Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Blaðsíða 13
1.365 SÆTI eru í aðalsal hússins, á gólfi og þrennum svölum. ¦ii^^^w^^--^ /1 5^Uw»3?v ^""^ ém^*~ '' ' ^ i MHNHnPL -í TSSft, «*> wÍZ^" —«».....¦' ...... ..... — MEÐAL sýninga sem eru á fjöium Finnsku þjó&aróperunnar um þessar mundir eru Rakarinn f rá Sevilla eftir Rossini. öld var þegar fyrsta óperan sem samin var við fmnskan texta, Jómfrú norðursins eftir Oskar Merikanto, vann til verðlauna í alþjóð- legri óperukeppni árið 1899. Þióóarópcran sett a laggirnar Hljótt var um óperuna fyrstu ár þessarar aldar, eða fram til ársins 1911 þegar Þjóðar- óperan var stofnuð af Aino Ackté og Edvard Fazer. Opnunarkvöldið voru tvö verk sýnd í Leikhúsi Alexanders, Trúðurinn eftir Leonca- vello og Navarrastúlkan eftir Massenet. Árið 1914 var nafninu breytt í Finnska óperan og fyrirtæki stofnað um reksturinn. Fjórum árum síðar fékk Finnska óperan síðan varan- leg lyklavöld í Leikhúsi Alexanders. Operan var stórhuga á þessum árum og 1921 ákvað óperustjórinn, Edvard Fazer, að færa út kvíarnar og stofnaði Finnska list- dansflokkinn. Steig hann sín fyrstu spor í Svanavatni Tjækovskíjs undir stjórn George Gés ári síðar. Árið 1925 seig hins vegar aft- ur á ógæfuhliðina þegar Finnska óperan var lögð tímabundið niður vegna fjárskorts. Hjól- in fóru þó fljótt að snúast á ný, eða þegar lottólögin voru samþykkt í þinginu en með þeim er óperunni tryggt fast fjárframlag frá hinu opinbera. Finnska óperan hélt sínu striki uns hún var gerð að stofnun árið 1956 og endurnefnd Finnska þjóðaróperan. Vænkaðist hagur hennar enn frekar við þessa tilhögun og 1963 tók Hljómsveit Finnsku óperunnar til starfa. Næsta stóra skrefið var bygging óperu- hússins sem olli straumhvörfum í sögu Finnsku þjóðaróperunnar og Finnska list- dansflokksins, enda uppfyllir það ýtrustu kröfur um aðbúnað listamanna og -sýninga af þessu tagi. 1.365 sæti eru í aðalsal húss- ins, á gólfi og þrennum svölum, en heildar- rýmið á sviðinu er 20x25 metrar, þar af er leikrýmið 16x16 metrar. 28 metrar eru til lofts og er tækjakostur sviðsins afar fullkom- inn. Segir Leena Nivanka, kynningarfulltrúi hússins, skemmtilegt andrúmsloft jafnan myndast á sýningum vegna óvenju mikils návígis sviðs og fremstu áhorfenda. Hljóm- sveitargryfjan rúmar 110 tónlistarmenn. Hljómburðurinn þykir jafnframt góður, enda hefur sérfræðingurinn, dr. Alpo Halme, sem arkitektarnir fengu til liðs við sig, hlotið mikið lof fyrir framlag sitt til byggingar fjöl- margra tónlistarhúsa og -sala í Finnlandi. í húsinu er einnig fjölnota salur með hljóm- sveitargryfju. Þjónar hann tvennum tilgangi, annars vegar sem æfingasalur fyrir sýningar á aðalsviðinu og hins vegar sem sýningarsal- ur fyrir smærri uppfærslur. Fjöldi sæta getur verið á bilinu 200-500, auk þess sem hægt er að hagræða hljómburðinum. Aðalinngangurinn og anddyrið snúa að Töölönlahti-flóa og eru háir glerveggir á þeirri hlið hannaðir með útsýnið í huga. Þjón- usturými, leiksmiðja og geymslur eru neðan- jarðar svo risvaxið húsið falli betur að al- menningsgarðinum sem umlykur það. „Finnar voru að byggja alvöru óperuhús í fyrsta og vafalítið hinsta sinn," hefur verið haft eftir arkitektunum, „Þess vegna þótti okkur brýnt að fólk gæti hugsað um það í sömu andrá og helstu óperuhús heims. Vita- skuld gátum við ekki haft húsið í barokkstíl, þar sem við urðum að vera trúir samtímanum og finnskum módernisma