Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Qupperneq 6
GLAMPAR ÚR GRÆN- LANDSFERÐ EFTIR MARGRÉTI MARGEIRSDÓTTUR íbúar Grænlands eru alls um 55.000, þar gf eru rúmlega 7.000 aófluttir, flestirfró Danmörku. Það eru 18 sveitarfélög í landinu, en hvert sveitar- félag samanstendur gf þéttbýliskjarna og nokkrum smærri þorpum, en þau eru um 100 talsins meðfram ströndum landsins. SUNGiÐ fyrir gesti á Hótei Arctic í lluissat. að er árla morguns föstudaginn 8. september 1995 sem hið viðburðaríka ferðalag hefst til granna okkar í vestri. Tilefnið er heimsókn og haustfundur norrænu nefndarinnar í fé- lags- og heilbrigðismálum sem starfar á vegum norrænu ráð- herranefndarinnar og er þetta í fyrsta sinn sem fundurinn er haldinn á Grænlandi. Sann- arlega tími til kominn. Hópurinn telur um 26 manns frá öllum Norðurlöndunum og flestir eru að koma í fyrsta sinn til Grænlands. Ég státa af því, að hafa dvalið vikutíma í Qaq- ortoq fyrir 7 árum. Það var eftirminnilegt og skemmtilegt ferðalag. Mér til nokkurrar undrunar er hvert sæti skipað í breiðþotu SAS flugfélagsins. Hópur- inn dreifíst, og enginn fær ráðið hvar honum er vísað til sætis. Breiðþotan lenti á flugvell- inum í Kangerlussuaq. Við gátum nú seinkað klukkunum okkar um fjórar stundir og þá var ekki einu sinni komið hádegi á Grænlandi. Kangerlussuaq er lítið þorp með um 350 íbúa og hafa flestir atvinnu við flugvöllinn og þjónustu tengda fluginu. Ég gekk út úr flugstöðinni, það var rúm- lega klukkutíma bið eftir næsta flugi. Úti var stafalogn og heiðskír himinn með heitum sól- geislum. Ég tyllti mér á bekk og naut sólar og útsýnis komin norður fyrir heimskauts- baug. Það var ekki seinna vænna á þessu sumri eftir sólarleysið á Islandi! Skömmu síðar kveður við næsta tilkynning og nú segir röddin að Grænlandsflug sé til- búið til brottferðar. Fokkerinn tekur stefnuna norður á bóginn. Það er talsverð ókyrrð í lofti og þó að maður sé ýmsu vanur frá íslandi fer ég ósjálfrátt að hugsa hvort vélin muni hafa sig í gegnum alla þessa loftstrauma og vindstrengi eða hvað það nú heitir. Mér varð ósjálfrátt Iitið til hlið- ar á konuna sem sat í næsta sæti. Hún var grænlensk og nokkuð við aldur. Hún sýndi engin minnstu svipbrigði um ótta. Hún virtist vera í þungum þönkum. „Ég vona að við kom- umst til Ilulissat" sagði ég eins og hálfpartinn við sjálfa mig og stamaði á síðasta orðinu því að ég hafði ekki lært að bera það rétt fram á grænlensku. Hún leiðrétti framburð minn og ég endurtók hennar og þannig lærði ég að segja orðið rétt á grænlensku. í ferðabæklingi má lesa að flugvöllurinn hafí verið tekinn í notkun árið 1984 og þar með hafí Ilulissat orðið miðstöð samgangna við Diskóflóann. Þaðan fljúga þyrlur með far- þega og póst norður til Uummannaq. Þar búa um 1.400 manns, 600 kílómetra fyrir norðan heimskautsbaug. Þar er sagt vera mikið stað- viðri og ákjósanleg skilyrði fyrir hundasleða- ferðir. Það tók ekki Iangan tíma að koma sér fyrir á Arctic Hóteli, í Ilulissat, en það stendur skammt utan við bæinn með geysifagurt út- sýni yfir höfnina og ísfjörðinn þar sem borgarí- sjakarnir blasa við í allri sinni tign og litbrigð- um. Hótelið var búið öllum nútíma þægindum, og öll þjónusta var þar eins og best verður á kosið. Fyrsti fundur norræna hópsins hófst að aflíðandi hádegi með stuttu yfirlitserindi um stöðu og þróun félagsmála á Grænlandi, sem Enid Riemensschneider flutti, en hún er full- trúi heimastjórnar Grænlands í norrænu nefndinni. Eins og kunnugt er fékk Grænland heima- stjórn árið 1979. Á landsþinginu eiga sæti 27 þingmenn, þar af eru 16% konur, en í lands- stjórninni eru 7 ráðherrar þar af tvær konur. Á undanförnum árum hafa Grænlendingar tekið sjálfir við stjórn eigin máia á æ fleiri sviðum. Danir fara þó enn með utanríkismál, varnarmál og dómsmál. Samkvæmt dönsku stjórnarskránni eiga tveir Grænlendingar sæti á danska þjóðþinginu. íbúar Grænlands eru alls um 55.800 , þar af eru rúmlega 7.000 aðfluttir, flestir frá Danmörku. Það eru 18 sveitarfélög í landinu, en hvert sveitarfélag samanstendur af þétt- býliskjarna og nokkrum smærri þorpum (Bygder) en þau eru um 100 talsins meðfram ströndum landsins. í Upernavik sveitarfélag- inu eru flest smáþorpin (Bygderne) eða 11 alls. Mikil áhersla hefur verið lögð á að endur- skipuleggja heilbrigðis- og félagsmálakerfíð til að gera það skilvirkara og markvissara, einkum með tilliti til aldraðra, fatlaðra