Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 13
ÍSLENSK MANNANÖFN 7 • • INGIBJORG OG GUNNAR Ingibjörg merkir líklega konunglega eóa guólega björg, en hefur nýverið hrapaö í vinsældum, er í 9. sæti. Gunnar er fornnorrænt hermannsheiti og hefur haldió stöóu sinni vel, er í 5.-8. sæti órin 1960-1986. EFTIR GÍSLA JÓNSSON XIV. Ingibiörg Ingibjörg er mikið nafn á Norðurlöndum. Forliðurinn Ing- hefur að vísu vafist lengi fyrir nafnaskýrendum, svona að skýra hann út í hörgul, en ég held þeir séu nokkuð sam- málá um að setja hann í samband við guði eða konunga. Ingi er konungsheiti, og Freyr var nefndur Yngvi og stundum í einni lotu Yngvi-Freyr. Fyrir mér er ekki vafi á því, að Ingibjörg er konungleg eða guðleg björg, sbr. líka nöfn eins og Asbjörg, Guðbjörg og Þorbjörg. Ingibjörg í Baldurshaga beiskan grætur alla daga. Getur þig ei ginnt að morði grátin mær með augun blá. Einhvern veginn límdust þessar línur úr Friðþjófssögu í barnsminni mitt, og reyndar grúir af Ingibjörgum í fornum sögum. Yrðu seint taldar drottningar um norðurheim með þessu nafni, konungsdætur og systur, allt frá Ingibjörgu systur Ólafs (I.) Tryggvasonar, og fóru sumar þeirra suður í heim og settust þar í hásæti. Frændur okkar breyttu snemma björg í borg í þessu nafni og sumum öðrum. Inge- borg, segja Danir, ef ekki Engelborg, því snemma rugluðu menn saman forliðnum Ing- og gríska tökuorðinu engill (= sendiboði), annaðhvort af misskilningi eða af ásettu trú- arlegu ráði. Menn hafa oft breytt nöfnum af smekksástæðum. Norðmönnum líkaði ekki að gersk drottning Haralds harðráða héti hebreska nafninu Elísabet, og þeir gerðu sér lítið fyrir og breyttu því í hið fagra nafn Ellisif sem við höfum sem betur fer ekki týnt. Nöfn þvældust milli landa og tungna. Helga fór til Rússlands og kom til baka í gerðinni Olga, því að slövum virðist fyrirmunað, eins og Frökkum, að segja h í upphafi orða. Helgi varð Oleg. Ymsir trúa því að Hlöðver hafi farið út í heim, verið latínað í Clodovicus og komið loks til baka í gerðinni Lúðvík. Aðrir rekja slóðina öðruvísi. Verra er þó, þegar menn misskilja ágætis nöfn, svo að þau falla í fyrnsku. Hallvör merkir t.d. hin „trausta verndarvættur", en ekki *sú sem hefur hallandi varir. Steinvör hefur nákvæmlega sömu merkingu og Hall- vör og getur vel verið kyssileg, Bergljót er „björt bjargvættur", ljót er þar skylt ljós og ensku light, en er óskylt öðru verra sem hlóm- ar eins. Eg skil hins vegar fólk sem áræðir ekki að skíra Loðinn og Ljótur, en ástæðu- laust er að forðast forn og glæsileg nöfn eins og Ástríður og Ingiríður, þótt reynt hafi ver- ið með aulafyndni að snúa út úr þeim. í Sturlungu eru nefndar 12 Ingibjargir, þar á meðal bæði eiginkona og frilla Gissur- ar jarls, eiginkonan var dóttir Snorra Sturlu- sonar, svo og Ingibjörg Sturludóttir Þórðar- sonar sem 13 vetra var gefin syni Gissurar, Halli, og neitaði að ganga út úr Flugumýrar- brennu nema hún kysi mann með sér. Var borin út nauðug. Seinna skrifaði einhver maður í lýsingu á Njálsbrennu. „Eg var ung gefin Njáli.