Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Page 9
fskiptasemi." Morgunblaðið/Þorkell
ingar og fígúrur. Sayag segir að Matta hafi allt-
af verið mjög opinn og þá sérstaklega gagnvart
ungum listamönnum. „Hann hefur alltaf haft
mikil samskipti við unga listamenn. Ég gæti
trúað því að hann sé að endurgjalda þann greiða
sem eldri listamenn, eins og Breton, gerðu hon-
um þegar hann kom fyrst til Parísar ungur að
árum, hann vill skila þessari hefð og þekking-
unni áfram til yngri kynslóða. Svo var það nú
einu sinni hlutverk Parísar að bræða saman
gamalt og nýtt, hið þekkta og hið framandi —
og er vonandi enn þá. Ég veit að Erró er honum
mjög þakklátur fyrir að hafa tekið sér sem jafn-
ingja en Matta hafði mikil áhrif á list hans á
þessum tíma.“
Ég er ekki listamaóur
Þegar Sayag er beðinn um að segja frá verk-
unum á sýningunni á Kjarvalsstöðum segir hann
að það sé alltaf erfitt að lýsa sýningum, sérstak-
lega þar sem Matta eigi í hlut. „Hann hamrar
sífellt á því að hann sé ekki málari eða listamað-
ur. Honum er illa við framleiðsluímyndina sem
listamaðurinn hefur fengið á sig. En hvað um
það. Á sýningunni verða málverk, skúlptúrar,
pastelmyndir og klippimyndir. Þetta eru allt
verk frá síðustu tíu árum sem ég hef valið í
samráði við listamanninn sjálfan. Þarna er til
dæmis spennandi verk sem samanstendur af
þremur borðum sem tákna þrjú skeið í mann-
kynssögunni. Fyrsta borðið táknar gríska forn-
öld en við það eru orðin rannsökuð í heimspeki-
legri samræðu. Annað borðið á að tákna tíma
Krists og vísar til síðustu kvöldmáltíðarinnar.
Þriðja borðið táknar svo okkar tíma en þá er
farið að framleiða ýmsa hluti á borðinu. Verkið
sýnir þannig ákveðna þróun á því hvernig menn
hafa skynjað borðið og hlutverk þess í gegnum
aldirnar, það er að segja frá heimspekinni til
framleiðslunnar. Þarna eru einnig klippimyndir
unnar með aðstoð ljósritunarvélar. Og málverk
sem taka á frumspekilegum spurningum um
rými. Annars er sjón sögu ríkari."
Sýningin er opin daglega frá kl. 10-18.
Morgunbladió/Kristinn
GUÐRÚN Gunnarsdóttir segir að verk sin fjalli um eilífðina.
Guórún Gunnarsdóttir
veflistakona opnar sýn-
ingu á skúlptúrum úr vír á
Kjarvalsstöóum í dag.
I samtali vió ÞRÖST
HELGASON segir hún aó
þaó sé engin boóskapur
í verkum hennar og hún
viti raunar ekki hver til-
gangurinn sé meó því sem
hún er aó gera. Hún seg-
ist helst ekki vilja skil-
greina list sína heldur.
FYRIR nokkrum árum fór ég að
hugsa um þráðinn sem slíkan“,
segir Guðrún Gunnarsdóttir, „en
þráðurinn er eins og eilífðin, hann
endar hvergi. Þráðurinn er í þessu
tilfelli vír sem ég móta í ýmis þri-
víð form, þetta eru skúlptúrar. Það
má skipta þessum verkum í tvennt;
annars vegar eru þetta þræðir sem teygja sig
eftir veggnum með litlum vírbútum út úr sem
gætu við fyrstu sýn virst hættulegir en eru það
ekki. Hins vegar hefur vírþræðinum verið vafið
saman í kúlur. -Þessi verk eru öll mjög opin. í
fjarlægð gætu sum verkin litið út eins og teikn-
ing á vegg en þegar nær er komið sést að þau
eru öll þrívíð."
