Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Blaðsíða 17
WILLI MÚNZENBER6 OG SÖGUFALSANIR Á 20. ÖLD. 5. hlwti „NOTT HINNA LÖNGU HNÍFA“ Willi Munzenberg tengdist Lenin og lenínismanum 1921 og stgrfaói alla tíó aó fullkomnum kerfis marx-lenínismans. Enginn hefur unnió þeirri stefnu betur meó snjöllum áróóri, innrætingu og meó því aó koma flugumönnum inn í lykilstofnanir borgara- legra lýóræóisríkja. En byltingin át þetta barn sitt. EFTIR SIGLAUG BRYNLEIFSSON SEINT á árinu 1933 var lokið við að stofna til tveggja stjórnunartækja Þriðja ríkis- ins, sem skyldu gegn hlut- verki S.A. til framtíðar. Það var stofnunin Gestapó - Ge- heime Statspolizei leynilög- regla ríkisins, og Waffen S.S. Schutzstaffel - varnarlið (þýskra þjóð- ernisjafnaðarmanna). Sá var munurinn á þessum stofnunum, að SA og Röhm ógnuðu veldi Hitlers, en hann bjó svo um hnútana að hann hefði fullt vald yfir Gestapo, með Himmler sem æðsta mann og Heydrich sem dyggan forystumann og áhrifamann innan Waffen SS. Andfasistaáróður Múnzenbergs og appar- atsins hafði auðveldað Hitler að sigrast á innanflokks-andstæðingum sínum og tryggja sér fullkomin völd. Nasisminn í Þýskalandi varð í augum þorra manna skoðanamyndandi aðili á Vesturlöndum, ný tegund villimennsku og skepnuskapar sem allir hlutu að samein- ast um að vinna gegn. Því var boðskapur og áróður Múnzenbergs sjálfsögð sannindi og fullkomlega hinn góði málstaður. En jafn- framt aflaði Stalín sér öruggra fylgismanna, sem ánetjuðust stefnu „flokksins" og unnu honum af fremsta megni, jafnvel gegn hags- munum eigin ríkis og þjóðar, ef í odda skarst. Þegar Moskvuréttarhöldin stóðu sem hæst og „terrorinn" hófst fyrir alvöru í Sovétríkj- unum hvarf það í skuggann af gangsterisma nasista. Það var nefnilega verið að byggja upp mennskt samfélag í Sovétríkjunum og það krafðist sinna fórna. Nasisminn virtist tvíátta fyrsta árið eftir valdatökuna, tvíátta í orði. Hitler talaði stundum um að sem sósíalisti hlyti hann að íhuga aðgerðir gegn borgarastéttinni og í ávörpum á fundum með SA-liðum sagðist hann „þrá þá stund þegar kraftmiklir liðs- menn SA sveitanna hæfu byltingu sem yrði sambærileg við rússnesku byltinguna". A sama tíma lét hann þá skoðun í ljós við er- lenda diplomata að hann hygðist takmarka umsvif „einkahers síns“ þ.e. SA. Hann vissi sem var að ef hann færi of geyst, þá myndi það vekja slíka andúð meðal voldugustu lýð- ræðisríkja Evrópu, að honum myndi e.t.v. ekki gefast tími til að endurvopna Þýska- land. Því væri um að gera að takmarka allar róttækar orðræður og athafnir og ekki síst á meðan óvíst væri um niðurstöður valdatafls- ins við Röhm og SA. En hann undirbjó sig vel og gerði Himml- er og Heydrich og öðrum nánustu fylgis- mönnum sínum það ljóst hvað til stæði. Það stóð til að uppræta róttækustu sósíal- istana í flokki þjóðernisjafnaðarmanna og hættulegustu andstæðinga Hitlers. Aftökur forystumanna SA voru vandlega undirbúnar og hófust á sömu klukkustund um allt Þýskaland. Merki til athafna var koma Hitlers með flugvél til Múnchen snemma morguns 30. júní 1933. Von var á foringjanum og blómi SA liðsins í Múnchen beið hans í innanríkisráðuneytinu og Röhm og nánustu liðsmenn hans á heilsuhæli í út- borg Múnchen, Wiesee, samkvæmt skipun Hitlers. Þegar Hitler kom í innanríkisráðuneytið, í móttökusalinn, höfðu sérsveitir hinna nýju liðsveita SS unnið sitt verk, salargólfið þakið skotnum og stungnum SA-liðum. Þaðan hélt Hitler til Wiesee. Hitler óð inn í svefnher- bergi Röhms, hristi hann af værum blundi og skipaði: „Bindið hann.