Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Blaðsíða 7
í ÞORPINU Oqaatsut. GRÆNLENSKIR búningar á minjasafni. Geymið þið feðra gömul bein, sem grafarfeldur ornar, og geymið á sínum stað hvern stein, sem styðja tóttir fomar. Dalurinn skartaði hinum fegurstu haustlit- um. Rauðleitt lyngið þakti hlíðarnar og varp- aði hlýlegum blæ á landið, en úti fyrir strönd- inni sindraði á dimmblátt hafið skreytt ótelj- andi silfurlituðum ísjökunum. Við héldum enn lengra í suðurátt, yfir hálsa og hæðir og eftir stundargöngu bar okkur að gljúfri einu miklu svonefndu Kerlingagljúfri. Flemming segir okkur frá því hvað það geymi. Á öldum áður fór gamla fólkið hingað, einkum þó gamlar konur og létu sig hverfa ofan í gljúfrið, þegar þær voru orðnar til byrði og til einskis nýtar lengur í hinni hörðu lífsbar- áttu. Þá var færri munna að metta. Gljúfrið er hrikalegt bæði þröngt og svo djúpt að það sér ekki til botns í því. Þvílík örlög að bera þar beinin. En það er fleira sem fangar augað og gagntekur hugann, því héðan blasir ísfjörð- urinn við í allri sinni dýrð með skerandi hvíta birtu ísjakanna. Þeir eru svo nálægir að við liggur að hægt sé að stökkva út á þá. Loftið er svalt og tært og ógnþrungið um- hverfið orkar á okkur með feiknarlegum krafti. Andspænis slíkri náttúru má maðurinn sín lít- ili Á heimleiðinni er sjónum okkar beint að fjallinu „Holms- bakke". Þaðan sést fyrst til sólar á nýju ári eftir margra vikna skammdegi- smyrkur. Þetta gerist þann 13. janúar og þá fagna íbúar Ilulissat með sérstakri „sólarhá- tíð". Skólum og vinnustöðum er lokað svo að allir fái tækifæri til að taka þátt í hátíðinni. Það er kominn sunnudagsmorgunn og við erum að leggja af stað í ferðalag norður með ströndinni til þorps sem heitir Oqaatsut (Rodebay) um 25 kílómetra fyrir norðan Ilul- issat. Niðri við höfnina bíða okkar tveir bátar sem leysa landfestar jafnskjótt og allir eru komnir um borð. Það er heiðskír himinn og sólskin, sem nær þó ekki að hita þetta tæra og svala loft. Jökulkaldan gustinn leggur frá íshafinu. Nú sjáum við landið af hafí, klettótt strönd- in gengur sumsstaðar þverhnípt niður í sjó. Annars staðar eru aflíðandi hæðir. Landið er hrjóstrugt enda er engin byggð sjáanleg fyrr en fer að móta fyrir húsunum í Oqaatsut. Eftir því sem nær dregur sjáum við skærmál- uð húsin í öllum regnbogans litum. Þetta eru timburhús einföld að gerð og standa á stangli. Sum virðast vera njörvuð niður í klettana með plönkum. Þetta er dæmigert fiskiþorp er okk- ur sagt (Bygd) með 65 íbúa sem lifa af veið- um. Hér er enn ástunduð hin gamla veiðiað- ferð Eskimóanna að nota hundasleða að vetr- inum þegar farið er út á ísinn til veiða. Stund- um tekur ferðin heilan sólarhring og þá er tjaldað yfír sleðann. Víða mátti sjá hina gulg- ráu sleðahunda tjóðraða og bundna saman í hópum. Ýlfrið í þeim benti til að þeir kynnu ekki allskostar vel þessu letilífí, og biðu óþolin- móðir eftir að þeysa eftir ísnum með hús- bónda sinn á sleðanum. í þessu litla afskekkta þorpi var hin snotr- asta kirkja sem minnti á íslenskar sveitakirkj- ur. Ýmsa fagra gripi var þarna að sjá. Altari- staflan og skírnarfonturinn vöktu sérstaka athygli okkar. Auk helgiathafna í kirkjunni fór barnakennslan þar einnig fram, enda voru aðeins 4 börn á skólaaldri í þorpinu. Þetta tjáði mér einn af íbúunum, sem tal- aði svolítið í dönsku. Ég mætti honum þegar hann var að spássera úti í góða veðrinu. Hann sagðist hafa búið þarna lengi. Hann var veiði- maður og benti mér í áttina þar sem hundarn- ir hans voru bundnir. Ég smellti af honum mynd og þakkaði honum fyrir spjallið. VIÐ KERLINGAGUÚFRIÐ. Leiðsögumaðurinn, Flemming Nicolson, erfyrir miðri mynd. I baksýn er ísfjörðurinn. VEISLA langt fyrir norðan heimskautsbaug. ÞESSU fallega húsi er minjasafn um heimskautafarann Knut Rasmussen. Það var fróðlegt að koma á þennan stað þar sem tíminn virtist standa kyrr. Enginn farartæki á hjólum voru sjáanleg nema nokk- ur reiðhjól sem stoltir unglingsstrákar þeystu á um götuslóðana allt hvað þeir komust. Við kvöddum þetta friðsæla þorp og sigldum spölkorn lengra norður með ströndinni uns við tókum land um hádegisbil. Bátarnir gátu ekki lagst að landi og vorum við selflutt í land á tveimur smáskektum og gekk allt vel fyrir sig enda augljóst að hér voru engir viðvaningar við stjórnvölinn. Undr- un okkar verður ekki með orðum lýst er við litum hina dýrindis veislu sem gestgjafar okk- ar í Ilulissat höfðu séð