Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Blaðsíða 5
semi leikfélagsins fyrstu áratugina, aðdrag- andann að stofnun þess, helstu leikara aðra en frú Stefaníu, stjórnendur félagsins, innri aðstæður og átök innan þess, einkum milli tveggja fjölskyldna, Indriða Einarssonar og hans fólks annars vegar og frú Stefaníu og Borgþórs Jósefssonar manns hennar hins veg- ar. Togstreita af þessu tagi hefur ævinlega verið í leikfélaginu og virðist síst í rénun eins og kunnugt er. Ýmislegt hliðarefni sem ekki varðar frú Stefaníu beinlínis er að vísu býsna fyrirferðarmikið, svo að á löngum köflum er hún varla nefnd. Hins vegar hefur hin al- menna leiklistarsaga, sem höfundur rekur hér með könnun frumheimilda, verulegt gildi og styrkir auðvitað umfjöllunina um Stefaníu og sögulega stöðu hennar. Væntanlega heldur höfundur áfram rannsóknum sínum og ritstörfum og birtir þá afrakstur- inn á íslensku. Sérstök bók um ævi- feril og list Stefaníu gæti orðið eink- ar áhugavert og skemmtilegt lestr- arefni. Bók Jóns Viðars skiptist í fjóra meginhluta. í hinum fyrsta er lýst markmiði og aðferðum rannsóknar- innar, heimildum og vitnisburðum. í öðrum hluta, „Leikhús leikaranna" er fjallað um Leikfélag Reykjavíkur á starfsferli frú Stefaníu. Þar er rakinn aðdragandinn, leikstarfsemi í Reykjavík fram um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og lýst tildrög- um þess að Leikfélagið var stofnað, fjallað um leikhúsið sjálft, stjórn þess og stjórnarform. I þriðja hluta er nánari greinargerð um hið list- ræna starf, ieikstjóra eða „leiðbein- endur" eins og þeir voru nefndir og leiktjöldin (það er reyndar líka úrelt orð í nútímaleikhúsi). Síðan er lýst helstu leikurum: Kristjáni 0. Þor- grímssyni, Arna Eiríkssyni, Gunn- þórunni Halldórsdóttur, Jóni J. Að- ils, Jens B. Waage og Guðrúnu Indr- iðadóttur. Höfundur greinir leikstíl þessa fólks og spyr hvort list þess þoli að metast á strangan kvarða eða sé fúsk, „díettantismi". Sama spurning hlýtur að vakna andspænis frú Stefaníu sjálfri, en niðurstaðan er sú að hún hafi ótvírætt staðið á æðra stigi en samleikendur, þótt hún hefði ekki fremur en þeir hlotið form- lega leiklistarmenntun, nema hvað hún dvaldist einn vetur í Kaup- mannahöfn á fullorðinsárum að kynna sér leiklist. Jón Viðar veltir því fyrir sér hvernig hún hafí farið að því að hafa svo mikil áhrif á leik- sviðinu og gagntaka áhorfendur sína, eins og margir hafa vottað. I síðasta kafla fæst höfundurinn beinlínis við þessa spurningu: í hverju felst mikilleiki frú Stefaníu sem leikkonu? „Kennimenn leik- sviðsins" - Scenens predikanter - heitir kaflinn. Þessir kennimenn eru frú Stefanía og Einar H. Kvaran, snillingurinn og leiðbeinand- inn. Það er í stuttu máli kenning höfundar að Einar hafi vísað frú Stefaníu leiðina til listar- innar með því að laða hana að sínum mannúð- arsjónarmiðum og spíritísku hugmyndum. Spíritisminn er ef til vill ekki sú hyggja sem hér skiptir mestu í sjálfu sér, heldur hin milda mannúð, sem Einar boðaði og ýmsum þótti raunar ábyrgðarlaus eins og Sigurður Nordal lýsti í hinni frægu deilu sinni við Einar. En - „að skilja allt er að fyrirgefa allt". Svo hljóðar