Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Blaðsíða 16
• • ASOMU BRAUT Starfsár Sinfóníuhljómsveitar íslands hefst meó uppákomum í Kringlunni í dag kl. 12.30 og 13.30. Upphafstónleikarnir verða síðan í næstu viku og í kjölfarió kemur fjölbreytt dagskrá, eins og ORRI PALL ORMARSSON komst að raun um þegar hann sötraði morgunkaffi með Runólfi Birgi Leifssyni fram- kvæmdastjóra hljómsveitarinnar og Helgu Hauks- dóttur tónleikastjóra. Morgunblaóió/RAX VETURINN leggst yel í Runólf Birgi Leifsson og Helgu Hauksdóttur framkvæmda- og tónleikastjóra SÍ en dagskrá vetrarins verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. STARFSÁRIÐ 1995-96 var eitt hið glæsilegasta í sögu Sinfó- níuhljómsveitar íslands. Fóru þar saman vel sóttir tónleikar hér heima og árangursríkar tónleikaferðir til Bandaríkj- anna og Danmerkur. Alls sáu tæplega 58.000 manns hljóm- "sveitina leika, þar af um 13.000 í Bandaríkj- unum, eða fleiri en nokkru sinni fyrr og óhætt er að fullyrða að fáar, ef nokkrar, hljómsveitir frá borgum af sömu stærðargráðu og Reykja- vík standi henni á sporði að þessu leyti. List- rænn sigur vannst í Carnegie Hall í New York, ef marka má ummæli tónlistargagnrýnenda, og þar með hefur vel heppnaðri geislaplötuút- gáfu í samvinnu við BIS og Chandos verið fylgt eftir. Og nú hefur samningur við eitt stærsta útgáfufyrirtæki heims, Naxos, verið undirritaður. Skyldi því engan undra að vetur- inn leggist vel í Runólf Birgi Leifsson fram- likvæmdastjóra og Helgu Hauksdóttur tónleika- stjóra. Segja þau að dagskrá vetrarins verði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Tónleikaraðirn- ar hafi verið vel heppnaðar og ærin ástæða sé til að halda áfram á sömu braut — og gera jafnvel enn betur. Umfangsmestu raðirnar, sú gula, sú rauða og sú græna, verða með sömu áherslum og fyrr, en sú bláa tekur róttækum breytingum — verður í vetur helguð tónlistar- kynningu í víðum skilningi, þar sem tónskáld, tónverk og hljómsveitin sjálf verða í brenni- depli. Verður efnisskráin unnin í samvinnu við Jónas Ingimundarson, sem jafnframt verður kynnir. Á liðnu starfsári var tekin upp sú nýbreytni að beina sérstakri athygli að einu íslensku tónskáldi. Verður sami háttur hafður á í vetur og hefur Jón Nordal orðið fyrir valinu. Eftir hann verða flutt þrjú tónverk, Cellokonsert, Bjarkamál og Leiðsla. Spanna þau tæpa þrjá áratugi á tónskáldaferli Jóns, það elsta, Bjarka- mál, var samið 1956 í tilefni af komu Friðriks IX Danakonungs til íslands, Leiðsla var samið árið 1973 fyrir hljómsveitina Harmonien í Bergen en Cellokonsertinn rekur lestina, var saminn 1983. Þá tengist árið 1997 nafni tveggja höfuðtón- skálda, sem eru Franz Schubert og Johannes Brahms. Sá fyrrnefndi var fæddur áríð 1797 en sá síðarnefndi andaðist öld síðar. Segir Helga að efnisskrá Sinfóníuhljómsveitar Is- iands mun taka mið af þessum tímamótum á þessu starfsári og því næsta. Áskriftartónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands er skipt niður í fjórar tónleikaraðir. Til- gangurinn með því fyrirkomulagi er, að sögn ''Helgu, einkum sá að gefa áskrifendum færi á að velja úr fjölbreytiiegu verkefnavali hljóm- sveitarinnar. Raðirnar eru nefndar eftir litum regnbogans og minna þannig á að SÍ leitast við að flytja áheyrendum