Guðrún hefur lengst af fengist við hefð-
bundna veflist en hefur jafnframt lagt sig fram
um að færa út landamæri hennar. „Það má
kannski segja að ég hafi smám saman þróað
tnig í átt til þess sem ég er að gera núna. Ég
er þó ekki hætt að vefa. Mér fannst hins vegar
vefstóllinn farinn að vera mér til trafala; mér
fannst ég ekki geta leikið mér, sleppt fram af
mér beislinu. Sköpunargleðin verður að skína í
gegnum verk manns, áhorfandinn verður að
geta upplifað gleðina yfir því að maður er að
skapa eitthvað. En mér fannst eins og ég hefði
misst tökin á gleðinni og þess vegna speri ég
mér að öðru efni og öðrum aðferðum. Ég vildi
komast út úr vefstólnum. Ég á hins vegar örugg-
lega eftir að setjast við hann aftur.“
Guðrún stundaði fyrst nám á verkstæði Kim
Naver í Kaupmannahöfn og síðar við Haystack
Mountain School of Art and Craft í Main í
Bandaríkjunum. Hún hefur haldið íjölda einka-
sýninga og tekið þátt í samsýningum bæði hér-
lendis og erlendis.
Eilífóin
„Á þræðinum er hvorki upphaf né endir“,
segii' Guðrún, „ekki frekar en á óendanleikan-
um, eilífðinni. Það er samt varla hægt að hugsa
sér eilífðina myndrænt. Þetta er frekar hugtak
sem tengist hugarfari manns, lífsviðhorfi; hún
tengist því kannski helst hvort maður er ham-
ingjusamur eða óhamingjusamur."
- Er eilífðin ekki kristileg hugmynd?
„Jú, og þá eru verk mín kannski trúarleg?
Ég hafði reyndar ekki gert ráð fyrir því að þau
yrðu það, en vera má að þau beri í sér einhverj-
ar trúarlegar vísanir, einhveija trúarlega
þanka.“
Engin tilgangur
„Annars er engin boðskapur í verkum mín-
um“, segir Guðrún, „það er ekki tilgangurinn
með list mjnni að boða einhveija skoðun eða
hugmynd. Ég hef reyndar oft velt því fyrir mér
hver sé tilgangurinn með því sem ég er að
gera en aldrei konúst að neinni niðurstöðu.
Kannski er tilgangurinn bara sá að leyfa öðru
fólki að eignast hlutdeild í sköpunargleðinni sem
ég gat um áðan.“
- En þarf að vera einhver tilgangur með
listinni?
„Sú spurning hefur reyndar læðst að mér.
Líka hvort það þurfi að skilgreina alla hluti?
Það er mjög erfitt að þurfa alltaf að skilgreina
það sem maður er að gera. Bara það að vera
til og upplifa sköpunina er í raun meira en
nóg. Hluturinn þarf ekki að vera skilgreindur
eða skipta einhveiju máli til að vera merkileg-
ur. Við erum bara svo föst í þessum hefð-
bundnu viðhorfum um tilgang og merkingu.“
Guðrún vill helst sprengja af sér allar tak-
markanir, öll höft. Og það á ekki aðeins við
um hugmyndalegar forsendur listar hennar
eins og Auður Olafsdóttir bendir á í grein í
sýningarskrá: „Guðrún Gunnarsdóttir hefur á
síðustu árum verið að fikra sig áfram með
möguleika þráðarins í þrívíddinni. Segja má
að þráður hennar leiði auga áhorfandans langt
út fyrir afmarkaða veggi sýningarsalarins. í
raun er ekkert sem hindrar frekari vöxt verka
hennar út í óvissuna."
Sýning Guðrúnar stendur til 19. október og
er opin daglega frá 10-18.
Morgunblaóió/Þorkell
„ÞRÁÐURINN er í þessu tilfelli vír sem ég móta í ýmis þrívíð form, þetta eru skúlptúrar,11 segir Guðrún Gunnarsdóttir.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 1996