Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Síða 13
dæmin til Þjóðverja og danska konungsríkið,
sem aðeins hálfri öld áður hafði verið meðal
hinna víðfeðmari í Vestur-Evrópu, náði nú
aðeins yfir Danmörku, Færeyjar, ísland og
Grænland, auk nýlendnanna í Vesturheimi.
Ósigurinn árið 1864 hafði djúpstæð áhrif á
dönsku þjóðina og viðhorf fólks til ríkisins
breyttust. Danir voru staðráðnir í að láta sög-
una frá 1864 ekki endurtaka sig og lögðu allt
kapp á að byggja ríkið og þjóðina upp á nýjum
forsendum. I stað þess að lama og og drepa
þjóðlífið í dróma, varð ósigurinn árið 1864
Dönum einskonar andleg orkulind, hvati til að
gera betur og betur á flestum sviðum, sýna
að lítil þjóð í litlu landi gæti staðið stærri þjóð-
um á sporði. Má rekja ýmis fyrirbæri, sem
hafa sett mikinn svip á danskt þjóðlíf síðustu
öldina eða svo, aftur til áranna eftir 1864.
Jafnframt þessu efldist þjóðernisvitundin og
þjóðernishyggja leysti af hólmi föðurlands- eða
ríkishyggjuna, sem var ráðandi á 18. öld og
fyrri hluta 19. aldar.
II.
Ekki leikur á tvennu, að þau viðhorf og
þeir atburðir, sem lýst yar hér að framan,
höfðu mikil áhrif á stöðu íslands og íslendinga
innan danska ríkisins og mótuðu að nokkru
viðhorf þeirra til Dana. Á 18. öldinni fóru fram
miklar umræður um efnahagsmál í Danmörku
og voru þær á margan hátt dæmigerðar fyrir
föðurlandshyggjuna, sem þá var ríkjandi. Þær
snerust ekki síst um það, hvernig nýta mætti
sem best ýmsar auðlindir innan endimarka rík-
isins. Eitt helsta einkenni umræðunnar var,
að menn höfðu hag heildarinnar jafnan að leið-
arljósi og umbætur í málefnum íslands voru
ofarlega á baugi. Til þeirrar geijunar, sem
þarna átti sér stað, má rekja margar athafnir
og tillögur Jón Eiríkssonar konferensráðs í
málefnum íslands, innréttingarnar í Reykjavík,
sem oftast eru kenndar við Skúla Magnússon,
landfógeta, rannsóknarferðir Eggerts Ólafs-
sonar og Bjarna Pálssonar, ferð ðlafs Olavius-
ar um Vestur- og Norðurland, skipan og störf
landsnefndarinnar fyrri, og þannig mætti
áfram telja. Sú staðreynd, að þær tilraunir,
sem reynt var að hrinda í framkvæmd, báru
minni árangur en ætlast var til, átti hins veg-
ar rætur í utanaðkomandi og ófyrirsjáanlegum
orsökum.
I mennta- og menningarmálum var svipað
uppi á teningnum. Öldum saman nutu íslensk-
ir náms- og menntamenn góðs af verunni í
fjölþjóðaríkinu, og þeim anda, sem þar ríkti.
Stjórnvöld í Danmörku voru jafnan hliðholl
menningarstarfsemi íslendinga á danskri
grundu og studdu hana oft myndarlega. Ber
hér allt að sama brunni. íslendingar voru hluti
ríkisheildarinnar, Jón Eiríksson, Eggert Ólafs-
son og Finnur Magnússon, svo aðeins séu
nefndir örfáir helstu forystumenn íslendinga
í Danmörku á þessum tíma, voru allir einlæg-
ir föðurlandsvinir, unnu íslandi allt sem þeir
gátu, en voru jafnframt dyggir stuðningsmenn
konungsríkisins, litu á sig sem hluta ríkisheild-
arinnar.