sínum allt litasvið tónbókmenntanna, segir Helga ennfremur. Gula lónleikaröðin Gula tónleikaröðin byggist á voldugum hljómsveitarverkum og einleiksverkum þar sem íslenskir einleikarar og söngvarar eru í aðal- hlutverki. Verða sex tónleikar í þessari röð í vetur. Tveir íslenskir einleikskonsertar munu heyrast í fyrsta sinn í Reykjavík, Kiarinettkon- ,rsert eftir Karólínu Eiríksdóttur og Píanókon- sert eftir Snorra Sigfús Birgisson, en hann mun jafnframt koma fram sjálfur sem einleik- ari. Konsert Snorra verður frumfluttur á Akur- eyri í ársbyrjun 1997. Á tónleikum 5. desem- ber mun konsertmeistari SÍ, Guðný Guðmunds- dóttir, flytja fiðlukonsert eftir Benjamin Britt- en, en hann hefur ekki í annan tíma verið leik- inn á tónleikum hér á landi. Af hljómsveitar- verkum í gulu röðinni má nefna tónverk Ric- hards Strauss, Svo mælti Zaraþústra, en það krefst stærri hljómsveitar en venjulega er stillt upp á sviði Háskólabíós. Auk þess munu hljóma sinfóníur eftir Beethoven, Brahms, Bruckner, Schumann og Tsjækovskíj. Hljómsveitarstjórar í gulu röðinni koma víða að, en þrír þeirra hafa stjórnað SÍ áður, Daninn Thomas Dausgárd, Sidney Hart frá Bandaríkjunum og Pólverjinn Antoni Wit. Aðrir hljómsveitarstjór- ar verða Lani Shui, Robert Henderson og Petri Sakari. Rauða tónleikaröðin Sex tónleikar verða jafnframt í rauðu röð- inni, þar sem lögð er áhersla á að fá til liðs við hljómsveitina heimsþekkta erlenda einleik- ara. Fyrstu áskriftartónleikar ársins eru í þess- ari röð. Þá mun Eriing Blöndal Bengtson leika Cellokonsert Jóns Nordals, en„ í ár eru liðin 50 ár frá því Erling hélt sína fyrstu tónleika hér á landi í Gamla bíói. Tónleikarnir verða endurteknir á ísafirði. Trio Nordica mun flytja Þríleikskonsert eftir Beethoven, auk þess sem tveir píanósnillingar eru væntanlegir á tónleika rauðu raðarinnar, Rússarnir Andrei Gavrilov og Dmitri Alexeev, sem leika mun Píanókon- sert nr. 1 eftir Brahms. Þá kemur skoski slag- verksleikarinn Evelyn Glennie á ný til landsins í mars og mun flytja verk landa síns, James McMillan, Veni, veni Emmanuel, sem farið hefur sigurför um heiminn að undanförnu með Glennie í broddi fylkingar. Á síðustu tónleikum rauðu raðarinnar sameina krafta sína Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Anne Manson hljómsveitarstjóri, sem stjórnaði SÍ fyrst kvenna fyrir tveimur árum. Aðrir hljómsveitar- stjórar raðarinnar eru Giora Bernstein frá Bandaríkjunum, Bretinn Adrian Leaper, Jerzy Maksymiuk og Petri Sakari. Grsena tónleikaröðin í grænu röðinni er flutt aðgengileg og vin- sæl sígild tónlist og í vetur tilheyra fernir tón- leikar þeim flokki. Hinir fyrstu bera yfirskrift- ina Boðið upp í dans og munu SÍ og Listdans- skóli íslands koma þar fram undir stjórn rúss- neska hljómsveitarstjórans Nicholas Uljanovs. Vínartónleikarnir vinsælu eru jafnframt innan ramma grænu raðarinnar og er ætlunin að halda ferna tónleika í ár, þar af þrenna í Reykjavík og eina á landsbyggðinni. Stjórn- andi á tónleikunum verður Páll Pampichler Pálsson og einsöngvarar Rannveig Fríða Bragadóttir og Ólafur Árni Bjarnason. 