og barna. Aldraðir eiga rétt á lífeyri frá 60 ára aldri og núorðið er þeim veitt aðstoð við að búa sem lengst í heimahúsum fremur en á öldrunarheimilum. Stefnan í málefnum fatl- aðra hefur breyst á síðari árum í þá átt að búa þeim aðstæður á heimaslóðum í stað þess að koma þeim fyrir á stofnunum í Danmörku eins og tíðkaðist áður fyrr. Þó eru slíkar lausn- ir ennþá fyrir hendi þegar um mjög alvarleg tilvik er að ræða. Margir fatlaðir hafa flust aftur heim til Grænlands eftir að hafa verið vistaðir árum saman í Danmörku. Fjölskyldupólitík er ofarlega á baugi, enda eru margvísleg vandamál sem við blasa og eiga sér m.a. rætur í breyttum lífsháttum þjóð- arinnar. Lögð er áhersla á fræðslu fyrir unga foreldra og ennfremur að mennta leikskóla- kennara og koma á fót leikskólum. Húsnæði landsmanna er yfírleitt í eigu opin- berra aðila, landsstjórnarinnar eða sveitarfé- laga. Aðeins 10% af húsnæði eru í einkaeign. Aðalatvinnuvegur á Grænlandi eru fískveið- ar og störf tengd útgerð, en auk þess eru aðrar atvinnugreinar að ryðja sér til rúms eins og námuvinnsla og ferðaþjónusta. At- vinnuleysi er nokkurt á Grænlandi eða 6-8%, en það er einkum og sérílagi meðal ófag- lærðra. Hinsvegar er gríðarmikill skortur á sérmenntuðu fólki til starfa í ýmsum greinum, þar á meðal læknum og öðrum sérfræðingum innan heilbrigðisþjónustunnar. Sérstakt átak er nú verið að gera í menntamálunum sem felst í að hvetja ungt fólk til að afla sér mennt- unar í framhaldsskólum. Þannig er öllum nem- endum í framhaldsnámi greidd mánaðarlega laun sem svarar til rúmlega kr. 40.000 ísl. (da. kr. 4.000.) Hér er um beina styrki að ræða sem ekki þarf að endurgreiða. Enn sem komið er fara þó aðeins 20% af grænlenskum nemendum í menntaskóla eða halda áfram námi eftir grunnskóla. Háskóli er í höfuðborginni Nuuk með nokkr- um námsbrautum. ,Aðeins 1% af Grænlend- ingum hefur þó lokið háskólamenntun, en flestir þeirra frá dönskum háskólum. Mennta- kerfíð og menntamálin eru nú til sérstakrar skoðunar hjá yfirvöldum i Grænlandi með framtíðarsýn í huga. Aukin eftirspurn fyrir- tækja eftir stjórnendum og fagfólki hefur ýtt undir að í boði er á stöku stað starfsþjálfun í fyrirtækjunum og hefur það gefíð góða raun. Að loknu spjalli Siemsneiders var gestur fundarins framkvæmdastjóri ferðaskrifstof- unnar í Ilulissat, Flemming Nicolsson, og ræddi hann um ferðamál og sögu bæjarins í stuttu máli. Grænlendingar leggja mikla áherslu á að efla ferðaþjónustu og virðist sann- arlega margt benda til að sú atvinnugrein eigi mikla framtíð fyrir sér. Hefur mikið átak verið gert á síðustu árum m.a. að auka gisti- rými og skipuleggja kynningu erlendis á land- inu. Heimastjórnin hefur sett sér það mark- mið að ijöldi - ferðamanna verði um 35.000 um næstu aldamót. Mikil aukning hefur orðið á fjölda ferðamanna til Ilulissat með bættum flugsamgöngum, enda hefur staðurinn að- dráttarafl vegna einstakrar náttúrufegurðar bæði á landi og á sjó. Það er einmitt hér við mynni ísfjarðarins sem skriðjökullinn fellur út í hafið og myndar hina hrikalegu ísjaka, sem tróna á stærð við fjöll. Bærinn llulissat rekur sögu sína til ársins 1741 þegar danskur kaupmaður að nafni Jacob Severin tók sér bólfestu og nefndi stað- inn Jakobshavn. Elsta húsið í bænum er „Svarta Pakkhúsið" byggt 1782 og stendur við höfnina. Það hefur nú verið friðlýst. Ýmiss konar þjónustustofnanir er að finna í bænum, sjúkrahús, leikskóla, meðferðarheimili fyrir börn, heimili fyrir þroskahefta o.fl. Verður nánar greint frá starfsemi þeirra síðar. Á öðrum degi dvalar okkar í Ilulissat áttum við þess kost að heimsækja sögufræga staði í grenndinni og var Flemming Nicolsson leið- sögumaður okkar, enda þekkti hann stað- hætti alla eins og lófann á sér. Leiðin lá til Sermermiutdalsins sem er friðlýst svæði vegna fornminja er hafa fundist þar. Talið er að inúítar hafí fyrst sest hér að sem komu til vesturstrandar Grænlands fyrir um 4.000 árum. Vitað er að byggð hélst hér þangað til á fyrri hluta 19. aldar þegar hún lagðist af. Fólkið bjó síðast í torfkofum með skæni úr selskinnsmaga fyrir ljóra. Fundist hafa ýmsar mannvistarleifar sem varpa ljósi á merkilega sögu þessa staðar. Um leið og við yfirgefum Sermermiút kem- ur mér í hug eftirfarandi staka eftir Sigurð Breiðfjörð: FRÁ Sermermiút þar sem minjar eru um forna byggð. Myndirnar tók greinarhöfundurinn. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.