eitt frægasta kjörorð Kvarans. Annað er á þá leið að Guð sé sjálfur í syndinni. Hvort tveggja hefur frú Stefanía áreiðanlega lagt sér á hjarta, svo náið sem samstarf hennar við skáldið var. Og sannfærður spíristi varð hún fyrir áhrif hans. Þótt kenning Jóns Viðars um þýðingu sam- starfs frú Stefaníu og Einars fyrir list hennar sé mjög sennileg, eru því miður sáralitlar heim- ildir til um hvernig það fór fram. Raunar eng- ar frá hendi frú Stefaníu og frá Einari ekki annað en almenn frásögn hans í eftirmæla- grein. En þau hafa hlotið að kynnast, segir höfundur, ekki seinna en haustið 1898, þegar Einar varð leikstjóri (leiðbeinandi) Leikfélags Reykjavíkur. Hann hafði þá nokkrum sinnum sem leikgagnrýnandi ísafoldar skrifað um list hennar. Hann skrifaði meðmælabréf handa henni þegar hún fór til Kaupmannahafnar að kynna sér leiklist 1904. í minningargrein um frú Stefaníu lýsir Einar því fögrum orðum hvernig þau lásu stundum hlutverk hennar saman tvö, - þá er reynt að komast inn í sál hvers tilsvars, gefa því hinn nákvæma hljómblæ, segir hann. Kvaran kveðst aldrei gleyma hversu skilningsrík og næm hún var og hversu hún gat skilað öllu nákvæmlega eins og þau höfðu komið sér saman um. Hvern- ig þau unnu hlutverkin lýsir hann ekki, en undirstrikar sjálfstætt listamannseðli hennar, sem naut sín æ betur því þroskaðri sem hún varð. Jón Viðar bendir á að frú Stefanía og Einar voru pólitískir andstæðingar, þar sem hún fylgdi Heimastjórnarflokknum en hann var einn af nánustu stuðningsmönnum Björns Jónssonar, - „en spíritisminn og hinn listræni áhugi var sterkara einingarafl en allt hið þraut- leiðinlega þjark um réttarstöðu íslands í danska konungsríkinu," segir hann (220). Meðan á því þjarki stóð var íslenskt nútíma menningarsamféíag að verða til; einn þáttur þess var íslensk leiklist sem reis á legg þegar borgarastétt Reykjavíkur efldist og veitti hing- að evrópskum menningarstraumum. Einn helsti forustumaður í andlegu lífi þjóðarinnar í upphafí aldarinnar var einmitt Einar H. Kvar- an. Hann var það sem höfundur skáldrita, blaðamaður og fyrirlesari, málflytjandi trúar- heimspekilegra hugmynda - og sem leiklistar- frömuður. Það er því ekki furða þótt Jóni Við- FRÚ Stefanía sem Steinunn í Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjónssonar. „Leikstjóriy menntaður ígreininniy lét reyndar bíba eftir sér enn um stundy en stúlkan, sem þarna reyndifyrir sér ífyrsta sinn á sviðinu, átti eftir að verða takn þess tímay sem núfór í hönd" Sveinn Einorsson ari þyki ieitt að þurfa að skýra iesendum frá því í upphafi kaflans um Kvaran að um hann hefur ekkert ítarlegt verið skrifað, aðeins nokkrar yfirlitsgreinar á árunum 1940-60. Fjöldi fólks hefur síðustu áratugi lagt stund á bókmenntanám við Háskólann og skrifað lærð- ar ritgerðir um þau fræði. En miðlæg menning- arsöguleg viðfangsefni eins og ferill Einars H. Kvarans hafa ekki freistað þess. Skyldi maður þó ætla að brýnna væri og ekki síður forvitnilegt að sinna þvílíkum undirstöðuefnum heldur en að semja tugi síðna af djúpum pæl- ingum um skáldverk eftir samtímahöfunda eins og Sjón, Einar Kárason og Vigdísi Gríms- dóttur, að þeim alveg