og þótt lögun salar- ins sé hefðbundin vegur nútímalegt yfírbragð hans upp á móti; í stað rauða flosins látum við rauðlita veggi úr beykiviði umlykja áhorf- endastæðin. Var sú lausn jafnframt ákjósan- leg með hliðsjón af hljómburði." Skordýralif á f jölunum Finnska þjóðaróperan hefur löngum kapp- kostað að vera í senn vettvangur sígildra og nútímalegra óperubókmennta. Þá frumflytur hún reglulega verk eftir finnsk tónskáld en liðlega 140 finnskar óperur hafa litið dagsins ljós fráþví Fredrik Pacius reið á vaðið árið 1852. Á efnisskrá vetrarins kennir margra grasa. Skordýralíf er ný finnsk „gamanópera með voveiflegum endi, sem snýst um sjálfs- dýrkun, sjálfsdekur og sjálfselsku", svo sem „Finnar voru ab byggja alvöru óperuhús ífyrsta og vafalítib hinsta sinn. Þess vegna þótti okkur brýnt ab fólk gæti hugsaö um þab í sömu andrá og helstu óperuhús heims." höfundurinn Kalevi Aho kemst að orði. Fjall- ar hún um samskipti umrennings nokkurs og skordýra, sem endurspegla hvert um sig ákveðna hlið hins mannlega eðlis. Var Skor- dýralíf frumsýnd í september síðastliðnum. Ein af fyrstu óperum Verdis, I due Fosc- ari, er jafnframt á fjölunum um þessar mund- ir, en hún er færð upp í samstarfi við Co- vent Garden og óperuhúsin í Lúðvíkshöfn, Varsjá og Dresden. Þá hefur hin sígilda óp- era Rossinis, Rakarinn frá Sevilla, verið sýnd við afbragðs undirtektir frá því í janúar á þessu ári og hið ódauðlega verk Puccinis, Tosca, eitthvað lengur. Kunnustu bassa- söngvarar Finnlands, Matti Salminen og Ja- akko Ryhanen, syngja í Don Carlos eftir Verdi þessa dagana og sýningar á Rínar- gulli Wagners verða teknar upp á ný í desem- ber en verkið var frumsýnt í júní síðastliðnum. Fyrsta frumsýning ársins 1997 verður Boris Godunov eftir Mussorgsky í febrúar og Fidelio Beethovens mun koma í kjölfarið í apríl. Af sýningum sem teknar verða upp á nýjan leik má nefna La Traviata eftir Verdi, Don Giovanni eftir Mozart og Ástardrykkinn eftir Donizetti. Finnski listdansflokkurinn gerir sígildum og nýjum verkum sömuleiðis álíka hátt undir höfði. Fyrsta sýning vetrarins var' Don Kí- kóti eftir franska danshöfundinn Patrice Bart og nýverið hófust að nýju sýningar á verkum Haralds Landers, Jirís Kyliáns og Williams Forsythes undir yfirskriftinni Kvöld þriggja danshöfunda. Fyrsta frumsýning vetrarins verður síðan Rómeó og Júlía eftir Serge Prokofiev um miðjan nóvember en dansarnir eru runnir undan rifjum Suður-Afr- íkumannsins Johns Crankos. Meðal verka sem sýnd verða á vormisseri má síðan nefna La Sylphide eftir Pierre Lacotte og Frostnæt- ur eftir einn kunnasta dansara Finna í seinni tíð, Jorma Uotinen, sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri Finnska listdansflokksins. Á þessari upptalningu má glöggt sjá að Finnska þjóðaróperan og Finnski listdans- flokkurinn leggja sig í líma til að halda úti fjölbreyttri og metnaðarfullri dagskrá, svo sem fram kemur í máli Uotinens og Ulfs Söderbloms bráðabirgðaóperustjóra, enda gerir vegleg umgjörð kröfu um vönduð vinnu- brögð. Og verði haldið áfram á sömu braut er ólíklegt að draga muni úr aðsókn. ERLENDAR BÆKUR AMEiua ,£ RICA iiífíSífíttSÍ ípasjj,',;. . .. .:¦ * J 1 ;'' . AMERICA GEORGE Brown Tindell - Davies E.Shi: America - A Narrative History. Fourth Edition. W.W. Norton & Company. New York - London 1996. Það kom mörgum á óvart þegar frétt- ir bárust um Vesturlönd af ferðum Kól- umbusar til