“ Síðan fóru SS sveitir um heilsuhælið og skutu og stungu marga í rúmunum með vinum sínum. Næstu 72 tíma gullu vélbyssurnar um allt Þýskaland. Fréttunum um aftökurnar og morðin í Þýskalandi var vel tekið af kommúnistum í París en þó enn betur í Moskvu. Strax eftir morðið á Röhm kom út þriðja bókin, fram- hald tveggja Brúnna bóka, sem hét „Hvít bók um aftökurnar 30. júní 1934“. Þar voru birtar „heimildir" úr eldri bókum og nýfengn- ar og niðurstaðan var svipuð um Röhm og félaga hans, eins og kom fram í yfirlýsingum frá morðingjum þeirra. Það var kunnugt inn- an þröngs hóps að Röhm var kynvillingur. Þessu var slegið áberandi upp í „Hvítu bók- inni“ og blasti við á síðum heimspressunnar næstu daga eftir útkomu bókarinnar. Og fleiri fylgdu með auk krassandi sagna af kyn- svalli Röhms og félaga. Vidbrögó i Moskvu Viðbrögðin í Moskvu voru þessi: Stalín kallaði saman „politburo“ þegar nóttina 30. júní. Hann virtist rólegur og yfirvegaður og virtist vera vel heima um þá atburði sem þá voru að gerast í Múnchen og um allt Þýska- land. Það var eftirtektarvert að Stalín hafði ekki kvatt neina herforingja til fundarins, fundarmenn voru úr leyniþjónustunni og diplómatar ásamt Radek, sem var úthlutað sæti nálægt Stalín, sem mörgum þótti mjög undarlegt. Stalín hóf máls með almennum athuga- semdum um stefnu nasista, en þær athuga- semdir voru fengnar frá starfsmönnum Múnzenbergs í Þýskalandi. „Hitler er nú að eiga við vissa andstæðinga sína, hættulega andstæðinga, róttæka andstæðinga eins og Röhm og konungssinna innan hersins," sagði hann og hélt áfram: „Vonandi tekst Hitler að kveða niður þessi frávik nú í nótt. Ýmsir munu álíta að þessar aðgerðir Hitlers séu vottur um veikleika, en því er öfugt farið, Hitler verður eftir þessar aðgerðir voldugasti maður Evrópu. Þetta hefur djúpstæð áhrif á stefnu Sovétríkjanna.“ Samkvæmt skoðun Stalíns ber Sovétríkjunum að semja við sterk- an óvin, þ.e. fá Hitler til þess að komast að samkomulagi við Sovét-stjórnina. Stefnan var mörkuð í þessa átt fimm árum fyrir undirritun griðasáttmála Hitlers og Stal- íns. Radek vissi hvað klukkan sló og einnig að þessi „nýja“ stefna var ekki ný. „Antifas- isminn“ var herbragð, til þess að fela eigin- legan tilgang Stalíns, sem var bandalag við Hitler. Þetta vissu þeir fáu sem vissu gleggst um stefnu Stalíns. Andfasisminn var heppi- legur til þess að herða vinstrimenn og tengja þá hagsmunum Sovétríkjanna og magna upp tilfinningahita og hneykslun sem auðvelt var að nýta til enn frekari innrætingar og áhrifa sovéskra hagsmuna. Stalín fann upp fyrir- brigðið „nytsamur sakleysingi" (sbr. Krivit- sky, W.G.: In Stalíns Secret Service. New York: Harper’s, 1939. Endurprent, Westport, Conn: Hyperion, 1979). Áætlun Stalíns var þessi; Hann taldi sig VIÐSJÁRVERÐIR tímar. Myndin er af pla- kati sem varaði fólk við því að tala opin- skátt á almannafæri. Oft var í holti heyr- andi nær. sjá fyrir að með sigri Hitlers í janúar 1933 og aðgerðum hans eftir Þinghússbrunann, myndi Þýskaland verða voldugasta ríki á meginlandi Evrópu innan nokkurra ára. Því þreifaði hann þegar fyrir sér um samkomulag við nasista og ástæðan var sú að hann vildi tryggja vesturlandamæri Sovétríkjanna og völd sín og kommúnistaflokksins. Friðar- stefnan hafði verið rekin í þessum tilgangi, en eftir sigur Hitlers var unnið að því að tefla Hitler og Vesturveldunum saman í