6. mars mun Bernharður Wilkinson í fyrsta sinn stjórna áskriftartónleikum, en þá koma Gerður Gunn- arsdóttir fiðluleikari og Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari jafnframt ífyrsta sinn fram sem einleikarar með SÍ. Á lokatónleikum grænu raðarinnar verða endurnýjuð kynni við hinn fjölhæfa listamann Wayne Marshall, en hann kemur jöfnum höndum fram sem píanó- leikari, orgelleikari og hljómsveitarstjóri. Með honum í för verða söngvararnir Kim Criswell og Brent Barrett, en efnisskráin mun saman- standa af lögum úr þekktum söngleikjum. í fyrra seldist áskrift að grænu röðinni upp. Bláa tðnleikareðin Bláa röðin hefur tekið stakkaskiptum í gegn- um tíðina. Upphaflega var hún vettvangur nýrri tónsmíða, þá var hún röð kirkjutónleika en nú á að byggja á kynntum tónleikum í víðum skiln- ingi undir yfirskriftinni Skemmtun - fræðsla - upplifun. Éfnisskrá tónleikanna er unnin í ná- inni samvinnu við Jónas Ingimundarson píanó- leikara sem jafnframt verður kynnir þeirra. Ekki er ætlunin að upplýsa efnisskrá hverra tónleika fyrirfram en til að svala forvitni tón- leikagesta má geta þess að meðal verka sem flutt verða í bláu röðinni eru sinfónía Dvoráks, Frá nýja heiminum, Boléro eftir Ravel og Geys- ir Jóns Leifs. Þrennir tónleikar verða í röðinni og verður þeim stjórnað af Lev Markiz, Stefan Sanderling og Keri Lynn Wilson. Aukatónleikar Efnt verður til nokkurra aukatónleika á starfsárinu og eru þeir af ýmsum toga. Fyrst ber að nefna Upphafstónleikana, hátíðartón- leika í byrjun starfárs. Verða þeir þrennir að þessu sinni, 12.-14. september, og verður tón- sprotinn í höndum Japanans Takuo Yuasa en einleikarar Hafsteinn Guðmundsson og Rúnar Vilbergsson fagottleikarar. Norrænir músíkdag- ar verða haldnir í lok september og af því til- SAKARI SNYR AFTUR FINNINN Petri Sakari hefur verið ráðinn aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Islands til næstu tveggja ára en hann gegndi starfinu á árunum 1988-93. Mun Sakari jafnframt stjórna hljómsveitinni í öllum upptökum á vegum Naxos á sama tímabili. Runójfur Birgir Leifsson, framkvæmda- stjóri SI, kveðst fagna endurkomu Sakaris sem átt hafi drjúgan þátt í uppbyggingu hljómsveitarinnar á liðnum misserum. „List- rænn árangur hljómsveitarinnar síðasta vetur er ekki einangrað fyrirbrigði, heldur árangur margra ára vinnu við uppbyggingu hennar. Þar á Petri ekki minnstan hlut að máli," segir Runólfur Birgir og bætir við að hljóðfæraleikararnir séu ekki síður ánægðir með að fá tækifæri til að end- urnýja kynnin við Sakari en ákvörðunin um ráðningu hans hafi vitaskuld verið tekin í samráði við þá. Petri Sakari fæddist í Tampere í Finnlandi árið 1958 og hóf þar tónlistarnám níu ára gamall. Var fiðlan hans aðalhljóðfæri í fyrstu en fjórtán ára gamall hóf hann nám í hljómsveit- arstjórn. Sakari stund- aði framhaldsnám hjá Jorma Panula við Sibel- iusarakademíuna í Helsinki og brautskráð- ist þaðan með hæstu einkunn árið 1981. Hann stjórnar reglulega fremstu hljómsveitum á Norðurlöndum, auk þess sem hann hefur komið víðar fram, svo sem í Englandi, Þýskalandi, Hollandi, Ungverjalandi, Rúmeníu og Bandaríkjun- Petri Sakari efni mun Sinfóníuhljómsveitin leika á tvennum tónleikum undir stjórn Anne Manspn. Tónvak- inn, tónleikar í samvinnu við RÚV, verða í október og jólatónleikar SÍ verða að þessu sinni haldnir í Langholtskirkju. Hljómsveitarstjóri verður Guillermo Figueroa, sem einnig mun leika einleik á fiðlu