“ Árið 1703 voru Ingibjargir hér á landi vel margar, 1217, nafnið í þriðja sæti. Þá var löngu dáin Ingibjörg Loftsdóttir, móðir liins ágæta manns Arngríms lærða, en ófæddar þær góðu Ingibjargir sem ólu af sér skáldin Sigurð Breiðfjörð og Grím Thomsen. Man ég það ekki rétt, að spakir menn segi að mikil- mennum bregði oft í móðurkyn? Nafnið Ingibjörg hélt lengi vel velli, en hefur þó þokað ofan í 4. sæti 1801, en 5. árið 1845, og síðan hefur konum með Ingi- bjargarnafni haldið áfram að fækka hlutfalls- lega. Árin 1921-1930 var Ingibjörg nr. 5 í hópi skírðra meyja. Þá var rétt ókomin á alþing fyrsta konan, Ingibjörg H(ákonardóttir) Bjarnason, stjórnandi Kvennaskólans í Reykjavík. í þjóðskrá 1982 var Ingibjörg í 9. sæti og hefur hrapað verulega síðan; nafn- ið þykir víst of langt, og kannski heldur ein- hver, eins og hún Ingibjörg amma mín, að það þýði „engin björg“, en það var nú aldeil- is ekki. XV. Gunnar Gunnar hét bóndi á Hlíðarenda, þangað vildi eg vísu venda, segir í gömlum dansi, miðlungi vel kveðn- um, eða varla það. Gunnar er fornnorrænt hermannsheiti og nægir að vitna í kvenkynsorðið gunnur sem bæði merkir orusta og valkyija. INGIBJÖRG H. Bjarnason skólastjóri Kvennaskólans var fyrsta islenska konan sem kjörin var á Alþingi. Frægastur fornkappa, sem Gunnarsnafn báru meðal Germana, er vafalítið Gunnar Gjúkason Eddukvæðanna og lét lífið í orma- garði. Lifanda gram lögðu í garð, þann er skriðinn var, skatna mengi, innan ormum, o.s.frv., og ekki þarf ég að lýsa fyrir ykk- ur orðtöfrum Eddukvæðanna, þar sem ólga og syngja „uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu“, á máli Jóns Helgasonar. Hér á landi áttum við líka kappa þann, sem litlu var maður minni en Gunnar Gjúkason, áður- nefndan Gunnar á Hlíðarenda, er hæfði hvað- eina sem hann skaut til og var jafngóður í langstökki áfram og afturábak. Varð að sögn Jóns Grindvicensis 12 álna hár og 200 ára gamall. Gunnarsnafn báru 15 menn í Landnámu og 12 í Sturlungu. En lengi vel var það ekki algengt á landi hér, t. d. ekki nema 112 árið 1703. í þetta manntal komst ekki, og reynd- ar ekki næsta allsheijarmanntal heldur Gunn- ar Pálsson skáld, prestur og skólameistari, „gáfumaður mikill og manna lærðastur, lítill búmaður, ógætinn í embættisverkum og nokkuð hneigður til drykkju", eins og honum er lýst í Islenskum æviskrám Páls Eggerts. Hann var látinn áratug fyrir manntalið 1801, en þá báru Gunnarsnafn á landi hér ekki nema 105. I þeim hópi var Gunnar Gunnars- son faðir Þóru sem Jónas Hallgrímsson kvað um í Ferðalokum. En bráðum kom hin margfræga rómantík 19. aldar til skjalanna og gerði vinsæl sum þau nöfn sem komu fyrir í Eddukvæðum og íslendingasögum. Árið 1855 voru enn ekki nema 150 Gunnarar á íslandi, en 1910 voru þeir orðnir 489. Þetta ár fæddist Gunn- ar sá er síðar varð forsætisráðherra, Sig- urðsson Thoroddsen, en 21 árs var orðinn Gunnar Gunnarsson úr Vopnafirði og Fljótsdai og þegar tekinn að semja skáld- verk. En sókn Gunnars fékk ekkert stöðvað. Nafnið komst í hátísku, einkum á árabilinu 1921-1950. Þá eru 1608 sveinar svo skírðir og nafnið í fjórða sæti, með 3,8%. En það er líka toppurinn. Dæmi eru um enn meiri tískusveiflur í nafngiftasögu okkar. Sigrún, hið fornfræga Eddunafn, er hvorki í Landnámu né Sturl- ungu, og öldum saman báru það sárafáar íslenskar konur, oft engin á öllu Norður- landi. En svo kom rómantík Eddukvæðanna, Sigrúnarljóð Bjarna Thorarensens, Sigrún