Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Blaðsíða 16
EDDUKVÆÐIN SUNGIN í NÝSTÁRLEGUM BÚNINGI NORÐURLJÓS er tón- listarhátíð Musica Antiqua og Ríkisút- varpsins sem byggist á þrennum tónleik- um og eru tónleikar Sequentia síðustu tónleikar hátiðarinn- ar að þessu sinni. Sequentia er alþjóðleg- ur tónlistarhópur, stofnaður í Köln árið 1977 til þess að vinna að endurgerð tón- listar og texta frá miðöldum. Stundum er hópurinn allstór með fjölda hljóðfæra- leikara, stundum jafnvel einn maður, en Sequentia telst jafnan með helstu flytj- endum miðaldatónlistar í heiminum, hef- ur gefið út rösklega hálfan annan tug geisladiska undir merki Deutsche Harm- onia Mundi og m.a. unnið til þýsku hljóm- plötuverðlaunanna og Edison-verðlaun- anna. Franska gulldiskinn „Disque d'Or", sem fæst þegar selst hafa 100.000 diskar í Frakklandi, hlaut Sequentia fyrir flutn- ing tónlistar Hildegard von Bingen. Leiðtogi flokksins, Benjamin Bagby, segir að Sequentia hafi fengist við það í mörg ár að flytja forn ljóð við undirleik eftir nótum. Mest hafí það verið ljóð og textar frá því á miðöldum, tólftu og þrett- ándu öld og hann segir að því meira sem flokkurinn hafi flutt af slíkum ljóðum þeim un betur hafí hann áttað sig á því að mikið ljóða og texta frá svipuðum tíma hafi líka verið flutt sem sönglög þó ekki sé lengur til skráð tónlist við þau sem hluti af munnlegri geymd. „Undanfarin ár höfum við leitað leiða til að nýta okk- ur það sem til er af skráðri tónlist þess- ara tíma til að flytja ljóðin eins og þau voru líklegast flutt á sínum tíma. Við byrjuðum á engilsaxneskum ljóðum eins og Bjólfskviðu, sem við fluttum meðal annars brot úr hér fyrir tveimur árum, þá tókum við til við Tristams sögu og síðan Niflungaljóð, en þegar við vorum að undirbúa flutning á þeim komumst við á snoðir um eddukvæði og svo vildi skemmtilega til að á sama tíma var leikfé- lag sem við höfðum áður starfað með að undirbúa leikgerð eddukvæða. Löng röð tilviljana kom okkur síðan í samband við Heimi Pálsson og á síðasta ári komum við hingað til lands að hitta hann og vinna hófst við verkið." tlpptaka fyrirhuguð Bagby segist meðal annars hafa hlust- að á gamlar upptökur af íslenskum rímnasöng í Árnastofnun, fiðluleikari flokksins, Elisabeth Gaver, hafi haldið til Noregs að kynna sér hefð Harðangurs- fiðlara og aðrir liðsmenn hafi sinnt öðrum hlutum verkefnisins. Seint á síðasta ári hófust síðan eiginlegar æfingar og flutn- ingur á tónleikum var rétt fyrir jól. Upp frá því segir Bagby að Sequentia hafi flutt verkið alloft, ýmist á tónleikum eða sem hluta af áðurnefndri leiksýningu og hyggst taka það upp hér á landi strax eftir tónleikana. Sýningin kallast „Edda eins" upp á þýsku, eða „Eddukvæði eitt", en eins og nafnið bendir til er fyrirhugað að halda verkinu áfram. Eddukvæðasýningin hef- ur þegar verið sýnd í Lúxemborg, Frakk- landi, Danmörku og Sviþjóð og einstök kvæði hafa verið flutt á tónleikum víða um heim. Næsta sumar liggur leiðin til Kanada, Bandaríkjanna og Afríku, því Eddukvæði eitt verða flutt á þjóðfræða- hátíð í Ghana Margir hafa komið nálægt Eddu-verk- efninu. Heimir Pálsson cand. mag. var leiðbeinandi hópsins bæði um val texta- gerða, skilning og framburð, en auk hans færir listafólkið sérstakir þakkir þeim Terry Gunnell og stjórnendum Náms- flokka Reykjavíkur, Stefáni Karlssyni, Gísla Sigurðssyni og öðru starfsfólki Stofnunar Árna