Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Blaðsíða 10
BRYNHILDUR Þorgeirsdóttir myndhöggvari og list hennar er viðfangsefni Sjónþings Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs á sunnudaginn. Brynhildur ræðir um sjálfa sig og list sína og sýndar verða ljtskyggnur úr lífi hennar og istarfí. Auður Ólafsdóttir listfræðingur og Svava Bjömsdóttir myndhöggvari beina spurn- ingum til Brynhildar og áheyrendur eiga þess einnig kost að spyija. Það er yfirlýstur tilgang- ur Sjónþinganna að veita innsýn í feril þekktra íslenskra samtímalistamanna með því að skoða á ný og meta framlag þeirra og rifja upp liðið. „Þetta er uppruninn," segir Brynhildur Þor- geirsdóttir þegar myndum af foreldrum hennar og Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, er brugðið upp á tjald, en þar fæddist hún 1. maí 1955. „Ég er af Reykja- og Tungufells- ætt, alin upp á Hrafnkelsstöðum." Af fimm systkinum tengjast þrjú myndlist með einhveijum hætti. í bamaskólanum á í’lúðum hafði Biynhildur heppnina með sér því að þar kenndi henni teikningu Heiga Þorsteins- dóttir. Hún fór í Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík vegna þess að móðir hennar vildi að hún yrði teiknikennari og útskrifaðist þaðan 1978. I skólanum „útskýrði Bragi Ásgeirsson allt“ og þar var líka Hildur Hákonardóttir. Fleiri kennarar áttu eftir að skipta máli fyrir Brynhildi, meðal þeirra Marvin Lipofsky í Kalifomíu („spurning hvort hann var heill á geðsmunum") og Svíinn Bertil Valinse í Was- hington. GADDARNIR UPPREISNIN OG MÝKTIN Brynhildur Þorgeirsdóttir er talin hafg brotió blaó í íslenskri höggmyndalist. Hún hefur lagt á sig strangt nám og mikla vinnu til aö ná tilætluóum árangri. JQHANN HJALMARSSON forvitnaóist um feril Brynhildar í tilefni Sjónþings um hana og verk hennar í Geróubergi á morgun. Morgunblaóið/Kristinn (ÉG ER orðin leið á frekjuímyndinni. Ég er meinlaus sveitastúlka", segir Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari. Með henni á myndinni eru Auður Ólafsdóttir listfræðingur og Svava Björnsdóttir myndhöggvari Frosin augnablik — töf rasteinninn Meðan á skyggnimyndasýningunni stendur rifjar Brynhildur upp ýmislegt frá ferlinum og gerir sínar athugasemdir þótt þær séu ekki allar í réttri tímaröð hér: „Lipofsky vildi ekki sjá nemendavinnu og krafðist þess af okkur að við ynnum tíu tíma á dag — hann var ekki alslæmur.“ „Ég vann með rúðugler, gerði ljóð- ræn verk, frosin augnablik." „Gler er háð tak- mörkunum." „í lok fyrsta árs var komin upp- reisn — blóð í galleríinu, þó ekki alvörublóð — braut upp verkið, rís upp á lappirnar og geng út úr salnum." „Ég sný verkinu við og verurn- ar koma í ljós — verður að vera gaman að þessu." „Þarna fann ég loksins eitthvað (um ferð á slóðir Inka í Perú 1982), sandsteypt gler sem ég hef notað síðan.“ „Flyt til Is- lands, fann húsnæði við Hringbraut — Gull- ströndin andar.“ „Fólk úr gifsi og litadufti. Ekki manneskjur heldur einstaklingar (Korp- úlfsstaðir 1984).“ „Drengirnir í Oxsmá — Stúd- entaleikhús, umbreyttum Tjarnarbíói í geim- stöð — Oxsmá var að mestu hljómsveit.“ „Svart og sykurlaust — skrýmsli í Laugardalshöll — atriði úr lífi Loðvíks fjórtánda á götum borgar- innar — lífið komið úr böndunum.“ „New York 1984-1990 — Brooklyn, gat séð lestina fara framhjá meðan beðið var eftir að sjónvarpið jafnaði sig eftir titringinn. Þetta var verk- smiðjuhverfi, en þar voru þijú gallerí engu að síður. Var viðloðandi glerverkstæði allan tím- ann. Lifði af byggingavinnu, við að gera upp íbúðir." „Hefðarkona — síðan riddarasería, riddarar fyrir áhrif frá amerískri bílamenn- ingu, riddarar í pússaðri steinsteypu.