nýrra, áður óþekktra land- svæða. í íslenskum annálum stendur: „Allir urðu forvirraðir við fréttir af heimssvæðum, sem ekki voru nefnd í Biblíunni." Nýjasta heildarsaga Suður- og Norð- ur-Ameríku, ætluð nemendum og óðrum, er þessi bók frá Norton. Höfundarnir eru kunnir sagnfræðingar, starfa við háskól- ana í North- Carolina og Furman. Hugmyndin um söguna er ýmist í þá veru, að sagan stefni að fullkomnun, þ.e. að mann- heimar endi í einhvers konar fullkomnun, þar sem allar andstæður upphefjist og allt böl bætist, sem hefur verið fylgifisk- ur mannsins frá upphafi vega eða þá að atburðarásin verði aldrei séð fyrir, „söguleg 'nauðsyn" sé innantómur frasi og að hið óvænta geti alltaf gerst. Sagn- fræðirit nú á dögum eru mótuð af þess- um hugmyndum. Svo er hægt að skrifa óskaplega leiðinlega sagnfræði, hagtöl- ur, samanburðarskrár, þróunarfram- vindu, langhunda um stéttabaráttu, upp- skrifaðar og úrunnar heimildir í mismun- andi ítarlegu formi, án þess að höfundur- inn geri annað en að láta heimildirnar tala, þ.e. steindauðan texta. Frásagnarsagnfræðin sem svo er nefnd markast af höfundinum og ímynd- unarafli hans. Hann leitast við að lifa horfna tíð eins nána þeim veruleika, sem hann telur að hafi verið - og framast er unnt. Hann segir frá. Gibbon er besta dæmið um fullkomnustu frásagnarsagn- fræði - Decline and Fall of the Roman Empire. íslensk sagnfræði fyrr á öldum var frásagnarsagnfræði, einnig annálar, Árbækur Espólíns og af nýrri sagnfræði- ritum ber texti Páls Ólafssonar af flestu sem skráð hefur verið ekki aðeins um sagnfræði heldur einnig í bókmennta- sögu, sbr. Menn og menntir. Höfundar þessarar bókar, „America", segja í formála að ... „sögunni sé aldrei lokið, né saga fortíðar einnar þjóðar eða þjóða aldrei endanlega skráð. Þeir ætluðu sér að skrifa lifandi frásögn af ýmsum persónum, af reynslu þjóðarinnar og út- íistun atburða og um samfélagslegar breytingar og þær huglægu breytingar sem urðu kveikja efnislegra breytinga og nýrra huglægra viðhorfa.....Þessi frumætlan okkar er gild." Þessi nýjasta útgáfa er breytt frá þeim fyrri. Ritinu er nú skipt í sjö hluta og fyrir hverjum hluta er formáli, þar sem inntak eftirfar- andi kafla er kortlagt. Höfundar hafa endurskoðað efnismeðferð og er einkum lögð meiri áhersla á jaðarsvæði amerí- skra mannheima, útþenslu byggðanna um ónumin svæði og framhald landnáms- ins. Sögu indíána í Norðru-Ameríku eru gerð betri skil og einnig franska landnáminu bæði í Norður- og Suðurríkj- unum. Frönsk áhrif voru og eru mótandi í Kanada og Louisiana eða hluta Texas. Menningarlegur fjölbreytileiki kemur betur í ljós í þessari gerð ritsins en í þeim fyrri. Á blaðsíðu 13-14 er lauslega sagt frá landkönnun norrænna manna við Norð- ur-Atlantshaf og því að Norðmenn hafi sigrað írska landnámsmenn á íslandi um 870. Einnig er sagt frá ferðum til Græn- lands og Vínlands eftir íslenskum heim- ildum. Hér bryggir á þeirri skemmtilegu gátu um írsku landnemana, en það er önnur saga. Ætlun höfunda stenst, þeir hafa sett saman læsilega frásögn af atburðum og örlögum einstaklinga og þjóða. Sagan er rakin allt frá frumsögu og fram yfir 1990. Ritið er 1.566 blaðsíður að við- bættum 152 síðum, skrám og registri. Kort og myndir eru í texta. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON LESBÓK NAORGUNBLAÐSINS ~ NAENNING/USTIR 2. NÓVEKABER 1996 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.