Sjálfstæðisbarátta íslendinga er almennt
talin hafa hafist í þann mund er þjóðernis-
hyggjan fór að gera verulega vart við sig í
Danmörku. Enginn vafi leikur á því, að þær
hræringar, sem þá urðu, höfðu mikil áhrif á
Islendinga og vaknar þá spurningin, hvort for-
ystumenn þeirra um miðbik 19. aldar hafi
verið þjóðernissinnar á borð við t.d. forystu-
menn þeirra, sem vildu slíta tengsl hertoga-
dæmanna og danska ríkisins. Þeirri spurningu
verður að svara neitandi. Jón Sigurðsson leit
að sönnu oft til hertogadæmanna og bar ís-
land saman við þau, og vitaskuld má greina
vængjaþyt vaxandi þjóðernishyggju í ýmsum
ritum Jóns og fylgismanna hans. Engu að síð-
ur var stjórnmálahugsun Jóns Sigurðssonar
meira í ætt við viðhorf íslenskra föðurland-
svina á 18. öld en þjóðernissinna, sem fram
komu í íslenskri stjórnmálabaráttu nærri síð-
ustu aldamótum og urðu ríkjandi á fyrri hluta
þessarar aldar. Jón Sigurðsson talaði t.a.m..
aldrei um að slíta öll tengsl við Danmörku og
ekki er að sjá af ritum hans, að hann hafi
nokkru sinni hugleitt stofnun lýðveldis á ís-
landi. Pólitískt markmið hans náðist er ísland
varð fijálst og fullvalda ríki hinn 1. desember
1918.
Af því sem hér hefur verið sagt, virðist ljóst,
að íslendingar litu á sig sem hluta dönsku ríkis-
heildarinnar alla 19. öld. Stjórnmálabarátta
Jóns Sigurðssonar og félaga hans miðaði að
því að auka pólitísk réttindi og bæta stöðu
íslendinga innan ríkisins, ekki að yfirgefa það.
Viðtalið við Ove Korsgaard, sem vitnað var
til í upphafi þessa greinarstúfs, er á margan
hátt vekjandi og varð tilefni þessara hugleið
inga. Danskir fræðimenn hafa unnið mikið
starf í rannsóknum á sögu danska ríkisins á
18. og 19. öld, og sama máli gegnir um norska
starfsbræður þeirra. En hver var staða íslands
og íslendinga innan ríkisheildarinnar? Það hef-
ur enn ekki verið kannað nema að litlu leyti,
en rannsóknarefnið er forvitnilegt.
Höfundur er sagnfræðingur.
ÍSLENSK MANWANÖFN 9
STEFÁN OG PÁLL
EFTIR GÍSLA JÓNSSON
Stefón merkir blómsveig eóa sigurkrans á grísku
og þaóan er þaó komió. Níu páfar hafa heitió
Stefán. í þjóóskrá 1 982 er Stefán í 14. sæti. Postul-
inn Páll hefur átt marga nafna um víóa veröld,
páfa7 konunga og keisara.
XVIII. Stefán
Stefán Jónsson stoltarmann
stýrði klerkalýði.
Kveð ég alla kalla hann
kennimannaprýði,
sóma lýðs og lands;
harður bæði og Ijúfur í lund,
lærður suður í Frans.
Svo kvað Jón Þorkelsson Forni um byskup
þann sem í Skálholti var og dó 1518. Hann var
svo agaður, að hann át ekki kjöt nema á þrem-
ur stórhátíðum ársins og reið aldrei hesti hrað-
ar en fót fyrir fót.
Nafnið Stefán, eða Steffán eins og oft var
sagt og skrifað, einkum á 19. öld, er komið úr
grísku Stefanos og merkir blómsveigur, kóróna,
sigurkrans. Það barst snemma norður í heim,
komið bæði til Noregs og íslands á 13. öld,
einn nefndur svo í Sturlungu.
í Postulasögunni segir frá Stefáni protomar-
tyr, eða frumvotti. Gyðingar grýttu hann í hel.
