Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Blaðsíða 4
STEFANIA 6U0MUNOeOO1T1R KAMILIUFRÚIN 1.AKT. FRÚ Stefanía sem Kamelíufrúin íleikriti Alexanders Dumasyngri. sand? EIKLISTIN er list augnabliksins, segja menn. Þegar tjaldið fellur eftir síðustu sýningu er hún horfin og iifir einungis í minni áhorfend- anna. Og þegar síðasti áhorfand- inn lýkur lífsgöngu sinni, hvar á þá list leikarans sér stað? Er hún þá ekki að eilífu grafin í tímans Þótt þetta séu auðvitað óhrekjanlegar hug- renningar, að minnsta kosti þegar í hlut á leik- húsfólk sem lifði fyrir daga upptökutækninn- ar, þá er engu að síður hægt með athugun ýmissa heimilda að gera sér allgóða mynd af leiklist fyrri tíðar. Þar kemur til kasta leikhús- fræðinga, leiksögukannenda og menningar- rýna. Nú er framundan aldarafmæli Leikfélags Reykjavíkur, þess leikhóps í landi voru sem á sér lengsta samfellda sögu. Það er skemmti- legt að geta á þeim tímamótum lesið vandaða greinargerð um upphafsskeið þess og þá leik- konu sem fremst stóð á þeim tíma, frú Stefan- íu Guðmundsdóttur. Um þetta efni fjallar dokt- orsrit Jóns Viðars Jónssonar við leikhúsfræði- deild Stokkhólmsháskóla. Bókin heitir Geniet och vágyisaren - Snillingurinn og leiðsögumað- urinn. I undirtitli stendur að þau orð eigi við leikkonuna Stefaníu Guðmundsdóttur (1876- 1926) og rithöfundinn og leikstjórann Einar H. Kvaran (1859-1938). Bókin er gefin út í flokki rita með rannsóknum á leikhúsfræðum, „Theatron-serien". Þetta rit Jóns Viðars, sem er á fjórða hundr- að síður, hefur ekki verið á almennum mark- aði og ekki rætt í fjölmiðlum. Áhugamönnum skal á það bent að ritið er hægt að fá keypt hjá afgreiðslu Sögufélags í Fischersundi 3. En mér fínnst ómaksins vert að fjalla dálítið um það hér. - Það er reyndar ekki uppörvandi andrúmsloft sem leiksögufræðingar vorir starfa í. Sveinn Einarsson hefur um langt skeið unnið að ritun íslenskrar leiklistarsögu og kom fyrsta bindi hennar út árið 1991 á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs, eitt síðasta merk- isritið sem það forlag sendi frá sér áður en því var greitt banahöggið. Um þessa bók hef- ur ekkert verið fjallað í blöðum eða tímaritum. og má svo sem segja að aðfinnslur í þá átt hitti fyrir höfund þessarar greinar eins og aðra þá sem haf a verið að skrif a um leiksýning- LEYNDARMAL SNILLINGSINS EFTIR GUNNAR STEFANSSON Um prímadonnuna frú Stefaníu, eins og hún var ævinlega nefnd af samtíó sinni, fjgllar Jón Vióar Jónsson á eftirtektarveróan hátt í doktorsriti sínu frá Stokkhólmsháskóla og heitir bókin Genietoch vágvisaren - snillingurinn og leiósögumaóurinn. ar í blöð hér. Rit Sveins, Islensk leiklist I, hefur undirtitilinn Ræturnar; það nær allt aft- ur til Eddukvæða og lýkur frásögn um árið 1890. Næsta bindi sögunnar, sem mun væntan- lega birtast innan tíðar, fjallar um tímabilið 1890-1920, þar sem, að hyggju höfundar, „fs- lensk ieiklist í nútíma skilningi" verður til og nær fullum blóma á fyrsta „ísienska tímabil- inu" í leikritun okkar... fumkennd leikþörf breytist í markvíst listrænt starf" (7). Rit Sveins Einarssonar er grundvallarverk sem mikill fengur er að fyrir rannsóknir í ís- lenskri menningarsögu. Annað mál er að um mat hans má auðvitað deila og kemur raunar fram í riti Jóns Viðars að hann er í ýmsu ósam- mála Sveini og helsta fyrirrennara hans í rann- sókn íslenskrar leiklistarsögu, Lárusi Sigur- björnssyni; telur hann þá ekki hafa sýnt næga gagnrýni í túlkun sinni. Jón Viðar hróflar jafnvel við einni helstu goðsögn leiklistarsögunnar þegar hann dregur f efa upphafningu Sigurðar málara sem bæði Lárus og Sveinn, og reyndar fleiri, hafa staðið að. Er Sigurður ekki ofmetinn brautryðjandi? spyr höfundur og segir að engar heimildir séu fyrir því að hann hafí verið nejns konar fyrir- rennari nútíma leikstjórnar. í sambandi við upphaf leiklistar f Reykjavík bendir Jón Viðar á hlut Eiríks Magnússonar, síðar bókavarðar í Cambridge, í því að koma upp leiksýningum í bænum upp úr 1860, en þá blossar upp áhugi á slíku. Um þetta og ýmis önnur leiklistarsögu- leg atriði sem Jón Viðar drepur á verður ekki dæmt án rannsóknar, en hér blasa vissulega við fróðleg athugunarefni. Áður en skilist er við fyrsta bindi leiklistar- sögu Sveins Einarssonar skulum við hyggja að lokaorðum þess, þar sem höfundur tilfærir ummæli úr ísafold 1893, um leikstarfsemi í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík. Þar hafi reynt sig ung stúlka, venju fremur efnileg, en tilsagn- arskorturinn sé mikið mein sem ekki fáist bót á fyrr en hér ílengist maður sem numið hafí leikmennt almennilega og stundað hana til langframa í góðu leikhúsi. I framhaldi af þessu segir Sveinn: „Leikstjóri, menntaður í grein- inni, lét reyndar bíða eftir sér enn um stund, en stúlkan, sem þarna reyndi fyrir sér í fyrsta sinn á sviðinu, átti eftir að verða tákn þess tíma, sem nú fór í hönd. Hún hét Stefanía Guðmundsdóttir og varð fyrsta stórleikkona íslendinga og ein fremsta listakona þeirra fyrr og síðar." (367) Listamaóiir og leidbeinandi Um þessa prímadonnu, frú Stefaníu, eins og hún var ævinlega nefnd af samtíð sinni, fjallar Jón Viðar Jónsson á einkar eftirtektar- verðan hátt. En bók hans er um miklu meira en frú Stefaníu og Einar H. Kvaran, svo að nafnið er raunar ekki alls kostar rétt, og um- fjöllunin um Einar Kvaran er líka í stysta lagi. Hins vegar ritar Jón Viðar rækilega um starf- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.