Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Blaðsíða 4
JÖRÐIN Garður í Mývatnssveit hef- ur verið í eign sömu ættar í karl- legg í eina sjö ættliði. Nú er ég ekki með eindæmum ættfróð manneskja, en þetta veit ég þó vegna þess að afasystir mín, Þura Árnadóttir sem var þekkt undir nafninu Þura í Garði, safnaði saman ýmsu efni um ættir sínar og heima- sveit. Þura var nefnilega ein af fjölmörgum íslendingum sem safnaði saman þjóðlegum fróðleik og hélt til haga, svokallaður alþýðu- fræðimaður. Hún var þjóðþekkt fyrir vísur sínar sem margar voru og eru jafnvel ennþá fleygar um landið. Og eins og svo margir aðrir íslenskir grúskarar hafði hún mikinn áhuga á ættfræði og hún gaf út bók um Skútustaðaættina. Vísnakver hennar var tví- vegis gefíð út og að auki birtust eftir hana nokkrar greinar í blöðum og tímaritum um þjóðlegt efni. Hún starfaði lengi í Ungmenna- félaginu Mývetningi og var meðal annars fyrst kvenna formaður félagsins. Hún fór á garðyrkjunámskeið hjá Einari Helgasyni í GróðrarstÖðinni og sinnti ræktunarmálum alla tíð, síðast í Lystigarði Akureyrar, þar sem hún vann í mörg ár. Ég var ekki gömul þegar Þura dó, árið 1963, en ég man vel eftir henni, enda er hún afskaplega minnis- stæð persóna. Þegar ég ræði við Mývetninga af eldri kynslóðinni kemur oft fyrir að fólk segir: „Þá var mikið hlegið", þegar sagt er frá heimsóknum Þuru. Hún var svo rík af kímni eins og glöggt má sjá í vísunum hennar. Þura fæddist 26. janúar 1891, fjórða í röð átta systkina. Nafnið Þura var þannig tilkom- ið að móðir hennar átti vinkonu sem hét Þuríður Jónsdóttir frá Gautlöndum og hún kallaði ávallt „Þuru sína." Ekki segist Þura hafa verið laglegt barn, hún hafi verið „rauð- hærð, stutt og digur ... með kálfsfætur." En glaðlynd var hún alla tíð, hvað sem segja má um útlit hennar. Þura átti góða barn- æsku með systkinum sínum við leiki og störf og gestkvæmt var á heimilinu, eins og Arn- þór bróðir hennar lýsir hér: Garður var með þjóðbraut um bæjar- hlað... Bókakostur heimilisins var allgóð- ur... og mikið lesið. Og í umræðum við gesti bar margt á góma. Auk dægurfrétta voru þarþjóðmál og bókmenntir til umræðu. ... Glaðværð skorti þar ekki. Móðurbræður Þuru voru hagmæltir og vís- ur voru daglegt brauð á bænum. Það er sagt að foreldrar hennar hafi verið nokkuð ólík, en Guðbjörg móðir hennar las og skrifaði mikið, enda kvennaskólagengin, sem var ekki svo lítið fyrir konur á þeim tíma. Árni var gleðimaður, gestrisinn, hjálpsam- ur, fjörmaður og létt um vinnu og reis árla úr rekkju og var oft búinn að taka upp net sín og færa björg í bú er aðrír risu. Hann var tæplega meðalmaður á vöxt, gráeygur og loðbrýndur, bjarthærður og hærðist lítt, rauðskeggjaður og ekki fríður talinn.... Guð- björg Stefánsdóttir var manni sínum samhent um allt er betur mátti fara, hjartagóð, gjaf- mild og gestrísin ... Hún var fríðleikskona, dökkhærð og bláeyg, há, grannvaxin, greind og skemmtin í orðræðum og meira talin fyr- ir andleg störf en búsýslu, sem fór henni þó vel úrhendi... Guðbjörg varjafnvirk á dönsku og íslensku og las mikið, hún var stílfær vel... sagði Þura um forelda sína og stíllinn minnir á frásagnarhefð fyrri tíma. Þura byrjaði snemma að yrkja vísur. Hún Iét eftir sig