Margir páfar og þjóðhöfðingjar hafa síðan heit-
ið nafni dýrlingsins. En það hefur heldur en
ekki tekið breytingum í sumum tungum. Meðal
Ungveija, þar sem nafnið er hvað vinsælast,
er það nú Istvan, á spönsku Esteban og í frönsku
Etiénne. Líklega munum við helst eftir Etiénne
Djunkovski sem var, að því er mér var kennt
í háskóla, „rússneskur, rómversk-kaþólskur,
drykkfelldur og einkennilegur". Benedikt
Gröndal gerði hann ódauðlegan í Heljarslóðaror-
ustu.
Að minnsta kosti níu páfar hafa heitið Stef-
án, sumir segja tíu. Stefán eða Istvan var krýnd-
ur konungur Ungveija árið 1000 og fékk gull-
kórónu heldur en ekki veglega frá Sylvester
páfa öðrum. Stefán Stefánsson (I.) Vilhjálms-
sonar sigurvegara var konungur Engla á 12.
öld, og Stefán IV. þótti Pólveijum merkur kon-
ungur á 16. öld; var harðsnúinn og sigursæll,
rak jafnvel Ivan, eða Jón, grimma út úr Líf-
landi, þar sem nú er kallað Lettland og Eist-
land. Kirkja mikil, helguð heilögum Stefáni,
gnæfir í Vínarborg frá því á 12. öld; segir Grönd-
al að alla fugla sundli er á hana setjast.
Stefánum íjölgaði hægt á íslandi. Þeir voru
víst innan við hundrað, þegar skáldið góða,
Stefán Ólafsson í Vallanesi, dó 1688 eftir langa
kröm, og í manntalinu 15 árum síðar voru þeir
96, flestir sunnanlands. í einni sýslu, Stranda-
sýslu, var nafnið ekki til þá. Á 19. öld fjölgaði
þeim hratt sem Stefánsnafn báru, einkum í
sumum héruðum. Rann til dæmis Stefánsæði á
Norð-Mýlinga, og fjölgaði þar úr 11 í 93 á rösk-
um 40 árum.
Árið 1845 voru Stefánar alls 470, og var þá
látinn fyrir nokkru Stefán amtmaður Þórarins-
son eða Thorarensen, mikill ættfaðir, svo og
Stefán Ólafsson Stephensen amtmaður á Hvít-
árvöllum, frændi hans, og eru menn af þessum
ættboga oft nefndir Stefánungar, enda komnir
út _af Stefáni presti í Vallanesi.
í manntalinu 1845 er hins vegar að fínna
Stefán sterka Stephensen prest á Mosfelli í
Grímsnesi, en um hann orti Gröndal og minnt-
ist þá frelsishetju Ungveija í leiðinni:
Mér sem ég sjái hann Kossút
á sinni gráu að reka hross út.
Sína gerir hann svipu upp vega
sérastefánsámosfellilega,
og er síðasta línan talin lengsta atviksorð í ís-
lensku.
Árið 1910 hafði Stefánum fjölgað mjög, voru
744, nafnið í 13. sæti karla, með 1,8%. Þar er
margan góðan Stefáninn að fínna. Stefán Stef-
ánsson var alþingismaður og bóndi í Fagra-
skógi, svo og sonur hans og alnafni. Stefán
Jóhann Stefánsson frá Heiði í Gönguskörðum
var líka alþingismaður og gerði garðinn frægan
í skólanum á Akureyri, og í höfuðið á honum
skírður Stefán Jóhann Stefánsson, síðar forsæt-
isráðhen-a; við hann kennd ríkisstjómin Stefan-
ía, en það kvenheiti innleiddu Melsteðarnir á
19. öld. Stefán Guðmundsson, síðar Islandi,
var ungur sveinn, svo og Stefán Jónsson sem
orti okkur Guttavísur og sönginn um Rönku
ÁRIÐ 1910 hafði Stefánum fjölgað mjög,
voru þá 744, og einn þeirra var listamaður-
inn Stefán frá Möðrudal, hér á teikningu
eftir Örlyg Sigurðsson.
sem var rausnarkerling og rak hænsnabú.
