Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Blaðsíða 11
ÚH~ k 1703-1770: Ódalíska. HUGO van der Goes, 1440-1482: Syndafallið. AGNOLO Bronzini, 1503-1572: Venus og Cupid. tilkomið hans vegna. Það er út af honum sem kvenverurnar í myndunum hafa svipt sig klæð- um til að sýna nekt sína. En samkvæmt hlutar- ins eðli er hann ókunnug karlmannsvera sem ennþá er í fötunum. Lítið á „Allegoríuna um tímann og ástina" eftir Bronzino. Það er óþarfi að fara í saum- ana á þeirri flóknu táknfræði sem í málverkinu má finna vegna þess að hún kemur hinum sterku kynferðislegu yfirtónum þess ekkert við. Áður en það er eitthvað annað, þá felur þetta málverk fyrst og fremst í sér kynferðis- lega ertingu. Málverkið var sent sem gjöf frá stórhertog- anum í Flórens til Frakklandskonungs. Dreng- urinn sem krýpur á púðanum og kyssir konuna er Amor. Hún er Venus. En hvernig líkama hennar er stillt upp hefur ekkert með kossaf- lens þeirra að gera. Líkama hennar er komið þannig fyrir að áhorfandinn sjái hann sem best. Þessari mynd er ætlað að höfða til kyn- hneigðar hans. Hún hefur ekkert með hennar kynhneigð að gera. (Eins og algengt er í hinni evrópsku nektarhefð eru líkamshár konunnar ekki sýnd. Hár tengist kynferðislegu valdi, ástríðu. Halda verður kynferðislegri ástríðu konunnar í lágmarki til þess að áhorfandinn hafi á tilfinningunni að hann fari með völdin.) Stundum má reyndar sjá elskhuga í evr- ópsku nektarhefðinni. En athygli konunnar beinist sárasjaldan að honum. Hún lítur oftast til hliðar við hann eða þá út úr málverkinu í átt til þess sem hún álítur vera sinn sanna elskhuga — skoðandans/eigandans. Berstrípun annarra virkar sem staðfesting og veldur ákveðnum létti. Hún er eins og hver annar kvenmaður, eða hann er eins og hver annar karlmaður. Við erum gagntekin af hin- um magnaða einfaldleika þessa kunnuglega mismunar. Ómeðvituð samkynhneigð löngun, eða ómeðvituð gagnkynhneigð löngun, kann að leiða til annarra væntinga. En það er hægt að útskýra þennan létti án þess að leita á náðir undirvitundarinnar. Ásýnd hins aðilans — eins og hún er, eða hann er — eykur tilfinningu fyrir nærveru hans. Hún er líkari sínu eigin kyni en hún er frábrugðin því. I þessu felst hlýja og vinaleiki andstætt þeim kulda og nafnleysiskennd „að vera nekt". Það mætti orða þetta á annan veg. Um leið og við skynjum nektina sem það að vera nakinn kemur viss hversdagsleiki inn í spilið, hverdagsleiki sem einungis er til stað- ar vegna þess að við þurfum á honum að halda. Við þurfum á hverdagsleikanum að halda vegna þess að hann tengir okkur við veruleik- ann. Og það sem meira er, þessi veruleiki — með því að heita hinu kunnuglega kynlífsferli — býður upp á möguleikann á sameiginlegu, huglægu kynlífi. Hvarf á dulúð á sér stað á sama tíma og möguleikinn á því að skapa sameiginlega dulúð býðst. Framrásin er þessi, huglægni-hlutlægni-huglægni, báðum aðilum í hag. Þetta er vandamálið við að skapa kyrrstæða mynd af kynferðislegri berstrípun. í lifandi kynlífi er það að vera nakinn ferli en ekki ástand. Ef ein stund í þessu ferli er einangruð verður útkoman lágkúruleg og í stað þess að ástríðubrú myndist á milli tveggja hugarheima ríkir kuldi. Þetta er helsta ástæðan fyrir því hvers vegna innilegar ljósmyndir af berstrípun eru jafnvel ennþá