styij- öld með hlutleysi Sovétríkjanna en tryggingu um vesturlandamærin. Stalín gaf sér að Hitl- er myndi aldrei heija árás á Sovétríkin, myndi ekki hugleiða stríð á tveimur vígstöðvum. Eftir að Hitler sigraðist á Vesturveldunum ætlaði Stalín sér að reka rýtinginn í bak vin- ar síns Hitlers og hirða allt. Stalín þurfti að vinna að því að Hitler réðist gegn Vesturveld- unum. Andfasisminn á Vesturlöndum ögraði Hitler og ánetjaði lýðræðissinna hinum „góða málstað Stalíns“. En þýskir kommúnistar? Ef kommúnistar hefðu náð völdum í Þýska- landi, þá gátu þeir orðið keppinautar flokks- ins í Sovétríkjunum, þ.e. hættulegir, eins gott að Hitler sæi um þá. En Stalín sá ekki fyrir árásina á Sovétrík- in 22.júní 1941. Þótt hann næði tangarhaldi á austursvæðum Evrópu, þá stóð veldi Sovét- ríkjanna ekki út öldina. Stalín var góður námsmaður, hann fylgd- ist nákvæmlega með morðöldinni sem hófst 30. júní 1934 í Þýskalandi. Það liðu fimm mánuðir þar til einn nánasti félagi og sam- starfsmaður Stalíns, Sergei Mironovich Kirov var myrtur, 1. desember 1934. Terrorinn og Alþýóufylkingin Terrorinn í Sovétríkjunum, upphaf réttar- haldanna í Moskvu og „front populaire" - Alþýðufylkingin eða Alþýðubandalagið voru samtíma atburðarás. Stalín var fjarri því að telja sig öruggan í valdasessi, hann var mað- ur tortrygginn og vissi að innan Sovétríkj- anna og utan átti hann sér óvini sem unnu gegn honum. Trotsky hafði hrakist úr einu landi í annað, en hann var hættulegur penni og átti ófáa fylgismenn innan og utan Sovét- ríkjanna. Minni spámenn, andstæðinga Stal- íns var víða að fínna og aðgerðum gegn þeim var stjórnað frá aðalstöðvum Múnzenbergs í París, allar aðferðir voru notaðar til þess að uppræta þá, eitur, skotvopn, hengingarólar, axir og slys sett á svið. Trosky var þó ekki drepinn með ísöxi fyrr en 1940 í Mexíkó, það morð var skipulagt í aðalstöðvunum í Moskvu. Kirov var myrtur eins og áður segir 1. desember 1934 í Leningrad. Stalín sviðsetti þetta morð, sem varð upphafið að aðgerðum gegn andbyltingarsinnum, njosnurum og Tro- skyistum og réttarhöldum 1936-38. Strax 1934 var Kirov-morðið notað sem ástæða til viðamikils aftökustarfs í Leningrad, 40.000 stéttaróvinir voru sendir í Gulagið og síðan hófust handtökur kommúnista af eldri kyn- slóðinni. Tveimur vikum eftir morðið á Kirov voru tveir úr fremstu röðum flokksins hand- teknir, Zinoview og Kamenev. Þeir komu fyrir rétt í Moskvu 1936 og játuðu öllu sem á þá var borið. Fyrir 1935 hafði sovét-terror- inn beinst gegn „óvinum fólksins", þ.e. öllum sem höfðu talist til rússneskra yfirstétta fyr- ir byltingu og afkomenda þeirra, kommúnist- arnir voru öruggari, en flokksöryggið hvarf með Moskvu-réttarhöldunum, enginn var lengur öruggur. Gamlir flokksmenn, emb- ættismenn, herforingjar og hermenn voru dregnir fyrir rétt og dæmdir til dauða. Eitt frægasta fórnarlambið var Tuchachevsky marskálkur. Hann var einn vinsælasti herfor- ingi Rauða hersins. Hann var ákærður fyrir að hafa ætlað að taka Kreml herskildi með liðsveitum úr Rauða hernum, drepa Stalín og taka völdin. „Sönnunargögnin“ voru unn- in af Gestapo og send rannsóknardómurunum í Moskvu. Marskálkurinn hafði verið mjög ákveðinn andstæðingur Hitlers og ekki farið leynt með það, aftaka hans hentaði því báðum vel, Stal- ín sem leynibandamanni Hitlers og Hitler, sem losnaði við harðan andstæðing, og voru - 30.000 liðsforingjar og herforingjar skotnir í júní 1937. Alls er talið að um ein milljón