Þorsteinsdóttir í Manni og konu og Sigrún á Sunnuhvoli í þýðingu eftir Jón Ólafsson. Og það er ekki að sökum að spyija. Sigrún fór sömu slóð og Gunnar í afar svipuðum áföng- um og var 6. algengasta skírnarnafn meyja á blómatíma Gunnars. Ennþá brattari varð þó tískubylgjan, þegar Erla kom til. Einar Benediktsson skáld og Valgerður Einarsdótt- RÓMANTÍKIN hóf til vegs nafn kappans Gunnars á Hlíðarenda og nafnið var í há- tísku á árabilinu 1921-1950. ir Zoega, kona hans, skírðu eina dóttur sína Ragnheiði Erlu, hún fæddist 1905 og ber fyrst Erlunafn íslenskra kvenna. Engin er í manntalinu 1910, því að þá var Einar skáld og hans fólk erlendis. En nú kom annað skáld til skjalanna. Stefán Sigurðsson, sem sig kenndi við Hvítadal, birti kvæðið Erla í Söngvum förumannsins 1918, og það var eins og við manninn mælt, næstu þijá ára- tugi voru 808 meyjar skírðar Erla. Vinsældir þessa nafns hafa allvel haldist síðustu ára- tugi. Svipað má segja um Þór og Erlu, en breyt- ingin er þó ekki eins snögg. Þessu gamla goðsheiti er tekið að skíra örfáa sveina skömmu fyrir aldamótin síðustu, elstur var Svarfdælingurinn Þór Vilhjálmsson, fæddur 1893, síðar bóndi á Bakka. Heimildir eru fyrir því, að hann héti í höfuðið á góðri konu, Þóru að nafni. Nú hina síðustu áratugi hefur Þór verið algengast skírnarnafn piltbarna, stundum svo að miklu munar, en þá er þess að gæta, að það er í yfir 90 af hundraði dæma seinna nafn af tveimur. Sjá síðar. Ég get líka nefnt nokkur stutt kvenheiti sem rokið hafa upp vinsældalistann á skömmum tíma, þó að ég hafi ekki rannsakað þau nógu gaumgæfilega. Nefni ég sem dæmi Ósk, Tinnu, Björk, Dögg og Yri. En Gunnar stendur sig líka vel. Hann er í 5.-8. sæti þá áratugi milli 1960 og 1986 sem ég hef átt kost á að kanna, en heldur ekki þeim hlut síðustu árin. Framhald í næstu Lesbók. Höfundur er fyrrverandi menntaskólakennari. JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR TÓNA- SKART UM SUMAR- NÓTT Á gömlu blaði Ég hovfi á nóttina og úr sæti mínu sé ég gegnum gluggann minn stóra stóra - iygnan bláan voginn gægjast gegnum blómstrandi greinar kvistsins á pallinum. Ofan við voginn tekur við Nesið álfta og einmitt í sjónmáli þessu mætast gullblómstrandi sóleyjabrekkur og Gálgahraunið svarta. Yfir, skartar sem á stássmey með sindrandi ennisband Ijómandi Ijósaröðin á Hrauns- holtinu ... En Keilir í fjarlægð teygir sig yfir dýrðina eins og hún leggur sig, sem hann gefi sig allan að himn- inum í heimspekilegum rökræðum um tvíhyggjuna í tilverunni. . . Þú, himinninn, og ég, fjallið, við mætumst og þú eit óendanlegur. Fremst í forgrunni, þvert yfir bláan mildan himin- flötinn liggja fimm símalínur með jöfnu millibili líkt og nótnastrengir - e, g, h, d, f, - og þrestirnir setjast á þær kvíandi og kvitrandi svo lesa má úr mynd þeirra tóna. Glugginn minn um sumarnótt bjaita skartar. Höfundur er cand.mag. og skólastjóri í Kópavogi GUÐMUNDUR HERMANNSSON HVAÐ GERÐIST Það voru uppi skáld stóðu við púlt og skrifuðu með blýanti En svo kom tölvan og blýanturinn hvarf En hvað varð um skáldin? Höfundur er fyrrverandi yfirlögreglu- þjónn i Reykjavik LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. ÁGÚST 1996 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.