ólöstuðum. Upphafning og ideafismi Víkjum loks aftur að frú Stefaníu. Jón Við- ar fer yfir helstu hlutverk hennar og í þeirri umfjöllun kemur glöggt í ljós hversu fjölhæf hún er og hæfileikarík. Hún byrjar með heldur léttvægum gamanhlutverkum, en á merkan þroskaferil þar sem hún nær æ lengra í skap- gerðarleik. Hún fær þá líka hlutverk sem hæfa henni, eins og Magda í Heimilinu eftir Sudermann, Steinunn í Galdra-Lofti, Kamel- íufrúin í verki Dumas, Ulrika í Kinnarhvols- systrum eftir Hauch og ioks Frú X í leikriti eftir Bisson. Túlkun þess hlutverks var síðasti sigur frú Stefaníu á sviðinu og ógleymanleg áhorfendum, um það hef ég heyrt vitnisburð frá fyrstu hendi. Persónutöfrar frú Stefaníu hafa verið ótví- ræðir, en slíka töfra er örðugt að skilgreina eins og við vitum. Einar H. Kvaran segir í eftirmælagrein sinni að það sé álíka tilgangs- laust að lýsa list hennar og ilmi rósarinnar. En þetta er það sem listgagnrýnendur reyna stöðugt og í þeirri viðleitni er raunar hægt að komast nokkuð áleiðis, þótt enginn verði góður gagnrýnandi sem ekki hefur til að bera auð- mýkt gagnvart þeim rósailmi sem ekki verður með orðum lýst. Með tilstyrk samtímaumsagna, fagleg- um ályktunum sínum og greining- araðferðum tekst Jóni Viðari að bregða upp býsna skýrri mynd af list frú Stefaníu. Það sem samtíma- menn róma einkum eru fagrar hreyfingar á syiðinu og blæbrigða- rík rödd. - í bókinni eru fjórir þættir teknir til athugunar: í fyrsta lagi „Det karismatiska momentet": þáttur persónutöfranna. í annan stað er það „Identifikationsmo- mentet" - Innlifunin. í þriðja lagi „Idealiseringsmomentet", hin róm- antíska persónusýn. Loks er svo upphafningin, „det patetiska mom- entet" (251-54). Tvennt hið síðasttalda er það í list frú Stefaníu og samtíðarmanna hennar sem fjarlægast er nútíma leiklistarhugmyndum. Jón Viðar gerir glöggar athugasemdir um þetta í bók sinni. Hann segir að samkvæmt þeirri leiklist sem bygg- ir á natúralismanum sé öll upp- hafning leikpersónanna nánast for- kastanleg. „Við sem höfum vanist slíkri leiklist," segir hann, „hrind- um nánast ósjálfrátt frá okkur öllu sem lyktar af ídealisma, eins og öll hetjuhyggja væri barnaleg eða ósönn. En hvers vegna skyldi það þurfa að vera þannig? Hvers vegna skyldi áhersla á það sem er gott og fagurt, til dæmis sigur góðvild- ar yfir hinum iægri hvötum, ekki geta verið túlkun á einhverju sem er satt og ósvikið? Ef við höfnum þessu, er það þá vegna þess að við festum yfirleitt ekki trúnað á að manneskjan geti hamið illt eðli sitt? Sé niðurstaða okkar þessi myndu frú Stefanía og Einar H. Kvaran hafa verið okkur ósammála. Og samtíð- armenn þeirra, leikgagnrýnendur, sem tóku túlkun hennar fullkomlega gilda, hafa verið sama sinnis. Þessir menn byggðu á forsendum síns tima og þá afstöðu verðum við að virða, hvaða viðhorf sem við sjálf kunnum að aðhyll- ast" (252). Það er þessi sögulegi skilningur sem gerir greinargerð Jóns Viðars markverða. Honum tekst í senn að lýsa leikferli frú Stefaníu með sannfærandi hætti eftir heimildum, og einnig að veita lesanda, sem einungis þekkir hana af ljósmyndum og huglægum vitnisburði þeirra sem sáu hana á sviði, tilfinningu