“ „Korp- úlfsstaðir" 87 — steypa og gler — Hún, rosa- lega íslensk — gerði mér ekki grein fyrir því — skrifaði Max Schmidt ljósmyndara og bað hann að senda mér myndir af klaka, fer að skoða ísland — lofa hlutum að taka völdin þegar maður fer að þekkja þá. Hraunið form- ast í hita og af fyrirstöðunni. Hervör víking- ur, góð í að kveða niður drauga, með sverðið Tyrfing." „1990. Sýning í New York í óklár- uðu húsnæði. Landslagsmynd, steinar, klettar og fjöll — vinnuaðstaða í New Jersey — sendi- bíll fullur af gleri — bæjarfjall, farin að búa til íslenska sveitabæinn." „Bjó fyrst á Korpúlfs- stöðum — Myndhöggvarafélagið mikilvægur þáttur — Kjarvalsstaðir yfirlitssýning innan við fertugt." „Hún númer 2, 122 cm á hæð — í Listasafninu í Gautaborg — Peter, latneskt, steinn — peter og steindraugurinn, svart gler með kopar, ijall — steinn frá 1992 úr litaðri steypu — smávaxnir steinar — þetta er töfra- steinninn." „1991 listahátíð í Straumi, langar að fá tækifæri til að búa til útiverk — 1992 sex mánuðir í Sveaborg, fannst ég ameríkanis- eruð, en aldrei leiðst eins og mikið og á þess- ari fornminjasafnseyju Sveaborg. Eina góða fallegu húsin í Helsingfors með múrhúðinni, gekk um og skoðaði þau.“ „93 Nýlistasafn, einkasýningin Strandhögg." „Kufungar, kuf- ungamaðurinn — græna kristalsdrottningin — tveir demantslagaðir steinar — Skúlptúr, skúlptúr, skúlptúr — Listahátíð í Reykjavík — Listasumar á Akureyri, „minnisvarðar um framtíðina" á Akureyri— félagsmál, Mynd- höggvarafélagið, stéttvís, það er til vandræða hversu stéttvís ég er.“ „Starfslaun Reykjavík- urborgar í þijú ár 1993 — í fyrra í Kjarvals- stofu í París — Toppurinn Japan, boðið til eyjarinnar Niijima, þar eru haldnar alþjóðlegar glerlistahátíðir og einum erlendum listamanni boðið — vann beint í náttúrlegan stein, vinn fyrst í steininn, bý til mót og steypi síðan stein- inn, þijú stykki skilin eftir í Niijima.“ Ekki lengur herská í spjalli við Brynhildi og spyrla hennar, þær Auði Ólafsdóttur og Svövu Björnsdóttur og einnig Hannes Sigurðsson listfræðing, skipu- leggjanda Sjónþinganna, er farið vítt og breitt um ferilinn. Allir eru sammála um að sýningin Gullströndin andar í JL-húsinu 1983 hafi verið tímamótasýning. Tímamótin hafi kannski verið meira áberandi í málverkinu, en Brynhildur hafi komið með nýja vídd inn í skúlptúrinn. Svava talar um sterk persónuleg einkenni. Auður um innhverft og úthverft og að uppsetn- ing verkanna skipti miklu máli. Svava segir um verk Brynhildar að þau séu soldið eins og leikhúsið, undraheimur og Bryn- hildur bætir við: „Það er alltaf eitthvað í gangi, umræður á milli para, hópar.“ Hannes telur það forvitnilegt að sjá heildarþróunina og kynnast persónunni Brynhildi, verk hennar geti verið pönkuð vegna þess hve árásargjöm þau séu á vissu tímabili, en síðan komi mýkra skeið. Þetta gefur Brynhildi tilefni til að svara því hvort hún sé herská: „Fólk var svo hrætt við mig, enginn viidi tala við mann. Ennþá er fólk með skelfingarglampa í augum eins og ég sé alltaf að æsa mig.“ Brynhildur segist vera orðin leið á frekjuímyndinni. „Ég er sveita- stúlka. Þótt glerbroddar séu í myndunum eru þeir meinlausir eins og ég sjálf.“ Auður ræðir um broddana í verkunum og ljóðrænuna þrátt fyrir allt. Hún segir að Bryn- hildur storki umhverfínu á hveijum stað. Ekki séu broddar í verkunum frá Brooklyn, þeirra sé ekki þörf þar. Brynhildur játar að hún hafi skorið sig á broddunum, en þegar eitthvað brotnar þá hrekkur hún ekki við lengur. Allt eru þetta klisjur Hannes talar um að ísland sé komið inn í myndina. Auður segir að höggva megi á þá klisju sem náttúra og landslag sé. Svava orðar það þannig að Brynhildur hafi drukkið í sig landið og sveitina í uppvextinum. Brynhildur svarar „Þetta er hálfgerður spuni. Það er mikil- vægt að koma sér í burtu, en nú fer maður bara í vinnuferðir. Ég varð fyrir áhrifum í Japan sem ég vinn úr í vetur. Þetta er eðlilegt." Brynhildur er spurð um áhrifavalda og nefn- ir nöfn listamanna sem hún hefur haft gaman af, „en það sem þessir menn eru að gera hef- ur ekkert að gera með það sem ég er að gera.