flokksbund- inna kommúnista hafi verið drepin í þessum hreinsunum, auk talsverðs fjölda óflokks- bundinna. Radek var eitt fórnarlambanna, dæmdur til tíu ára fangelsisvistar í janúar 1937, skotinn eða veslaðist upp á túndrunni. Hann hafði verið handtekinn skömmu áður en Múnzenberg kom til Moskvu haustið 1936. „Front populaire" - Alþýðufylking - var tilkynnt sem stefna kommúnistaflokksins og sem stefna Stalíns á VII Alþjóðasambands- þinginu í Moskvu vorið og sumarið 1935. Willi og Barbette Múnzenberg voru þingfull- trúar. Á þessu þingi var ákveðið að hverfa frá einangrunarstefnu kommúnistaflokka um allan heim og taka upp samstarf við jafnaðar- menn og aðra vinstri flokka til þess að styrkja stöðuna gegn Hitler. Hin upphaflega stefna kommúnista, nú skyldi vinna með „sósíal-fas- istum“ og öðrum vinstri mönnum gegn fas- istaógninni. Þreifingar höfðu áður hafist á Frakklandi að frumkvæði kommúnista (sbr. Gordon Wright: France in Modern Times. 5th Ed. Norton, New York 1995). Staðfestingin kom nú frá VII Alþjóðaþinginu. Kosningar voru á Frakklandi í apríl-maí 1936, þar sem Alþýðufylkingin sigraði, kommúnistar juku fylgi sitt um helming og hlutu 72 þingsæti í stað 10. Með þessari samfylkingu vinstri aflanna tókst kommúnistum að teljast hlut- gengir lýðræðissinnar og smeygja sér inn í flokksstjórnir annarra flokka og halda áfram innrætingunni. Með „Front populaire“ kom til sögunnar samfylking allra vinstri flokka gegn fasisma og jafnframt áróðurstæki, sem huldi að nokkru Moskvuréttarhöldin og réttlætti þau jafnvel. Samfylking vinstri aflanna - Alþýðufylk- ingin - átti að verða sterkasta pólitíska aflið á Frakklandi og einnig á Spáni. Tveir meðal frægustu höfunda Frakka urðu formælendur þessara samtaka, André Gide og André Mal- raux. Það hafði lengi staðið til að Gide færi til Sovétríkjanna m.a. til þess að hitta Gorki. Nú var talið að Gorki ætti ekki langt eftir ólifað og Gide samþykkti loksins að fara. Þessi ferð átti að vera nokkurs konar tákn samtvinnu Alþýðufylkingarinnar og stefnu Sovétríkjanna, áróðursferð fyrir hvort- tveggja. Ekkert var til sparað að gera Gide ferðina sem munaðarfýllsta, hann var hylltur hvar sem hann kom og þess var vænst að hann myndi að ferð lokinni skrifa ferðaminn- ingar sem yrðu staðfesting á ágæti stjómarf- ars og menningar. En heimsóknin til Gorkis fórst fyrir, Gorki lést eða var myrtur af Stal- ín 18. júní, sama daginn og flugvél Gide lenti á Moskvuflugvelli. En hann var við jarðarförina og hélt útfar- arræðu. Og Gide hélt áleiðis til Parísar. Bók- in sem beðið var eftir kom út í september 1936 - Retour á l’U.R.S.S. - Rit Gides var harkalega árás á stjórnarfar og samfélags- form Sovétríkjanna. Viðbrögð vinstri manna voru þau að André Gide væri fasístísk ófreskja. Francois Furet vitnar í dagbækur Gides um viðhorf hans til kommúnismans fyrir og eftir ferðina til Sovétríkjanna í „Le passé d’une illusion - París 1995. Gide er e.t.v. sá fyrsti sem sá betur en aðrir menn að Stal- ín og Hitler - nasisminn og kommúnisminn voru hliðstæður, en ekki andstæður. Áður en Gide hélt til Sovétríkjanna urðu ýmsir til þess að aðvara Múnzenberg, töldu að fráleitt væri að búast við því að Gide yrði eins og hver annar „nytsamur sakleysingi" og myndi ganga inn í drauminn. En Múnzenberg lét sér ekki segjast. Niðurlag síðar Höfundur er rithöfundur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. NÓVEMBER 1996 1 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.