sjaldgæfari í evrópsku nekt- arhefðinni. Einfaldasta lausnin fyrir ljósmynd- arann er sú að umbreyta fyrirsætunni í nekt, sem — með því að alhæfa bæði um myndina og þann sem á hana horfir og beina þar með kynhneigðinni að einhverju ótilteknu — um- breytir löngun í kynóra. Athugum núna óvenjulegt málverk af konu sem er hálfber. Þetta er málverk eftir Rubens af annarri konu sinni, Héléne Fourment, sem hann giftist þegar hann var orðinn aldraður. Við sjáum hana þar sem hún er við að snú- ast á hæli, næstum búin að missa loðfeldinn niður af öxlunum. Það er augljóst að hún verð- ur ekki stundinni lengur í þessum sporum. Í yfirborðslegri merkingu er myndin af henni eins tafarlaus og ljósmyndin er í eðli sínu. En í dýpri merkingu „inniheldur" myndin bæði tíma og lífsreynslu. Það er ekki erfitt að ímynda sér að andartaki áður en að Héléne Fourment sveiflaði feldinum utan um axlirnar hafi hún verið kviknakin. Hin samhangandi atburðarás, upp að og fram yfir stund berstrípunarinnar, hefur verið yfirstigin. Héléne Fourment getur tilheyrt ákveðinni stund eða hvaða stund sem er. Líkami hennar snýr ekki að okkur sem skyndileg sýn, heldur sem lífsreynsla — lífs- reynsla málarans. Af hverju? Það eru yfirborðs- leg, frásagnarleg smáatriði fyrir því; úfið hár- ið, tjáningarríkt augnaráðið, sem beinist að málaranum, og hinn ýkti næmleiki holds henn- ar. En meginástæðan er samt formræns eðlis. Útlit hennar hefur bókstaflega verið endurmót- að í gegnum huglæga sýn málarans. Neðri búkurinn og lærin, sem hulin eru af feldinum sem hún heldur um sig miðja, falla ekki sam- an. Það á sér stað hliðarskekkja er nemur 22 sentímetrum. Lærin á henni, ef þau eiga að passa við mjaðmirnar, eru að minnsta kosti 22 sentímetrum of langt til vinstri. Rubens hugsaði þetta ef til vill ekki þannig. Áhorfandinn þarf ekki að taka eftir því. í sjálfu sér er það smávægilegt. Það sem máli skiptir er hvað þetta gerir kleift. Líkamanum er gef- inn kostur á að vera nánast ómögulega hreyf- anlegur. Samhengi hans er ekki að finna í honum sjálfum, heldur í persónulegri reynslu málarans. Með nákvæmari hætti sagt, þá leyf- ir þetta efri og neðri hluta líkamans að snúast sjálfstætt í kringum hinn hulda kynferðislega miðpunkt. Bolurinn snýst til hægri á meðan fæturnir snúast til vinstri. Hinn kynferðislegi miðpunktur er tengdur með aðstoð loðfeldarins við myrkrið sem umlykur fyrirsætuna, þannig að hún snýst bæði utan um og innan í myrkr- inu sem táknar kvenleika hennar. Fyrir utan að losna við frosna augnablikssýn er eitt í viðbót sem er ómissandi í öllum mikil- fenglegum kynferðismyndum af berstrípun. Nefnilega viss hverdagsleiki, sem verður að áð vera ófegraður en þó ekki hrollvekjandi. Það er þetta sem skilur gluggagæginn frá elsk- huganum. Hér er þennan hversdagsleika að finna í því hvernig Rubens eltist þráhyggju- kennt með penslinum við mjúkar fitubárurnar á líkama Hélénu Fourment. Slíkt brýtur í bága við allar viðteknar venjur um hið fullkomna form, en fyrir Rubens var þetta hins vegar stöðug áminning um séreinkenni hennar. Nektin í evrópskri málaralist er yfírleitt sýnd sem aðdáunarverð tjáning á hinum húm- •NLISTUM KARLAVELDISINS JL LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. NÓVEMBER 1996 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.