Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Blaðsíða 3
LESBðK MORGUNBLAÐSEVS ~ MENMNG/IISTTR 43. TOWBLAÐ - 71. ARGANGUR EFNI SEQUENTIA er alþjóðlegur tónlistarhópur, sem var stofnaður í Köln árið 1977 til þess að vinna að endurgerð tónlistar og texta frá mið- öldum. Sequentia hefur flutt list sína í meira en 40 löndum og kemur nú til ís- lands með sýningu þar sem tónlist er felld að texta eddukvæðanna. Sýningin nefnist „Eddukvæði eitt";, en fyrirhugað er að hefja æfingar á næsta verki, „Eddu kvæð- um tvö", árið 1998. NAMIBIA er land miskunnarlausra lífsskilyrða, seg- ir greinarhöfundurinn Inga Fanney Egils- dóttir, stýrimaður, sem var þar að aðstoða landsmenn við sjávarútveg. Um Ieið not- aði hún tækifærið og kynnti sér land og Þjóð. KONAN hefur lengi verið viðfangsefni í sjónlistum karlaveldisins. Listfræðingurinn John Berger er þekktur sem skarpur greinandi og lítur á málið frá sögulegum sjónar- hóli. Hannes Sigurðsson listfræðingur hefur þýtt greinina. SIGURÐUR PÉTURSSON skáld og sýslumaður hefur verið kallaður faðir vorrar dramatísku listar, en fyrir 200 árum settu skólapiltar í Hólavalla- skóla á svið leikverk hans Slaður og trú- girni, eða Hrólf. Árni Matthíasson rekur í grein sögu verksins og höfundar þess. ÞJÓÐARÓPERAN í Helsinki er stolt tónlistarþjóðarinnar en aðsókn á óperu- og listdanssýningar hefur verið með ólíkindum frá því hún var vígð fyrir þremur árum - um 94% aðgöngu- miða hafa verið seld. Orri Páll Ormarsson segir frá óperunni, sem stendur á bökkum Töölönlahti-flóa í Helsinki - í námunda við hina rómuðu tónleikahöll Alvars Aalto, Finlandia. Byggingaframkvæmdum lauk í febrúar 1993 og fyrstu tónleikarnir voru haldnir í húsinu í júní sama ár og um haustið var fyrsta óperan færð upp. TYRTAIOS I SPÖRTU HEIÐURAÐDEYJA FYRIR FÖÐURLANDIÐ Gísli Jónsson þýddi Vit: það er hreysti og fegurstu verðlaun, sem vinna má ungur vaskur maður í her, og til manndáðar metið hans þjóð, þegar hann staðfastur stendur í fremstu röð friðustu kappa og finnur að fært muni allt nema flóttinn, hin argasta smán. Týhraustur leggur hann líkam og sálu í logandi háska, hughreystir hliðarmann sinn, hermandi karlmannleg orð. Já, Jjóndjarfur hann er í her og á flótta fjendurna hrekur, eða hann stendur sem stoð, styrkur gegn óvina sókn. Falli hann þá fremstur í röð, er faðir hans vel afþví sæmdur, og bregður svo, bjartur affrægð, ljóma á land sitt ogþjóð. Falli hann þá fremstur í röð með ólífisund sér á brjósti eftir brand gegnum brynju ogskjöld, sé honum sómi og heill! Skal kvennalið krýna hans gröf, ogþjóð hans meðþakklæt- is tárum minnast hans öld eftir öld og ættar hans kunngera frægðl í baráttuglöðum ættjarðorsöngvum eggjciði höfundur (7. ðld f.K.) samborgara sína til dóðo. Ef skyldan krefði, hlytu þeir hina æöstu sæmd með því að falla t stríði fyrir föðurlandið. Tyrtaios notaði hexametrum. FORSÍÐUMYNDINA tók Golli af Eggerti Þorleifssyni í hlutverki Belgs í Trúðaskólanum sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu um helgina. SBBflBBBBBBBBBBHBBHBIBflflBBBBBBBBBJBBBBJEHHBBBBH BBBBBBBJ R ABB ENDURTEKNINGIN er sú regla sem við búum við, hvort sem okkur líkar það betur eða ver. Flestum líkar það afar vel. Að vakna á sama tíma, tína á sig sömu spjar- irnar, fá sér það sama í gogginn og hverfa síðan til sömu vinnu og í gær, eða í fyrra eða fyr- ir áratugi og hver veit hvað hægt er að fara langt aftur í tímann. Allt verður svo fyrirsjáanlegt og laust við óvæntar uppá- komur. í kaffitímanum er kaffið alltaf nákvæmlega jafn vont og menn segja sömu, slitnu brandarana. Svo er bara að gæta þess að gera allt eins og það var gert í fyrra og svo langt aftur í tímann sem munað verður. Dagarnir líða án þess að neitt beri til tíðinda; ekkert situr eftir sem eftirminnilegt geti talizt, kaupið alltaf dálítið undir útgjöldunum og það venst líka. Fátt er svo vont að það venjist ekki, jafnvel rysjótt tíðarfarið. Endurtekningarnar mynda vana og máttur vanans er mikill. Hjá sumum verð- ur að ófrávíkjanlegum vana að borða fisk á mánudögum og kjötbollur á miðvikudög- um. í sumarleyfinu er farið á sama tíma á sama stað, innanlands eða utan, og þar eru allir fastir liðir eins og venjulega. Það er enginn smáræðis hópur í þéttbýlinu sem steðjar í sumarbústaðina sína að aflokinni vinnu á föstudögum. En það er heldur ekki farið neitt annað. Einnig þar verða allir dagar eins. Menn vita líka að þeir verða þarna á sama tíma að ári, ef ekkert