í árstíðum Vivaldis. Tónleik- ar með útskriftarnemum tónlistarskóla er hefð- bundið viðfangsefni í febrúar og næstkomandi vor mun hljómsveitin taka þátt í Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju og Kirkjulistahátíð í Reykja- vík en síðar eru fyrirhugaðir sameiginlegir tón- leikar SÍ og Sinfóníuhljómsyeitar Norðurlands undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Starfsárinu lýkur á tónleikum með hinum ást- sæla söngvara Kristni Sigmundssyni í júní, þar sem fluttar verða óperuaríur. Enn eru ótaldir tónleikar sem SÍ heldur fyr- ir æsku landsins. Fyrst ber að nefna Tónlist fyrir alla, sem eru skóla- og almennir tónleik- ar sem hljómsveitin heldur í samvinnu við nokkur bæjarfélög. Þá eru tónleikar sérstak- lega skipulagðir fyrir elstu bekki leikskóla og yngri bekki grunnskóla. í ár mun Guðni Franz- son bera hitann og þungann af þeim tónleik- um. Einnig verða tónleikar fyrir eldri nema grunnskóla svo og framhaldsskóla. í desember mun hljómsveitin síðan skipta liði og heim- sækja sjúkrahús og stofnanir. Samningur við Naxes Af öðrum verkefnum Sinfóníuhljómsveitar íslands á starfsárinu 1996-97 ber geislaplötu- upptökur hátt. Fyrr á þessu ári undirritaði hljómsveitin samning við hljómplötufyrirtækið Naxos, sem er eitt hið stærsta sinnar tegundar í heiminum. Fyrsta kastið mun SÍ hljóðrita mörg af þekktustu hljómsveitarverkum Jean Sibelius, til dæmis allar sinfóníur hans. Segir Runólfur Birgir þar um að ræða mjög ögrandi og spennandi verkefni. „Hljóðritanir sem þess- ar eru mjög þýðingarmiklar fyrir hljómsveit- ina, því með þeim fær hún alþjóðlegan saman- burð og kynningu. í framtíðinni er gert ráð fyrir að hljóðrita íslenska tónlist fyrir Naxos og Marco Polo, dótturfyrirtæki þess. Með samningnum við Naxos mun útbreiðsla á efni með hljómsveitinni verða margföld á við það sem hingað til hefur þekkst. Sinfóníuhljóm- sveitin hljóðritar einnig með innlendum hljóm- plötufyrirtækjum og hefur meðal annars gefið út nokkrar geislaplötur með Skífunni," segir Runólfur Birgir. Aukinheldur hefur SI hljóðritað tvær geisla- plötur fyrir BIS, Sögusinfóníuna eftir Jón Leifs og aðra plötu með verkum eftir sama tónskáld sem er óútkomin. Vegna anna verða engar hljóðritanir gerðar á vegum BIS í vetur, segir Runólfur Birgir, en síðar verður þráðurinn tek- inn upp á ný og verður áherslan þá áfram á Jón Leifs og fleiri íslensk tónskáld. Loks ligg- ur fyrir að SÍ og Kristinn Sigmundsson muni sameina krafta sína við upptökur á óperuaríum í vor, en Runólfur Birgir segir ekki enn Ijóst hver komi til með að annast útgáfuna, það verði þó íslenskur aðili. Tónleikaferðir eru öllum sinfóníuhljómsveit- um mikilvægar, eins og glöggt kom á daginn í fyrra. Á þessu starfsári mun Sinfóníuhljóm- sveit íslands fara í eina slíka, til Grænlands, þar sem hún mun leika á nokkrum tónleikum í tengslum við vígslu nýs tónlistarhúss í Nuuk, sem er 13.000 manna bær, í febrúar. Þá er hljómsveitin að leggja drög að næstu tónleika- ferð til Bandaríkjanna árið 2000, en Runólfur Birgir segir að henni hafi jafnframt boðist að l'eika víðar, til dæmis í Þýskalandi og á Norður- löndum. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 1996 -_X*-<*.l j*y f ¦ p>M» *~

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.