handskrifað kver sem hún kall- aði „Bernskubrek og æskusyndir", með vísum sem hún orti á æskuárum sínum. Eftirfar- andi afmælisvísu orti hún til Signýjar Frið- riksdóttur, sem mér hefur ekki tekist að hafa upp á hver var. Það eina sem ég veit er að þær áttu sama afmælisdag, eins og segir í vísunni: Það lá vel á góðum guði gleðja vild'ann dapran heim honum sendi á vængjum vinda vegum óra um himingeim okkur tvær í sama sinni til sóma og prýði veröldinni. Sagt er að Matthías Jochumsson hafi heyrt vísu eftir Þuru og hafi hann þá sagt: „Það ætti að flengja stelpuna fyrir að yrkja svona." Hvort hann var hneykslaður eða hrifmn skal ósagt látið. Þura giftist aldrei og ekki eignaðist hún börn. Þeir sem ég hef um það spurt segjast aldrei hafa heyrt að hún væri við karlmann kennd. En auðvitað vita menn ekki alla skap- aða hluti og hún kann einfaldlega að hafa haldið sínu fyrir sig. Ekki þóttist hún hafa verið mjög gefín fyrir kvenlegar dyggðir og gerði ofurlítið grín að dyggðunum þeim: Það kom snemma í Ijós, að hinum mikla hugsuði hafði nokkuð mistekist, þegar hann skapaði mig og oft var orð á því haft, að ég hefði átt að vera strákur, svo mjög þótti ég hneigð til útistarfs og meira frelsis en %ji" X £4,lyl44í>-HS ÞURA Árnadóttir frá Garði í Mývatnssveit (1891-1963).Teikning eftir Halldór Pétursson. „ Þ A VAR MIKIÐ HLEGIÐ" EFTIR SIGRÍÐI ÞORGRIMSDOTTUR Þurg í Garói varó þjóósagnapersóna í lifanda lífi því vísur hennar flugu víóa og þóttu bæói snjgllar og gamansamar. Nú er farió aó fenna í spor Þuru, en frænka hennar frá Garói rifjgr upp eitt og annaó um hana. stelpum var ætlað og sýna lítinn skilning á því, sem kvenlegt var talið í upphafi þess- arar aldar. Þá var nefnilega algengt að segja stelpum að skammast sín, efþær steyptu sér kollhnís eða sýndu á sér beran fót, að ég ekki nefni hné. Eftir að hún var send á næsta bæ á „hús- stjórnarnámskeið" var því slegið föstu að „aldrei gæti ég orðið almennileg húsfreyja", sagði Þura. Sennilega var það þó orðum aukið, enda þurfti hún að sinna heimilishaldi meira og minna stóran hluta ævinnar, þótt ekki ætti hún mann eða börn. En eins og margar heimasætur fyrr á öldinni var Þura viðloðandi bernskuheimilið. Hún hélt heimili fyrir móður sína eftir að faðir hennar lést árið 1926, en var lítið í Garði eftir lát móður sinnar árið 1937. Á heimilinu bjuggu tvær fjölskyldur bræðra hennar, en hún rétti Hall- dóri bróður sínum og fjölskyldu hans hjálpar- hönd. Faðir minn, bróðursonur Þuru, minnist frænku sinnar með hlýhug. Hún átti alltaf tíma aflögu fyrir ungan svein: Ég var nú ekki gamall þegar hún var ævinlega boðin og búin að hjálpa mér. Ég man fyrst eftir henni sem þeirrí ágætu „Mér erþad bæði Ijúft og skylt að minnast ykkar, ágætu karl- rnenn, því ég hefaldr- ei dregiðþað í efa, ad þad séuóþið sem eruð drottins beitarsauðiry ogþví stend ég hér og segi kærarþakkirfyrir liðna daga ogguðisé loffyrirþaðy aðþað var ekki ég sem lenti meðykkur íhaftinu." frænku sem lét sér annt um strákskinn. Ég var nú fyrsta systkinabarn hennar hér í Garði. Hún sagði mér, strax og ég fór að hafa skyn- bragð á því, álltaf sömu sögurnar, skemmti- legar sögur sem ég drakk alveg í mig. Það var nú Kanínan flauelskápa, og fleiri slíkar, einhverjar