um að undirbúa. Á Grænlandi er siður í útilegum að elda matinn á hlóðum. Þarna stóðu kokkarnir með stærðar- potta og þönnur yfir hlóðum og matreiddu gómsætar krásir úr selkjöti, hreindýrakjöti, ásamt ýmsu öðru lostæti á ekta grænlenskan máta. Með þessu var á boðstólum danskur . þjór og~kannski eitthvað ögn'stérkára ef gáð var í einstaka brjóstvasa! Það var stórkostlegt að sitja slíka veislu undir berum himni rúmlega 300 kílómetra fyrir norðan heimskautsbaug og komið fram í september. Þvílikt ævintýri. Daginn eftir tók alvaran við á ný. Funda- höld voru fyrrihluta dags og síðan var haldið í heimsóknir á nokkrar stofnanir, þar á meðal sjúkrahúsið, og upptökuheimili fyrir börn og unglinga. Sjúkrahúsið sem er tiltölulega nýtt, stendur á höfða alveg út við hafið með útsýni yfir höfnina og Diskóflóann. Sagt er að hvergi finnist sjúkrahús með fegurra útsýni. Þetta er héraðssjúkrahús og þjónar bæði Ilulissat og þorpunum fjórum: Saqqaq, Qeqertaq, lli- manaq og Oqaatsut. Yfirlæknirinn er Elísabet Jul, frá Danmörku og hefur hún gegnt starf- inu í fjögur ár og lætur vel yfir því að búa á Grænlandi. Sjúkrahúsið er allvel búið tækjum til að sinna almennri heilbrigðisþjónustu. Þar er að finna slysadeild, barnadeild, fæðingardeild, skurðstofu fyrir minniháttar uppskurði, öldr- unardeild o.fl. Ef um er að ræða stærri upp- skurði eru sjúklingar fluttir á sjúkrahúsið í Nuuk. Yfirlæknirinn, þessi hressa unga kona, fer með okkur úr einni deildinni í aðra og upplýsir okkur í leiðinni um hin alvarlegu vandamál sem hún mætir í starfinu. Ung- barnadauði er tvisvar sinnum meiri á Græn- landi en í Danmörku, þessvegna er nú lögð afar mikil áhersla á mæðravernd og fræðslu fyrir verðandi mæður. Barnshafandi konur sem búa í einangruðum þorpum við erfiðar samgöngur eru hvattar til að koma á sjúkra- húsið og dvelja þar síðustu vikurnar fyrir fæðingu. Á hverju ári fæðast um 1.200 börn á Grænlandi. Á síðustu árum hefur talsvert átak verið gert til að efla forvarnir s.s. fræðslu um skað- semi reykinga og áfengisneyslu. Þetta for- varnarstarf hefur borið góðan árangur. Bæði áfengis- og tóbaksneysla hefur farið minnk- andi á seinni árum. A síðastliðnu ári gekk í gildi reykingabann í öllum opinberum stofnun- um á Grænlandi. Yfirlæknirinn minnist einnig á hin alvarlegu vandamál sem eru tengd sjálfsvígum meðal ungra karlmanna á Grænlandi. Ástæður eru vitaskuld margvíslegar, en atvinnuleysi og þjóðfélagsbreytingar síðustu áratugi eru tald- ar eiga sinn þátt í að ungum mönnum veitist erfitt um vik að finna sér stað og hlutverk og fóta sig í breyttu samfélagi. Hinum gömlu gildum hefur verið varpað fyrir róða og það tekur tíma að byggja upp nýjan grunn til að standa á. Að lokinni heimsókn á sjúkrahúsið skoðuð- um við Serliaq meðferðarheimilíð fyrir börn og unglinga. Þangað koma börn frá öllu land- inu vegna ýmiss konar ástæðna s.s. munaðar- leysis, fötlunar, námserfiðleika, misnotkunar, svipað og er að finna í öðrum vestrænum ríkj- um. Börnin eru á aldrinum 0-18 ára og því er heimilinu skipt í tvær deildir, önnur er fyr- ir yngri börn og hin fyrir þau eldri. Alls geta dvalið 16 börn á heimilinu í einu og yfirleitt er þar fullskipað. Það er fleira forvitnilegt að sjá í Ilulissat, þar á meðal merkilegt minjasafn um heim- skautafarann Knud Rasmussen, en hann fæddist hér árið 1879 og ólst upp til fullorðins- ára. Knud Rasmussen varð m.a. heimskunnur fyrir rannsóknir sínar á lifnaðarháttum esk- imóa í Thule og í Alaska. Þangað fór hann í fjölmarga leiðangra og dvaldi meðal inn- fæddra langtímum saman og ritaði bækur um rannsóknir sínar. í safninu er að finna marga merkilega gripi um ævi og störf heimskautaf- ara og er einskonar menningarsaga Grænlend- inga um lif þeirra og lífshætti. Það fer ekki framhjá neinum sem skoðar þetta safn hversu mikil alúð og rækt hefur verið lögð í það. Enda stolt þeirra í Ilulissat. Degi var tekið að halla og tími til kominn að taka stefnuna á hótelið. Á leiðinni mætti ég hópi af glaðværum börnum á leikskóla- aldri ásamt umsjónarfólki sínu. Þau voru greinilega að koma úr gönguferð, og sum berjablá á vörunum. Ég veifaði til þeirra og þau tóku kveðjunni brosandi og veifuðu á móti. Þetta greinarkorn tileinka ég íbúunum í Ilulissat fyrir ógleymanlega daga í bænum þeirra í september 1995. Fyrir framúrskar- andi gestrisni og móttökur í einu og öllu. Höfundurinn starfar í félagsmólaráóuneytinu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.