyidjúpum pyttum. í þessum skjálfta urðu þeir verst úti bæirnir Krókur, Urriða- foss, Þjótandi, Skálmholt, Útverk, Hestur og Gíslastaðir austan í Hestfjalli en úr því féll mikið af stórgrýti. Ótal litlir skjálftar komu strax í kjölfar stóru skjálftanna tveggja og má segja að allt Suðurlandsundirlendið hafi verið á titringi. Um klukkan tvö að morgni 6. september kom enn eitt höggið og féllu þá tuttugu og fjórir bæir til grunna I Olfusi. Húsin voru öll mann- laus enda gisti fólk á Suðurlandi undir berum himni þessa haustdaga. Fullyrða má að það varð flestum íbúum þessara tuttugu og fjög- urra bæja til lífs að haldast við utan dyra. Þann 10. september varð enn harður kippur sem lét mest fyrir sér finna í Hraungerðis- hreppi. Voru þá rúmar tvær vikur frá því fyrsti skjálfinn varð. Eftirkippir urðu fjöl- margir en fóru minnkandi eftir því sem dag- arnir, vikurnar og mánuðirnir liðu. Vetrar- frostið sendi Sunnlendinga inn í þau fáu hý- býli sem uppi stóðu á Suðurlandi. í þessari skjálftahrinu varð eitthvert tjón á 971 býli af þeim 1287 sem þá voru í Árnes- og Rangárvallasýslum og 161 býli jafnaðist við jörðu. Á 75 bæjum í Árnessýslu og 86 í Rangárvailasýslu féll meira en helmingur húsa og á 80 bæjum í Árnessýslu og 75 í Rangárvallasýslu fjórðungur til helmingur. Það verður að teljast ótrúlegt happ að ekki skyldu fleiri látast í þessari skjálftahrinu. Hjálpaðist þar margt að, fyrsti kippurinn varð meðan fólk var flest úti við og næsta mánuð- inn voru hýbýli lítt eða ekki íverustaðir Sunn- lendinga. Stærstu skjálftarnir fundust um nær allt land og höfðu mikil áhrif. Sem dæmi má nefna miklar breytingar á hverasvæðunum í Hvera- gerði og á Hverasöndum í Haukadal. Nýtt líf færðist í Geysi en Strokkur hætti gosum. Tilfærsla hvera hefur fylgt flestum Suður- landsskjálfta og ekki ólíklegt að hverir færist til í næsta skjálfta og opnist t.d. undir húsum í Hveragerði og Haukadal. Tuttugasta öldin Enn kom skjálfti með styrkleikann 7,0 stig á Richterkvarða á Suðurlandi árið 1912. Sá átti upptök suðvestan undir Heklu milli Sel- sunds og Næfurholts. Níu bæir hrundu til grunna og eitt barn beið bana. Síðan hefur verið tiltölulega lítið um jarðhræringar á Suð- urlandi, eingöngu smákippir miðað við þá sem áður er getið. Hversu lengi lognið mun vara veit enginn en hitt er víst að stormurinn kem- ur á endanum. Frá árinu 1912 hefur hins vegar margt breyst á Suðurlandi. Steinsteyp- an hefur tekið við af timbri, gijóti og torfi sem vinsælasta byggingarefnið, svo ekki sé talað um glerið. Fjöldi íbúa á svæðinu hefur margfaldast en Sunnlendingar virðast að nokkru hafa tapað þeirri árvekni sem hélt í þeim lífi í ágúst og september árið 1896 enda fer þeim nú óðum fækkandi á íslandi sem muna stóra jarðskjálfta. Ekki er ólíklegt að hönnuðir bygginga fái orð í eyra eftir næstu skjálftahrinu á Suðurlandi. í það minnsta vildi ég ekki eiga börnin mín undir stóra gler- glugganum í Fjölbrautaskólanum á Suður- landi þegar fyrsti skjálfti hrinunnar ríður yfír. Höfundur er jarófræðingur. í sunnudagsbiaði Morgunblaðsins á morgun verður fjallað frekar um Suðurlandsskjálflann. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. ÁGÚST 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.