fyrir list henn- ar. Maður trúir því að hún hafí á sviðinu náð því „mikilfenglega stigi sem er leyndarmál allra mikilla leikara: að geta í einu verið hún sjálf, sú aðlaðandi, heillandi manneskja sem hún var að vitnisburði margra samtíðarmanna, og um leið umskapað sig í ókunnuga persónu á svo sannan og áhrifaríkan hátt að áhorfend- ur hennar kunnu ekki að óska neins frekar." - Að lokum víkur Jón Viðar að því að hin mikla leiklist sé það augnablik þegar raunvera og hugsýn, natúralismi og ídealismi, gangi saman í einingu. „Hvemig það gerist er ekki unnt að skýra með rökrænum hætti. Við getum aðeins sagt að við erum stödd á mörkum tvenns konar veruleika. Hvor þeirra er raunverulegri, það verður áfam að vera leyndarmál snillings- ins" (260-61). Fyrir utan þessa bók hefur Jón Viðar Jóns- son samið nokkrar greinar í innlend og erlend rit um íslenska leiklistarsögu. Sérstök ástæða er til að benda á ítarlegan æviþátt um Þor- stein 0. Stephensen í Andvara 1995 (fæst hjá Sögufélagi); það er glögg lýsing á þeim mikil- hæfa skapgerðarleikara sem fyrir tilverknað útvarpsins náði fastari tökum á íslenskum al- menningi en flestir aðrir á sinni tíð. Þorsteinn var einn helsti sporgöngumaður þeirrar kyn- slóðar brautryðjenda sem frú Stefanía Guð- mundsdóttir var svo glæsilegur oddviti fyrir. Með ritum Jóns Viðars og leiklistarsögu Sveins Einarssonar er verið að leggja grundvöll að rannsóknum á íslenskri leiklistarþróun, ekki síst þeim miklu tímahvörfum í sögu hennar þegar hún náði stigi fullgildrar listar. Höfundur er bókmenntafræðingur. IVAR BJÖRNSSON FRÁ STEÐJA ENGJA- SLÁTTUR Nú haustar að í íslands gömlu sveitum og engjaslætti senn að verða lokíð, síðsumarsstrit við störina og brokið stundað um skeið í forarmýrar bleytum. Það stenduryfir alveg fram að leit- um og enginn fæst um slagviðrið og rokið, fólk þraukar bara hundblautt, kalt og hokið með hrífuna á lofti á engjareitum. Og hér við öllum kroppsins kröftum beitum og kraminn vilja þrúga látum okið, þvíekki er vel séð dundið eða dokið, við daginn allan baráttuna þreyt- um. En árangurinn enginn maður veit um því allt það hey, sem náðist upp, er fokið. Höfundur hefur gefið út tvær Ijóðabækur: Liljublóm 1992 og í haustlitum 1995. SIGURJON ARI SIGURJÓNSSON ÁST ER . . . Ást er ekki gjöf sem er hægt að pakka inn í silfur- litan pappír, með rauðri slaufu, og spjaldi, frá mér til þín. Ást er ekki hægt að kaupa í sérvörudeild stórmarkaðar á tilboðsverði per kíló. Ást er ekki veirusjúkdómur, með hita og beinverkjum sem berst frá manni til manns. Ást er ekki ofnæmiskenndur kláði sem brýst út, með bólum, um allan kroppinn. Ást er blóm, sem þú þarft að sá fyrir, rækta, vökva og gæta, vernda og hugsa um, alltaf. Ást er það sem þig langar til að eignast en færð aldrei nema að þú hafir gefið fyrst. Ást er tilfmning sem þróast frá einlægni og fögnuði. Ást er ekki endurgoldin, af því að það er ekki hægt að greiða ást, með ást. Ást er gjöf tveggja, án skilyrða. Höfundurinn er kaupsýslumaóur í Reykja- vík. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók hans, sem heitir Ljóóstafir. " ' '8$*9 LESBOK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.