Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS ~ MEMMING/LISTTR 35. TOLUBiAD - 71. ARGANGUR EFNI Sjónþing Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs hefjast á iiýjan leik á sunnudaginn. Þá er viðfangsefnið Brynhildur Þorgeirsdótt- ir myndhöggvari og list hennar. Forsíðu- myndin er af verki eftir Brynhildi. Það heitir Klettur II, gert 1993, og er úr steypu, gleri og sandi. Stefanía Guðmundsdóttir leikkona var ævinlega nefnd frú Stefánía af samtíð sinni. Hún var ekki aðeins afburða leikkona, heldur einnig burðarás í starfi Leikf élags Reykja- víkur sem innan skamms heldur uppá ald- arafmæli sitt. Um frú Stefaníu hefur Jón Viðar Jónsson fjallað í doktorsriti sínu og Sveinn Einrsson í leiklistarsögu sinni, en um hvorttveggja skrifar Gunnar Stefáns- son, bókmenntafræðingur. Myndina á forsíðu tók Þorkell Þorkelsson Glampa úr Grænlandsferð skrifar Margrét Mar- geirsdóttir, en hún sat ráðstefnu í Græn- • landi og ferðaðist þá um, m.a. til Ser- mermiutdals, þangað sem talið er að Inúít- ar hafi komið fyrir 4000 árum. Nú er ferðafólki sýnt Kerlingagljúfur, ógnvekj- andi staður, því niður í það var gömlum konum hrint þegar þær voru orðnar til byrði og sýnir það miskunnarleysi lífsbar- áttunar þarna. / / STEFAN FRA HVITADAL HAUSTIÐ NÁLGAST Caput hópurinn hefur verið tilnefndur af íslands hálfu til tónlistarverðlauna Norðurlanda- ráðs og vinnur nú ásamt norska hljóm- sveitarstjóranum Christian Eggen að upp- töku á nýjum geisladiski með verkum eft- ir danska tónskáldið Lars Graugaard. Á geisladiskinum verða sex verk, fjögur fyr- ir sinfóníettu og tvö fyrir litla kammer- sveit og er eitt verkanna sérstaklega sam- ið fyrir Caput-hópinn og tileinkað honum. Sólin blessuð sígur rauð til viðar, glóa á lofti gullin ský, grátklökk áin niðar. Haustið nálgast, hríð og vetrarrosinn, senn er ekki sólar von, senn er áin frosin. Lóan horfin, lokið söngvafulli, rökkvar hér, en suðræn sól sveipar hana gulli. Ógnar myrkrið oss á norðurströndum, innra grætur óðfús þrá eftir suðurlöndum. Eigum vér þá aðeins myrkar nætur, enga fró né innri hvfld, engar raunabætur? Stefán (Sigurðsson) fró Hvítadal, 1887-1933, var eitt fremsta Ijóðskóld nýrómantíkurinnar ó sínum tíma. Trega- blandinn tónn einkennir oft Ijóð hans, samanber Ijóðið hér að ofan. Fyrsta Ijóðabók hans, Söngvar förumanns- ins, kom út 1918. Seint ó ævinni tók Stefón kaþólsko trú og orti eftir það mikið af trúarljóðum. RABB AÞESSU sumri hafa stað- ið deilur um náttúru- vernd sem fróðlegt hef- ur verið að fylgjast með. Kannski birtist þar landlæg þrasgirni okkar sem stundum hefur verið rakin til skammdegisáhrifa, en hefur að þessu sinni blossað upp á hinni björtu ártíð. Deilan leiðir í ljós að hugtakið náttúruvernd, skilgreina menn ekki á sama hátt. Annars- vegar er sú eldri skilgreining, að náttúru- vernd sé það að koma í veg fyrir landeyð- ingu. Hinsvegar er nýrri skilgreining sem gengur út á að vernda þurfi náttúruna eins og hún er núna og jafnvel að ekki megi grípa fram fyrir hendur hennar þeg- ar breytingar eins og landeyðing eiga sér stað. Hólasandur norðvestur frá Mývatni er eyðimörk og ekkert annað en ljótt svöðus- ár eftir landeyðingu. Náttúruverndarþras- ið í sumar hefur staðið um þann úrskurð skipulagsstjóra ríkisins að leggja stein í götu áhugamannasamtaka fyrir norðan, sem hafa fullan vilja og þó nokkra getu til að breyta eyðimörkinni þarna í gróður- lendi. Með úrskurðinum tekur skipulags- stjóri afstöðu með fámennum hópi, sem hefur trúarlega sannfæringu fyrir því að lúpína sé stórhættuleg og eiginlega eins og minnkur í hænsnabúi. Það er einblínt á að lúpínan sé erlend tegund, en hvað er beringspunturinn sem búið er að nota við uppgræðslu með góðum árangri, og hvað er um aðrar tegundir sem skipulags- stjórinn hefur úrskurðað að verði að sá í 200 metra breitt belti umhverfis allt svæð- ið? Sé fleygt í þá grasrækt 100 milljónum króna - og margir telja það tilgangslaust með öllu- má náðarsamlegast sá lúpínu á miðju svæðisins. FURÐULEGAR DEILUR Þar sem sandurinn er á hreyfingu hef- ur melgresið dugað bezt og jafnvel ennþá betur eftir að farið var að raða heybögg- um þvert á verstu vindáttina og sá í þá melgresí. Með tímanum kemur grávíðirinn og sáir sér inn