Stefán Sigurðsson frá Hólmavík, sem þótti
fallegra að kenna sig við Hvítadal, var tekinn
að yrkja og það stórum skiljanlegri ljóð en Stef-
án George á Þýskalandi, en þeir dóu báðir 1933.
Stefán Einarsson, síðar í Baltimore, sérstæður
fræðimaður, var að búa sig undir Menntaskól-
ann í Reykjavík, þaðan sem hann lauk stúdents-
prófí 1917, sama ár og höfuðskáldið Stephan
G. Stephansson kom í sína einu heimsókn frá
Ameríku til íslands. „Ég á orðið einhvem veg-
inn ekkert föðurland,“ hraut einu sinni úr penna
þessa hugsjónamanns.
Tímabilið 1921-1950 hélt Stefán svo að segja
hlut sínum, og íslendingar um allt land sungu
um Súsönnu, Svanafljótið og yndislega drauma
eftir Ameríkanann Stefán Foster.
í þjóðskrá 1982 em Stefánar 2052, í 14.
sæti karla, og hafði verið nálægt því lengi. Það
fór enn ofar í stöku árgangi síðar, og nú hefur
það hafíst upp aftur eftir nokkra hnignun um
hríð.
XIX. Póll
Skarphéðinn og postulinn Páll, það era mínir
menn, var haft eftir þeim miskunnarlitla yfír-
dómara, ísleifi Einarssyni á Brekku á Álfta-
nesi. Postulinn Páll, sem orðsnjallari hefur verið
en aðrir menn, heitir tveimur nöfnum í Heil-
agri ritningu. Var annað upp á hebresku Sál
og merkir eitthvað í áttina við „kallaður af
guði“, en nafnið sem við erum vönust, Páll, er
úr latínu paulus og merkir lítill eða skammur.
Paulo post, sögðu Rómveijar, þegar við mundum
segja skömmu síðar.
Postulinn Páll hefur átt marga nafna um
víða veröld, þar með páfa, konunga og keisara.
Páll (I.) var Rússakeisari skamman tíma nær
aldamótunum 1800, Páll Pétursson á okkar
máli, á móðurmáli sínu Pavel Petrovits.
Páll er meðal fyrstu tökunafna okkar af lat-
neskum eða hebreskum toga, fyrir víst eldri era
aðeins karlanöfnin Aron, Jón, Magnús, Pétur
og Símon, um kvenheiti sjá Margrét.
Árið 1143 hétu tveir prestar íslenskir nafninu
Páll, en 12 áram síðar vita menn að fæddist
sonur Jóns Loftssonar í Odda, sá er Páll var
nefndur, og varð flestum löndum sínum meiri
og vinsælli. Bein hans vora úr moldu hafín í
Skálholti 1954, og hafði verið lagður í steinþró
forkunnlega með bagli sínum úr rostungstönn,
því að Páll var til byskups tekinn, þótt bæði
væri hann goðorðsmaður og óskilgetinn, en
hvort um sig átti þá að réttu að hindra byskups-
tign.
Á 13. öld er nafnið orðið algengt, nefndir í
Sturlungu 29 Pálar, þeirra á meðal Páll Kol-
beinsson á Reynistað (Ásbimingur) og Páll
PÁLL er meðal fyrstu tökunafna okkar af
latneskum toga eöa hebreskum. í mann-
talinu 1703 voru Pálar þrjú hundruð, þar
á meðal var Páll Björnsson 1 Selárdal, stór-
gáfaður galdrabrennumaður.
Sölvason í Reyk(ja)holti, sá sem deildi við
Hvamm-Sturlu. Gekk hægt að útkljá deilumar,
en Þorbjörg maddama var svarri mikill og vildi
vinna á Sturlu með eggjárni, en fórst óhöndug-
lega. Mælti Sturla, er hann fékk hnífstungu í
kinnina: „Á margan hátt kunna konur að leita
til ásta,“ en sr. Páli fípaðist málsvörnin.