“ Hannes segir að list Brynhildar sé líka við- horf og lífsstíil hennar. Þetta kallar á viðbrögð hjá henni. Hún segist vera mjög jákvæð, en listamenn kvarti yfirleitt og kveini. „Ég get allt sem ég vil og ég fæ allt sem ég vil,“ seg- ir hún einbeitt en glettin og kemur með mild- ari útgáfu fullyrðingarinnar: „Þetta hefst allt, það sem þú ætlar þér að gera.“ Svava segir að frumorkan í Brynhildi sé ofsaleg. Auður fer inn á feminískar brautir, „leiðinlegan blett á íslensku samfélagi“ sem sé sá að fólk verði helst að tilheyra kjarnafjöl- skyldunni. „Það hefur aldrei þvælst fyir mér að vera kona,“ segir Brynhildur. Auður minnir á umsögn Guðbergs Bergsson- ar um sýningu Brynhildar, en hann taldi verk- in mjög kvenleg en unnin í karlmannleg efni. Svava segir að verkin séu mjög kvenleg, gætu ekki verið eftir karlmann. Brynhildur segir þegar komið er að kynlífs- hyggju verkanna að allt sé fullt af „inn og út dæmum“, til dæmis kufungamyndirnar. „Löngu uggaverkin blandast allavega, eru bæði karllæg og kvenlæg", segir Auður. Svava minnir á húmorinn í öllu eftir Brynhildi, lífs- gleðina, og Brynhildur víkur enn að því að hafa lífið skemmtilegt, „þetta er svo skemmti- legt,“ segir hún brosandi. Svava er með hugann við verk eftir Bryn- hildi sem „geta ekki staðið og alls ekki geng- ið, viðkvæm en sterk í sjálfum sér“. Hannes segir að orða megi þróunina hjá Brynhildi þannig að hún hafi dregið inn gaddana, sé orðin meðvituð um landslagið, ekki síst vegna áhrifa ljósmynda. Portrettin sem sýnd verði á Sjónarhóli séu til að mynda ekki venjuleg port- rett. Um það atriði segir Brynhildur að þetta séu portrett af einstaklingum: „Það er allt lif- andi hér á íslandi, hver steinn er álfasteinn, já, líf í öllu landslagi." Hún afneitar ekki til- vist álfa. Hver er sérstaða Brynhildar? Það er velt vöngum um listfræðileg efni, talað um fjölbreyttan efnivið Brynhildar, járn, sílíkon, steypu, hrosshár, sand og gler, vakn- ingu í skúlptúr þar sem hún er fyrst með „nýj- an andblæ“ kringum 1980-83. „Ég er bara gamaldags styttugerðarkona," andmælir Bryn- hildur. Svava hefur margt að segja um tíma grósku í þrívíddarverkum og innsetningum, síðan komi nýja málverkið aftur, nýi skúlptúrinn. Á átt- unda áratugnum varð sprenging sem jók fjöl- breytnina í listum. „Áhorfandinn fer að vera virkur," bætir Auður við. „Þetta er allt klisja," segir Brynhildur þegar blaðamaður fer að tala um klisjur og í klisjum, um áhrif landsins og sveitarinnar og eins kon- ar heimkomu Brynhildar í listinni, það sem hún á sameiginlegt með öðrum listamönnum sem þroskast með aldrinum. Sú klisja getur þá gengið eins og aðrar. Auk frumorkunnar sem býr í Brynhildi, ein- hver kraftur sem er einkennandi fyrir hana, er talað um dugnað hennar. Brynhildur þakkar þetta sveitinni þar sem allir urðu að fara út að vinna. Kannski er kvenfólk duglegra en karlmenn. „Allt kvenfólk sem ég þekki er dug- legra en eiginmenn þeirra," segir Auður mjög sannfærandi. Brynhildur á hvorki eiginmann né börn, en hefur eignast átta eðá níu lista- börn á þessu ári að eigin sögn. Er hægt að komast langt á íslandi? Nei. „Hér verður mað- ur ekki frægur og ríkur.“ Brynhildur segist aldrei hafa skilið setning- una: Ég hef ekki efni á að eiga vinnustofu. „Ég var í myndlistamámi í sjö ár og manni var kennt að haga sér eins og alvöru listamað- ur; ég hef rétt til að gera það sem ég vil.“ Sjónþingið í Gerðubergi hefst kl. 14 á sunnu- daginn. Aðgangseyrir er 300 kr. Á fyrstu og annarri hæð Gerðubergs verða eldri verk Bryn- hildar til sýnis. Sýning með nýjum verkum á Sjónarhóli, Hverfísgötu 12, hefst kl. 17 að loknu Sjónþingi. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.