í melgresið. En þar sem allt er örfoka og nánast grjótið eitt eftir, jafnast engin planta á við lúpínuna. Hún er bjargvætturinn á stórum örfoka svæð- um og dugleg í sandinum líka, sé búið að hefta sandfokið. Svo hverfur hún þeg- ar skilyrði eru komin fyrir annan gróður. Eftir þennan úrskurð skipulagsstjórans er orðið óvíst um stuðning öflugra fyrir- tækja sem þegar voru farin að styrkja uppgræðslu Hólasands og búin að leggja í hana milljónir. Þar á meðal er Umhverfis- sjóður verzlunarinnar, Hagkaup, íslands- banki og fyrirtæki á Húsavík. En for- göngu um þá fjáröflun hafði Húsgull, samtök áhugafólks á Húsavík og víðar á Norðurlandi. Hingað til hefur verið hægt að hefta uppblástur og græða upp örfoka svæði án þess að gert væri umhverfismat. Nú er það lykilorðið vegna þess að smuga er í lögunum, sem gefur hverjum sem er tækifæri til þess að óska eftir því við umhverfisráðherra, að slíkt mat verði gert þar sem eitthvað er verið að breyta ásýnd landsins. Ekki er fráleitt að verk- efnalitlir fræðingar á ýmsum sviðum geti fundið sér eina og eina matarholu út á þessa smugu, enda lagði Þjóðminjasafnið til að ráðinn yrði sérstakur fornleifafræð- ingur til að kanna hugsanlegar fornminjar á svæðinu. Meira að segja var lagt til að fornleifafræðingurinn fylgdist með upp- græðslunni! Þyrftu ekki fleiri að gera slíkt hið sama; hafa jarðfræðingar verið til kallaðir og hvað segir sagnfræðingafélag- ið til dæmis? Það yrði þá hugsanlega að bíða með alla sáningu og uppgræðslu á meðan sagnfræði svæðisins yrð könnuð niður í kjölinn. Sem betur fer hefur skipulagsstjórinn ekki alltaf verið svona þægur við þá sem aðhyllast svarta náttúruvemd. Hann veitti leyfi - með allnokkrum semingi þó- til þess að útfall Hagavatns við Langjökul yrði stíflað og vatnsborðið hækkað upp í það sem var fyrir hlaupið 1939, þegar Farið fann sér nýja leið gegnum Brekkna- fjöllin. Eftir hlaupið 1929 og aftur 1939 hafði stór vatnsbotn, þakinn jökulleir, komið upp. Þessar víðáttumiklur leirur urðu til vandræða þegar þornaði; jökulleir- inn, fínn eins og hveiti, fauk þá fram og átti þátt í gífurlegri landeyðingu á Hauka- dalsheiði. Þar er búið að vinna stórvirki í uppgræðslu, en allt getur það verið í uppnámi ef sandbotninn við Hagavatn er óheftur þegar langvarandi norðanátt ger- ir. Samskonar usla höfðu sandflákar við Sandvatn, lítið eitt framar, gert á gróður- lendi heiðarinnar. í fyrra kostaði Islands- banki stíflu við Sandvatn og vatnið flæðir nú yfir sandflákana. Það mega teljast undur og stórmerki, að þetta verk tókst að vinna tafarlaust og án hávaða. Aftur á móti hafa nokkrir orðið til þess að kæra fyrirhugaða stækkun Hagavatns af ýmsum ástæðum og Náttúruverndarráð tók óstinnt upp vegarlagningu Land- græðslunnar af Línuveginum að stíflu- stæðinu. Sá vegur liggur á algerri eyði- mörk norðanundir Brekknafjöllum; spillir engu en gefur nú tækifæri til að aka um stórfenglega öræfaslóð, sem smalar Hlíða- bæjanna og fáeinir göngugarpar þekktu einir áður. Ekkert hef ég á móti því að vernda svarta sanda þar sem hægt er. Þeir eru á sinn hátt áhrifamikil og fögur náttúru- smíð og raunar finnst mér það sama um örfoka grjótfláka, ekki sízt í námunda við jökla. En það er ekki hægt að una við að foksandur fari sínu fram, ef hægt er að stöðva hann. I fyrsta lagi er mold- og sandrok mengun á andrúmslofti og í ann- an stað er ekki hægt að horfa á eftir gróðurmoldinni út á haf. Hún er verð- mæti eins og hafið og árnar og grasið og hverirnir. Hún er fljót að fara; það höfum við margoft séð, en jafnframt lengi að myndast. Af náttúrugæðum er moldin það eina sem ísland er fátækara af nú en fyrr á öldum. Við þurfum hvorki Ara fróða né annála til að vita það. Ummerkin blasa við og vitna um það land sem eitt sinn var þegar komið er upp á brún hálendis- ins. Þau birtast í torfum sem ennþá standa; stundum eru þær allt að tvær mannhæðir. Til þess að mynda alla þá mold hefur þurft margar aldir og betra veðurfar en síðastliðin 300 ár. Nú höfum við efni og tæknilega getu til þess að snúa þróuninni við. En það er fullkomlega fáránlegt að þjóðin skiptist í tvær þras- fylkingar eftir því hvort menn trúa meira á eina plöntu en aðra. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.