Staðarhóls-Páll Jónsson, langafí Ragnheiðar
biskupsdóttur í Skálholti, var mikill og sérkenni-
legur höfðingi. Hann kraup konungi, Kristjáni
V., aðeins á annað kné, og undraðust þjónlynd-
ir hirðmenn að íslenskur bóndi gerði slíka fúl-
mennsku. Þá mælti Páll bóndi af íslandi: „Ég
krýp hátigninni með öðram fætinum, en stend
á rétti mínum með hinum.“
Ekki miklu seinna var uppi sr. Páll Bjömsson
í Selárdal, stórgáfaður maður og undarlegur,
kunni hebresku, hélt mælskuskóla, gerði út þil-
skip og trúði á galdra og lét brenna fólk.
I fyrsta manntalinu, 1703, voru Pálar vel
þijú hundrað og nafnið í 15. sæti karla. Þá var
í blóma lífsins annar stórgáfaður Páll, og nefndi
sig Vídalín, enda stórbóndi og lögmaður í Víði-
dalstungu, og telst Vídalín fyrsta ættarnafn á
íslandi.
Tæpri öld síðar vora aðeins færri Pálar, enda
hafði landsmönnum fækkað. Innan við 300
vora Pálamir, dreifðir um allt Iand. Þá var á
barnsaldri Páll Þórðarson frá Völlum í Svarfað-'
ardal (nefndi sig síðar Melsteð) sá er Vatn-
senda-Rósa gerði ódauðlegan með kveðskap
sínum og ástum:
Allt sem prýða má einn mann
mest af lýðum bar hann.
í manntalinu 1855 hafði Pálum fjölgað vel
og voru nú flestir að tiitölu í Skaftafellssýslu.
Þá var uppi skáldið er svo kvað:
Að heyra útmálun helvítis
hroll að Páli setur;
er á nálum öldungis
um sitt sálartetur.
En ári síðar en þetta manntal væri tekið,
fæddist Páll Jakob Briem, er síðastur var
anrtmaður yfír Norðlendingum og fyrsti kjörinn
þingmaður Akureyringa.
Þegar íslendingar voru taldir 1910, hétu
637 karlar Páll, 1,6%, flestir að tiltölu fæddir
í Eyjafjarðar- og Skaftafellssýslum. Þá kenndi
og kvað Páll Jónsson Árdal, afí Páls Árdals
heimspekings:
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga,
að heilsast og kveðjast,
það er lífsins saga.
Páll ísólfsson var ekki farinn til náms í
Þýskalandi, en Páll Eggert orðinn afkastamað-
ur á Landsbókasafninu, og Páll Zophoníasson
kenndi ungum bændaefnum á Hvanneyri.
Nafnið Páll hefur haldið býsna vel velli síð-
ustu áratugi, það er að vísu neðar í röðinni
en 1703, en því hefur tekist að komast inn í
stuttnefnatískuna, langoftast núorðið sem
seinna nafn af tveimur, svo sem Einar Páll,
Jóhann Páll, Jón Páll og Andri Páll.
Framhald í næstu Lesbók.
Höfundur er fyrrverandi menntaskólakennari.
ATHUGASEMD OG LAGFÆRING
ÓNÁKVÆMNI um tíðni karlheita í Sturlungu,
þá sem áður var búið að laga hér í Lesbók-
inni, hafði mér gleymst að má út af disklingij
þegar þátturinn um Einar fór í prentun. I
þættinum um Helgu komst ruglingur á, þegar
sagt var frá afkvæmi Amgríms lærða. Þar
átti að vera: Meðal bama Arngríms lærða og
Solveigar “kvennablóma" var Helga, er átti'-"'
Björn sýslumann í Bæ, en þau vora foreldrar
sr. Páls Bjömssonar í Selárdal.
Menn eru beðnir að virða þessi mistök á
betri veg.
GÍSLI JÓNSSON.
■»
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 1996 13
~4—i