Magnússonar, Colette Burling og Goethe Institut í Reykjavík, Snorra Erni Snorrasyni, Camillu Söder- Elizabeth Gaver, Heimir Pálsson og Benjamin Bagby. Sönghópurinn kunni Sequentig hyggstflytjg á tónleikum tónlistarhátíóarinnar Noróurljósa í Þjóó- minjasafninu annaó kvöld eddukvæói í nokkuó nýstárlegum búningi. ÁRNIMATTHÍASSON komst aó því aó sá flutningur er einskonar tilgátg um þaó hvernig kvæóin hafi verió flutt á sínum tíma vió tónlistarundirleik og kærkomió tækifæri til _________skyggnast á bak vió textann._________ berg og Njáli Sigurðssyni auk Ursulu Dronke, sem veitt hefur aðgang að óbirt- um þýðingum sínum og rannsóknum á eddukvæðum. Framburdur fyrndur Það hefur verið meginregla Sequentiu- félaganna að flytja miðaldakvæðin án styttinga og sem allra næst því sem mætti hugsa sér að hefði verið uppruna- legur framburður. Þegar kom að eddu- kvæðunum urðu ýmsar þrautir á vegi. Heimir segir að áhersla hafi verið lögð á flutning sem samræmdist íslenskum skilningi á áherslu- og merkingarhrynj- andi. „Framburður var fyrndur eftir því sem skynsamlegt gat talist og með það fyrir augum að hann nálgaðist þann tíma þegar aðalhandrit eddukvæðanna, Kon- ungsbók, var skrifað. Með því að velja ritunartíma handritanna var auðvitað meðal annars verið að komast hjá því að taka afstöðu til þess hvenær eddukvæðin hefðu hugsanlega fyrst verið kveðin," segir Heimir. A tónleikum í Reykjavík verður að þessu sinni aðeins fluttur kvæðatextinn en hins vegar fleygaður eins og þar var gert. Meginstofninn er Voluspá. Texti Konungsbókar, frá því um 1270 eða svo, er fluttur óleiðréttur, en skotið inn í hann þrem kvæðum, Þrymskviðu, Baldurs draumum og Gróttasöng. Eddukvæðin misgömul Að sögn Heimis eru þau kvæði sem við nefnum einu nafni eddukvæði sjálf- sagt misgömul. „Núorðið gera að vísu fæstir ráð fyrir að goðakvæðin geti að stofni til verið miklu yngri en frá 10. öld, þótt textinn eins og við þekkjum hann hafi áreiðanlega tekið umtalsverð- um breytingum frá þeirri öld og fram á hina þrettándu, þegar þau voru fest á bækur. En meðan þessi kvæði voru og hétu voru þau ekki bók-kvæði heldur flutt í heyranda hljóði." Bagby segir að vissulega séu miklar rannsóknir á bak við flutning eins og á Eddukvæðunum, en þær rannsóknir komi tónlistarmönnunum til góða við fleira en þetta eina verkefni, aukinheldur sem flokkurinn hafi notið góðs af vinnu ýmissa annarra og nefnir í því sambandi Heimi Pálsson, sem hafi verið ómetanleg stoð við að skyggnast inn í heim munnlegrar geymdar Eddukvæða. „Önnur sambæri- leg verkefni sem við höfum komið að þurfa vissulega mikinn undirbúning," segir Elizabeth Gaver, „en við undirbún- ing þessa verks þurftum við á meiri hjálp að halda, því það var fjarlægara okkur og minni rannsóknir hafa farið fram á því sviði sem við höfðum helst áhuga á." Við syngjum yfirleitt á miðaldamálum, latínu, miðháþýsku, fornfrönsku, forn- spænsku og fleiri málum sem sungin voru á miðöldum, en íslenska er líkust því máli sem höfundar Eddukvæða töluðu og því er mikils um vert að fá góða leið- sögn varðandi framburð og málfar." Hér segir Heimir að sú lífseiga hug- mynd að íslenska hafi ekkert breyst frá örófi byggist að mestu á því að menn hafi einblínt á eddukvæði og fleiri forna texta sem skrifaða texta, en að hans mati sé heimsókn Sequentia og sú vinna sem liðsmenn flokksins hafi lagt í flutn- inginn kærkomið tækifæri til að komast á bak við