skemmtilegar fígúrur sem voru alveg lifandi fyrír mér. Hún gat alltaf gefið sér tíma til þess að segja mér sögur og ég sótti mjög í þetta. Þura var aðal persónan í bernskuminningum mínum, næst foreldrum mínum. Hún var eins og hún ætti mig. Skólaganga Þuru var ekki löng. Hún naut uppfræðslu á heimili sínu og var fimm vikur í skóla fermingarárið sitt. Hún var einn vetur í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og fór einu sinni eða tvisvar á garðyrkjunámskeið hjá Einari Helgasyni í Gróðrarstöðinni. Tvo vetur starfaði hún á Hvanneyri. Áhugamál hennar voru mörg og hún sinnti þeim af brennandi áhuga. Hún var lengi í Ungmennafélaginu Mývetningi og formaður í tvo ár, fyrst kvenna. Þessu lýsti hún þannig: „Nú vildi svo til að haustið 1924 var stjórnarbylting í Ungmennafélaginu, höfðu áður stjórnað því karlmenn skólagengnir og ekki af lakari end- anum, en nú kom kvenstjórn og hlaut ég formannssess." í stjórnartíð hennar var unn- ið að gróðursetningu í kirkjugarðinum á Skútustöðum, ýmsum til lítillar hrifningar, sagði Þura. Hún vann einnig mikið verk við gróðursetningu í Höfða, eftir að Héðinn Valdimarsson keypti jörðina. Þura fór aldrei út fyrir landsteinana, hún var ekki „sigld", eins og hún sagði frá í grein sinni „Enn verpa súlur á sillum", en þar seg- ir frá því þegar hún ákvað að bæta úr þess- um lesti sínum og „sigldi", eða flaug öllu heldur, til Grímseyjar! A flakki sínu um land- ið kynntist Þura mörgum merkismanninum. Þar á meðal Jóhannesi Kjarval. Honum sendi hún sauðskinnsskó með þessari vísu: Frjálsar ástir, frjálst er val, fin eru vinahótin. Gráhærð kona góðum hal gefur undir fótinn. Þura var ekkert gefm fyrir „stáss og prjál", hún kom til dyranna eins og hún var klædd. Ef til vill var það vegna sjálfstæðis hennar, gáfna og tildurleysis sem hún ekki giftist, lík- lega eru það ekki eiginleikar sem karlar litast fyrst og fremst eftir hjá konum. En það er hvergi að finna stafkrók um að hún hafi syrgt það hlutskipti sitt að vera ógift og barnlaus. Hún var barngóð kona og vinsæl. Mér er það bæði Ijúft og skylt að minnast ykkar, ágætu karlmenn, því ég hefi aldrei dregið það í efa að það séuð þið sem eruð drottins beitarsauðir og því stend ég hér og segi kærar þakkir fyrir liðna daga og guði sé lof fyrír það að það var ekki ég sem lenti með ykkur í haftinu ... Skrifað stendur að maðurinn sé konunnar höfuð, en hann er meira en það, hann er höfuðskepna þessarar jarðar, salt hennar, sykur og súrdeig... Þetta vitið þið sjálfir og öll mannkind hefur breytt samkvæmt því um aldaraðir og haldið þétt um stjórnartaumana á opinberum vettvangi í sveita-, bæja- og landsmálum, enda ber heimurinn í dag þeim fagurt vitni ... það megið þið eiga, ágætu menn, að gott þykir ykkur að fá atkvæði kvenna á kjördegi, en hvað ykkur langar til að hafa þær við á hærri stöðum sýna kjörlistar, þar eð að þar eru nöfn kvenna eins og merkt til sýnis og málamynda, efþau eruþar, og því möguleik- ar kvenna til samstarfs eins og dauf Ijósrák út við ysta sjóndeildarhríng... Þessi orð eru úr ræðu sem Þura flutti eitt sinn fyrir minni karla á hjónasamkomu. Það 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNíNG/LISTIR 2. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.