Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 7
GUÐRÚN Kaldal (um 1945) SÉRA Arnór Árnason f Hvammi (um 1930) Steinarr, STEINN passamynd (1947) ÚR Sanitasverksmiðjunni, ein af fáum myndum utan stofu (um 1930). myndsköpun, hvort sem var í portrettum eða öðru, en raun var á; eins og í svo mörgum öðrum sögum trufluðu erillinn og brauðstritið listina.“ Opió i tœp fimmtiu ór Ljósmyndastofu sína við Laugaveginn rak Jón Kaldal í tæp fimmtíu ár: „Á stof- una lagði alþýða manna leið sína; fólk vant- aði passamyndir, það þurfti að taka ljós- myndir af börnum, brúðhjónum, vinahópum. í öll þessi ár stóð Kaldal bak við stóru Norka myndavélina og festi mynd fólksins á glerplötur; umbúnaður athafnarinnar eins einfaldur og unnt var: Látlaus bakgrunnur, lýsingin á andlitið annaðhvort frá einni eða tveimur perum, eða dagsljós sem féll inn um gluggann. Oftast var ein mynd látin nægja, kannski urðu þær tvær eða þtjár. Síðar hvarf ljósmyndarinn inn í myrkraher- bergið, festi myndirnar þar á pappír og afhenti viðskiptavinunum." Einar Falur víkur að því að svo virðist sem Kaldal hafi átt betra með að ná sterk- um myndum af körlum en konum og hafi frekar lagt sig eftir því. Einnig því að hann hafði meira gaman af að mynda eldri menn en yngri, formaðri andlit með meiri karakt- er, meiri lífsreynslu: „Þannig kom fyrir að hann rakst á ábúðarmikla menn og svip- sterka á götu, kannski bændur í kaupstað- arferð, og fékk talið þá á að sitja fyrir. Þannig varð ein af bestu myndum Kaldals til, portrettið af séra Arnóri Árnasyni frá Hvammi í Laxárdal. Af svipuðu tagi eru aðrar áhrifamiklar myndir af skeggjuðum körlum, eins og Bjarna Bjarnasyni bónda frá Geitabergi og Hjálmari Þorgilssyni bónda frá Kambi. Myndir sem ljósmyndar- inn tók fyrst og fremst fyrir sjálfan sig og lagði sig fram við það af einskærri löngun til að skapa sterkar ljósmyndir af áhrifa- miklum andlitum". Undir það má auðveldlega taka að konur Kaldals séu munúðarfullar og sérstaklega að hann skjalli þær með tækni sinni við myndatökuna. Þær eru líka stundum eins og ljósmyndir af málverki, en það gildir um fleiri myndir Kaldals sem að sögn Einars Fals gaumgæfði málverk gömlu meistar- anna og lærði af þeim. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24.ÁGÚSTI996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.