skrifaðan textann, „flutningur- inn er tilgáta og ég er þess fullviss að þetta er eitthvað sem við verðum að gera, að hætta að lesa eddukvæðin sem bók- menntatexta en líta frekar á þau sem lifandi kvæði sem flutt voru og sungin." Ikki má einblina á rimio Áður hafa menn gert tilraun til að endurskapa lifandi flutning eddukvæða og nægir að nefna upptökur Sveinbjörns Beinteinssonar sem meðal annars hefur verið gefinn út á diskum, en hann taldi sig hafa fundið hrynjandi í kvæðunum og flutti eins og rímur. Benjamin Bagby segist hafa heyrt flutning Sveinbjarnar, en Sequentia sé að fara allt aðrar leiðir, að sínu viti sé ekki rétt að einblína um of á rímið í kvæðunum, því það sé eins og beinagrind sem heldur verkinu saman og styrki það en eigi ekki að vera í for- grunni. „Þegar við flytjum verkið erum við ævinlega meðvituð um þessa beina- grind, en hún á ekki að sjást eða heyrast um of; hlustandinn á að finna fyrir henni líkt og hann veit af beinagrindinni í eigin líkama sem er undirstaða hans, en á ekki að sjást eða vera viðkomandi efst í huga." Bagby segir að verkið sé sífellt að breytast í flutningi Sequentia, eftir því sem það sé oftar flutt skilji flytjendur það betur, en skilningur á orðunum sé undirstaða þess að flutnigurinn verði trú- verðugur og sannfærandi. „Heimir hefur leit okkur í allan sannleika um það hvað orðin þýða og hvað þau þýddu á þeim tíma þegar kvæðið varð til. Hann hefur líka skýrt fyrir okkur hugtök og hug- myndatengsl sem voru samtímamönnum höfundar ljós, en þó við séum búin að fara yfir það bætist sífellt við skilninginn og flutningurinn þróast smám saman. Að vissu leyti erum við að festa verkin í tíma og rúmi með því að hljóðrita það núna, og ég veit að eftir til að mynda ár eigum við eftir að kveinka okkur við að heyra upptökurnar," segir Bagby og hlær við, „ekki vegna þess að þær séu illa gerðar, heldur vegna þess að þá telj- um við okkur vera búin að öðlast miklu dýpri skilning á einhverri hendingu eða einhverju orðasambandi. Við búum þó það vel að vera búin að flytja eddukvæðin alloft á undanförnum mánuðum og erum því betur undir þessar upptökur búin en oft áður." Aðspurður um hvort ekki sé erfitt að endurskapa undirleik við kvæðaflutning þegar ekki séu til neinar skrifaðar nótur neitar Bagby því. „Mikið er til af skráðum heimildum um tónlist sem hefur þekkst meðal almennings á þessum tíma og ekki ýkja mikið mál að raða því saman. Með því að hlusta á upptökurnar í Árnastofn- uná sínum tíma heyrði ég oft gamlar hefðir sem lágu á bak við rímnakveðskap- inn og með það í farteskinu, góðan skiln- ing á gömlum flutningshefðum og þekk- ingu á textanum gekk bærilega að búa kvæðin undir þennan flutning. Þvi má ekki gleyma að höfundarhugtakið var ekki þekkt á þessum tíma', það var ekki til neitt sem hét tónskáld. Tónlistin var sameiginlegur arfur og í gömlum nótna- heftum má sjá að víða er ætlast til að flytjandinn bæti við frá eigin brjósti eftir hefðum sem óþarf var talið að tíunda. Það sem skiptir því höfuðmáli við flutning sem þennan er ekki að hafa nótur við hendina, heldur er það að gjörþekkja flutningshefðir og háttu, aukinheldur sem textinn verður að leika á tungu. Þannig flytjum við verkið ekki eftir nótum, þess gerist ekki þörf, og þegar upptðkur hefj- ast þá er það eina sem tæknimenn fá í hendurnar afrit af kvæðunum." 16 tESBÓK MORGUNBtAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.