kemur fyrir, og þá verður allt eins og það er núna. Þessu fylgir visst áhyggjuleysi, en líka mikill sljóleiki. Það er svo undur gott að komast hjá því að takast á við eitthvað nýtt, verða að hugsa, brjóta heilann og SUOLEIKI VANANS læra, skipta um skoðun, efast. Maður á ekki að efast um neitt; Guð er á sínum stað og maður ef ast ekki um boðskap kirkjunnar. Svo kýs maður Sjálfstæðis- flokkinn eða Allaballa eða Krata án þess að efast og í mesta lagi nöldrar maður dálítið yfir nýjum og nýjum sköttum og fréttum af fríðindum og ferðalögum yfir- stéttarinnar, en allt kemur fyrir ekki: Maður kýs að sjálfsögðu sinn gamla flokk af sama gamla vananum. Sljóleiki vanans leggst yfir byggðir og fjöll og dali eins og móðan sem fylgdi svartadauða. En flestir eru hæst ánægðir. Sljóleikinn bjargar okkur frá því að fara að hugsa um eitthvað óþægilegt. Til dæm- is um ójöfn lífskjör og þá staðreynd, að við búum á eldfjalli. Eiginlega á eldskeri. Landið er eins og risavaxin skepna sem sefur. En skyndilega vaknar hún með andfælum og getur af sér eldgos og jarð- skjálfta. Sljóleiki vanans hjálpar okkur að sjá ekki að það er vaxandi fátækt í landinu; 12% þjóðarinnar undir fátæktarmörkum. Á sama tíma blómstrar hlutabréfamarkað- urinn og fyrirtækin skila vaxandi hagn- aði, sem er fagnaðarefni. Það er samt eitt- hvað bogið við góðærið - eða stjórnina- ef fleiri og fleiri verða að leita samfélags- aðstoðar til þess að fá að borða. Um leið lengist biðin hjá þeim sem þurfa að kom- ast í aðgerðir á sjúkrahúsum. En við skul- um ekki hugsa um það. Fyrir sljóleika vanans samþykkjum við það þegjandi og hljóðalaust, rétt eins og það sé náttúrulög- mál. Aðeins örsjaldan kemur það fyrir að vaninn verði svo yfirþyrmandi, svo sálar- drepandi, að venjulegur og sljór Meðaljón sprettur óvænt uppúr þægilegu hægindi sínu og segir um leið og hann geyspar: Nei, fari það kolað; ég nenni bara ekki að horfa eða hlusta á þetta lengur. Þetta gerist nefnilega einna helzt þegar sjón- varpinu tekst alveg að ganga framaf þeim sem það á að þjóna. Meðaljón er af sljóum vana friðsamur maður. Hann vill geta horft á eitthvað áreynslulaust efni og kannski látið sér líða í brjóst inn á milli. Þessi endalausu morð og misþyrmingar á skjánum eru alveg að fara með hann; þau eru eitt af fáu sem hann getur ekki vanizt, því hann er vel upp alinn og góður drengur inn við bein- ið. Hann hrekkur hvað eftir annað upp af værum blundi við ópin og byssuhvel- Hna. Fyrst lítur hann undan i hvert sinn sem manni er misþyrmt eða einhver drep- inn. Hann er svo saddur af þessu fóðri sem dælt er ofaní hann, að á endanum verður honum flökurt. Hann er farinn að ganga frá tækinu og Ies frekar kjallara- greinar eftir kverúlanta í DV en að sjá frekara blóðbað. Stundum er hann jafnvel að því kominn að gefast upp á fréttunum. Það er einlægt sama tuggan um spreng- ingar, limlest fólk og brunnin hús. Meðaljón vill af sljóum vana láta mata sig. Og hann er heppinn því sjónvarpið er mesta mötunartæki sem fundið hefur verið upp. Þó kemur fyrir að leiðindin og tilbreytingarleysið verði yfirþyrmandi. Sú tilfinning hellist yfir Meðaljón, að þessi mötun skilur ekkert eftir. Hann man ekki stundinni lengur hvað var i fréttunum. Liklega voru það aðallega ekkifréttir. Samt er honum sagt að loftið beinlínis titri af upplýsingum; ef ekki af alnetinu, þá frá gervihnattasjónvarpi. Sjónvarps- myndavélarnar eru með allt heimsþorpið fyrir framan sig. Og samt gerist ekkert, hvorki skrýtið, skemmtilegt né eftirtektar- vert. Aðeins fleiri og fúlmannlegri árásir, meira barnaklám, meira dóp, fleiri ung- menni á heljarþröm. Verstar af öllu eru þó auglýsingar kvik- myndahúsanna, sem eru nýlegt fyrirbæri í sjónvarpi. Undantekningalítið geisar þar kúlnahríð; mannsbúkar tætast í sundur og hrapa niður í einhver óhugnanleg hyl- dýpi. Maður gæti ímyndað sér að einhvers- staðar í húsinu væri verið að vinna með loftpressu. En það er ekki svo; þetta er geltið í hríðskotabyssunum, sem kannski þagnar andartak á meðan hetjan afgreiðir fallegustu ljóskuna. Engin undur að Meðalljón getur ekki vanizt þessu. Eitt veit hann þó: Það er pottþétt að hann fer ekki í bíó til að sjá þennan tilbreytingar- lausa hrylling. Sumt getur verið svo fúlt, ómanneskju- legt og leiðinlegt að jafnvel þræll vanans geti ekki vanizt því. GÍSLI SIGURÐSSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. NÓVEMBER 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.